Réttur


Réttur - 01.10.1984, Page 25

Réttur - 01.10.1984, Page 25
inn til baka og reiknar með að sigra í kosningum sem halda á einhvern tíma í framtíðinni. Nokkrar heimildir hafa nefnt 3. desem- ber sem hugsanlegan kjördag en ekkert er öruggt. Samkvæmt fyrstu áætlunum átti að halda kosningar innan þriggja mánaða frá innrásinni! Ótal nýir flokkar hafa komið fram en aðeins einn þeirra er yfirlýstur sósíalískur byltingarflokkur og fylgir nokkrum þeirra stefnumiða sem Grenadabúar kynntust í fjögurra og hálfs árs stjórnartíð Bishops. Flokkurinn ber nafn Bishops, The Maur- ice Bishops Patriotic Movement (MBPM) og er stjórnað af þeim George Louison og Kendrick Radix, sem fyrr eru nefndir. Flokkurinn hefur kynnt stefnuskrá sína sem í aðalatriðum fylgir stefnu NJM. Enn er óljóst hvort MBPM tekur þátt í kom- andi kosningum þar sem flokkurinn hefur sett fram kröfur um fyrirkomulag þeirra, þ.e. neitað að taka þátt í augljósum gervi- kosningum. Eins og við vitum hefur Bandaríkjastjórn áður aðstoðað við að koma slíkum svikakosningum í kring annars staðar. Minningu Maurice Bishops er einnig haldið á lofti með séstökum sjóði sem safnar peningum m.a. til að reisa minnis- merki um Bishop og til að aðstoða þá sem lifðu fjöldamorðin af. Það er einnig sjóð- stjórnin sem safnar undirskriftum til að fá líkin afhent og til að hinn umdeildi flugvöllur verði kallaður The Maurice Bishop International Airport en ekki The Ronald Reagan International Airport eins og fregnir frá Grenada herma. Það voru reyndar ferðir sjóðsmanna um landið sem urðu til þess að flokkurinn var stofnaður. Þeir sáu þá og skynjuðu að það væri grundvöllur til frekari pólitísks starfs í nafni byltingarinnar og Bishops. Kristiina Björklund Sjóðurinn hefur reyndar „íslandsdeild" og eru allir hvattir til að leggja þar nokk- uð af mörkum. Peningarnir verða sendir sjóðsstjórninni í Grenada. Framlög geta menn lagt á sparisjóðsreikning nr. 11943 í Landsbankanum Vesturbæjarútibúi. (The Maurice Bishop Memorial Founda- tion/Kristiina Björklund). 201

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.