Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 14
14 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Þegar Baugur féll tók hann SPRON með sér í fallinu. Þegar litið er til- baka virðist tal íslenskra frjáls- hyggjukreddumanna um „fé án hirðis“ úr takti við það sem í raun- inni var að gerast í bankakerfinu. Hirðarnir gættu einfaldlega fjár- ins ekkert sérstaklega vel. Núna er fjármálakerfi Íslands að lang- stærstu leyti komið í hendur hins opinbera og ef Íslendingar bregða sér til Kaupmannahafnar geta þeir verslað í risavöxnum ríkisbúðum sem endurspegla draumsýn sov- éskra kennslubóka um miðbik 20. aldar. Já, Illum og Magasin du Nord eru núna í eigu íslenska ríkis- ins. Klisjuspuni íslenskra hægri- ungliða um að vinstrimenn vilji reka ríkisbúðir hefur aldrei verið í samræmi við veruleikann en þó hafa þetta reynst áhrínisorð. Það er hins vegar merkileg staðreynd að það voru ríkisstjórnir undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins sem ólu af sér ríkisbúðirnar; þær spretta úr rústum hins frjálsa athafnalífs sem flokkurinn vildi innleiða á Íslandi. Þetta er harður veruleiki fyrir íslenska athafnamenn og enn sem komið er finnst sumum þægilegast að láta eins og þetta sé ekki að ger- ast. Í því ljósi verður líklega að túlka hávær köll Samtaka atvinnu- lífsins og Viðskiptaráðs um einka- væðingu banka svo að hægt sé að hefja útrásina að nýju. Þessir aðilar ættu frekar að líta nú í eigin barm og velta fyrir sér hvaða afleiðingar pólitísk einstefna þeirra hefur haft fyrir íslenskt atvinnulíf og viðskipti í landinu. Fyrsti lærdómurinn ætti að vera sá að stórfyrirtæki eru ekki alltaf endilega betri en smáfyrirtæki; stórgróðabrall getur leitt af sér hátt fall. Þetta er raunar grund- vallaratriði í þeim frjálshyggju- kenningum sem boðaðar voru sem útópísk lausn á öllum vanda, en það gleymdist að lesa smáa letrið. Hin grátlega trú á risafyrir- tæki leiddi beinlínis til ofþenslu bankanna og hrun íslensks fjár- málakerfis. Án hennar hefði vandinn verið mun minni. Samt er eins og að þeir sem sungu útrásinni lof og prís hafi ekkert lært af þeirri reynslu. Þeir ein- blína á risavaxnar skyndilausnir svo sem fleiri álver. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur beinlínis boðað þetta sem helstu lausnina við efnahagsvandanum – fyrir honum er rányrkjan sem fylgir risavirkj- unum aukaatriði og er jafnan kölluð „nýting náttúruauðlinda“ í orwellskum anda. Ekki er held- ur litið til þeirrar staðreyndar að stóriðjuuppbygging gengur þvert á þá stefnu sem afgangurinn af heiminum er nú að taka – þar sem áhersla er lögð á sjálfbærar lausnir í orkumálum. Efnahags- lega hvílir þessi draumsýn því á álíka styrkum stoðum og hug- myndin um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð enda boðuð af sömu aðilum. Hinn napri veru- leiki þar sem álverð er í sögulegu lágmarki og álfyrirtækin hrynja eitt af öðru virðist ekki snerta hann hætishót. Á Íslandi þykir fínt að vera stór- huga. Á meðal stjórnmálamanna birtist það í trú á einfaldar patent- lausir. Þessi ofuráhersla á stærð skapaði loftbóluhagkerfi síð kapítal- ismans en núna eru loftbólurnar alls staðar að springa. Í efnahags- legum hamförum reynist stærðin ekki vera vörn heldur vandamál. Þess vegna þurfum við núna að hugsa öðruvísi og hætta að van- rækja hið smáa í okkar atvinnu- lífi. Það verður að hætta að tala um smáfyrirtæki af fyrirlitningu og líta á þau sem „afleidd störf“ sem verði til í skjóli risanna. Íslenskt atvinnulíf er að verulegu leyti byggt upp af smáfyrirtækj- um með innan við tíu starfsmenn. Þau hafa ekki notið þeirra miklu fríðinda af hálfu stjórnvalda sem risafyrirtækin fá; það er ekki nið- urgreidd orka til þeirra eins og álveranna. Á hinn bóginn hafa þau þann mikilvæga kost að þau eru fjölbreytt og starfa á ýmsum sviðum. Efnahagsráðstafanir sem koma smáum atvinnurekendum til góða eru þannig mun brýnni og arðvænlegri en að auka enn við ríkisframlagið til stóriðjunnar sem þó skapar einungis 0,1-0,2% af þjóðar framleiðslu fyrir hvert álver. Stjórnmálamenn undanfar- inna áratuga komu landinu í þrot vegna þess að þeir misstu