Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL Viðskiptabankarn- ir Glitnir, Kaupþing og Lands- banki, ásamt SPRON, greiddu út í arð samtals 82 milljarða, 318 milljónir og 684 þúsund krónur á fjórum árum, frá 2004 til 2007. Þetta kemur fram í ársreikningum bankanna. Mest greiddi Kaupþing á tíma- bilinu, eða 39,7 milljarða. Glitnir greiddi 21,5 milljarða og SPRON rúma ellefu milljarða. Landsbank- inn greiddi minnst út, eða tæpa tíu milljarða. Greiðslurnar stigmagnast frá ári til árs, utan að Kaupþing lækkar greiðslur í rúma tíu milljarða 2007, úr tæpum 25 milljörðum 2006. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, ræddi á Alþingi í gær um arðgreiðslur í bankakerfinu. Stóran hluta þeirra mætti rekja til hækk- aðrar viðskiptavildar, sem auki hagnað á pappírunum, og heimili útgreiðslu arðs. Með því að hækka hana hefðu bankarnir getað skapað „loftbóluhagnað og í kjölfarið loft- bóluarðgreiðslur“. Atli hefur sent sérstökum sak- sóknara og rannsóknarnefnd Alþingis erindi um þetta. „Ég hélt að bankarnir hefðu greitt meira út, en það er engu að síður rannsókn- arefni hvernig mat á viðskiptavild hefur þróast síðan einkabankarn- ir voru stofnaðir,“ segir Atli. „Ég hef heimildir fyrir því að þeir hafi verið að fixa eigið fé með þessu.“ Hann ræði þetta í kjölfar frétta af því að Byr fari fram á beiðni um aðstoð frá ríkissjóði. Eigið fé Byrs í lok árs 2007 verði til viðmiðun- ar. „Ef þeir ofmátu eigið fé með viðskiptavild, þá er ríkissjóður að greiða á röngum forsendum,“ segir Atli. Samkvæmt tímariti Ríkisskatt- stjóra, Tíund, hækkaði viðskipta- vild bankanna, utan SPRON, úr 18,7 milljörðum í 123 milljarða frá 2003 til 2007. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, vildi ekki fjalla um þessar upphæðir í gær. Hann vilji skoða arðgreiðslur banka í nágrannalöndunum fyrst. - kóþ, bj ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 2009 — 72. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON Vann frækinn sigur í Lífsstílsmeistaranum • heilsa Í MILJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Sveinbjörn Sveinbjörnsson, verk-fræðingur hjá Mannviti verkfræði-stofu, sigraði í Lífsstílsmeistaran-um sem fór fram fyrir skemmstu, bæði í flokki einstaklinga og liða. Sveinbjörn sem er að auki tvöfald-ur sigurvegari í Þrekmeistaran-um og var með fremstu mönnum í Laugavegs-ultramaraþoninu síð-asta sumar þakkar strangri þjálfun í Boot Camp góðum árangri.„Ég byrjaði að æfa í Boot Camp fyrir tveimur árum en hafði áður verið að æfa og keppa á skíðum í mörg ár. Líklega hefur kepp i kið allt f viðkomandi vilji leggja mikið á sig. „Boot Camp hentar jafnt byrjendum og þeim sem lengra eru komnir og menn stýra álaginu sjálfir. Það er það góða, að allir geta verið með.“Frá því að Sveinbjörn byrjaði í Boot Camp hefur hann náð framúr-skarandi árangri í ýmsum keppn-um og viðburðum eins og áður sagði. Sigurinn í Þrekmeistaran-um er því enn ein rósin í hnappa-gatið og Sveinbjörn fer ekki leynt með ánægju sína, enda í fyrstsinn sem h ur hans eru farnir að æfa í Boot Camp og faðir hans og sambýlis-kona Sveinbjarnar tóku einnig þátt í Lífsstílsmeistaranum, en þess skal getið að aðeins eru tíu mánuðir síðan þau Sveinbjörn eignuðust lít-inn dreng. En ýtir þetta ekki undir samkeppni og ríg milli bræðranna? „Alls ekki. Við hvetjum bara hvert annað áfram þannig að þetta skap-ar góða stemningu í fjölskyldunniþjappar okkur sa Vitleysan vatt upp á sigSveinbjörn Sveinbjörnsson vann frækinn sigur í Lífsstílsmeistaranum en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt. Þetta er þó aðeins upphafið því hann ætlar sér stóra hluti á Cross-Fit-leikunum í sumar. Sveinbjörn hefur fengið fjölskylduna í lið með sér. Frá vinstri má sjá föður Sveinbjarnar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, með afabarn- ið Stefán Huga, Ástu Ósk Stefánsdóttur, sambýliskonu Sveinbjarnar, og yngri bróður hans, Bjartmar Sveinbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LJÁÐU MÉR EYRA nefnist viðtalsþjónusta á Landspítalanum. Þar stendur öllum konum sem fætt hafa á Landspítalanum til boða að bóka viðtal við ljósmóður um 4 til 6 vikum eftir fæðingu ef þær vilja ræða fæð- ingarreynslu sína. Viðtölin bókast á göngudeild mæðraverndar í s. 543 3253 á virkum dögum milli klukkan 9 og 15. www.ljosmodir.is