Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 2009 23 SUND Þau Davíð Hildiberg Aðal- steinsson, Birkir Már Jónsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir unnu flesta Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótinu í 50 metra laug um helgina. Öll unnu þau fjórar ein- staklingsgreinar. Davíð (ÍRB) vann 50, 100 og 200 metra baksund og 50 metra skriðsund. Birkir (gestur) vann 100 og 200 metra skriðsund sem og 50 og 100 metra flugsund. Hrafnhildur (SH) vann 50, 100 og 200 metra bringsund og 200 metra fjórsund en Hrafnhildur sló Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttir í bæði 50 og 100 metra bringsundi. Sigrún Brá Sverrisdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi unnu báðar þrjár greinar auk þess að þær voru í þremur sigursveitum Ægis í boðsundun- um og unnu því flest gull allra, eða sex hvor. Jakob Jóhann Sveinsson vann þrjú gull og síðan þrjú sérverð- laun fyrir besta afrek mótsins. Jakob Jóhann fékk Ásgeirsbikar- inn og Guðmundarbikarinn fyrir besta afrekið á mótinu og Sigurð- arbikarinn fyrir besta bringu- sundsafrek karla eða kvenna á mótinu. Jakob fékk alla bikarana fyrir 100 metra bringusund sem hann synti á 1:02.28 og fékk fyrir 876 FINA stig. - óój Íslandsmeistaramótið í sundi: Þrjú unnu fjóra titla um helgina BESTA AFREKIÐ Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Handknattleikslið Akureyrar mun væntanlega fá góðan liðstyrk fyrir næsta vetur því þeir Guðlaugur Arnarsson, leikmaður FCK í Danmörku, og Heimir Örn Árnason, leikmaður Vals, eru að öllum líkindum að flytja til Akureyrar. Þetta stað- festu þeir báðir við Vísi í gær. Guðlaugur sagði að að öllu óbreyttu myndi hann flytjast norður í sumar ásamt fjölskyldu sinni. Sjálfur er Guðlaugur frá Húsavík en unnusta hans er frá Akureyri. Þau stefna því í heima- hagana. Heimir Örn tjáði Vísi að hann og kona hans hefðu fengið freist- andi atvinnutilboð fyrir norðan og það væri nánast frágengið að þau myndu flytja. Báðir ætla þeir að spila með handboltaliði Akureyrar og ljóst að koma þeirra tveggja verður mikill hvalreki fyrir handboltann á Akureyri. - hbg Heimir Örn og Guðlaugur: Spila á Akureyri næsta vetur Á HEIMLEIÐ Heimir Örn Árnason er uppalinn hjá KA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁMSSTYRKIR Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. umsóknarblað má finna á landsbankinn.is Meiri þægindi og aukið geymsluþol 12 daga geymslu - þol Nú er MS rjóminn í ½ l umbúðum með tappa. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 4 8 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.