sjónar á gildi hins smáa. Næsta ríkisstjórn má ekki endurtaka þau mistök. Stórt og smátt SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Kreppan UMRÆÐAN Hjörleifur B. Kvaran skrifar um REI Í mánudagsútgáfu Fréttablaðsins er fjall-að um fjárfestingar íslenskra fyrir- tækja vegna jarðhitaverkefna vestan hafs á vegum Iceland America Energy (IAE), sem um árabil hefur verið í eigu íslenskra aðila. Má skilja fréttina þannig að Reykja- vík Energy Invest (REI) hafi lagt tæpa tvo milljarða króna í orkuútrás í Banda- ríkjunum og tapað þeim fjármunum. Það er ekki rétt. Stjórn REI, sem skipuð er fulltrúum meiri- hluta og minnihluta í borgarstjórn, er samhuga í því að standa vörð um verðmætin í fyrirtækinu við aðstæður sem að sumu leyti eru hagfelldar, að öðru leyti ekki. IAE var stofnað árið 2004 sem eitt af dótturfélög- um Enex hf. og hefur frá upphafi unnið að þróun jarðhitaverkefna í Bandaríkjunum. Auk IAE stofnaði Enex dótturfélög í Þýskalandi og Kína og hafa þau unnið að þróun fjölmargra jarðhitaverk- efna. Erfiðlega hefur þó gengið að fjármagna slík þróunarverkefni. Geysir Green Energy hefur farið með ráðandi eignarhlut í Enex og dótturfélögum þess frá árinu 2007. Í ársbyrjun 2008 hófust viðræður milli fyrirtækjanna um framtíð Enex og átti Geysir þá 73% hlutafjár í Enex en REI var minnihlutaeigandi með 26%. Ákveðið var að skipta eignum og verkefnum Enex á milli eigenda í byrjun þessa árs enda staða félagsins mjög tvísýn hvað varðar rekstur og fjármögnun einstakra verk- efna. Við það kæmi í hlut REI að verja þau verðmæti sem skapast hafa með framlögum Orkuveitu Reykjavíkur til Enex og forvera þess allt frá árinu 1969. Samkomulag náðist um að REI yfir- tæki hlut Enex í dótturfélaginu í Banda- ríkjunum en Geysir fengi verkefni Enex í Þýskalandi og aukinn hlut í Enex-Kína og á Fil- ippseyjum. Á vegum REI er nú verið að skoða framtíð IAE, m.a. hvort forsendur eru fyrir því að fá nýja fjárfesta að því eða einstökum verkefn- um þess. Sú vinna hefur staðið yfir þann mánuð sem REI hefur farið með meirihlutavald í IAE. Á næstu vikum og mánuðum ræðst hvernig úr rætist. Staða fjármálamarkaða hefur vitaskuld áhrif á verkefni sem þetta. Á móti kemur stórauk- inn áhugi á nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu í Bandaríkjunum. Markmið REI, samkvæmt stefnu nýrrar stjórn- ar fyrirtækisins, sem tók við í mars 2008, er að standa við gerðar skuldbindingar en hverfa frá hugmyndum um að Orkuveitan leggi fram marga milljarða króna til orkuverkefna erlendis. Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Upplýsingar vegna frétta af REI HJÖRLEIFUR B. KVARAN Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosn- ingum er engin óvissa um völdin. Öðru gegnir um málefnin. Sérstaklega á það við um stóru við- fangsefnin: Ríkisfjármál, peningastefnu og Evrópusambandsaðild. Um þau ríkir algjör óvissa. Ríkisstjórn er svo örugg um valda- stöðu sína að hún telur sig geta haldið vegvísum í þessum málum í læstum myrkrakompum fram yfir kosningar. Að réttu lagi ættu landsfundir stjórnmálaflokkanna að stilla upp læsilegum vegvísum fyrir kjósendur um þýðingarmestu mál. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hélt slíkan fund um helgina. Hann var fjölsóttari og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr í þann áratug sem flokkurinn hefur starfað. Ekki fór á milli mála að þar kom saman sá hópur fólks sem hefur tögl og hagldir í stjórn landsins. Um stóru málin sem mestu skipta um viðgang atvinnulífsins og afkomu heimilanna á komandi tíð kaus Vinstrihreyfingin – grænt framboð hins vegar að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Flokkurinn ber nú ábyrgð á að koma fram í ríkisstjórn mestu aðhaldsaðgerðum sem um getur í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra hefur lofað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera honum grein fyrir þeim leiðum sem fara á í þessu efni og hefur trúlega gert það nú þegar að stórum hluta. Hvorki ráðherr- ann né flokkur hans vill þó upplýsa kjósendur um þær ráðstafanir sem kosningarnar eiga að veita umboð til að koma í framkvæmd. Að sönnu er