Réttur - 01.04.1989, Síða 28
FRÁ RÁÐSTEFNU AB, FEBRÚAR 1989
Birgir Björn Sigurjónsson, framkvœmdastjóri BHMR: Hagsmunir íslenskra launamanna í heimi stækkandi viðskiptaheiida gjj 'W V jl V. W'; JB
Hvaða efnislegu sjónarmið ráða al-
mennt afstöðu launamanna og stéttarfé-
laga til stækkandi viðskiptaheilda og hvað
gildir sérstaklega um EB? í umræðunni
um EB á íslandi undanfariö minnist ég
þess ekki að kynnt hafi verið sjónarmið
stéttarfélaga, hvorki innan eða utan EB,
á bandalaginu og áformum Hvíta kvers-
ins. Þetta er sérstaklega athyglisvert í
Ijósi þess, að mikið starf hefur verið unn-
ið á vegum stéttarfélaga, í heildarsamtök-
um þeirra og í alþjóðasamtökum þeirra
um þetta efni. Afstaða mjög margra stétt-
qrfélaga er líka í meginatriöum neikvæð
bæði gagnvart starfsháttum EB í dag og
gagnvart þeim stórveldisáformum sem
felast í áformum EB um Innri markað
eða jafnvel Bandaríki Evrópu.
Ég ætla að leyfa ykkur að heyra dæmi
um tíu spurningar sem stéttarfélög á
Norðurlöndum og samtök stéttarfélaga
innan EB hafa spurt fyrir hönd sinna fé-
lagsmanna, þegar afstaðan til EB og
áformanna um Innri markað hefur verið í
mótun. Ég reyni að gefa mín svör við
þessum spurningum. Spurningarnar varða
laun, vinnuumhverfi, stöðu stéttarfélaga
og lýðræði eins og ástandið er í EB-lönd-
um í dag og miðað við áform um Innri
markað.
1. Munu kjör launamanna batna?
Laun íslenskra launamanna eru al-
mennt miklu lakari en laun í hinum ríkari
EB-löndum. Nálgun íslensks vinnumark-
aðar við EB-markaðinn gæti lcitt til þess
að launamismunur milli íslenskra
launamanna og starfsbræða þeirra erlend-
is muni minnka. Könnun á launakjörum
ýmissa hópa launamanna í EB-löndunum
sýnir þó, að launamunur er allmikill milli
þessara landa. Sennilcga mun þessi mun-
ur minnka við tilkomu Innri markaðar
EB. Launin eru hins vegar jafnan lang-
lægst á Islandi. Ég hygg að annað tveggja
verði að draga úr þessum launamun með
76