Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ÖSSUR 3,16% FØROYA BANKI 2,19% MESTA LÆKKUN MAREL FOOD SYS. 0,69% Laun stóðu í stað í febrúar á þessu ári samkvæmt mælingu Hagstof- unnar. Launavísitalan var óbreytt frá fyrra mánuði, 355,7 stig. Kaup- máttur launa lækkaði um 0,5 prósent milli mánaða. „Launamenn hafa að undanförnu verið að taka á sig launalækkan- ir auk þess sem kjarasamnings- bundnum hækkunum hefur í mörg- um tilvikum verið slegið á frest. Búast má við að enn muni draga úr hraða launahækkana á næstu misserum,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Samdráttur kaupmáttar er um leið sagður meiri en hér hafi sést í áratugi. „Kaupmáttur hefur dreg- ist saman jafnt og þétt undanfar- ið ár í takti við vaxandi verðbólgu. Minnkandi kaupmáttur launa hefur nú þegar haft mikil áhrif á heimilin í landinu sem hafa þurft að draga úr útgjöldum og fjárfest- ingum til að bregðast við gjör- breyttu efnahagsumhverfi.“ - óká Meiri kaupmátt- arsamdráttur en lengi hefur sést Í KRINGLUNNI Kaupmáttur launa hefur rýrnað hér á landi síðustu misseri í takt við mikla verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Takmarkaður áhugi fjárfesta í útboði Seðlabankans á ríkisbréfum síðastlið- inn föstudag hlýtur að vera stjórnvöld- um nokkurt áhyggjuefni,“ segir Grein- ing Íslandsbanka. „Sér í lagi í ljósi þess að útboðinu var meðal annars ætlað að koma til móts við hluta af stórum gjalddaga inn- stæðubréfa í þessari viku.“ Fram kemur að Seðlabankinn hafi ráð- gert að taka tilboðum fyrir allt að 20 millj- arða króna í lengstu ríkisbréfaflokkunum þremum. Tilboðum var tekið fyrir rúma 13 milljarða króna. „Ætla má að útlendingar hafi verið atkvæðalitlir í útboði föstudagsins þar sem þeir hafa sótt mest í stystu ríkisbréfa- flokkana,“ segir í greiningunni og bent á að uppgjörsdagur útboðsins standist á við gjalddaga innstæðubréfa Seðlabanka á morgun. Ekki verði hægt að kaupa ný inn- stæðubréf í stað allra þeirra bréfa sem séu á gjalddaga. Í gær hafi átt að bjóða út bréf fyrir 75 milljarða króna, en útistandandi séu um 123 milljarðar. „Raunar er rétt að benda á að öfugt við stóra gjalddaga á skuldabréfum með árlegar eða hálfsárs- legar vaxtagreiðslur ættu ekki að verða mikil áhrif á krónuna af gjalddaga inn- stæðubréfanna þar sem vextir af þeim eru greiddir vikulega.“ Greining Íslandsbanka segir lítinn áhuga útlendinga í útboði föstudagsins vera í takt við þróun undanfarinna mán- aða. Hins vegar sé takmörkuð eftirspurn í útboði föstudagsins einnig til marks um að þeir innlendu fjárfestar sem umsvifa- mestir hafa verið í útboðum ársins hafi einnig haldið sig meira til hlés. „Þar sem ríkissjóður á enn töluverðan sjóð á við- skiptareikningi sínum í Seðlabanka er ekki hundrað í hættunni fyrir ríkið þótt áhug- inn á útboði föstudagsins hafi ekki reynst meiri en raun bar vitni. Þetta svigrúm mun þó minnka eftir því sem á árið líður.“ - óká SEÐLABANKINN Lánamál ríkisins eru með aðset- ur í Seðlabanka Íslands en þar er haldið utan um útboð á ríkisbréfum og -víxlum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Áhugaleysi fjárfesta áhyggjuefni stjórnvalda INNSTÆÐUR AÐ FULLU TRYGGÐAR Að tilmælum stjórnvalda hafa allar innstæður hjá SPRON og nb.is verið færðar yfir í Nýja Kaupþing. Innstæðurnar eru að fullu tryggðar sam- kvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. Engin útlán viðskiptavina SPRON og nb.is hafa færst yfir til Nýja Kaupþings. NETBANKI, DEBET- OG KREDITKORT Viðskiptavinir SPRON og nb.is geta stundað öll almenn bankaviðskipti í gegnum netbanka sína. Debet- og kreditkort virka eins og áður. AÐGENGI AÐ NETBANKA FYRIR VIÐSKIPTAVINI SPRON Viðskiptavinir SPRON hafa aðgengi að netbanka SPRON næstu daga en þeir fá jafnframt aðgengi að netbanka Kaupþings. VIÐ ERUM REIÐUBÚIN AÐ VEITA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Starfsfólk Kaupþings svarar almennum fyrirspurnum í síma 444 7000 og í útibúum Kaupþings. Jafnframt geturðu nálgast frekari upplýsingar á vefsíðu okkar, www.kaupthing.is Með vinsemd og virðingu, Starfsfólk Kaupþings TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAVINA SPRON OG nb.is www.kaupthing.is Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) selur Íbúðalánasjóði skuldabréfa- safn fyrir um 10 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins til Kauphallar síðdegis í gær. Skuldabréfasafnið er tryggt með veði í íbúðarhúsnæði, en vísað er til heimildar til þessa í samræmi við lög og reglugerðir sem gildi tóku undir lok síðasta ár og reglur Íbúðalánasjóðs um kaup á skulda- bréfum fjármálafyrirtækja. Íbúðalánasjóður er sagður munu greiða 80 prósent af uppreiknuðu virði safnsins með afhendingu íbúðabréfa. „Eftirstöðvarnar, eða 20 prósent, er krafa SpKef á Íbúða- lánasjóð sem kemur til með að verða gerð upp að átta árum liðn- um,“ segir í tilkynningunni. Salan á íbúðabréfunum er ekki sögð munu hafa áhrif á eiginfjárstöðu Sparisjóðsins í Keflavík. - óká SpKef selur til Íbúðalánasjóðs ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Sparisjóðurinn í Keflavík hefur nýtt sér heimild í lögum til að selja Íbúðalánasjóði skuldabréf með veði í fasteignum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 87 Velta: 320 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 242 +0,51% 637 +0,57% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 260,00 +0,00% ... Bakkavör 1,43 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 116,50 +2,19% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 46,10 +5,73% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 98,00 +3,16%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.