á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja Marstilboðtil elli- og örorkulífeyrisþega E List fyrir unglinga Svartiskóli kallast nýr skóli sem heldur námskeið fyrir unglinga í hinum ýmsu listgreinum. TÍMAMÓT 16 Stórt og smátt „Hin grátlega trú á risafyrirtæki leiddi beinlínis til ofþenslu bank- anna og hrun íslensks fjármála- kerfis“, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 14 FÓLK „Það er ekki leiðinlegt að fá svona fréttir á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Andrea Tryggvadóttir, arkitekt í Kaup- mannahöfn. Hönnun Andreu og dansks kollega, Agnesar Nilsson, var valin í úrslit í Avantgarde- húsgagnasamkeppninni. Þær stöllur hönnuðu stól sem um leið þjónar hlutverki rotþróar fyrir lífrænan úrgang. - jma / sjá síðu 26 Íslenskur arkitekt í Danmörku: Í úrslitum í þekktri keppni Frábær Food and Fun Siggi Hall var ánægður með Food and Fun þótt kreppt hafi að. FÓLK 20 KARL ÁGÚST ÚLFSSON Síðasti þátturinn fer í loftið um helgina Ekki hefur verið samið við Spaugstofuna FÓLK 26 ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 2 3 Sjá nánar á www.betrabak.is Færðu gesti? Svefnsófadagar í mars KÓLNANDI Í dag verður NA 8-15 m/s norðvestan og vestan til og við SA-ströndina, annars hægari. Snjókoma eða slydda sunnan til en rigning allra syðst um hádegi. Él norðan til. VEÐUR 4 2 -1 0 0 4 TIGNARLEGT Í ÁLFTAFIRÐI Það var ekki amalegt fyrir Súðvíkinga að horfa út á fjörð- inn sinn í gær en þar lá þýska skólaskipið Gorch Fock fyrir ankeri. Það hélt síðan út Djúpið og verður komið að Miðbakkanum í Reykjavík á fimmtudagsmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL „Maður spyr sig af hverju Seðlabankinn beitti sér ekki gegn útrás Landsbankans til Hollands, miðað við að hún var að hefjast um það leyti sem þessi skýrsla Seðlabankans var skrifuð,“ segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. „Þetta er sannfærandi skýrsla og ég skil ekki hvers vegna hún var ekki lögð fram. Hún hefði átt erindi á rituðu formi við ráðamenn,“ segir hann. Í skýrslunni segir af Lundúna- fundi ónafngreindra seðlabanka- manna í febrúar 2008 með mats- fyrirtækjum og einkabönkum. Þar kemur fram að erlendu sérfræð- ingarnir hafi miklar efasemdir um íslenskt bankakerfi. Moody‘s hafði sérstakar áhyggjur af Icesa- ve-reikningunum, en seðlabanka- menn færðu fram gagnrök. „Ekki er líklegt að öllum efasemdum [Moody‘s] hafi verið eytt,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn opnaði fyrir Icesave í Hollandi í lok maí. Ólafur spyr einnig hví ríkis- stjórnin hafi ekki brugðist við skýrslunni með afgerandi hætti. Haft var eftir Geir H. Haar- de, fyrrum forsætisráðherra, í ríkisútvarpinu í gær að „ekki hafi verið einfalt“ að bregð- ast við, þegar skýrslan barst í febrúar, en RÚV fékk skýrsluna frá Seðlabankanum, eftir áfrýjun til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Seðlabankinn tilkynnti 25. mars 2008 að bindiskylda íslenskra banka í erlendum útibúum skyldi afnumin. Tilgangurinn væri að samræma reglur bankans við reglur evrópska Seðlabankans. Arnór Sighvatsson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans og þáverandi aðalhagfræðingur, vill ekki ræða skýrsluna að svo stöddu, né hvað bankinn hafi gert til að bregðast við henni. „Ég sótti ekki þessa fundi,“ segir hann. Honum sé ekki kunnugt um hverjir hafi verið á þeim. Spurður hví bankinn hafi lækk- að bindiskyldu, stuttu eftir fund- ina í Lundúnum, segir Arnór: „Það er komin ný bankastjórn og hún getur ekki svarað fyrir gerðir þeirrar eldri.“ - kóþ Lektor í hagfræði um skýrslu Seðlabankans: Undrast að Icesave- útrás hafi verið leyfð Það er komin ný bankastjórn og hún getur ekki svarað fyrir gerð- ir þeirrar eldri. ARNÓR SIGHVATSSON AÐSTOÐARBANKASTJÓRI SEÐLABANKANS Skotnir í kaf í Grindavík Snæfell átti aldrei möguleika í Röstinni í gær og Grindavík er komið 1-0 yfir. ÍÞRÓTTIR 22 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2004 2005 2006 2007M ill ja rð ar Glitnir Kaup- þing Lands- banki SPRON Arðgreiðslur bankanna 82 milljarðar í arð Viðskiptabankarnir þrír og SPRON greiddu 82,3 milljarða í arð milli 2004 og 2007. Þar af var Kaupþing með nær helminginn. Atli Gíslason, þingmaður VG, segist hafa heimildir fyrir því að bankarnir hafi ofmetið viðskiptavild sína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.