Fréttablaðið - 24.03.2009, Side 8

Fréttablaðið - 24.03.2009, Side 8
8 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvaða tvö félög yfirtók Fjár- málaeftirlitið á laugardag? 2. Hvað heitir nýr forstjóri Marel? 3. Hver var markahæsti leikmaður Íslands í landsleik handknattleikslandsliðsins við Eistlendinga á sunnudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 ALÞINGI Varaformaður Fram- sóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson, vill að embætti sendi- herra verði eftirleiðis auglýst laus til umsóknar. Utanríkisráð- herrar hafa nú algjörlega frjáls- ar hendur um skipan í embættin. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra svaraði því til á Alþingi í gær að hugmynd Birkis væri ágæt og að hún yrði tekin til skoðunar í ráðuneytinu. Sagði hann við það tækifæri að ekki stæði til að fjölga sendiherrum, enda nóg af þeim. - bþs Birkir Jón Jónsson: Vill að sendi- herrastöður verði auglýstar STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn vill breyta hjúskaparlögum, þannig að ein lög gildi um gagn- og samkynhneigða, segir í drög- um að ályktun um fjölskyldumál, sem flokkurinn gerir fyrir lands- fund sinn um næstu helgi. Þá telur flokkurinn „óeðlilegt að forstöðumenn trúfélaga hafi á sínum höndum þann löggjörning sem hjónavígsla felur í sér“, segir í drögunum. Gjörningur sá eigi að vera í höndum ríkisins; þannig geti trúfélög ráðið því sjálf hvern- ig sambúðarform þau blessi. - kóþ Sjálfstæðisflokkurinn: Vill ein lög um hjónavígslur Fjórir létust í sprengjutilræði Háttsettur Fatah-liði og þrír öryggis- verðir hans létust í sprengjutilræði í suðurhluta Líbanon á mánudag. Sprengingin varð þegar þeir keyrðu frá palestínskum flóttamannabúðum. LÍBANON 9.752.026 2.000 12.000 14.000 4.000 10.000 8.0006.000 0 business intelligence BANDARÍKIN Bandaríkin þurfa að hafa áætlun um heimköllun her- manna frá Afganistan, þrátt fyrir að vera nú að fjölga hermönnum þar í landi. Þetta sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjón- varpsþættin- um 60 mínútur á CBS á sunnu- dag. Bandarísk stjórnvöld undirbúi nú heildaráætlun fyrir Afganistan. Helsta markmið áætlunarinnar væri að koma í veg fyrir árásir á Bandaríkin. Obama sagði jafnframt að hern- aðarmáttur myndi ekki nægja til að ná fram markmiðum banda- rískra stjórnvalda. Efla þyrfti efnahag Afganistans og bæta sam- skipti við Pakistan. - ss Barack Obama: Þarf áætlun um heimköllun STJÓRNMÁL Nýtt og heilbrigt fjár- málakerfi þar sem félagsleg gildi eru höfð í heiðri í stað áhættu- sækni og skammtímagróðasjónar- miða er meðal þess sem VG legg- ur áherslu á í kosningabaráttunni fram undan. Skilja ber á milli við- skiptabankastarfsemi og fjárfest- ingarstarfsemi og halda einum banka í ríkiseigu. Landsfundi flokksins lauk á sunnudag með frágangi á plaggi þar sem útlínur stefnumála eru dregnar. Skiptist það í fjóra þætti: lýðræðis-, velferðar-, atvinnu- og efnahagsmál og geymir fjölmarga liði. Meðal lýðræðisumbóta sem VG vill hrinda í framkvæmd er að færa lagasmíð í auknum mæli úr ráðuneytum inn í þingið, taka upp tímabundna kynjakvóta, setja heildstæða fjölmiðlalöggjöf, endur- skoða lagaumhverfi Ríkisútvarps- ins og ljúka rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma. Þá segir að stórákvarðanir á borð við aðild að ESB eigi að útkljá með þjóðaratkvæðagreiðslu að und- angenginni upplýstri og lýðræð- islegri umræðu. Um leið er tekið fram að afstaða flokksins sé að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan ESB. Katrín Jakobsdóttir varafor- maður segir að í ljósi efnahags- ástandsins verði kosningabaráttan nú öðru vísi en áður. „Hún má ekki snúast um loforð og yfirboð heldur um að tala við fólk,“ segir Katrín. Almennt telja frambjóðendur mikilvægt að traust milli almenn- ings og stjórnmálamanna verði endurvakið. VG vill lækka vexti og afnema verðtryggingu í áföngum, hækka atvinnuleysisbætur, útrýma launamun og tryggja að fólk hafi þak yfir höfuðið þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika við að greiða af húsnæðislánum. Í atvinnumálum leggur VG áherslu á atvinnusköpun á forsend- um sjálfbærrar þróunar og dæmir þar með mengandi orkufreka stór- iðju úr leik. Styðja á við bakið á litl- um og meðalstórum fyrirtækjum, vinda ofan af fiskveiðistjórnun- arkerfinu og endurskoða styrkja- kerfi landbúnaðarins. VG vill taka upp þriggja þrepa skattkerfi og leggja á þriggja prósenta viðbótarskatt á tekjur umfram 500 þúsund og átta pró- senta viðbótarskatt á enn hærri tekjur. Þá vill flokkurinn greina nákvæmlega valkostina í gjald- miðlamálum á fyrri hluta næsta kjörtímabils, skera niður alla hernaðartengda starfsemi, leggja Varnarmálastofnun niður og gera Ísland að griðastað í deilum annarra ríkja. bjorn@frettabladid.is VG vill félagsleg gildi í nýju fjármálakerfi Vinstristjórn er vegur til framtíðar að mati VG sem leggur megináherslu á að Sjálfstæðisflokknum verði haldið frá völdum eftir kosningarnar í apríl. Varafor- maðurinn segir kosningabaráttuna ekki mega snúast um loforð og yfirboð. STEFNAN KYNNT Í STUTTU MÁLI Frambjóðendur VG spjölluðu við blaðamenn í kosn- ingamiðstöð sinni við Tryggvagötu í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BARACK OBAMA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.