Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 2
2 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Demparar EFNAHAGSMÁL Stjórnendur Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) áttu von á því að spari- sjóðurinn yrði yfirtekinn með svip- uðum hætti og viðskiptabankarnir þrír. Það kom þeim mjög á óvart að SPRON hafi verið lokað og innlán flutt í Kaupþing, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Mikil óvissa er tengd yfirtöku Kaupþings á innlánum SPRON. Álagið á þjónustuver Kaupþings sló öll met í gær, og margir leituðu einnig til þjónustuvers SPRON. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins tengdir SPRON segja hæpið að yfirfærslan til Kaupþings gangi snurðulaust fyrir sig, þótt engin stór vandamál virðist hafa komið upp hjá Kaupþingi í gær. Bent er á að starfsemi Kaupþings á höfuðborgarsvæðinu sé aðeins um helmingi meiri að umfangi en starfsemi SPRON, og því stór biti að gleypa að taka yfir öll innlán SPRON. Hætt sé við því að það bitni á viðskiptavinum sem fái verri þjónustu eftir yfirtöku. Stjórnendur SPRON höfðu feng- ið tilboð frá skuldunautum félags- ins skömmu áður en sparisjóðurinn var tekinn yfir. Þar var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, boðin niðurfelling á um 20 prósentum skulda sjóðsins. Nokkurrar kergju gætir meðal fyrrum stjórnenda með að hafa ekki fengið tíma til að gera gagn- tilboð og sjá viðbrögð kröfuhafa. Þeir virðast telja að laga hefði mátt stöðu sparisjóðsins þannig að ekki hefði þurft að koma til yfirtöku. Í rökstuðningi FME fyrir yfir- töku félagsins kemur fram að SPRON hafi fengið ríflega fresti til að ná samningum við kröfuhafa og þeir hafi ítrekað verið framlengd- ir. Þrátt fyrir það hafi ekki tekist að semja um skuldirnar. Fullreynt hafi verið að það myndi takast. Í yfirlýsingu sem fráfarandi stjórn og forstjóri SPRON sendu frá sér í gær segir að sparisjóðurinn hafi ekki getað starfað eðlilega nema eiga greið viðskipti við Seðlabanka, sérstaklega í ljósi þess að ekki er um virkan millibankamarkað að ræða. - bj Yfirfærsla innlána SPRON til Kaupþings kom stjórnendum sjóðsins á óvart: Áttu von á að starfsemi héldi áfram LOKAÐ Starfsemi SPRON hefur í raun verið lögð niður að mestu. Innlán hafa verið færð til Kaupþings og skilanefnd stýrir því sem eftir er í sparisjóðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VINNUMARKAÐUR Æðstu stjórnend- ur Lífeyrissjóðsins Gildis fóru fyrir hönd sjóðsins í alls 35 við- skiptaferðir til útlanda á árunum 2005-2008. Helstu stjórnendur Sameinaða lífeyrissjóðsins fóru í um fimm ferðir hvor á ári á þessu tímabili. Þetta kemur fram í upp- lýsingum sem Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) hefur fengið frá stjórnum lífeyrissjóð- anna. Stjórn VM sendi fyrirspurn til stjórnar lífeyrissjóðanna og óskaði eftir upplýsingum um boðsferðir og gjafir sem fram- kvæmdastjóri, forstöðumaður eignastýringar og stjórnarmenn hefðu þegið af fyrirtækjum sem sjóðirnir hefðu fjárfest í á árun- um 2005 til 2008. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það eftir hvaða siðareglum væri unnið hjá sjóðunum. Í svari Sameinaða lífeyris- sjóðsins, sem birt er á heimasíðu hans, kemur fram að umrædd- ir starfsmenn hafi hvort um sig farið fimm ferðir á ári vegna eigna erlendis, að auki hafi for- stöðumaður rekstrarsviðs farið í tvær slíkar ferðir síðustu tvö ár. Að jafnaði hafi helmingur þess- ara ferða verið skipulagðar kynn- isferðir fyrir fulltrúa íslenskra fjárfesta vegna fjárfestingar- verkefna erlendis og greiddar af samstarfsaðilum sjóðsins. Fram- kvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringarsviðs hafi hvort um sig þegið eina veiðiferð á ári innanlands síðustu þrjú ár. Boðs- ferðirnar hafi verið stuttar vinnu- ferðir og án íburðar. Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM, segir lífeyrissjóð- ina heiðarlega í svari. Guðmund- ur skrifar á vefsíðu VM að komi ósannsögli fram á síðari stigum þá geri stjórnarmenn og stjórn- endur lífeyrissjóðanna sér fulla grein fyrir því að „afsakanir verða ekki teknar gildar síðar“. Vinna er hafin við að endur- semja og auka siðareglur hjá sjóð- unum og segir Guðmundur að í framtíðinni muni sjóðirnir borga allar ferðir starfsmanna. Í lok bréfs VM er spurt hvort keppni lífeyrissjóðanna um besta sjóðinn og bestu ávöxtunina hafi ekki kallað á meiri áhættufjár- festingar. Ekkert kemur fram um svar sjóðanna við þessari spurn- ingu en á vefsíðu Gildis kemur fram að sjóðurinn hafi verið val- inn besti lífeyrissjóðurinn í fjög- ur ár í röð 2005-2008. Lagt verð- ur til á aðalfundi Gildis í apríl að réttindi verði lækkuð um tíu pró- sent. Svör lífeyrissjóðanna verða ekki kynnt fyrr en á stjórnarfundi VM 2. apríl. ghs@frettabladid.is Stjórnendur Gildis fóru í 35 boðsferðir Stjórnendur Gildis hafa farið í meira en tíu boðsferðir á ári síðustu ár. Stjórn- endur Sameinaða lífeyrissjóðsins fóru í um tíu ferðir á ári. Gildi var valinn besti sjóðurinn fjögur ár í röð en þarf nú að lækka réttindi um tíu prósent. FÓRU Í MARGAR BOÐSFERÐIR VM óskaði eftir upplýsingum frá Gildi lífeyrissjóði og Sameinaða lífeyrissjóðnum um boðsferðir og gjafir sem æðstu stjórnendur sjóðanna hefðu þegið á síðustu þremur árum. Hjá Gildi kemur fram að stjórnendur hafi farið í 35 ferðir á þessu tímabili. Afsakanir verða ekki teknar gildar síðar GUÐMUNDUR RAGNARSSON FORMAÐUR VM Einar, verður ekki bara skíta- mórall í þessum klúbbi? Nei, en það verður algjör mórall hjá þeim sem missa af opnuninni. Einar Bárðarson mun opna Officera- klúbbinn svokallaða um næstu helgi. Meðal hljómsveita sem munu leika á opnunarkvöldinu er Skítamórall. UMHVERFISMÁL Bergur Sigurðs- son, frambjóðandi VG og fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar, telur að fjárfestingarsamningur ríkisins við Century Alumini- um og Norðurál vegna álvers í Helguvík kunni að brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins um ríkisstyrki. Hann hvetur iðnaðar- nefnd til að bíða með að afgreiða hann. „Það er fljótheitabragur á verk- lagi nefndarinnar ef þessi samn- ingur rennur bara í gegnum nefndina án þess að svar ESA, um hvort þessi styrkveiting standist EES-samninginn, liggi fyrir,“ segir Bergur. Hann skilji ekki hvað liggi á. Steingrím- ur J. Sigfús- son, formaður VG, gagnrýndi á A l þ i n g i 20 03 hvern- ig staðið var að afgreiðslu frumvarps um álverksmiðju Alcoa í Reyðar- firði. Hann sagði þá að það væri „eiginlega alveg með ólíkindum“ að afgreiða ætti frumvarpið áður en ESA mæti hvort ríkisstuðn- ingurinn stæðist evrópskar sam- keppnisreglur. Álfheiður Ingadóttir, varafor- maður iðnaðarnefndar fyrir VG, setur mikla fyrirvara við samn- inginn, sem hún styður ekki, og bindur vonir við að Alþingi geti gripið inn í málin. „Það sem er alvarlegt við þennan samning, fyrir utan umhverfismál, raforku- öflun, línulagnir, fjármögnunar- vandann og stöðu Norðuráls, er að í þessum samningi er miðað við að tekjuskattsálag verði aldrei meira en 15 prósent,“ segir hún. Í sam- bærilegum samningum sé rætt um 18 prósenta hámarksskatt. „Það vita allir að við þurfum að afla skatttekna á næstu árum, vegna þessara skulda sem við erum í. Þetta þarf því að reikna út og skoða. Að auki er sagt að aldrei verði lagður skattur á vaxtatekj- ur, sem er alveg út í hött. Það er sagt að við höfum verið í útrás, en þetta fyrirtæki er í rauninni í innrás í skattaskjól á Íslandi,“ segir Álfheiður. Málinu hafi verið vísað til þriggja nefnda og sé nú í höndum þingsins: „Þannig að það sem einhverjum ráðherrum finnst skiptir engu máli.