Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 30
 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Af netinu Embættisskipanir Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kall- aðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lyk- ilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykil- stöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrun- ið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óaft- urkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármála- stofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheimin- um að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslu- stofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vanda- málum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æski- legt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeft- irlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðernið Það er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfund- ur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármála- eftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeft- irlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra send- ir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðla- bankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsing- ar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setn- ingu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í emb- ætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökra- laust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrr- verandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends rík- isborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrver- andi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð? Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stór- undarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrr- verandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætl- un A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjald- eyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Frið- rikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkis- stjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verð- um við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðar- dóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrr- verandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórn- valda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrun- ins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli. Skáld á villigötum? ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON prófessor í hagfræði Staða Alþingis Það er oft talað um að Alþingi skorti frumkvæði og hafi ekki nægilegt sjálfstæði gagn- vart framkvæmdarvaldinu. Virðist sem flestir séu sammála um að eitt af því sem þurfi að taka breytingum sé að Alþingi sé styrkt í viðleitni sinni til að veita framkvæmdarvaldinu verðuga viðspyrnu. Ég tek heils- hugar undir það og tel brýnt að í tengslum við heildarendurskoð- un á stjórnarskránni sé hugað að stöðu Alþingis og mikilvægu hlutverki þess í stjórnskipan- inni. Ef nefna á til sögunnar mik- ilvægustu hlutverk þingsins kemur löggjafarhlutverkið fyrst upp í hugann, auk fjárstjórnar- valdsins, ásamt eftirlitshlutverk- inu. Um það síðastnefnda hefur ekki verið fjallað mikið í íslensk- um stjórnskipunarrétti, en í nágrannalöndum okkar hefur verið lögð í það mikil vinna á síð- ari árum að efla eftirlitshlutverk þinganna. Skipaðir hafa verið vinnuhóp- ar og fé kostað til rannsókna á samskiptum þinga og ríkis- stjórna, sem síðan hefur gjarn- an skilað sér í réttarbótum á þessu sviði. Starfshópur Alþingis um þingeftirlit Í umboði forsætisnefndar Alþingis hefur frá því í júní síð- astliðnum verið starfandi hópur sérfræðinga sem hefur það hlut- verk að skoða lagaumhverfi þin- geftirlits á Íslandi. Vinnuhópnum er meðal annars ætlað að skoða ákvæði stjórnar- skrárinnar sem lúta að eftirlits- hlutverki þingsins, ákvæði þing- skapa, lög um ráðherraábyrgð og landsdóm, ásamt því að fara yfir stjórnskipunarleg álitaefni í tengslum við eftirlitshlutverk þingsins og gera grein fyrir þró- uninni á þessu sviði í nágranna- löndum okkar. Þá skal hópurinn meta hvort þörf sé á að setja skýrari reglur um upplýsingaskyldu ráðherra til þingsins, hvort skýra þurfi betur rétt þingnefnda til eftir- lits með störfum framkvæmd- arvaldsins, hvernig þingið eigi að meðhöndla mál þar sem fram koma ásakanir um brot ráðherra í starfi og hvort rétt sé að auka möguleika minnihluta þing- manna til eftirlits með störfum ráðherra. Hópnum er einnig falið að leggja mat á hvort þörf sé á skýrari reglum um ráðherra- ábyrgð með hliðsjón af kröf- um um skýrleika refsiheimilda, hvort gera þurfi breytingar á málsmeðferð fyrir landsdómi í ljósi almennrar þróunar á sviði mannréttinda og réttarfars og hvort ástæða sé til að hafa áfram sérlög um ráðherraábyrgð. Af þessari upptalningu úr erindis- bréfi vinnuhópsins má vera ljóst að forsætisnefnd þingsins hefur lagt í metnaðarfulla vinnu, sem mun skila sér í formi ítarlegr- ar skýrslu til þingsins á vordög- um. Alþingi sýni meira frumkvæði Frumkvæði Alþingis til að setja af stað vandaða rannsókn á lagaumhverfi þingeftirlits hér á landi, með aðkomu allra flokka á þingi er lofsverð viðleitni til að efla þingið og aðhald þess með framkvæmdarvaldinu. Alþingi mætti í auknum mæli taka frum- kvæði jafnt við lagasetningu sem önnur verkefni, í stað þess að bíða eftir því frá ríkisstjórn eins og oft vill verða. Þetta á ekki síst við þegar kemur að málum sem beinlínis snúa að eftirlitshlutverki þings- ins. Slík mál á Alþingi sjálft að vinna, á sínum eigin forsendum þótt stuðningur ríkisstjórnar hverju sinni sé vissulega mikil- vægur. Frumkvæði Alþingis STEINGRÍMUR SÆVARR ÓLAFSSON pressan. is BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR lögfræðingur. Stýrir vinnuhópi Alþingis um þingeftirlit. Nú er horfið Norðurland … Hvar var ég þá í pólitík? Maður sem hvergi er skráður í stjórn- málaflokk en hefur í gegnum árin þrjóskast við að skilgreina sig sem miðjumann. Hvar er þessi miðja og hver er á henni? Er yfirhöfuð til eitthvað sem heitir miðja? 2009. Áhugi á stjórnmálum hefur aldrei verið meiri. Allir og bróðir hans eru í framboði. Allir virðast geta sett sig á bása með stjórn- málaflokkum. Ég hef áhuga á þjóðmálum. Ég hef áhuga á hverjir sitja á þingi og í sveitarstjórnum og hvað þeir gera. Ég hef áhuga á því hvernig landinu okkar er stjórnað. En hvar á ég þá heima í stjórnmálum? Ég veit það ekki. En ég veit að ég á ekkert sameigin- legt með Framsóknarflokknum. Norðurland er horfið, ég á hvergi heima. ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.