Réttur


Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 15
 Oheftir fjármagnsflutningar gætu leitt til þess að erlend risafyrirtæki eignuðust íslensk frystihús og fískiskip, jafnvel heilu sjávarþorpin. Þetta eru fróðlegar fréttir fyrir þá sem ímynda sér að stórar einingar gefi alltaf ^ieiri hagvöxt og því hljóti okkur að vegna betur í evrópsku stórríki. Enn fróðlegra væri þó að rannsaka vísinda- *ega, hvernig jaðarbyggðum í stórríkjum hefur vegnað seinustu áratugi. Reynslan er yfirleitt sú í hverri ríkis- heild, að byggðir á útjöðrum ríkja þróast hægar en sterkustu efnahagssvæðin. Staða ^slands í of nánum tenslum við evrópskt stórríki yrði líklega ekki ósvipuð stöðu andsbyggðar hér á landi gagnvart þétt- hýlinu við Faxaflóa. Eða hvernig halda menn, að lífskjör væru hér, ef ísland hefði frá stríðslokum verið hluti af Stóra-Bretlandi, þar sem elnahagsþróun hefur almennt verið helm- ‘ngi hægari og þó enn hægari í jaðar- héruðunum. Ekki er minnsti vafi á, að þau væru miklu lakari. Hvernig stendur svo á því að smáþjóð ineð þröngan heimamarkað og hlutfalls- lega dýra yfirbyggingu vegnar þrátt fyrir alh betur en ríkustu þjóðum heims. Skýringin er engin önnur en sú, að sjálf- stæð efnahagsheild, þótt lítil sé lagar sig ört að eigin þörfum með löggjöf, gengis- skráningu og öðrum efnahagsaðgerðum, þegar nauðsyn ber til. Þannig vinnur hún upp ókosti fámennisins og gott betur. í stórríki er margt þunglamalegt. Þar þarf til dæmis sjávarútvegshérað að búa stöð- ugt við gengisskráningu og aðrar ákvarð- anir, sem ekki eru teknar út frá þörfum þess svæðis heldur með allt aðra hags- muni í huga. Það tók þjóðina öld að öðlast sjálf- stæði. Hún gæti gloprað því niður með einum vanhugsuðum leik á taflborði al- þjóðastjórnmála. Sjálfstæði íslands er ekki aðeins metn- aðarmál þjóðar sem vill varðveita tungu sína og menningu. Sjálfstæði okkar er umfram allt lykill að áframhaldandi efna- legri og menningarlegri velgengni. Feim lykli skulum við ekki glata. (Flutt á Alþingi í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra, 23. október 1989). 63

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.