Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 9
í hverjum grunnskóla eru verðandi rafvirkjar svo fáir að það yrði dýrt að halda uppi kennslu fyrir þá eina. Skil milli grunn- og framhalds- skóla verða þegar leiðir jafnaldra greinast vegna ólíkrar sérhæfingar. (Ef aðeins væri einn grunnskóli í landinu þá þyrfti ekki að að- greina grunn- og framhaldsskólastig. Allir verðandi rafvirkjar væru hvort sem er á sama stað allan tímann.) Fjögurra ára stúdentsnám mótaðist þegar aðeins einn eða tveir skólar í landinu braut- skráðu stúdenta. Þá voru nemendur sem ætl- uðu í háskóla saman í örfáum bekkjum og þorri þeirra á leið í akademískt nám. Nú er stór hluti þeirra á leið í háskólanám í greinum sem þá voru kenndar að öllu leyti á framhalds- skólastigi. Hópurinn sem tekur stúdentspróf nú er miklu sundurleitari en hann var þegar sú hefð mótaðist að stúdentsnám tæki fjögur ár. Á næstu árum verður stúdentahópurinn vonandi enn sundurleitari, því það hlýtur að vera keppikefli að stærri hluti hvers árgangs fari í háskóla. Og rétt eins og háskólar nú- tímans eru margvíslegri en háskólar voru, þeg- ar ’68-kynslóðin var ekki orðin alveg eins íhaldssöm og hún er í dag, verða háskólar framtíðarinnar væntanlega enn sundurleitari en háskólar nú eru. Andstaða gegn áformum um styttingu náms til stúdentsprófs er mest í bekkjaskólum sem mótuðust meðan stúdentsnám var enn á svo fáum stöðum að skil milli framhaldsskóla og háskóla skiptu minna máli en nú. Mér sýnist að þeir sem andmæla styttingunni hvað ákafast vilji halda til streitu að sérhæfa stúdentsefni þannig að þau séu sérstaklega búin undir nám í nokkrum háakademískum háskóladeildum. Sá undirbúningur hentar aðeins litlum hluta af þeim sem útskrifast með stúdentspróf og það hlutfall fer lækkandi jafnframt því sem stúd- entum fjölgar. Hann á því einfaldlega að flytj- ast úr framhaldsskólum í umræddar há- skóladeildir. Þetta hefur nágrannaþjóðum okkar skilist og þetta ættu íslenskir skólamenn líka að geta skilið. Þessi þriðju rök fyrir því að stytta námið má draga saman á þá leið að stúdentsefni mynda margbreytilegri hóp nú en þegar fjögurra ára stúdentsnám mótaðist og því sundurleitari sem nemendur eru því fyrr skilur leiðir þeirra í náminu. Sá tími er löngu liðinn að allir verðandi há- skólaborgarar séu saman í einum eða tveimur menntaskólum. Þeir sem vilja halda í náms- skipan frá þeim tíma og sjá eftir liðinni „gull- öld“ eru í raun að biðja um að menntamenn verði, eins og þá, aðeins lítill hluti af hverjum árgangi. Höfundur er aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Morgunblaðið/Arnaldur menntirnar gjarna sem grunn í umræðum um þverfagleg efni. Flestir nemendur, frá grunnskóla til háskóla, kjósa upplifun fremur en túlkun. Á þá að kenna bókmenntir í móðurmálstímunum? Á ekki bara að leyfa börnunum að lesa sér til yndis og ánægju til að ala upp framtíðarlesendur og nota svo ýmiss konar texta í önnur verkefni. Eigum við ekki að láta okkur nægja að kenna með hjálp bókmennta í stað þess að kenna bók- menntir? Á að kenna sérstaka túlkunarhæfni? Er lestrarhæfnin ekki nóg? Þessar spurningar og andstæður eru í raun ómögulegar. Enginn lestur er bara yndislestur laus við túlkun – andstæðan á milli upplifunar og túlkunar er fölsk. Hins vegar er það reynsla Dana að því meiri faglega menntun sem bók- menntakennarinn hefur þeim mun líklegri er hann til að hafa gaman af því að miðla nýjum hugmyndum til nemenda og fá þau til að stíga út úr sínum eigin heimi og skoða heima ann- arra. Ef kennaranum finnst kröfur námskrár- innar of miklar eða ósanngjarnar verða bók- menntirnar hins vegar byrði á bæði kennurum og nemendum. Það er ekki auðvelt verk að kenna unglingum bókmenntasögu og fornbókmenntir. Á hverju á námskráin að byggja og að hverju á kennarinn að laga sig? Ef nemendur eiga að skilja bók- menntir eldri tíma að