Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 16
OFFITUVANDAMÁLIÐ verður til umræðu í fyrirlestri Estherar Helgu Guðmundsdóttur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 í dag milli kl. 17.30 og 19. Fyrirlestrinum er ætlað að gefa innsýn inn í hverjar eru ástæður þess að við náum ekki tökum á matar- og þyngdarmálum okkar. www.madurlifandi.is Skiptir regluleg hreyfing virkilega máli? Er þetta ekki ofmetið fyrirbæri, fundið upp af eigendum líkamsræktarstöðva? Í stuttu máli sagt er svarið nei. Regluleg hreyfing skiptir sköpum um heilsufar og velferð. Hreyf- ingarleysi eykur til dæmis lík- urnar á hjarta- og æðasjúkdómum til muna. Einnig er margsann- að að þeir sem stunda hreyfingu eru í betra andlegu jafnvægi en sófakartöflurnar. Einstaklingar í góðu líkamlegu ástandi eiga auð- veldara með að fást við ýmsa and- lega kvilla eins og streitu, kvíða og jafnvel þunglyndi. Regluleg hreyfing stuðlar að eðlilegri þyngd. Bein og vöðvar styrkjast við þjálfun og sann- að þykir að hreyfing dregur úr einkennum meltingarsjúkdóma. Hreyfing er síður en svo bara fyrir ungt fólk og það er aldrei of seint að byrja. Regluleg hreyf- ing verður mikilvægari eftir því sem árin færast yfir, gott líkam- legt ástand stuðlar að því að fólk verður lengur sjálfbjarga. Að hafa alltaf verið valinn síð- astur í liðið í barnaskóla þarf ekki að koma í veg fyrir að verða góður íþróttamaður á fullorðins- árum. Líkamleg virkni hægir á öldrunarferlinu, því vöðvarn- ir, liðamótin og beinin styrkjast. Hreyfing eykur orku og fram- kvæmdagleði, öfugt við kyrrsetu sem stuðlar að framtaksleysi. Svo verður svefninn betri og dýpri. Sé þetta ekki nóg til að láta sannfær- ast, þá er hreyfing stórgóð leið til að kynnast nýju fólki, hvort sem farið er út að hlaupa, lóðum lyft í líkamsræktarstöð eða út að ganga með hundinn. - aþ Hreyfing – til hvers? Regluleg hreyfing skiptir sköpum um heilsufar og velferð. NORDICPHOTOS/GETTY Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.