Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 30
26 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR „Jú, það er ekki leiðinlegt að fá svona fréttir á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Andrea Tryggvadóttir arkitekt sem starfar í Kaupmanna- höfn. Hönnun Andreu og dansks kollega, Agnesar Nilsson, var valin í úrslit í Avantgarde-húsgagna- samkeppninni. Þær stöllur hönnuðu stól sem um leið þjónar hlutverki rotþróar fyrir lífrænan úrgang. „Yfirskrift samkeppninnar var „Intelligent möbler“, sem myndi þá kannski útfærast sem vits- munir í húsgögnum. Við völdum að búa til þennan stól sem virkar þá einnig fyrir lífrænan úrgang heimilisins og brýtur hann niður. Þannig lyftirðu setunni upp og setur afgang af plöntum og lífrænum matvælum ofan í og í stólnum er ákveðin tækni sem hrærir upp í ruslinu og hitar það og flýtir þannig fyrir þessu eðlilega ferli,“ segir Andrea. Neðst á stólnum er svo skúffa sem draga má út á tveggja vikna fresti og fá fína mold til brúks. „Þessi rotþró ætti að geta minnkað úrgang heimilanna um 30 prósent, ekki slæmt á þessum tímum þegar umhverfisvæn hugsun er allsráðandi. Stólinn má svo hafa úti á svölum, inni í eldhúsi eða hvar sem vill.“ Andrea útskrifaðist sem arkitekt árið 2006 og vann fyrst um sinn hjá Henning Larsen en hefur nú hafið sjálfstæðan rekstur ásamt nokkrum félögum sínum þaðan. Hún segir ekki amalegt að byrja sjálf- stæðan rekstur svona. „Við erum fimm sem fengum þennan styrk til að vinna tillögur okkar áfram, eða 20.000 danskar krónur. Þrjár tillögur verða svo valdar til sýningar á hönnunarmessunni Design Biennale í London í haust. Við vinnum bara hörðum höndum að því að komast þangað. juliam@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. ofsi, 6. óhreinindi, 8. ker- ald, 9. læsing, 11. í röð, 12. ofreyna, 14. gleði, 16. skóli, 17. útsæði, 18. í viðbót, 20. verkfæri, 21. litlaus. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. slá, 4. skjalla, 5. rúm ábreiða, 7. margorður, 10. taug, 13. gifti, 15. lánsamur, 16. iðn, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. im, 8. áma, 9. lás, 11. jk, 12. sliga, 14. unaðs, 16. fg, 17. fræ, 18. auk, 20. al, 21. grár. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. rá, 4. smjaðra, 5. lak, 7. málugur, 10. sin, 13. gaf, 15. sæll, 16. fag, 19. ká. „Ef og þeg- ar ég hlusta á tónlist í vinnunni verður morgun- þáttur X-ins fyrir valinu fyrir hádegi. Að öðru leyti hafa Kings of Leon verið vinsælir hjá mér upp á síðkastið og nýi diskurinn frá Emilíönu Torrini. Annars er ég líka hrifin af aðeins eldri tónlist og þá verður til dæmis Guns n´roses eða Stevie Wonder fyrir valinu.“ Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, starfsmaður hjá RÚV. Ekki er að spyrja að vinsældum söngvarans Stefáns Hilmarssonar. Hann efnir til tónleika í Salnum í Kópavogi 17. apríl og seldist upp á tónleikana á sólarhring. Nóg er að gera hjá Sveppa og Audda í veislustjórninni en þeir voru austur á Fáskrúðsfirði og stjórnuðu árshátíð álversstarfs- manna sem haldin var þar í bæ í íþróttahúsinu. Svo margir starfsmenn eru í álinu að halda þurfti tvöfalda ársáhátíð og var fyrri hlutinn um þarsíðustu helgi. Austanmenn leita ekki langt yfir skammt og fengu sinn mann, Einar Ágúst og hljómsveit, til að leika fyrir dansi. Friðrik Weisshappel, veitingahúsa- mógúll í Kaupmannahöfn, vakti athygli vegfarenda í Reykjavík í gær þar sem hann trillaði um miðborg- ina, alskeggjaður og framsettur með barnavagn á undan sér eftir sældartíð í Danmörku. Mun Friðrik hér staddur í tengslum við afmælis- fögnuð sem haldinn var til heiðurs Árna Snævar, fyrrum fréttamanni sem naut sér- fræðiþekkingar Friðriks við veisluhöldin. Einar Bárðarson hyggst opna Offic- eraklúbbinn á „Beisn- um“ með látum og er að raða inn skemmti- kröftunum. Nýjasta nýtt í þeim efnum er að Valgeir Guðjóns- son mun troða