Réttur - 01.04.1989, Page 44
einnig um rannsóknir í hafinu, mengun-
armál og verndun sameiginlegra stofna,
svo eitthvað sé nefnt. Slíkar viðræður um
gagnkvæma hagsmuni, sem skipta okkur
meira máli en aðrar þjóðir, geta ekki far-
ið fram nema tvíhliða.
A næstu mánuðum þurfum við að
fylgja eftir viðræðum Evrópubandalags-
ins og EFTA, en samhliða að reyna með
tvíhliða samningum að finna lausn á sam-
skiptum íslands og Evrópubandalagsins á
sviði sjávarútvegsmála.
Ég hef fulla ástæðu til að ætla að innan
Evrópubandalagsins sé fjöldi áhrifa-
manna, sem hafa þennan skilning á sér-
stöðu íslendinga, og vilji leysa úr þeim
vandamálum sem við glímum nú við.
Forsendur íslendinga í þessu
samstarfi
Við hljótum að spyrja, á hvaða for-
sendum íslendingar geti verið þátttak-
endur í slíku samstarfi, þegar tekið er til-
lit til stöðu sjávarútvegsins.
■ í fyrsta lagi, er það að sjálfsögðu
grundvallaratriði, að íslendingar
stjórni einir nýtingu auðlindanna í haf-
inu umhverfis okkur — það er ófrá-
víkjanleg forsenda.
■ í öðru lagi, yrðu íslendingar að hafa
frjálsan aðgang að erlendum mörkuð-
um án allra hindrana, hvort sem um
væri að ræða tolla eða tæknilegar hindr-
anir.
■ í þriðja lagi, yrði að leggja af alla
styrki til sjávarútvegs, sem rekinn væri
í beinni samkeppni við íslenskan sjávar-
útveg og gæti á þann hátt skert sam-
keppnisstöðu íslendinga.
■ í fjórða lagi, til þess að við getum verið
fullgildir þátttakendur í hinum fjórum
títt nefndu frelsum Evrópubandalags-
92
ins, verðum við að byggja upp sterk ís-
lensk fyrirtæki sem standa jafnfætis
erlendum fyrirtækjum í framleiðslu og
sölu á sjávarafurðum. Sagan kennir
okkur, að þegar erlendir aðilar hafa
sýnt íslandi áhuga eða þeim auðlindum
sem hér eru til staðar, endist áhugi
þeirra aðeins svo lengi sem ekki eru
aðrir hagkvæmari kostir fyrir hendi.
Sagan kennir okkur einnig að þegar
þessi fyrirtæki og aðilar hafa síðan yfir-
gefið landið, hafa þau aðeins skilið eft-
ir sig tómar húsatóftir. Enginn aðgang-
ur að markaði, vinnslu eða möguleiki á
samstarfi hefur verið skilinn eftir. Þess
vegna er ein frumforsenda fyrir þátt-
töku okkar í nánu samstarfi við önnur
ríki, að til séu íslensk fyrirtæki sem
geta verið fullgildir þátttakendur í bar-
áttunni á mörkuðunum.
Þegar tollamúrar, tæknilegar hindranir
og styrkir eru horfnir er eðlilegt, að öllu
óbreyttu, að áætla að hagkvæmast sé að
vinna þann fisk sem veiddur er á íslensk-
um fiskimiðum hér á landi.
Móta þarf íslenska
sjávarútvegsstefnu
Sjávarútvegsstefna Islendinga verður
að grundvallast á langtímamarkmiðum
með langtímaávinning að meginmark-
miði. A meðan umræðan erlendis, um
viðskipti með sjávarafurðir og styrki til
sjávarútvegs, er bundin á sama klafa og
umræðan um landbúnaðarvörur, hljótum
við og verðum eins og Evrópubandalagið
að móta sjálfstæða sjávarútvegsstefnu
sem fyrst og fremst hefur langtíma hags-
muni íslendinga að leiðarljósi.
Ég hef grun um, að ef til vill hafi ein-
hverjir ykkar gert ráð fyrir að ég rekti hér
fyrir ykkur ýmsar þær tæknilegu breyting-
j