Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 ! Ég var staddur heima í Reykjavík í janúar og þar sem ég rölti um miðbæinn í frostinu og snjónum datt mér í hug að gefa öndunum brauð. Heima hjá mömmu og pabba fann ég brauðleifar í frystin- um sem ég þíddi og stakk í poka. Það er vel við hæfi og lýsandi fyrir inntak þessa pistils að fyrsta mannfólkið sem ég sá niðri við Tjörn voru tveir ungir menn – líklega nemar úr MR – sem voru að kasta snjóbolt- um í endurnar við mjóbrúna sem ligg- ur á milli Iðnó og Ráðhússins. Eiga endurnar ekki nógu erfitt með að þrauka, sveltandi í skítakulda? Þarf að bæta tveimur vitleysingum sem drepa tím- ann með snjókasti ofan á öll harð- indin? Viðbrögð mín voru ekki nógu hörð, eftir á að hyggja. Ég sendi þeim illt auga, gekk til þeirra og kallaði þá hálfvita. Þeir hættu snjókastinu (í bili að minnsta kosti) og svöruðu fyrir sig að þeir væru ekki að miða beint á endurnar (og að þær hefðu bara gam- an af þessu). Ég yrti ekki á þá meir heldur sneri mér frá, tók fram pokann og hóf að drepa tímann með brauð- kasti. Þar sem ungmennin gengu í burtu vona ég að þeir hafi tekið eftir framtaki mínu og jafnvel hugsað sig um stundarkorn – í stað þess að fleygja snjó er hægt að fleygja brauði! Athöfnin er svipuð – þeir geta haft gaman af því að henda hlutum í endur (án þess að miða beint á þær) og end- urnar kynnu eflaust að meta það bet- ur en boltana (þær eru umkringdar snjó hvort eð er). Strákarnir voru komnir í hvarf áður en alvöru lætin byrjuðu. Ég var með brauðið sneitt í poka og ætlaði mér að rífa einn bita í einu, eins og venjan er – en réð engan veginn við eft- irspurnina. Áður en ég vissi af var ég umkringdur öndum, svönum og gæs- um sem komu hvaðanæva. Straum- urinn var endalaus! Ég neyddist til að flýja af hólmi, setjast niður á bekk við Lækjargötu og búta brauðið sundur í rólegheitum. Því næst sneri ég aftur á vígvöllinn. Ég var ekki einn á svæð- inu. Þarna var kona að taka ljós- myndir af fuglunum (ekki að gefa brauð) og maður með barn (sem var að gefa brauð). Fuglarnir voru svo sársvangir að það var ómögulegt að ráða við hópinn. Ég sem reyni gjarn- an að gefa hverjum fugli jafnt gat ekki annað en sturtað úr pokanum yf- ir fuglaþvöguna og látið mig hverfa. Ég nefndi þetta við móður mína sem sagði mér að hún hefði gengið fram á svan stuttu áður og fylgst með honum reisa sig hátt og blaka vængj- unum. Undir tignarlegu yfirborði var hægt að telja í honum beinin. Því spyr ég: hvaða furðulegi misskilningur hef- ur valdið því að borgarbúar gefa önd- unum aðeins á sumrin, þegar þær hafa það ágætt hvort eð er, en láta þær svelta á veturna? Og hvers vegna fer fullorðið fólk aðeins niður að Tjörn þegar börn eru með í för? Hér er eitt- hvað dularfullt á ferð. Við ættum að hrósa happi yfir því að fuglarnir nenni að hanga hér á rassgatinu Íslandi yfir vetrartímann – það er hinn mesti mis- skilningur hjá þeim að fljúga ekki eitthvað annað (þeir halda að sjálf- sögðu að hér sé til nóg að borða eftir allar ríkulegu sumarmáltíðirnar). En svo er ekki. Þeir eru skraut til að fegra miðbæinn fyrir smáborgarbúa til að dást að á góðviðrisdögum. Hina dagana geta þeir að mestu leyti átt sig. Stuttu síðar hélt ég matarboð sem endaði með ferð niður í miðbæ. Áður en við héldum á ölhúsin að sturta pen- ingum niður í drykkjuskap dró ég lið- ið niður að Tjörn með nokkra poka af