þó gefið loforð um ábyrgar athafnir. Í ályktunum hreyfingarinnar er ekki að finna stafkrók um hvaða ráðstafanir eigi að gera til þess að krónan haldist stöðug og afnema megi gjaldeyrishöftin. Öllum má þó vera ljóst að án sam- keppnishæfrar myntar verður efnahagskerfið ekki endurreist. Í utanríkismálum lýsir Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem fyrr yfir fullri andstöðu við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Vera flokksins í ríkisstjórn hefur þó engin áhrif á þá staðreynd að aðildin er einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Álykt- unina ber að lesa þannig að ekki sé gerð krafa um að hér verði breyting á. Í reynd er andstaðan bara til innanflokksbrúks. Að sama skapi lýsir hreyfingin yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Trúlega ber að lesa þessa yfirlýsingu eins og hina fyrri. Hún þýðir þar af leiðandi ekki að flokkurinn standi gegn því að ríkisstjórn, sem hann á aðild að, sæki um aðild. Lík- lega ber fremur að túlka yfirlýsinguna á þann veg að flokkurinn muni andæfa aðild eins lengi og fært þykir. Forsætisráðherra hefur lýst yfir því að stefna Vinstri græns í Evrópumálum fullnægi öllum kröfum Samfylkingarinnar um stjórnarsamstarf. Aðildarstefnu Samfylkingarinnar ber því að skýra í þessu ljósi. Hún hefur einfaldlega ekki aðra þýðingu en þá að Samfylkingin ætli að láta Vinstri grænt ráða för. Valið snýst um einangrun eða samkeppnishæft efnahags- umhverfi. Samt fá kjósendur ekki skýra málefnalega leiðsögn inn í framtíðina. Hitt er ljóst hvar völdin munu liggja. Er það fullnægjandi lýðræði á þessum tímum? Er lýðræðiskröfunum svarað? Völd og málefni ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Landfræðilegar skýringar Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður frá Rifi, bar sigurorð af Einari K. Guðfinns- syni,í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Einar telur landfræðilegar skýringar á því hvers vegna hann hreppti ekki fyrsta sætið. „En það er þó ljóst að mjög er kosið á landfræðilegum grunni – eins og tíðkast hér á landi – og fyrir það er ég að gjalda. Það blasir við,“ sagði hann í samtali við Mbl.is á sunnudag. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, bæjarstjóri á Tálknafirði, varð í þriðja sæti og Birna Lárus- dóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, varð í fjórða sæti. Þrjú af efstu fjórum sætunum í Norðvest- urkjördæmi féllu sem sagt Vestfirðingum í té. Landfræðin varð þeim ekki dýrkeypt- ari en svo. Allt opið Ranglega var hermt í Fréttablaðinu í gær að tveir hefðu tilkynnt framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Hið rétta er að í raun eru allir kjörgengir fundargestir í fram- boði. Það er svo annað mál hvort menn gefi kost á sér í embættið. Til þessa hafa að minnsta kosti fjórir lýst því yfir: Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Snorri Ásmundsson og Loftur Altice Þorsteinsson. Efast um mistök Frjálslyndi flokkur- inn var ósátt- ur við að hafa ekki verið nefndur á nafn í frétt RÚV af könnun um fylgi stjórnmála- flokkanna. Þeir trúa þeirri skýringu rétt mátulega að fyrir mistök hefði Frjálslyndi flokkurinn verið nefndur Borgarahreyfingin í fréttinni. „Undar- leg mistök, sérstaklega í því ljósi að Bogi Ágústsson las fréttina og hefði átt að átta sig strax á mistökunum,“ stendur á heimasíðu flokksins. Hins ber að geta að í skoðanakönnuninni mældist Borgarahreyfingin með meira fylgi en Frjálslyndir og var því eignað minna fylgi í fréttinni en hún mældist með. Borgarahreyfingin hefur því meiri ástæðu til að vera fúl en Frjálslyndir. bergsteinn@frettabladid.is Skíði og Tyrolastemming um páskana Bjóðum gistingu með morgunmat, akstur í hina frábæru austfi rsku alpa í Oddskarði þar sem verða tónlistar- menn frá Tyrol og margt fl eira. Verð aðeins 5500 kr. Á mann pr nótt Kaffi húsið er Veitingastaður og gisti- heimili í hjarta Eskifjarðar. Aðeins 7 mín akstur á skíðasvæðið. Um páskana verður fjölbreytt dagskrá í Fjarðabyggð, Nánar á Oddsskard.is og Fjardabyggd.is Pantanir í síma 8921203 & 4771064

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.