einhverju gagni verður að setja þær í bókmenntasögulegt samhengi. Það byggir brýr milli nútíðar og fortíðar og ef vel tekst til getur hin bókmenntalega fortíð verið sá ókunnugi heimur sem hægt er að nota til að sýna unga fólkinu öðruvísi mannlíf og kenna því að virða forsendur þess. Bókmennta- sagan getur þannig sameinað öll þrjú hlutverk bókmenntakennslunnar: menningu, sögu og samskipti. Hvað á undan að láta? Ég hef um árabil kennt erlendum stúdentum við Háskóla Íslands bókmenntir og af 90 ein- ingum til BA prófs taka þau 20 einingar í bók- menntum. Oft – og skiljanlega – hafa þessir nemendur spurt hvers vegna þeir þurfi að lesa svo mikið af bókmenntum þegar þeir hafi mest- an áhuga á að læra tungumálið til að bjarga sér á íslensku. Þessu höfum við svarað þannig að bókmenntirnar séu hluti af tungumálinu, þau geti ekki skilið vísanir og viðmiðanir, orða- tiltæki, brandara og hátíðaræður án þess að hafa bókmenntirnar. Þau muni ekki hafa for- sendur menntaðra Íslendinga ef þau hafi enga innsýn í bókmenntir okkar og hafi ekki spreytt sig á þýðingum og túlkunum. Það hefur verið mitt hlutverk meðal annars að hjálpa þeim til að byggja upp þennan grunn sem íslenskir menntaskólanemar eiga að hafa eftir stúdents- próf. Þegar ég kenni íslenskum stúdentum geri ég hins vegar ráð fyrir að þau hafi þennan grunn og vísa til hans. Oft hef ég þá blessað kollega mína í framhaldsskólum og grunn- skólum þessa lands. Það er að vísu farið yfir ís- lenska bókmenntasögu í B.A.-náminu í ís- lensku við Háskóla Íslands en sú yfirferð tekur líka til rannsóknarsögunnar og byggir ofan á það sem nemendur koma með með sér. Í drögum að námskrá stytta stúdentsnáms- ins er hinni bókmenntasögulegu skiptingu haldið úr fyrri námskrá. En þar sýnist mér efni átta námskeiða í núverandi kerfi: sex kjarn- anámskeiða og tveggja valnámskeiða, dreift á fjögur námskeið þar sem líka á að kenna setn- ingafræði og málnotkun, lestur og frásögn, hlustun og áhorf, lestur bókmennta og ritun. Það hefur verið hlaðið æ meira inn í nám- skeiðin frá námskrá til námskrár og mér er það mjög til efs að kennarar geti komist yfir allt þetta – eitthvað verður undan að láta og hvað á það að vera? Ef það er raunverulega vilji þjóð- arinnar og fulltrúa hennar að stytta nám ís- lenskra ungmenna um heilt ár verður að for- gangsraða og eitthvað verður að fara út úr þeirri menntun sem unga fólkið fær í íslensku. Á að skera niður þjóðernisþáttinn og hinn sam- eiginlega menningargrunn? Á að skera niður þjálfun í samvinnu, rökræðum og umburð- arlyndi? Á að skera niður í fagurfræðilegri þjálfun og hæfni til að njóta listar og menning- ar? Í drögunum taka höfundar enga afstöðu til niðurskurðar á námsefni framhaldsskólanna en reyna að þjappa því saman. Það gengur held ég alls ekki. Færist sérhæfingin upp? Verði niðurskurðarleið farin og íslenskumennt- unin skert – hvað getum við þá reiknað með að nemendur, sem koma upp á háskólastigið að loknu námi í nýja kerfinu, kunni? Munum við í íslenskuskor Háskóla Íslands þurfa að byrja á að byggja upp þann almenna bókmennta- sögulega grunn sem nemendur hafa haft fram að þessu og hvað þurfum við þá að skera niður á móti í þeirri sérmenntun og þjálfun sem við höfum veitt? Færist sérhæfingin sem nú er á M.A.-stigi alveg upp í doktorsnám? Ef menn vilja koma til móts við einhverjar af þessum spurningum er það himinljóst að það þarf að ætla þessum breytingum minnst þriggja ára undirbúningstíma í viðbót. Og að lokum – ég er ekki „hagsmunaaðili“ að þessu máli í þeim skilningi að það varði vinnu mína eða stöðu en ég gengst fúslega við að mér finnst íslenskt mál og bókmenntir feikilega dýrmæt og ég vil að börnin okkar fái að læra hvort tveggja frá upphafi skólagöngu til stúd- entsprófs. Í þeim skilningi finnst mér það mikl- ir „hagsmunir“ að hinn fyrirhugaði nið- urskurður á íslenskunáminu verði ekki að veruleika. ekki að kenna? Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 | 9 Þ egar ég heyrði fyrst af títt- nefndum áformum yfirvalda menntamála um breytingar á námi til stúdentsprófs þótti mér tvennt sérstaklega óskynsamlegt; sú skoðun hefur ekki breyst síðan. Í fyrsta lagi brást ég svona við: „Ný námskrá tók gildi árið 1999. Lítil reynsla er komin á hana. Það hlýtur að vera of snemmt að stokka hana upp og skera nið- ur núna.“ Við sem kennum íslensku í Há- skóla Íslands eigum reynd- ar ekki auðvelt með að fá yfirsýn yfir þær breytingar sem urðu þá á íslensku- kennslunni. Við sjáum ekki af námskránni sjálfri hvaða kennsluefni fylgir hverjum áfanga sem þar er lýst og vitum ekki held- ur hversu nákvæmlega námskránni er fylgt í framhaldsskólunum. Í öðru lagi sagði ég við sjálfa mig: „Ef eitthvert námsefni verður flutt frá fram- haldsskólastigi niður í grunnskóla, verða framhaldsskólakennarar að sjá um þá kennslu.“ Eins og allir vita stendur það ekki til. Ég tek undir þá útbreiddu skoðun að brýnt sé að auka menntun grunnskóla- kennara í kennslugreinum, en ég tel von- lítið að starfandi grunnskólakennarar standi jafnfætis framhaldsskólakennurum eftir 15 eininga viðbótarnám. Þótt Kenn- araháskólinn ætli sér að lengja kenn- aramenntunina í fjögur eða fimm ár, tekur langan tíma að endurmennta og end- urnýja kennarastéttina. Ef framkvæmdir menntamálaráðuneytisins eiga að bæta menntunina, má ekki ráðast í þær áður en ljóst er að íslenskir skólar ráði við þær. Um móðurmálið var ekkert val Þótt ég ætli ekki að halda því fram að allar breytingar á móðurmálskennslu und- anfarna áratugi hafi orðið til ills og bölv- unar, er auðvelt að minna á eina grund- vallarbreytingu á stöðu íslensku í menntakerfinu sem ég held að skipti miklu máli. Áður fyrr var íslenska kennd fram að stúdentsprófi. Stærðfræðideildarnem- endur gátu valið að minnka við sig tungu- málanám. Máladeildarnemendur gátu val- ið að losa sig við stærðfræðina. En um móðurmálið var ekkert val. Allir nýstúd- entar höfðu fengið jafnmikla íslensku- kennslu. Það þótti sjálfsagt að ekkert skólamisseri frá barnaskóla til stúdents- prófs væri íslenskulaust. Það voru skýr skilaboð um að engin kennslugrein skipti meira máli. Þetta hefur breyst og breytist enn ef áformin um breytingar á námi til stúd- entsprófs ná fram að ganga. Ef skyldu- áfangar í íslensku verða ekki fleiri en fjór- ir (12 einingar) í framhaldsskólum, verður hægt að hespa íslenskuna af á tveimur ár- um. Þótt valáfangar verði líka skilgreindir í námskrá, er óvíst að allir nemendur eigi kost á þeim. Sá sem er „búinn með ís- lenskuna“ 18 ára gamall – eða kannski 17 ára ef hann er snöggur – fær ekki rit- þjálfun eftir það. Hann les ekki íslenskar bókmenntir í skóla með augum tvítugs manns og stundar ekki málfræðilega hug- arleikfimi heldur með tvítugum heila. Hann er ekki í neinu íslenskunámi síðasta framhaldsskólaárið, þegar hann setur upp hvíta kollinn og velur sér háskólagrein. Einu sinni var Sveinbjörn Björnsson fyrrv. háskólarektor spurður í viðtali hvers vegna hann hefði valið eðlisfræði sem háskólagrein. Hann svaraði á þá leið að í 5. bekk í menntaskóla hefði hann haft frábæran íslenskukennara. Ef sami maður hefði kennt honum í 6. bekk hefði hann örugglega lagt íslensk fræði fyrir sig. Það varð því miður ekki, og þess vegna endaði hann í eðlisfræðinni. Hvað vill Háskóli Íslands að nýnemar kunni í íslensku? Það er rauði þráðurinn í þeim breytingum á íslenskukennslu sem boðaðar voru í skýrslu menntamálaráðuneytisins árið 2004 að leggja eigi aukna áherslu á ritun og munnlega tjáningu. Þegar skýrslan var kynnt á fundi í heimspekideild fylgdi sög- unni að það væru m.a. tilmæli frá Háskóla Íslands að auka þurfi málþjálfun bæði í ræðu og riti. Það er auðvitað eðlilegt að kennarar í lögfræði, læknisfræði, verk- fræði – hvaða grein sem er – telji