Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 14

Réttur - 01.04.1989, Side 14
ar, íslensk dagblöð, flugfélög eða skipa- félög. Pau gætu keypt upp frystihús og skip, jafnvel eignast heilu sjávarþorpin. Auðvitað gætu íslenskir fjármálmenn flutt fé sitt þar á móti til meginlandsins í stórum stíl og séð sér hag í því, en fyrir þjóðarheildina væri það mjög óhagstætt. Að sjálfsögðu á ekki að útiloka þátt- töku útlendinga í íslensku atvinnulífi. Hún getur átt fullan rétt á sér í sérstökum tilvikum og í hæfilegum skömmtum, og þá fyrst og fremst í sérhæfðum iðnaði og nýjum atvinnugreinum, enda sé þess gætt, að íslendingar séu þátttakendur í rekstrinum og hafi þar nokkurt forræði. í íslenskan sjávarútveg eiga útlendingar ekkert erindi. Hindranalaus vöruviðskipti gætu einnig sett okkur í mikinn vanda, t.d. opnað fyr- ir óheftan innflutning búvara og torveld- að stjórn á því, að óunninn fiskur sé ekki fluttur í stórum stíl úr landi í gámum. Nú eru þrjátíu-fjörutíu milljónir manna án atvinnu í Vestur-Evrópu. Ef ekki þarf lengur atvinnuleyfi til að fá hér vinnu, er ekki unnt að útiloka stóraukið alvinnuleysi í kjölfarið. Yiðræður án stefnu? Hversu langt geta menn hugsað sér að ganga í þessa áttina? Stjórnmálamenn og flokkar verða að svara þcirri spurningu fordómalaust og af fullri hreinskilni, áður en lengra er haldið. Alþingi hefur enga stefnu mótað í þessu máli. Varla verður farið út í formlegar viðræður um svo ör- lagaríkt mál, án þess að menn viti að hverju stefnt er? Er endilega víst, að hagsmunamál ís- lendinga séu þau sömu og hinna EFTA- þjóðanna? Allar eru þær að vísu smáar á mælikvarða stórþjóða en sú næstminnsta er þó tuttugu sinnum fjölmennari en ís- lendingar. Fámennið, smæð fyrirtækjanna og lítil fjármagnseign skapar okkur algera sér- stöðu meðal Evrópuþjóða. í þessum orð- um felst engin minnimáttarkennd, aðeins viðurkenning á staðreyndum. Á erlend- um mörkuðum er íslensk framleiðsla ágætlega samkeppnisfær, ótolluð. Við eigum að geta skapað hér einhver bestu lífskjör á jörðu. Og við eigum ekki að láta hræða okkur með því, að þjóðin ein- angrist, þótt við opnum ekki allar dyr fyr- ir Evrópubúum. Það er alsiða á íslandi að ræða þannig um efnahagsmál, að hvergi á byggðu bóli sé önnur eins óstjórn. Menn bölva öllu og öllum, jafnt stjórnmálamönnum sem sér- fræðingum. í örvæntingu sinni velta menn því jafnvel fyrir sér í alvöru, hvort ekki væri skást að binda gengi krónunnar við erlenda mynt eða jafnvel að tengjast Evr- ópubandalaginu. Gengur okkur vel eða illa? En hefur þá íslendingum vegnað illa miðað við aðrar þjóðir? Vissulega er verðbólgan löngum mikil og skuldirnar erlendis háar. En við höfum líka byggt upp atvinnulíf með meiri hraða en flestar aðrar þjóðir. Nýlega voru birtar töflur um hagvöxt í 24 iðnríkjum á 17 ára tímabili fram til 1987. í þessum hópi eru öll ríki EFTA og Evrópubandalagsins ásamt Bandaríkjun- um, Japan, Kanada og öðrum auðgustu ríkjum heims. Þar kemur ljóslega fram, að á þessu 17 ára tímabili er hagvöxtur langmestur hér á landi. í Evrópu er það aðeins Noregur sem eitthvað nálgast vaxt- arhraða íslenska hagkerfisins. í Bret- landi, Pýskalandi og Frakklandi, var vaxtarhraðinn helmingi hægari en á ís- landi. 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.