brauði. Okkur var tekið fagnandi og færri komust að en vildu. Síðan kom í ljós að ekki höfðu allir gestirnir skilað sér – sumir fóru beina leið á barinn því að það er svo hallærislegt að gefa öndunum brauð. Það er fyrir börn, sérvitringa og gamalt fólk. Sögur úr Andabæ Eftir Gunnar Theo- dór Eggertsson gunnaregg@- gmail.com Máttur netsins sem fjölmiðils erennþá að koma í ljós. Ný tækni ognýir miðlar hafa áhrif á menninguokkar, daglegt líf og samskipta- form. Í marshefti bandaríska tímaritsins Van- ity Fair birtist ítarleg grein um MySpace. Fyrir þá sem ekki vita er MySpace nýjasta æði unga fólksins á netinu. Það eru allir á MySpace. Chris DeWolfe og Tom Anderson stofnuðu MyS- pace í Los Angeles í janúar 2004. Þeir trúðu að MyS- pace gæti orðið stærra en þrjú stærstu vefsvæðin Yahoo, MSN og AOL en að MySpace yrði eins kúl og það er, var al- gjör tilviljun. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Nielsen skoða fleiri MySpace heldur en Google og eBay. MySpace telur yfir 50 milljónir skráðra notenda og sú tala hækkar ört. Talið er að MySpace hafi halað in 30 til 40 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2005 og að sú tala muni þrefaldast á þessu ári. Á skrifstofu MySpace vinna 175 starfsmenn sem skanna síðurnar og ganga úr skugga um að skilaboðin og mynd- irnar sem þar eru birtar séu ekki ósæmilegar. Á sama hátt og Google og eBay breytti hvernig fólk nær sér í upplýsingar og vörur hefur MySpace breytt því hvernig ungt fólk (25% notenda er undir 18 ára aldri) hefur sam- skipti sín á milli og hvernig það skoðar hvað annað og metur. MySpace er félagslegur stimpill. MySpace höfðar til kynslóðarinnar sem er algjörlega sjálfhverf og býður upp á frægð í netheimum þar sem hver og einn býr sér til „prófíl“ og ímyndin er allt. Margir eyða heilu og hálfu dögunum á MySpace og þar skrifar fólk texta um sjálft sig og reynir að sjálfsögðu að vera mjög sniðugt, telur upp áhugamál, setur inn myndir af sér, tónlist, myndbönd og þar er líka hægt að blogga og skiptast á skilaboðum við „vini“ sína. Aðalmálið er nefnilega að safna sem flestum vinum og byggja upp tengslanet. Þegar loksins tískubylgjan skall á landið voru Íslendingar ekki lengi að hrúgast þangað inn, búa til „prófíla“ og safna vinum. Það er auðvitað ákveðið stöðutákn að eiga sem flesta vini á MySpace. Vinsældir MySpace má að ein- hverju leyti útskýra með því að þar eru allir, frægir og ófrægir. (Þar er líka auðvelt að halda úti síðum fyrir fræga fólkið og taldi grein- arhöfundur Vanity Fair 63 Jennifer Aniston- síður). Mörk raunveruleikans og sýndarveru- leikans eru stöðugt að þurrkast út og DeWolf og Anderson hafa lýst MySpace sem raun- veruleikasjónvarpi netsins. MySpace hefur haft gríðarleg áhrif á menn- ingariðnaðinn, tískuheiminn og sérstaklega tónlistarbransann. Tónlistarmenn hafa verið einkar duglegir við að nýta sér „sitt pláss“ til að kynna afurðir sínar og þá skiptir ekki máli hvort listamennirnir séu algjörlega óþekktir að taka upp heima í stofu eða heimsfrægar rokkstjörnur. Íslenskar hljómsveitir hafa ver- ið duglegar að setja upp MySpace-síður enda er það kjörin leið til að leyfa heiminum að heyra tónlistina. Fjölmörg dæmi eru um að hljómsveitir hafi byggt upp aðdáendahóp á MySpace þegar plötufyrirtækin hafa verið of sein að taka við sér, Clap Your Hands Say Yeah sem spilaði á síðustu Airwaves-hátíð er dæmi um