Fréttablaðið - 04.03.2009, Page 15

Fréttablaðið - 04.03.2009, Page 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 4. mars 2009 – 9. tölublað – 5. árgangur Ríkisbanki tapar | Breski bank- inn Northern Rock, sem breska ríkið þjóðnýtti fyrir ári, tapaði 1,4 milljörðum punda í fyrra. Þetta jafngildir 226 milljörðum ís- lenskra króna. Tapið er að mestu tilkomið vegna afskrifta á fast- eignalánum. Enn óvissa | Talsvert gengisfall var á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum í vikunni en fjárfest- ar eru almennt uggandi um að aðstæður á fjármagnsmörkuðum eigi eftir að versna frekar. Allt niður | Kreppa er nú sam- kvæmt þumalputtareglum á Norð- urlöndunum en hagvöxtur hefur dregist þar saman tvo ársfjórð- unga í röð nema í Noregi. Að Ís- landi undanskildu er ástandið verst í Svíþjóð. Þurfa hjálp | Alþjóðabankinn, evrópski fjárfestingabankinn og evrópski þróunarbankinn ætla að verja 25 milljörðum evra, jafn- virði 3.600 milljarða króna til aðstoðar fyrirtækjum í Austur- Evrópu, svo sem í Úkraínu, Ung- verjalandi, Hvíta-Rússlandi og Serbíu. Mesta tapið | Royal Bank of Scot- land tapaði 24,1 milljarði punda, um 3.900 milljörðum króna, í fyrra. Þetta er mettap í breskri fyrirtækjasögu. Bankinn hefur afskrifað háar upphæðir vegna kaupa á hollenska bankanum ABN Amro í hittifyrra. „Fyrstu samningar eru frágengn- ir og íhlutir á leið til landsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrir- tækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orku- sparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip. Jóhann, sem áður var sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, gekk í haust til liðs við bróður sinn, sem stofnað hafði HBT skömmu áður. Lítið hafði farið fyrir Jóhanni frá því hann sagði sýslumannsstarf- inu lausu þar til hann kynnti HBT á þéttsetnum ársfundi Nýsköpun- armiðstöðvar Íslands í gær. Að sögn Jóhanns hafði frum- kvöðull unnið að þróun tækninn- ar í áraraðir norður í landi þar til HBT gerði samning við hann um framleiðslu á tæknilausninni, sem þegar er komin í notkun. „Ég sé gífurleg sóknarfæri hér sem er- lendis,“ segir Jóhann. - jab Fyrstu samn- ingar í höfn Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn,“ segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem bú- settur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi rík- isstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyris- viðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur- Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóð- legu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskrepp- ur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vand- anum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall komm- únismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðast- liðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkj- unum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórn- tæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í land- inu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta,“ segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífs- ins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðug- leiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austan- tjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlg- aría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoð- unar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti,“ segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sam- bandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inn- göngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Marg- ir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýska- land. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga,“ segir Daniel Levin. Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Gjaldeyrishöft verða brátt útbreidd í Austur-Evrópu, að mati bandarísks efnahagsráðgjafa. Höft séu biðleikur fyrir nýja mynt. Göngum hreint til verks! Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að ráða evrópska ráðgjafar- fyrirtækið Hawkpoint til að vinna að samningagerð milli gömlu og nýju bankanna undir stjórn full- trúa íslenskra stjórnvalda. Verkefnið felst annars vegar í ráðgjöf vegna þeirra samninga sem þurfa að eiga sér stað á milli ríkisins fyrir hönd nýju bank- anna og kröfuhafa þeirra gömlu í tengslum við uppgjör þeirra en hins vegar verður sérþekking fyr- irtækisins nýtt til að skoða leiðir að uppgjörum bankanna. Fjórum erlendum ráðgjafarfyr- irtækjum var boðið að taka þátt í útboði vegna verkefnisins en tvö drógu sig í hlé vegna hagsmuna- tengsla, að því er segir á vef for- sætisráðuneytis. - jab Hawkpoint ráðið til starfa DANIEL LEVIN Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum mögu- leikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. M A R K A Ð U R IN N /VA LLI Orðskýringin Hvað er S&P 500-vísitalan? Jónas Fr. Jónsson Ósanngjarnri gagnrýni svarað 4-5 6 Bjarni Már Gylfason Aukin framleiðni er forsendan 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.