mikið undir þessu komið. Það er líka skiljanlegt að þeir kennarar kvarti undan misjafnri ritfærni sem hafa kennt háskólanemum um árabil; þeir hafa yfirsýn yfir tímabil þar sem hlutfall þeirra sem ljúka stúd- entsprófi og hefja háskólanám hefur farið ört hækkandi. Við sem kennum íslensku í Háskóla Íslands teljum að sjálfsögðu ekki síður mikilvægt að nemendur okkar hafi gott vald á íslensku máli, bæði töluðu og rituðu. Hins vegar hljóta að vera tvær hliðar á afstöðu okkar til þess hvernig hlutföll milli efnisþátta eigi að vera í móð- urmálskennslu framhaldsskóla. Annars vegar tel ég auðvitað skipta miklu máli hvernig íslenskir framhalds- skólar búa stúdentsefni undir að beita ís- lensku máli í háskólanámi og starfi og hvað muni felast í þeirri almennu þekk- ingu á íslenskum bókmenntum og máli sem íslenskur nýstúdent hefur aflað sér. Hins vegar ber ég sem háskólakennari að nokkru leyti ábyrgð á því að íslenska blómstri sem háskólagrein og óska þess að framhaldsskólarnir stuðli sem best að því. Þeir þurfa að vekja áhuga á háskólanámi í íslensku og búa nemendur undir það. Því miður sýnist mér líklegt að þær breyt- ingar á íslenskukennslunni sem lagðar eru til geri nemendur verr undir íslenskunám í háskóla búna en nú er. Kjarninn í ís- lensku verður minnkaður úr 15 einingum í 12, og lýsingar á áföngunum í drögum að nýrri námskrá bera með sér að yfirgrips- miklu efni eigi að gera skil á hverju miss- eri. Vægi almennrar málþjálfunar verður aukið á kostnað þátta sem eru beinn und- irbúningur undir háskólanám í íslensku, svo sem bókmenntasögu og bókmennta- fræði. Það þýðir væntanlega að nýstúd- entum framtíðarinnar verður síður ljóst um hvað íslenskunám í háskóla snýst. Yfirvöld menntamála halda því fram að breytingarnar verði ekki til að rýra stúd- entsprófið. Meðan Háskóli Íslands trúir því, verða ekki teknar ákvarðanir um við- brögð við rýrari stúdentum, en auðvitað kann að fara svo að Háskólinn þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum. Það getur hann gert með því að koma á fót sér- stöku undirbúningsnámi, sem hlýtur að kalla á útgjöld ríkissjóðs og lengja náms- tíma stúdentanna. Það er líka hægt að setja sérstök inntökuskilyrði í einstakar háskólagreinar – krefjast þess t.d. að ný- nemar í íslensku hafi lokið 15 einingum eða meira í íslensku í framhaldsskóla – og það er hægt að halda inntökupróf. Ef ein- hver þessara leiða verður farin, verður það yfirlýsing um að stúdentsprófið hafi rýrnað. Styttingin er skerðing Ég og mínir jafnaldrar vorum í fjóra vetur samfleytt í menntaskóla undir handleiðslu íslenskukennara sem áttu nokkurra ára ís- lenskunám í háskóla að baki. Þeir vissu hvað íslenskunám í Háskóla Íslands var af því að þeir höfðu verið þar sjálfir, og þeir kenndu okkur fram að stúdentsprófi. Til þess að frábæru framhaldsskólakenn- ararnir geti verið nemendunum innblástur og sent þá brennandi í andanum í há- skólanám í greininni, þurfa þeir fyrst og fremst nógan tíma með þeim – tíma fyrir dýptina, tíma fyrir áhugann, tíma fyrir gleðina. (Athugið að nú er ég að tala um æviskeið, en hvorki fjölda kennslustunda né skóladaga. Ég trúi því að það sé mik- ilvægt að móðurmálskennsla standi yfir í sem flest misseri og án þess að á henni verði nokkurt rof.) Tillögurnar um styttingu framhalds- skólanáms skerða íslenskunámið. Þær skera íslenskukjarnann niður um þrjár einingar. Þær hafa það í för með sér að unglingum framtíðarinnar verður ekki tryggð íslenskukennsla nema í tvo vetur í framhaldsskóla – hjá framhaldsskóla- kennurum – á framhaldsskólaplani. Það er skerðing. Það er hættumerki, hvort sem litið er á almenna menntun hins almenna stúdents eða undirbúning undir há- skólanám í íslensku. Að hespa íslenskuna af Höfundur er dósent í íslensku við Háskóla Íslands. Eftir Guðrúnu Þórhalls- dóttur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.