hljómsveit sem varð fræg á MySpace. Stórstjörnur eru líka farnar að ranka við sér og Black Eyed Peas og Neil Diamond eru meðal listamanna sem hafa sett nýjar plötur á MySpace áður en þær komu út. Stóru plötufyrirtækin eru sjálf komin með MySpace síður þar sem þau kynna tónlistarmenn á sínum snærum og hefur nýtt plötufyrirtæki MySpace Records verið stofnað í samvinnu við Interscope. Nýtt kvikmyndafyrirtæki MySpace í sam- vinnu við Fox er í burðarliðnum, enda koma aðalauglýsingatekjur MySpace frá kvik- myndaverum í Hollywood. MySpace er auð- veld leið til að ná til fjöldans og Fox notaði MySpace til að auglýsa myndina Walk the Line og sjónvarpsþáttinn Nip/Tuck síðastliðið haust. Nýr eigandi MySpace er nefnilega fjöl- miðlakóngurinn Rupert Murdoch, eigandi News Corp. sem á Fox sjónvarpsstöðina og systurfyrirtæki. Þar eignaðist Murdoch gull- námu af markaðsupplýsingum þar sem hægt er að fylgjast með ungu fólki og neysluvenjum þess, svo ekki sé minnst á nýja notendur fyrir aðra miðla í eigu Fox og News Corp. og vett- vang til að auglýsa afurðir þeirra. Ekki eru all- ir notendur glaðir með að Murdoch sé nýr eig- andi MySpace enda er fjölmiðlarisinn afar umdeildur og nokkrar „Fuck Rupert Mur- doch-síður“ hafa verið settar upp og „Rupert Murdoch Owns Your Soul“. Hvaða áhrif það mun hafa á MySpace að það sé komið í eigu fjölmiðlarisa á eftir að koma í ljós. Það er líka spurning hversu lengi tísku- fyrirbrigðið endist og hvað gerist þegar fólk fær leið á MySpace. Á MySpace hefur allavega orðið til netsamfélag sem teygir anga sína vítt og breitt um heiminn og MySpace sannar að enn er ekki séð fyrir endann á áhrifamætti netsins á daglegt líf okkar og menningu. Ef þú vilt vita hvað er að gerast þá verður þú að vera á MySpace. Ertu á MySpace Fjölmiðlar Eftir Hönnu Björk Valsdóttur hannabjork@- gmail.com ’MySpace höfðar til kyn-slóðarinnar sem er al- gjörlega sjálfhverf ‘ I Tveir af þekktustu listamönnum þjóð-arinnar til margra áratuga fagna glæstum ferli í sömu vikunni; Jón Nordal tónskáld og Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari. Í Les- bók í dag fjalla tveir tónlistarfræðingar um þessa tvo listamenn og er augljóst hversu mikils þeir meta framlag þeirra beggja. Jafn- framt er þetta ábending til okkar allra um hve nauðsynlegt er að fylgj- ast með og hlúa að þeim gróðri sem listsköpun þjóðarinnar er; skapa honum raunveruleg vaxtarskilyrði og veita raunveruleg tækifæri. II „Það er tæpast ofsögum sagt – og ekki áneinn hallað – þótt því sé haldið fram að Jón Nordal, sem fagnaði áttræðisafmæli sínu sl. mánudag, sé eitt mesta tónskáld sem Ís- land hefur átt. Í Jóni kristallast straumar og stefnur 20. aldarinnar. Ævi hans og tón- smíðaferill er samofinn íslenskri tónlistar- sögu. Jón var einn af forvígismönnum mód- ernismans á Íslandi gegnum Musica Nova – hann var fyrsti formaður félagsskaparins 1959 – og stýrði æðstu stigum tónlistarkennslu á Íslandi sem skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1959–1992, með innsæi sem ekki öllum er gefið. Hann hefur sameinað hið „þjóðlega“ og „alþjóðlega“ í tónlistinni, háð glímuna við stílinn og að lokum fundið sína eigin leið. Tónlist Jóns er innhverf og djúp- hugul, og hún þekkist á örfáum töktum. Helsta einkenni hennar er hægfara tónferli þar sem þykkir og litskrúðugir hljómar eru í forgrunni. Hljómarnir eru safaríkari en gerist og gengur og Jón fer undurmjúkt og fyr- irhafnarlaust úr einum í annan, byggir upp spennu sem magnast með hverju slagi og leys- ist svo á hárréttu augnabliki. Í þessari tónlist er engu ofaukið.