Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 12
Atkvæðin eru okkar vopn! Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna er, þrátt fyrir 25% launalækkun, launahæsti forstjóri íslensks lífeyrissjóðs. Starfskjör hans fela einnig í sér bifreiðahlunnindi sem hann að sjálfsögðu nýtir. Á sama tíma þurfa eldri sjóðsfélagar sennilega að horfa upp á skerðingu á lífeyrisréttindum sínum. Eldri borgurum, 65 ára og eldri, og aðstand- endum ofbýður þessi framkoma við fólkið. Hvernig stendur á því að enn eru ákveðnir einstaklingar að sukka með peningana okkar? Við þökkum fyrir hreinsanirnar í Fjármála- eftirlitinu og Seðlabankanum en verkinu er ekki lokið. Það þarf að taka til í lífeyrissjóðunum svo þeir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað, að tryggja sjóðsfélögum góð lífskjör á efri árum. Í stað þess að greiða fáum einstaklingum ofurlaun gætu lífeyrissjóðirnir byggt hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir aldraða. Vilji þjóðarinnar er ótvíræður, 70,8% vilja að sjóðirnir hafi heimild til að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara sem greitt hafa í sjóðina. Samkvæmt stjórnendum lífeyrissjóðanna strandar slík bygging einungis á lögum. Velferð eldri borgara veltur á því að peningarnir þeirra séu notaðir rétt í þeirra þágu. Aldraðir hafa ekki efni á að borga hæstu laun á Íslandi. Jóhanna, nú hefur þú tækifæri til að standa við orð þín um að velferð aldraðra gangi fyrir. Það er líka spilling í lífeyrissjóðakerfinu, þar þarf að taka til. Viðhorf til þess að lífeyrissjóðurinn byggi eða reki húsnæði. Hlynnt(ur) 70,8% Já 76,6% Nei 23,4% Andvíg(ur) 22,6% Hvorki né 6,6% Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að lífeyrissjóðurinn þinn byggi og reki húsnæði fyrir þá eldri borgara sem greitt hafa í sjóðina? Ertu hlynnt(ur) því þó að það geti haft kostnað í för með sér fyrir sjóðinn og rýrt höfuðstól hans? Breyting á viðhorfi ef kostnaður sjóðsins gæti rýrt höfuðstól hans. íslenskur ríkisborgari Skv. könnun Capacent Gallup. Nafn: Kennitala: Undirskriftasöfnun Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Það gengur ekki að lífeyrisgreiðslurnar okkar séu notaðar til að borga sukk örfárra einstaklinga í stað þess að þær séu nýttar í okkar þágu. Við höfum fengið nóg. Undirskriftirnar sem safnast verða afhentar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þú getur fyllt miðann út og sent þína undirskrift með pósti: Sælgætisgerðin Góa B.t. Helga Vilhjálmssonar Garðahrauni 2 210 Garðabæ Undirskriftum er einnig safnað á netinu: www.okkarsjodir.is. www.okkarsjodir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.