Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2009
íslenska fl okkakerfi ð
Gunnar Karlsson ritaði athygl-isverða grein um lýðræðið í
Eldhúsdag fyrir viku og tók þar
til varna fyrir margt í okkar
kerfi. Þó að ég sé sammála ýmsu
sem Gunnar segir um ágæti full-
trúalýðræðisins langar mig að
gera athugasemd við hugmynd-
ir hans um flokksræðið sem er
tvímælalaust mikill áhrifavald-
ur um ógöngur okkar Íslendinga
í dag.
Innan gömlu flokkanna er
því á tyllidögum haldið fram að
flokkarnir sjálfir séu lýðræðis-
legar stofnanir enda geti hver
sem er tekið þátt í starfi þeirra.
Staðreyndin er aftur á móti sú
aðeins prósentubrot kjósenda
tekur raunverulegan þátt í starfi
stjórnmálaflokka og þeir sem
reynt hafa vita að ótrúleg hend-
ing, baktjaldamakk og hrossa-
kaup ráða niðurstöðum stofnana
flokkanna. Þetta á jafnt við um
þá alla.
Stjórnmálaflokkanna er í engu
getið í stjórnskipan Íslands og
þar er gert ráð fyrir að alþingis-
menn séu engu háðir nema sam-
visku sinni og standi kjósendum
einum reikniskil gerða sinna.
Staðreyndin er allt önnur. Stjórn-
málamenn eru með fáeinum und-
antekningum í starfi hjá sínum
flokkum og þurfa raunar ekki að
hafa áhyggjur af því að þeir séu
að gera eitthvað rangt, þeir geta
stutt sig við flokkinn. Þeir eru að
spila í liði, hluti af heild og beygja
sig undir „lýðræðislega“ ákvörð-
un flokksins.
Um leið er hið raunverulega
lýðræði fótumtroðið þar sem fólk
kýs sér fulltrúa til þingsetu sem
það treystir. Þegar svo sömu full-
trúar eru frjálsir frá eigin sam-
visku og eigin sannfæringu er
sú kosning til lítils. Gott dæmi
um þetta flokksræði er umræða
vetrarins um að bæði Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur
breyti ESB afstöðu þingmanna
sinna með flokksþingum. Þar
með breyta flokkarnir í raun og
veru niðurstöðu kosninganna þar
sem tiltekinn fjöldi ESB andstæð-
inga var kosinn til þings en flokk-
arnir geta fækkað þeim svo um
munar!
Annað dæmi um flokksræðið
er þegar tveir menn, Jón Bald-
vin Hannibalsson og Davíð Odds-
son, sömdu um það á fundi úti í
Viðey að Ísland tæki þátt í EES.
Ákvörðun sem hefur orðið þjóð-
arbúinu dýrkeypt. Eftir Viðeyj-
arfundinn var aðkoma Alþingis
að EES ákvörðuninni meira sku-
espil heldur en raunveruleg mál-
stofa valdastofnunar.
Flokksræðið er einnig stór
þáttur í óförum okkar þjóðarbús
í dag þegar kemur að gagnrýn-
inni hugsun á Alþingi Íslendinga.
Í stað þess að alþingismenn starfi
eftir samvisku sinni og beiti sér
til að komast að niðurstöðum um
flókin mál er þeirra hlutverk að
rugga ekki viðkvæmum bát vin-
sælda og tískustrauma. Þess-
vegna var það illa séð að nokk-
ur þingmaður væri að agnúast
út í útrásarvíkingana sem voru,
eins og Gunnar Karlsson bend-
ir á, vinsælir meðal þjóðarinnar.
Þingmenn sem vinna hjá stjórn-
málaflokkum verða að læra að
haga sér. En þjóðin hefur í raun
og veru ekkert við þannig þing-
menn að gera.
Lýðræði og flokksræði
BJARNI
HARÐARSON
bóksali
Þessa dagana keppast ýmsir við að kenna Sjálfstæðisflokkn-
um um allt það sem miður hefur
farið í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Hvað sem tautar og raular
þá fullyrða andstæðingar flokks-
ins að fall íslenska bankakerfis-
ins sé bein afleiðing nærri 18 ára
valdasetu Sjálfstæðisflokksins og
hinnar óskilgreindu, svokölluðu
„nýfrjálshyggju“.
Vissulega var ýmislegt sem
betur hefði mátt fara hjá stjórn-
völdum, í stjórnkerfinu, hjá bönk-
unum og í útrásinni. Það er ekki
hægt að þræta um niðurstöð-
una, hún liggur fyrir. Hins vegar
breytir það engu um að það var
alþjóðleg fjármálakreppa sem átti
hér stærstan hlut að máli.
Þar af leiðandi hefur rúmlega
tíu ára valdaseta jafnaðarmanna í
Bretlandi kallað yfir Breta slíkar
hörmungar og tjón að þessi vold-
uga þjóð rambar nú á barmi gjald-
þrots eftir að hafa þjóðnýtt stóran
hluta þarlends bankakerfis.
En lítum okkur nær. Í Hafnar-
firði, eina fjölmenna bæjarfélagi
landsins þar sem Samfylkingin
er í meirihluta, hefur fjármála-
stjórnin hreint ekki verið til fyrir-
myndar. Raunar er fjárhagsstaða
Hafnarfjarðar áberandi verst af
öllum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Núverandi meirihluti olli
atvinnuástandi í bænum óbæt-
anlegu tjóni þegar hann, eftir að
hafa samið við Alcan um stækk-
un álversins í Hafnarfirði, þorði
ekki að mæla með samningnum
við kjósendur. Sama afstöðuleysi
varð til þess að bærinn klúðraði
sölu á eignarhluta sínum í Hita-
veitu Suðurnesja, þegar Orkuveita
Reykjavíkur kom með sannkallað
ofurtilboð á hápunkti alþjóðlegu
efnahagsbólunnar sumarið 2007.
Lausafjárvandræði og lántaka
bæjarsjóðs á okurvöxtum með
veði í húsnæði bæjarins segir
meira en mörg orð um stöðuna.
Eftir sex ár í meirihluta og mikla
og illa ígrundaða framkvæmda-
gleði hefur Samfylkingin líklega
náð að setja heimsmet í skulda-
aukningu. Því trúði ég vart mínum
eigin eyrum þegar Lúðvík Geirs-
son bæjarstjóri útskýrði á bæj-
arstjórnarfundi nýlega að slæm
fjárhagsstaða og skuldasöfnun
Hafnarfjarðarbæjar væri frjáls-
hyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins
í landsmálum að kenna.
Eyðilagði frjálshyggjan
Bretland og Hafnarfjörð?
Efnahagshrunið
RÓSA
GUÐBJARTSDÓTTIR
bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í
Hafnarfirði og vara-
þingmaður
Stjórnmálamenn eru með
fáeinum undantekningum í
starfi hjá sínum flokkum og
þurfa raunar ekki að hafa
áhyggjur af því að þeir séu að
gera eitthvað rangt, þeir geta
stutt sig við flokkinn.
EINN
AF RAFTÆKJUM
SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF!
30% afsláttur af öllum Nettoline
innréttingum í 3 vikur
OPIÐ
www.friform.is