Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 5
var til innkaupa 234 þúsund dalir (bækur, kvikmyndir, tímarit og tónlist) og þar af voru 180 þúsund dalir settir sérstaklega í bókakaup sem jafngildir 13 milljónum og 320 þúsundum íslenskra króna (á genginu 74 krónur fyrir hvern dal).8 Það er ansi lítið hægt að gera fyrir rúmar 13 milljónir króna. Sú upphæð hrykki a.m.k. skammt á ýmsum afmörkuðum fræða- sviðum, hvað þá ef hún yrði látin duga fyrir þau sem almennari eru, s.s. í verkfræði eða hinum yfirgripsmiklu sviðum hugvísinda og raunvísinda. Á Kúlu í Kentucky verður aldrei byggt upp héraðsbókasafn á heimsmælikvarða með svona framlögum, svo mikið er víst. En hvað er ég svo sem að gera mér rellu út af því þó að sveitavarginn á Kúlu svíði í budd- una þegar kemur að bókasafnsútgjöldum? Málum er án efa öðruvísi háttað hjá bókaþjóð- inni miklu, Íslendingum. Sannleikurinn um Ísland, eða HÍ á Bullit-kvarða Hugvísindadeild er næststærsta deild Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur fjöldi nemenda við deildina verið í kringum 2000, en flestir voru nemendurnir 2003–2004, eða alls 2149. Vorið 2006 voru fastir kennarar við deildina 86 auk 78 stundakennara (en samanlagt kennslu- framlag þeirra svarar til 32 ársverka fastra kennara). Það er til marks um mikla uppbygg- ingu framhaldsstigsins (MA- og doktorsnáms) að núna eru 234 nemendur skráðir í fram- haldsnám í deildinni og þar af eru 19 í dokt- orsnámi. Við hugvísindadeild er hægt að velja um 100 námsleiðir á nálægt 50 fræðasviðum og það gefur því augaleið að viðfangsefni deild- arinnar eru gríðarlega margbreytileg. Að sama skapi er afskaplega kostnaðarsamt að viða að sér fræðilegu efni fyrir svo margskipta deild. Ætla má að upphæðirnar hlaupi á tugum milljóna. Á fjárhagsáætlun 2006 var gert ráð fyrir að hugvísindadeild myndi verja 1,6 milljónum króna til innkaupa fræðilegs efnis en sú upp- hæð hrökk ekki til tímaritakaupa fyrir deildina alla, þó að verulega hafi dregið úr þeim á síð- ustu árum. Deildin fékk því aukafjárveitingu upp á 1,5 milljónir og eftir að kostnaðurinn vegna tímaritanna hafði verið dreginn frá stóðu eftir 900 þúsund krónur til bókakaupa (og þá er ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði sem t.a.m. fer í kaup á kvikmyndum, en kvik- myndafræði er sérstök kennslugrein við deild- ina). Hugvísindadeild er næststærsta deildin við Háskóla Íslands eins og áður sagði og inn- an hennar eru tugir fræðasviða. Í deildinni eru 234 nemendur í meistara- og doktorsnámi og þó getur hún aðeins varið um 900 þúsund krónum til bókakaupa. Við héraðsbókasafnið á Kúlu í Kentucky eyða menn sem sagt tæplega fimmtán sinnum hærri fjárhæð til bókakaupa en hugvísindadeild Háskóla Íslands hefur tök á að gera.9 Tölurnar tala skýru máli. Háskóli Íslands hefur ekkert að gera meðal 100 bestu háskóla í heiminum meðan ekki er betur staðið að bókasafnsmálum þessarar æðstu mennta- stofnunar í landinu. Ég sagði hér að framan að 13 milljónir myndu hrökkva skammt ef sú upphæð yrði lát- in nægja á ýmsum afmörkuðum fræðasviðum, hvað þá ef hún yrði látin duga á þeim sem al- mennari eru. Hvernig reiðir hinum ólíku há- skóladeildum af á Bullitt-kvarðanum?10 Sam- kvæmt fjárhagsáætlun um ritakaupafé Háskóla Íslands á árinu 2006 hefur guð- fræðideild staðfest að hún geti varið 230 þús- und krónum til ritakaupa á næsta kennsluári, eða 1,3% á Bullitt-kvarðanum. Læknadeildin getur lagt fram 5,5 milljónir eða 31,7% á Bul- litt. Laga- og raunvísindadeildirnar verja sömu upphæð, 4,5 milljónum, eða 29,3% á Bul- litt. Sá einstaklingur sem ekki sér geggjunina í því að geta aðeins varið 4,5 milljónum króna til ritakaupa í raunvísindum á ekki að skipta sér af menntamálum.11 Lyfjafræðideild hefur til ráðstöfunar 300 þúsund krónur til ritakaupa (1,7% á Bullitt), sem er 46% af þeirri upphæð sem Róbert Wessmann, forstjóri lyfjafyr- irtækisins Actavis, fær í laun á degi hverjum. Segir þessi munur okkur eitthvað um íslenskt verðmætamat? Verkfræðideildin og viðskipta- og hagfræðideildin verja sömu upphæð (3 milljónum eða 17% á Bullitt) og félagsvís- indadeildin, sem reyndar er stærsta deild HÍ, trónir ein langefst á toppnum með 9,7 millj- ónir. Þó er hún rétt hálfdrættingur á við hér- aðsbókasafnið á Kúlu (mælist með 56% á Bul- litt). Þar sem Háskóli Íslands er varla samkeppn- isfær á Bullitt-kvarðanum er vart þorandi að varpa fram þeirri spurningu hvernig honum farnist í samanburði við Harvard-háskóla? Heildarupphæðin til ritakaupa á árinu 2006 er samkvæmt fjárhagsáætlun deilda tæpar 36 milljónir króna. Til viðbótar þessari upphæð má bæta þeim