Fréttablaðið - 04.03.2009, Side 32
MARKAÐURINN 4. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur-
inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með
Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
Til að búa til harða og endingar-
góða steypu þarf að blanda saman
vatni, sementi og sandi með við-
eigandi hætti. Sé samsetning efn-
anna röng eða gæði þeirra léleg
uppfyllir steypan ekki þær kröf-
ur sem til hennar eru gerðar.
Sömu lögmál eiga við um lands-
framleiðsluna – gæði og magn fer
eftir aðföngum og samsetningu
þeirra. Efnahagsumhverfið og
ramminn um atvinnulífið skipt-
ir einnig sköpum.
Efnahagslíf okkar hefur orðið
fyrir miklu áfalli. Mikilvægi þess
að fjalla um undirstöður vaxtar og
verðmætasköpunar er ótvírætt.
Þekking og skilningur á gangi
efnahagslífsins hefur vaxið jafnt
og þétt allt frá því að hagfræðin
varð til sem nútímafræðigrein á
18. öld. Líklega hefur ekkert svið
hagfræðinnar verið jafn ítarlega
rannsakað og hagvöxtur, upp-
spretta hans og forsendur. Hrá-
efnin í landsframleiðsluna eru
vel þekkt – mannafl, fjármagn
og náttúruauðlindir. Efnahags-
umhverfið sem framleiðslan fer
fram í ræður miklu sem og leik-
reglur samfélagsins og hvatar til
tækniþróunar og hagræðingar. En
rétt eins og með steypuna þarf að
blanda hráefnunum í landsfram-
leiðsluna saman á sem bestan
hátt. Í því felst mikil áskorun og
möguleikar til að ná árangri eru
endalausir.
UNDIRSTAÐA LÍFSKJARA
Samanlagt virði vöru og þjónustu
sem framleidd eru í landinu á einu
ári kallast landsframleiðsla og
hagvöxtur er hlutfallsleg breyt-
ing hennar milli ára að teknu til-
liti til verðlagsbreytinga. Hag-
vöxtur byggir á aukinni notkun
framleiðsluþátta á borð við vinnu-
afl, fjármagn og náttúruauðlind-
ir eða betri nýtingu á þeim – öðru
nafni framleiðni. Efnahagsleg vel-
megun byggist á framleiðslu og
þar með neyslustiginu.
Landsframleiðsla og fjármuna-
eign er takmarkaður mælikvarði
á lífsgæði sem verða ekki metin
út frá veraldlegum gæðum einum
saman. Hins vegar er landsfram-
leiðslan mælikvarði á getu samfé-
lagsins til að framleiða lífsgæði
á borð við heilbrigðisþjónustu,
menntun, löggæslu og öryggi. Í
löndum þar sem landsframleiðsla
á mann er hæst eru lífsgæði líka
há.
Framleiðni gegnir lykilhlut-
verki í framþróun atvinnulífsins.
Framleiðni er yfirleitt mæld sem
hlutfallið milli verðmætis fram-
leiðslunnar og verðmæta aðfanga
til framleiðslunnar. Þannig mælir
framleiðni hversu skilvirk fram-
leiðslan er og hvernig vinnuafl
og fjármagn nýtist til verðmæta-
sköpunar. Framleiðniaukning er
grunnforsenda hagvaxtar. Fram-
leiðni fer síðan eftir mannauði
samfélagsins, fjármagnsstofni,
tækniþekkingu, náttúruauðlind-
um og stofnanaumgjörð hagkerfis-
ins. Nóbelsverðlaunahafinn í hag-
fræði 2008, Paul Krugman, orðaði
þetta skemmtilega: „Framleiðni
er ekki allt, en til langs tíma litið
er framleiðni næstum allt. Geta
samfélagsins til auka lífsgæði yfir
lengri tímabil eru að langmestu
leyti byggð á getu þess að auka
framleiðni hvers starfsmanns.“
MIKILVÆGUSTU HAGSMUNIRNIR
Íslenskur iðnaður skapar um
fjórðung allra verðmæta sem
framleidd eru í landinu á hverju
ári. Um fimmtungur vinnuaflsins
starfar í ólíkum greinum iðnað-
arins og útflutningur á iðnvarn-
ingi skapar næstum helming af
útflutningstekjum þjóðarinnar.
Í þeim umbrotum sem framund-
an eru í efnahagslífi þjóðarinnar
mun framlag iðnaðarins skipta
miklu máli. Iðnaðurinn sam-
anstendur af fjölbreyttri flóru
fyrirtækja í ólíkum atvinnu-
greinum. Þrátt fyrir að vera inn-
byrðis ólík er þó fleira sem teng-
ir þau saman en greinir þau að.
Hagsmunir í mikilvægustu mála-
flokkum er snúa að starfsskilyrð-
um iðnaðarins eru í öllum megin-
atriðum þau hin sömu.