upp með sínum gömlu félögum í Stuðmönnum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI ANDREA TRYGGVADÓTTIR: HANNAÐI STÓL SEM ER UM LEIÐ ROTÞRÓ Íslenskt hugvit í úrslit í danskri húsgagnasamkeppni „Þetta var nú ekkert stórslys, þetta fer bara í ákveðið ferli og við erum með tryggingar fyrir þessu,“ segir Magnús Viðar Sig- urðsson, framleiðandi hjá Saga Film. Óhapp varð við framleiðslu Idol-þáttanna í Smáralind fyrir tveimur vikum þegar svokallað- ir LED-skjáir, sem hengdir höfðu verið upp í loft, hrundu niður og skemmdust. Um er að ræða dýra skjái sem meðal annars eru not- aðir á knattspyrnulandsleikjum á Laugardalsvelli. Saga Film leigði skjáina. Óhappið varð þegar Idol-sviðs- myndin var sett upp í Smáralind eftir að undankeppnin hafði farið fram í Óperunni. Ekki liggur fyrir hvort mistök voru gerð við upp- setningu skjáanna eða hvort fest- ingar gáfu sig. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins er um stórtjón að ræða, eða um hundr- að milljónir króna. Magnús segist ekki hafa fengið neinar tölur stað- festar og geti að svo stöddu ekki tjáð sig um tjónið. Hann ítrekar að óhapp þetta hafi ekki haft áhrif á Idol-þættina. - hdm 100 milljóna tjón í Idolinu IDOL-STJÖRNULEIT Stórtjón varð þegar LED-skjáir voru settir upp í Smáralindinni. Hvorki dómarana né kynnana sakaði. „Það veit Guð einn hvort þetta sé allra allra síðasti Spaugstofuþátt- urinn. Við vitum ekki enn hvort af þessu getur orðið næsta vetur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikari og Spaugstofumaður. Í upphafi vetrar lá fyrir að þetta yrði síðasta tímabil Spaug- stofunnar en ekkert lát er á vin- sældum þáttanna sem tróna sem oft fyrr efst á áhorfstölulistum. Eru farnar að renna tvær grím- ur á mannskapinn. „Við vitum ekki enn hvort af þessu getur orðið næsta vetur. Okkur þykir súrt í brotið að hætta á þessum tímapunkti. skilja þjóðina eftir í ástandi þar sem ég held að mikil þörf sé á gagnrýninni og skoplegri umfjöllun. Okkur rennur blóðið til skyldunnar að halda áfram starfi meðan stætt er. En svo vitum við ekki hvað sjónvarpið vill gera eða hvort það hefur bolmagn til að halda áfram óbreyttu starfi,“ segir Karl Ágúst. Aðspurður hvort þetta verði ekki bara eins og í söngnum um tíu litla negrastráka, „og þá voru eftir þrír …“ en fyrir tveimur árum var Randver Þorláksson skorinn úr hópnum. Að komið sé að Pálma Gestssyni? „Nei, ætli það. Ekki nema það komi verulegur þrýstingur frá Baugsmiðlunum. Ég veit ekki hvaða áhrif þeir hafa,“ segir Karl Ágúst sem veit ekki betur en einhvers konar viðræður muni fara fram innan tíðar. „Að minnsta kosti verð- um við að kveðja og þakka fyrir okkur áður en við pökk- um saman og förum úr hús- inu.“ Karl Ágúst segir að fyrir dyrum standi æfingar á nýrri sýningu með leynilögreglu- mönnunum Harry og Heimi sem t i l stend- ur að setja upp í Borgarleikhús- inu en þar eru ásamt honum Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson. - jbg Síðasti Spaugstofuþátturinn í vinnslu KARL ÁGÚST ÚLFSSON Honum þykir súrt í brotið að hætta á þessum tímapunkti – oft var þörf en nú nauðsyn á gagnrýninni og skoplegri umfjöllun. UMHVERFISVÆNT OG FALLEGT Stóll Andreu Tryggvadóttur er klassískur í hönnun, undirlagið er úr hvítu plastefni en setan úr við. Sætið er upphitað en inni í stólnum er hiti til að brjóta lífræna sorpið fyrr niður. Bakkann neðst má svo draga út og fá gróðurmold á tveggja vikna fresti. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Sparisjóðabankann og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). 2 Theo Hoen. 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Veljum íslenskt 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FISKI Í DAG ýsufl ök, lúðusneiðar laxafl ök, fi skréttir hörpuskel, humar, rauðspretta og margt fl eira. HUGSUM UM HEILSUNA OG BORÐUM FISK.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.