Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 20
16 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1548 Gissur Einarsson andast, um 36 ára. Áður lætur hann lögtaka lúterstrú fyrir Skálholtsbiskups- dæmi 1541 og tekur biskupsvígslu 1542. 1959 Sett er reglugerð um stefnuljós á bifreiðum og önnur um umferðarmerki og notkun þeirra. 1974 Varðskipið Týr kemur til landsins. Það er smíðað í Árósum, 923 brúttólestir að stærð og ganghraði 20 sjómílur. 1987 Albert Guðmundsson segir af sér sem iðnaðar- ráðherra vegna ásakana um vantaldar greiðslur frá Hafskip. Í kjölfarið stofnar hann Borgaraflokkinn sem býður fram í öllum kjördæmum í kosningum 25. apríl sama ár. Í anda jákvæðni og bjartsýni á tímum kreppu og niður- skurðar opnar starfsfólk bæklunarskurðdeilda á Land- spítala Fossvogi húsið fyrir almenningi fimmtudaginn 26. mars 2009 til að kynna starfsemina. Allir eru velkomnir á 5. hæðina í Fossvogi milli klukk- an 14 og 16 þar sem verður hægt að fá mældan blóð- þrýsting og fræðast um beinvernd og margt sem teng- ist starfsemi á bæklunarskurðdeildum. Meðal annars verður sýnt myndband um liðskiptaaðgerðir og hrygg- spengingu. Einnig verður hægt að skoða alls kyns nagla, skrúfur, tæki og tól sem eru notuð í bæklunarlækning- um. Á opna húsinu verða sýndar myndir frá starfseminni og boðið upp á vöfflukaffi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Opið hús á bæklunarskurðdeild LANDSPÍTALI FOSSVOGI Almenningur getur kynnt sér starfsemi bækl- unarskurðdeilda Landspítalans á fimmtudaginn. Áhrif koffíns Áhrif koffínneyslu á heilsu og frammistöðu einstakl- inga verður til umfjöllunar í hádegisfyrirlestri Jacks James, prófessors við Há- skólann í Reykjavík, mið- vikudaginn 25. mars frá klukkan 12 til 13. Koffínneysla Íslend- inga er með því mesta sem gerist í heiminum og í fyrirlestrinum, sem kall- ast Áhrif koffíns: Vísindi, goðsagnir og peningar, dregur James saman stað- reyndir um áhrif koffíns. Hann fjallar svo um mögu- legar skýringar á ósam- ræmi niðurstaðna á því sviði. James hefur áralanga reynslu af kennslu, rann- sóknum og stjórnun í há- skólum bæði á Ástralíu og Írlandi. Hann hefur gegnt stöðu deildarforseta sál- fræðideildar í NUI Galway á Írlandi frá árinu 1998. James er nú gestaprófess- sor við sálfræðisvið HR og tekur þar þátt í uppbygg- ingu nýs BSc-náms í sál- fræði við kennslufræði- og lýðheilsudeild skólans sem hefst haustið 2009. Þess skal getið að fyrir- lesturinn verður fluttur í stofu 201 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Nánar á www.hr.is. RJÚKANDI KAFFIDRYKKIR Koffínneysla og áhrif hennar verður til umfjöllunar á hádegisfyrirlestri Jacks James, prófessors í Háskólan- um í Reykjavík, á morgun. Myndlistarhúsið á Miklatúni var form- lega tekið í notkun á þessum degi árið 1973. Húsið var nefnt Kjarvalsstaðir til heiðurs Jóhann- esi S. Kjarval, sem er talinn meðal frumherja íslenskr- ar myndlistar, tæpu ári eftir andlát hans og opnuð stór sýn- ing á verkum hans. Húsið, sem er í eigu Listasafns Reykjavíkur, var byggt á árunum 1966 til 1973, en heiðurinn að hönnun þess átti arkitektinn Hannes Davíðsson. Húsið skiptist í tvær meginálmur með tengibyggingu og hellu- lagðan garð á milli. Þrjú sýningarrými eru í húsnæðinu og má skipta þeim frekar niður í einingar. Á Kjarvalsstöðum eru settar upp sýn- ingar á íslenskri og erlendri myndlist, hönnun eða bygging- arlist ár hvert, með sérstakri áherslu á samtímalist. Þar er einnig geymd og sýnd um- deild listaverkagjöf Kjarvals til borgarinnar sem afkomendur hans hafa dregið í efa að hafi verið gefin með réttu. Heimild: www.umm.is og Dagar Íslands. ÞETTA GERÐIST: 24. MARS ÁRIÐ 1973 Kjarvalsstaðir í notkun 50 ára afmæli Oddur Helgi Halldórsson blikksmíðameistari og bæjarfulltrúi á Akureyri, er 50 ára í dag. Hann mun taka á móti gestum á Strikinu á Akureyri á milli klukkan 20 og 23 á afmælisdaginn. Hjartkær eiginmaður minn, Hallbjörn Bergmann Elímundarson húsasmiður, lést 21. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður til heimilis að Vogatungu 43. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju 30. mars kl. 15.00. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. F.h aðstandenda, Erla Fríðhólm Sigurðardóttir. Svartigaldur kallast nýr og allsérstæð- ur skóli sem nýlega var stofnaður. Þar verður boðið upp á námskeið í hinum ýmsu listgreinum fyrir unglinga. Fyrirtækið sem stendur á bak við Svartaskóla heitir Nátthrafn og er það hópur skipaður ungu athafnafólki sem áður hefur komið nálægt fram- leiðslu á leiksýningum í Loftkastalan- um og á Jon Fosse-hátíð Þjóðleikhúss- ins sem og ýmissi útgáfustarfsemi og tónleikahaldi. Þrír í hópnum, þeir Arnmundur Ernst Backman, Sigurður Kjartan Kristinsson og Baltasar Breki Samper, sem munu halda utan um starf skólans. „Hugmyndin vaknaði hjá okkur fé- lögunum þegar við fórum að spá í hvað okkur þætti vanta fyrir krakka bæði í grunnskóla og menntaskóla. Okkur datt þá í hug að halda þessi námskeið til að gefa krökkum tækifæri til að læra eitthvað annað en venjulega er kennt í skólum,“ segir Arnmundur sem titlaður er framkvæmdastjóri Svarta- skóla. Arnmundur hefur heilmikla reynslu af leiklist þrátt fyrir ungan aldur en hann er nú að ljúka námi við Mennta- skólann við Hamrahlíð. „Listin á að blómstra í kreppunni,“ segir Arn- mundur og bætir við að þær listgrein- ar sem kenndar verði í skólanum séu þær sem honum og félögum hans séu kærastar og stundum vanræktar í skólastarfinu. Boðið verður upp á þrenns konar flokka: kvikmyndagerð, ljósmynd- un og hönnun auk skífuþeytingar og hljóðblöndunar. Námskeiðin eru hald- in fyrir krakka í fimmta til sjöunda bekk annars vegar og áttunda til tí- unda bekk hins vegar. Unnið verður í fimm til tíu manna hópum sem hittast fjóra laugardaga til að vinna að ein- hverju sköpunarverki. Námskeiðin fara fram 4., 18. og 25. apríl en loka- dagurinn verður laugardaginn 2. maí. Námskeiðin fara fram á nokkrum stöð- um, í félagsmiðstöðvum, skólum og leikhúsum. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru engir aukvisar. „Þarna má nefna Reyni Lyngdal leikstjóra og Jörund Ragnars- son leikara sem munu halda fyrirlestra á kvikmyndanámskeiðinu. Svo heldur DJ Gísli Galdur utan um námskeiðið í hljóðblöndun og skífuþeytingu,“ segir Arnmundur og bætir við að mennt- aðir ljósmyndarar og hönnuðir muni kenna á ljósmynda- og hönnunarnám- skeiðinu. Til að nálgast frekari upplýsingar má fara á www.svartiskoli.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin. solveig@frettabladid.is/vera@frettabladid.is ARNMUNDUR ERNST BACKMAN: SVARTISKÓLI STOFNAÐUR Listin kennd í Svartaskóla FRAMKVÆMDASTJÓRI Arnmundur Ernst Backman stendur ásamt tveimur félögum að Svartaskóla þar sem kennd eru námskeið í hinum ýmsu listgreinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CURTIN HANSON ER 64 ÁRA „Allir leikstjórar eru sjálfselskupúkar.“ Bandaríski leikstjórinn Curt- is Hanson þykir eiga farsæl- an og fjölbreyttan feril að baki, þótt þekktastur sé hann sjálfsagt fyrir kvikmyndina L.A. Confident- ial sem tilnefnd var til níu Ósk- arsverðlauna árið 1997. Af öðrum myndum Hansons má nefna 8 Mile (2002), Wonder Boys (2000) og The Hand That Rocks the Cradle (1992).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.