Íslenskur iðnaður hefur alla
burði til vaxtar og framfara og í
honum er mikill aflvaki aukinn-
ar velmegunar í landinu. Við þær
aðstæður sem nú eru uppi er hins
vegar mikilvægt að horfa hvar
stærstu hagsmunirnir liggja. Ef
eingöngu er horft til fjölda fyrir-
tækja og starfsmanna þeirra er
ekki síður mikilvægt að standa
vörð um mannaflsfrekustu iðn-
greinarnar. Þegar mest var störf-
uðu um 16.000 manns í mann-
virkjagerð. Tölur um atvinnuleysi
í greininni, frosthörkur á fast-
eignamarkaði og deyfð í opinber-
um framkvæmdum vekja ugg. Í
ljósi stærðar greinarinnar og hins
mikla fjölda manna sem í henni
starfar verða aðgerðir til stuðn-
ings atvinnulífinu sérstaklega að
mannaflsfrekum iðngreinum. At-
vinnuleysi er líka afar kostnaðar-
samt. Frá samfélagslegum sjónar-
hóli er afar óhagkvæmt að borga
fólki fyrir að gera ekki neitt í
gegnum atvinnuleysisbætur. Ein
afleiðing aðgerðaleysis getur
orðið stóraukin ásókn í svarta
atvinnustarfsemi með tekjutapi
fyrir ríkissjóð og öðrum alvarleg-
um afleiðingum.
HVATAR ERU NAUÐSYNLEGIR
Ein af lykilforsendum vaxtar og
verðmætasköpunar í framtíð-
inni er fjárfesting í nýrri tækni
og nýjum atvinnutækifærum. Í
nánustu framtíð mun draga úr
erlendum lántökum þjóðarinnar
og því mun innlendur sparnaður
í auknum mæli þurfa að standa
undir fjárfestingum. Fall bank-
anna og hrun á verðbréfamörkuð-
um hefur dregið úr tiltrú fólks á
gildi þess að taka áhættu og fjár-
festa í atvinnulífinu. Ein af for-
sendum þess að hægt sé byggja
upp sterkt atvinnulíf er að skapa
hvata fyrir fjárfestingu í at-
vinnulífinu. Ekki er síður mikil-
vægt að laða til landsins erlenda
aðila sem komið geta að fjárfest-
ingum í atvinnulífinu. Leiða má
að því líkur að óstöðugur efna-
hagur, gengissveiflur og verð-
bólga hafi dregið úr áhuga á fjár-
festingum hér á landi. Stöðugt
efnahagsumhverfi er því ein af
forsendum vaxtar og verðmæta-
sköpunar sem er viðfangsefni
Iðnþings 2009 sem fram fer á
morgun. Þannig má tryggja við-
unandi styrk og endingu steyp-
unnar sem hagkerfið þarf að
byggjast á í framtíðinni.
BYGGINGARVINNA Greinarhöfundur fjallar um forsendur vaxtar og verðmætasköpunar
í framtíðinni og bendir á að í þeim efnum skipti sköpum aðföng, efnahagsumhverfi og
ramminn um atvinnulífið. MARKAÐURINN/VILHELM
Aukin framleiðni er forsendan
RV
UN
IQ
UE
0
10
90
3
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lengri
opnun
artími
í verslu
n RV
Opið m
án. til f
ös. frá
8.00 ti
l 19.00
Lauga
rdaga
frá 10.
00 til 1
7.00
Rekstrarvörur
- fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili,
sem vilja spara og hagræða!
S&P 500 stendur fyrir Standard & Poor´s vísitöluna
amerísku. Hún er hlutabréfavísitala sem reiknuð er
út frá grunni 500 félaga sem eru skráð í kauphöllun-
um í New York og á Nasdaq National Market. Vísi-
talan er reiknuð þannig að hvert fyrirtæki í grunni
hennar fær vægi í hlutfalli við markaðsvirði.
Vísitalan náði um áramót svipuðum lægðum og
í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síð-
ustu aldar.
Í Standard og Poor‘s vísitölunni er að vinna óslit-
in markaðsgögn allt frá árinu 1825. Því er ekki að
undra að gripið sé til vísitölunnar í sögulegum sam-
anburði. Í áramótablaði Markaðarins var fjallað
um S&P vísitöluna, en þar kom fram að af þeim
183 árum sem mælingin nær til hafi árssveiflan
í flestum tilvikum verið hækkun upp á núll til 10
prósent, eða í 45 ár. Þar á eftir kemur hækkun á
bilinu tíu til tuttugu prósent, en sú hafi verið raun-
in 36 ár tímabilsins. Lækkun frá núlli og í tíu pró-
sent hafi svo orðið 29 ár af tímanum. Frá 1825 hafa
markaðir hækkað oftar en þeir hafa lækkað, í 129
skipti á móti 55 lækkunarárum.