“ III Það er ekki lítið brautryðjandaverk semErling Blöndal Bengtsson hefur innt af hendi fyrir íslenskt tónlistarlíf þó starfsaldur sinn hafi hann allan alið utan Íslands. Árang- urinn er bókstaflega mælanlegur eins og Bjarki Sveinbjörnsson bendir svo réttilega á í grein sinni. „Að loknu námi og störfum í Ameríku gerð- ist Erling Blöndal prófessor í sellóleik við Músíkk Konservatoríið í Kaupmannahöfn og varð einn af virtustu sellóleikurum hins vest- ræna heims auk þess að verða kennari fjölda nemenda sem flutt hafa heiminum nýjar og gamlar sellóbókmenntir í mannsaldur. Meðal nemenda hans þar fyrstu árin var Pétur Þor- valdsson. Líklega má finna sterkustu áhrif Erlings hér á landi, fyrir utan að flytja okkur ný og gömul sellóverk, í gegnum nemendur hans. Telja má þar fremstan í flokki Gunnar Kvaran. Gunnar var nemandi Erlings í ára- fjöld og í gegnum langt, metnaðarfullt og ein- stakt starf hans sem kennara sellónemenda horfir Erling Blöndal Bengtsson á hið ís- lenska tónlistarsvið og brosir til hins stóra hóps „músíkalskra barnabarna“ eins og hann birtist sem nemendur Gunnars og annarra fyrrum nemenda hans af fyrstu kynslóð. Þeg- ar Erling Blöndal kom fyrst til Íslands var hér aðeins einn sellóleikari sem eitthvað kvað að, Heinz Edelstein. Nú má mynda með þeim heila hljómsveit.“ Neðanmáls Ég veit kannski ekki um hvað málið snýst, reyndi ítrek-að að vera með á nótunum og horfa á upptöku á spjalliEgils við Sjón á netinu en án árangurs í fjarlægðinni. En ég las pistlana eftir Sjón og Hauk Má á Bjartsvef og í Kistu og fannst áhugavert að skynja á hversu ólíkan hátt raddirnar skila sér yfir hafið. Ég hef annars fylgst ágætlega með umræðunni um skop- myndirnar hér í útlandinu og er efnislega sammála Hauki um að varast beri tvíhyggju góðs og ills og ónæmi sem af henni hlýst. Og það er í sjálfu sér ágætt að í spekinga sé hjólað og á Íslandi verði til ríkulegri rifrildishefð. En þá er líka svo spæl- andi þegar umræðan endar á fyrirsjáanlegum og freudískum pissum í kross. Eða má vona að allt fússið og fullnægja fúlheit- anna sé inngangur og forleikur að annars konar samræðu? Heimspekingum og skáldum er ábyrgð á höndum, heyr heyr, að fjarlægast hrokann og nálgast hlustun nýrra eyrna og augna. Að hlúa að hinum örfína núningsfleti samræðunnar, sem knýr hana áfram og býr til stöðugan vettvang fyrir frjóar og eldfimar samræður. Gjarnan vildi ég nú hlúa að, en í órétt- lætanlegu ofnæmisviðbragði, í ónógum nettengslum, pirra ég mig á tóni pistlapiltsins. En hann er væntanlega kátur í hakkabuffi heimspekinnar og skíttar bara í góðri trú á fiðlur, og án efa getur verið hressandi að skítta af og til á fiðlur. En að réttlæta það með þéttpakka rökfræði II og gagnrýnum fræðum allra landa til að ítreka sjón sinna haukfránu augna og búa til andmælanda-dúkku og skýra hana því fagra nafni skynjunar augnanna, þá finnst mér sem umræðan hlunkist of- an í tvíhyggju erkiprestanna, í stað þess að vera inngangur að umræðu í nýju ónæmiskerfi andstöðunnar, sem hún svo kannski er eða getur orðið … Oddný Eir Ævarsdóttir www.kistan.is 9.3.2006 Ofnæmisviðbragð Morgunblaið/RAX Skemmtun á skautum. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.