“ Hjá ESA fékkst staðfest að verið væri að fara yfir samninginn og að áliti yrði líklega skilað eftir sex til sjö vikur. Þangað til ræðir ESA hann ekki í fjölmiðlum. - kóþ Miklar efasemdir í VG um fjárfestingarsamning ríkisins við Century Aluminium og Norðurál Helguvík: Telur álsamning ekki standast EES-samning BERGUR SIGURÐSSON STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokknum urðu á mistök árið 2007 þegar hann tók við framlögum frá félögum sem voru í meirihluta hins opinbera en það stangast á við lög frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta segir Andri Óttarsson, framkvæmda- stjóri flokksins, í fréttatilkynn- ingu sem hann sendi frá sér í gær. Þar á hann meðal annars við þrjú hundruð þúsund króna framlag sem flokkurinn tók við frá Neyðarlínunni og hefur hann þegar verið endurgreiddur, að sögn Andra og hið sama verði gert við önnur framlög sem þetta gildir um. Enn fremur segir hann að farið verði yfir verkferla og eftirlit hert með viðtöku framlaga til að ganga úr skugga um að slíkt endurtaki sig ekki. - jse Sjálfstæðisflokkurinn: Skilaði framlagi Neyðarlínu SKIPULAGSMÁL Formannafundur Landsambands stangaveiði- félaga ályktaði harðlega í gær gegn samþykkt borgarráðs Reykjavíkurborgar um að reisa hesthúsabyggð á bökkum Elliða- ár. Eru þessar fyrirætlanir sagðar vera atlaga við lífríki árinnar. Farið er fram á að sam- þykktin verði endurskoðuð. Enn fremur segir í ályktun- inni: „Formannafundurinn minnir einnig á að hérlendis eru um 105 þúsund einstaklingar sem stunda stangveiði að ein- hverju marki og það getur varla verið vilji kjörinna fulltrúa að ganga svo greinilega gegn hags- munum svo stórs hóps kjósenda eins og gert er með þessari sam- þykkt.“ - jse Stangveiðimenn ósáttir: Segja hesthúsin ógna lífríkinu SLYS Fjórtán létust, þar af sjö börn, þegar flugvél brotlenti í kirkjugarði nálægt bænum Butte í Montana-ríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn í vélinni komst lífs af. Sama dag létust báðir flug- mennirnir í flutningaflugvél þegar henni hvolfdi í lendingu á Narita-flugvelli í Japan. Talið er að öflug vindhviða hafi feykt vél- inni á hvolf. Hún var frá hrað- flutningafyrirtækinu FedEx. - jse Sextán látast í flugslysum: Sjö börn fórust í flugslysinu LENTI Í KIRKJUGARÐINUM Sjö börn voru meðal þeirra sem létust í flugslysinu í Montana-ríki í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Vestmannaeyjabær krefst þess að fá að veiða síld í höfninni en Steingrímur J. Sigfús- son, sjávarúrvegs- og landbúnað- arráðherra, tilkynnti á föstudag að henni skyldi hætt. Elliði Vignisson bæjarstjóri sendi ráðherranum bréf í gær þar sem þessi krafa var kunngerð. Segir hann að um nauðsynlega hreinsun úr höfninni sé að ræða og því sé umhverfisslys yfirvof- andi standi ráðherrann við ákvörð- un sína. Ef hann gerir það mun Vestmannaeyjarbær krefja ríkið um greiðslur fyrir hreinsun vegna mengunartjóns þegar síldin drepst og rotnunin hefst. - jse Vestmannaeyjabær í hart: Umhverfisslys yfirvofandi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.