Réttur


Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 33
FRÁ STOFNFUNDI FRÆÐSLUSAMTAKA UM ÍSLAND OG EB, JÚNÍ1989 i ' * 'f * í \fc ggptyt ■ st \^_ 'Ln*' Ragnar Árnason, prófessor: s Island og óheftar fj ármagnshr eyfíngar Enda þótt frjálsræói í alþjóðlegum fjármagnshreyfingum hafí aukist stórlega frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, vantar enn víðast hvar mikið á, að fjár- magn fái að streyma óheft á milli landa. Gildandi takmarkanir á fjármagnshreyf- ingum kunna vissulega að vera í samræmi við víðari hagsmuni einstakra þjóð- ríkja, en þrengja á hmn bóginn greinilega athafnarúm fjölþjóðlegra fyrirtækja. Jafnframt má færa að því þungvæg hagfræðileg rök, að þessar takmarkanir dragi ur alþjóðlegum hagvexti. Það er því að vonum, að háværar raddir krefjast af- náms þeirra. Einn veigamesti þátturinn í því að mynda órofa markað (einn heildarmark- að, innri markað) innan vébanda Evrópu- bandalagsins er að afnema allar hömlur á fjármagnshreyfingar milli aðildarland- anna. Þessu marki hyggst Evrópubanda- lagið ná árið 1992. ísland er á meðal þeirra OECD-landa, sem halda uppi einna mestum hömlum á fjármagnshreyfingar l'rá öðrum löndum °g til þeirra. í Ijósi áforma Evrópubanda- lagsins um óheftar fjármagnshreyfingar og þeirra hræringa í skipulagslegri um- gjörð alþjóðlegs fjármagnsstreymis, sem sennilega munu fylgja í kjölfarið, er því nærtækt að huga að hagsmunum íslands í þessu efni. 1. Hvað eru frjálsar fjármagnshreyfingar? í umræðum um alþjóðleg viðskipta- bandalög og afstöðu íslands til þeirra er oft talað um „frjálsar fjármagnshreyfing- ar“. Því miður er alls ekki alltaf ljóst, hvað menn eiga við, þegar þeir taka sér þetta orðasamband í munn. Það er á hinn bóginn nauðsynlegt, ef meta á kosti og galla tiltekins fyrirkomulags, að skýr- 81

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.