Fréttablaðið - 04.03.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 04.03.2009, Síða 16
MARKAÐURINN 4. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N „Bið eftir verðmati á bönkun- um hefur mjög truflandi áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Hann segir skort á verðmati bankanna hafa verri áhrif en gjaldeyrishöftin enda geti þeir ekki veitt ábyrgð fyrir innflutn- ingi á íhlutum og öðrum kaupum að utan líkt og bankar geri við eðlilegar aðstæður. Mikilvægt sé að hraða verðmati á bönkunum svo þeir geti tekið að starfa eðli- lega á ný. „Þetta er grafalvarlegt ástand. Við höfum beðið mjög lengi eftir því a ð b a n k a r n - ir verði starf- h æfi r á ný,“ segir Hörður. Fjármála- ráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að birting verð- mats hefði dregist og endurskoð- unarfyrirtækið Deloitte myndi skila verðmati á bönkunum í enda mánaðar og breska fjár- málafyrirtækið Oliver Wyman um miðjan næsta mánuð. - jab HÖRÐUR ARNARSON Biðin er skaðleg Ekki sitja uppi með óþarflega miklar vörubirgðir. Flugfrakt er hagkvæmur og hraðvirkur flutningsmáti sem gefur þér möguleika á að miða birgðastöðu ævinlega við þörfina hverju sinni og draga þannig úr óvissu og áhættu vegna gengis- og markaðsþróunar. ENGIN ÓVISSA MIKIL ÓVISSA BEINT FRAKTFLUG – 24 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU, BANDARÍKJUNUM OG KANADA. WWW.ICELANDAIRCARGO.IS ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 53 12 0 2/ 0 9 Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover- jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttekt- ar á uppsveiflunni hér og hrun- inu í fyrrahaust, og birtist í apríl- hefti bandaríska tímaritsins Van- ity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífs- ins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem undr- ast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættu- sama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóð- in hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfest- ingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedland- er sem hófst árið 2003. Svip- uðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvern- ig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is Ísland ekki lengur land heldur sjóður Michael Lewis er meðal þekktustu viðskiptablaðamanna Bandaríkjanna en á meðal verka hans er bókin Liar’s Poker, sem segir sögu skulda- bréfamiðlara á Wall Street á níunda áratugnum og fjallar um Salomon Brothers, sem var á meðal fremstu fjárfestingabanka heims. Hann er í dag deild innan bandaríska bankans Citigroup. M I C H A E L L E W S Vika Frá ára mót um Alfesca -13,8% -11,9% Bakkavör 1,1% -25,3% Eimskipafélagið -16,7% -40,0% Icelandair -4,8% -8,3% Marel 2,3% -34,3% SPRON 0,0% 0,0% Straumur 10,3% -13,4% Össur -6,5% -11,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 269 Úrvalsvísitalan OMXI6 820 Gunnar Thoroddsen, fyrrum for- stjóri Landsbankans í Lúxem- borg, hefur verið ráðinn forstjóri endurreisnarsjóðs sem Straumur- Burðarás tilkynnti um stofnun á í nóvemberlok í fyrra. Sjóðurinn, sem hafði vinnuheitið Phoenix en er nú nefndur ICM – Iceland Capital Management, er sjálfstæð eining með eigið starfsfólk, þótt hvatinn að stofn- un hans hafi komið frá Straumi. Á uppgjörsfundi bankans í nóv- ember upplýsti William Fall, for- stjóri bankans, að stefnt væri að skráningu hans á markað. Leggja átti sjóðnum til 40 milljónir evra í fyrstu skrefum, en að aðrir fjárfestar legðu til allt að 500 milljónir evra. „Íslensk fyrirtæki eru almennt vel rekin. Eftir hremmingar sem eru að ganga yfir vantar þau að- gang að hlutafé,“ sagði William Fall og kvað sjóðinn koma þar til sögu. - óká Úr Landsbankanum í endurreisnina MÓTMÆLI VIÐ AUSTURVÖLL Einn af þekktustu viðskiptarithöfundum Bandaríkjanna segir íslenska karla hafa stýrt uppbyggingu fjármálageirans af fífl- dirfsku og vankunnáttu. MARKAÐURINN/VALLIÍ LÚXEMBORG Myndin er tekin við höfuð- stöðvar Landsbankans í Lúxemborg, en bankinn þar fór í greiðslustöðvun í október og óskaði svo í byrjun desember eftir gjaldþrotaskiptum. „Þetta eru vonbrigði enda fínar eignir sem við misstum vegna aðstæðna og vantrausts á mark- aði,“ segir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Í gær var skrifað upp á samn- ing um sölu á skaðatryggingafé- laginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie- Ansvar auk þess sem stefnt er að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bank- ann Banque Invik. Félögin heyrðu öll undir sænska fjár- málafyrirtækið Moderna, dótturfélag Milestone. Á móti kaupir Milestone íslensk- ar eignir sínar aftur, Sjóvá, Askar Capital og Avant, sem sænska fjár- málaeftirlitið hafði tekið yfir. Salan er gerð í samráði við skila- nefnd Glitnis sem er stærsti lánar- drottinn Milestone. Guðmundur segir vonbrigðin ekki síst felast í því að með söl- unni sé horfið frá áformum um fjárhagslega endurskipulagningu Moderna, sem unnið hafi verið að sleitulaust frá í október auk þess sem nær ekkert hafi fengist fyrir þær vegna arfaslakra markaðsaðstæðna. - jab Eignir Milestone heim GUÐMUNDUR ÓLASON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.