kostnaði sem fer í að greiða fyr- ir landsaðgang að ýmsum rafrænum tímarit- um, en hann er tæplega 13 milljónir. Framlag Háskóla Íslands er því alls tæpar 49 milljónir króna.12 HÍ ver þannig tæplega 0,65% af fram- lagi Harvard-háskóla til ritakaupa. Á meðan rúmlega 300 þúsund titlar voru keyptir á bóka- safnið í Harvard á árinu 2004 keypti Lands- bókasafn – Háskólabókasafn aðeins 3000 bæk- ur á árunum 2003 og 2004. Sá fjöldi fór niður í 2750 bækur á árinu 2005.13 Hvað segir þetta okkur um hugsjónir og gildi þeirra kynslóða Íslendinga sem búa í landinu? Hvað segir þetta okkur um þekkingarþorsta landsmanna? Stórhug okkar í menntamálum? Eða bara ást Íslendinga á bókum? Eflaust ekki neitt – en ráðamenn þjóðarinnar mega ekki draga það lengur að bregðast við þessu ástandi. Texas-leiðin í menntamálum „Í Texas er allt stórt“ er frasi sem flestir Bandaríkjamenn þekkja þó að hann tapi nokkru af ljóma sínum þegar haldið er út fyrir fylkismörkin. Ég bjó í Texas í nokkur ár og þekki íbúana aðeins af góðu. Þeir eru um margt líkir Íslendingum, líkar vel að hjóla í hlutina og láta verkin tala. Líkt og Íslendingar eru Texasbúar ekki langkvaldir af minnimátt- arkennd og þeir eru ekki vanir því að reka lest- ina í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. Austin-háskóli er í höfuðborg Texas-fylkis. Hann var á árunum 1997 til 2003 stærsti há- skóli Bandaríkjanna með um 50.000 nemendur og 20.000 starfsmenn, en er nú í fimmta sæti.14 Skólinn er aðeins 30 árum eldri en Háskóli Ís- lands, en UT-Austin var stofnsettur árið 1881. Skólanum vegnar vel á þeim metorðalistum sem fjallað var um hér að framan. Hann er venjulega í 30. til 40. sæti á Shanghai-listanum og á nýjasta THES-listanum (frá 2005) er hann álitinn 15. besti háskóli í heiminum. Á listanum yfir rannsóknabókasöfn er Austin- háskóli nánast alltaf meðal þeirra 10 bestu í Bandaríkjunum og Kanada (árið 2002 lenti hann í ellefta sæti), en á síðustu fimm árum hefur skólinn eytt um 2,5 milljörðum króna í safnið á ári. Þetta var ekki alltaf svo. Árið 1952 náði Austin-háskóli þeim áfangasigri að ná milljón binda markinu (með sama áframhaldi er ekki líklegt að Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn nái því marki fyrir 2020). Árið 1968 var svo tveggja milljón binda markmiðinu náð. Þá varð algjör sprenging í ritainnkaupum skólans eins og sést glögglega á því að á 36 ár- um stækkaði safnið um 6,5 milljónir binda, en árið 2004 voru 8,5 milljónir binda í bókasafni háskólans. Markmið háskólayfirvalda var ein- falt: Koma átti Austin-háskóla í hóp bestu há- skóla í heiminum og það strax. „Instant Ivy“ var eina ásættanlega viðmiðið.15 Skólinn tak- markaði ekki innkaupastefnuna við það nýj- asta í fræðaheiminum, því að í Texas vissu menn að á ýmsum sviðum vísinda skipti ekki síður máli að safna eldra efni. Í The Harry þjóð Morgunblaðið/Kristinn ’Lyfjafræðideild hefur til ráðstöfunar 300 þúsundkrónur til ritakaupa (1,7% á Bullitt), sem er 46% af þeirri upphæð sem Róbert Wessmann, forstjóri lyfja- fyrrtækisins Actavis, fær í laun á degi hverjum. Segir þessi munur okkur eitthvað um íslenskt verðmæta- mat?‘ Ráðamönnum finnst sjálfsagt að setja 7 milljarða í að grafa göng í gegnum fjall til þess að tengja eitt þorp við annað. Stjórnvöld tóku líka raunhæfa ákvörðun um að verja 100 milljörðum íslenskra króna í að byggja píramída við Kárahnjúka, svo notuð sé líking frá Andra Snæ Magnasyni.17 Fyrir þessa 100 milljarða hefði verið hægt að keppa við Harvard-háskóla í upp- byggingu rannsóknabókasafns um árabil án þess svo mikið sem að hreyfa við höfuðstólnum.‘ Ekki vaxin úr grasi „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið frá Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni er rita- og gagnakostur safnsins nú nálægt 660-670 þúsund titlar og eru bækur þar af um 630 þúsund. Ef við keyptum um 300 þúsund titla á ári tæki það Íslendinga a.m.k. 10 ár að verða vel samkeppnisfærir við góð erlend háskólabókasöfn (með tæplega 4 milljónir binda) en stóru rannsóknabókasöfnin í Bandaríkjunum eru flest með yfir 8 milljónir binda. Seg- ir þetta ekki allt um það hversu langt við eigum í land? Segir þetta ekki allt um hina miklu van- rækslusynd okkar þegar kemur að æðri menntamálum þjóðarinnar?“ Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 | 5 c a r n e g i e a r t a w a r d 2 0 0 6 hafnarhús | tryggvagötu 17 8. júní – 20. agúst | opið daglega 10 – 17 leiðsögn sunnudaga kl. 15 ókeypis aðgangur á mánudögum ein stærstu myndlistarverðlaun í heimi kynna 21 norrænan myndlistarmann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.