O R Ð S K Ý R I N G I N
S&P 500
Í KAUPHÖLLINNI Í NEW YORK Í BANDARÍKJUNUM
Bjarni Már
Gylfason
hagfræðingur
Samtaka
iðnaðarins.
O R Ð Í B E L G
Finnar gengu í gegnum djúpa efnahagskreppu í byrjun tíunda áratugar
síðustu aldar og lentu líka í hruni fjármálakerfis síns. Landið stendur
um margt sterkara á eftir, en leiðin í batann var þyrnum stráð.
Þar var ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til stuðnings heimilum og
fyrirtækjum, Finnar fóru í stjórnarskipti eftir hrunið og lentu í miklu
og langvinnu atvinnuleysi sem enn er að baka þeim vandræði nærri
tuttugu árum síðar. Hér virðumst við ófær um að læra af reynslu
þeirra og virðumst ætla að stíga í sömu pollana á leiðinni til endur-
reisnarinnar. Með breyttum áherslum í atvinnumálum og framlögum
til rannsókna og þróunar og með inngöngu í Evrópska efnahagssvæð-
ið er landið nú um margt í öfundsverðri stöðu.
Svipaða sögu er að segja af Svíum sem lentu í bankakreppu á tíunda
áratugnum en stigu kannski í heldur færri polla en Finnar. Í báðum
löndum þurfti að reisa við hrunið bankakerfi. Því þarf ekki að undra
þótt við gerum okkur vonir um að geta nýtt reynsluna sem til varð á
þessum árum.
Í febrúarbyrjun var kynnt skýrsla
sænska bankasérfræðingsins Mats
Jos efsson þar sem lögð var til „sænska
leiðin“ í að endurskipuleggja bankana,
þar með að setja „erfiðar“ eignir nýju
bankanna yfir í sérstakt eignaumsýslu-
félag þar sem hægt væri að lágmarka
afföll á lengri tíma, meðan nýju bank-
arnir fengju ráðrúm til að einbeita sér
að kjarnastarfsemi sinni og stuðningi
við lífvænlegri fyrirtæki og almenning
í landinu.
Mánuði fyrr var Göran Persson, fyrr-
verandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hér
á ferð og sagði að við myndum komast
í gegnum kreppuna þótt það yrði erf-
itt. Hann sagði mikilvægt að grípa strax
til viðeigandi aðgerða, jafnvel þótt þær
kynnu að verða óvinsælar.
Því skýtur skökku við að þegar í nóv-
ember skuli hafa legið fyrir mörg af
þeim málum sem þegar þurfti að taka afstöðu til á vettvangi stjórn-
málanna, svo sem um stofnun eignastýringarfyrirtækis og hluthafa-
og eignarhaldsstefnu ríkisins. Þetta upplýsir Jónas Fr. Jónsson, fyrr-
um forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í viðtali við Markaðinn í dag, en
hann lítur yfir farinn veg í tilefni af starfslokum hans hjá FME núna
um mánaðamótin.
Merkilegt er að heyra lýsingu Jónasar á því hvernig dró úr samstöðu
þeirri og eindrægni sem einkennt hafi fyrsta áfanga björgunarstarfs-
ins þegar kom fram í nóvembermánuð. Hann lýsir því hvernig stjórn-
málamenn hafi leitað sökudólga til að beina athygli og óánægju frá
sjálfum sér. „Umræðan varð mjög neikvæð, sem svo aftur hafði lam-
andi áhrif út í stjórnsýsluna og nýju bankana,“ segir hann og bend-
ir réttilega á að ekki megi bíða lengur með aðgerðir. Blessunarlega
eru vísbendingar um að verið sé að ýta úr vör einhverjum þeim verk-
efnum sem nauðsynleg eru, en blóðugt að hugsa til þess að þrír mán-
uðir kunni að hafa farið til spillis. Fólk og fyrirtæki sem í örvænt-
ingu reynir að halda sér á floti í efnahagskreppunni hefur ekki efni
á þriggja mánaða bið.
Tími er kominn til að horfast í augu við að kreppan er ekki séríslenskt
fyrirbæri með séríslenskum sökudólgum. Við vorum veik fyrir í lok
þenslutíma með ónýtan gjaldmiðil og ójafnvægi í stærð fjármálakerfis
í hlutfalli við aðrar þjóðhagsstærðir þegar á brast með efnahagslegu
fárviðri í heiminum sem á sér fáa sína líka. Nú þarf að byggja upp.
Ef til vill þurfum við að stíga í alla sömu polla og
Finnar gerðu í efnahagskreppunni þar.
Er hægt að læra af
mistökum annarra?
Óli Kristján Ármannsson
Mánuði fyrr var
Göran Persson, fyrr-
verandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hér
á ferð og sagði að
við myndum komast
í gegnum kreppuna
þótt það yrði erfitt.
Hann sagði mik-
ilvægt að grípa
strax til viðeigandi
aðgerða, jafnvel þótt
þær kynnu að verða
óvinsælar.