Réttur


Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 26
Framkvæmdastjórnin og stj órnmálamennirnir Það er fyrst að nefna að þó að fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins sé að ýmsu leyti andlit bandalagsins út á við og líklega mest áberandi af stofnunum þess þá er ætíð nauðsynlegt að hafa í huga að framkvæmdastjórnin er ekki það sama og bandalagið. Það er að vísu ósköp eðlilegt að mönnum hætti til að draga samasem merki milli framkvæmdastjórnarinnar og bandalagsins vegna þess að tengsl ríkja utan Evrópubandalagsins við bandalagið fara að verulegu leyti fram í gegnum framkvæmdastjórnina. Þó að þannig hafi skapast sú ímynd að framkvæmdastjórnin sé sú stofnun sem allt starf bandalagsins snúist um og að þar sé bandalaginu stjórnað, þá er slík mynd ansi fjarri veru- leikanum. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnarmenn séu mikið í sviðsljósi fjölmiðla vegna þeirra verkefna sem stjórninni eru falin, þá eru það ekki þeir sem taka mikilvægustu ákvarðanirn- ar innan bandalagsins eða í samskiptum þess við önnur ríki. Annað atriði sem rétt er að hafa í huga er að þeir sem sitja í framkvæmdastjórn- inni eru ekki stjórnmálamenn með póli- tíska ábyrgð sem þurfa að sækja vald sitt til kjósenda. Aðstaða þeirra er því allt önnur en stjórnmálamanna er sitja í ráð- herraráðinu og veita bandalaginu póli- tíska forystu. Framkvæmdastjórnarmenn geta þannig frekar en fulltrúar í ráðherra- ráðinu sýnt „skilning“ á þörfum ríkja utan bandalagsins. En þó þeir séu þannig oftlega jákvæðir í viðræðum þá þýðir slíkt auðvitað ekki að mál séu komin í höfn, því þegar kemur að endanlegri ákvörðun þá er það ekki þeirra að segja af eða á. Þess er skemmst að minnast er sjávarút- vegsráðherrar í ráðherraráði bandalags- ins veittu þeim manni í framkvæmda- stjórninni, er fer með sjávarútvegsmál, ofanígjöf á síðasta ári fyrir að vera of já- kvæður gagnvart sjónarmiðum íslendinga og gæta ekki nægilega vel hagsmuna þeirra ríkja í Evrópubandalaginu sem vilja komast í íslensk fiskimið. Það má segja að hinir pólitísku forystumenn bandalagsins séu jarðbundnari en fram- kvæmdastjórnarmenn í þeim skilningi að þeir eru með hugann við pólitísk vanda- mál dagsins og þurfa að gæta að alls kyns staðbundnum hagsmunum er hafa póli- tíska þýðingu í þeirra landi. Flvað varðar þá stjórnmálamenn er sitja á Evrópuþinginu þá er aðstaða þeirra önnur en þeirra er sitja í ráðherra- ráðinu, ekki síst vegna þess að þingið hef- ur takmarkað vald þegar kemur að því að taka ákvörðun um stefnumótun fyrir bandalagið. Þar sem það er í reynd ekki nema að takmörkuðu leyti á þeirra herð- um að axla pólitíska ábyrgð á stefnu bandalagsins geta þeir því leyft sér að vera „ábyrgðarlausari“ í samskiptum sín- um við aðila utan bandalagsins, t.d. með því að vera með yfirlýsingar sem ókunn- ugir gætu túlkað sem meiriháttar stefnu- mótun af hálfu bandalagsins. Hér skiptir líka máli að Evrópuþingið er að brjóta sér leið til aukinna áhrifa, þó að hægt gangi að vísu, og því tilhneiging til þess að vera með „róttækar11 yfirlýsingar til að vekja athygli á stofnuninni og reyna að fá aðra til að virða hana sem áhrifaaðila inn- an bandalagsins. Miðað við stöðu mála í dag hlýtur hins vegar að vera varhugavert fyrir aðila utan bandalagsins að leggja of mikið upp úr yfirlýsingum þingmanna á Evrópuþinginu um mál er varða sam- skipti við bandalagið. Það sem hér hefur verið nefnt er ein ástæða þess, auk ólíkra sjónarmiða um tilgang bandalagsins, að 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.