Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 Hvað er það sem fær ljós-myndara til að halda útá mörkina og leggja ásig ómælt erfiði, og jafnvel leggja sig í lífshættu, til að snúa aftur með ljósmynd af því sem þeir hafa orðið vitni að til að sýna heiminum? Svörin eru mörg. En það sem fyrst kemur þó upp í hugann, og skiptir mestu máli, er sannleikurinn; margt af þessu fólki er knúið áfram af þörf til að aðrir sjái sannleikann – skynji heiminn eins og hann er í raun. Ljósmyndarinn er boðberi tíðindanna; hann ber sannleik- anum vitni. „Látið sannleikann um að dæma,“ svaraði hinn heims- kunni ljósmyndari Eugene-Smith, meistari myndafrásagnarinnar, upp úr miðri 20. öld þegar ein- hverjir voru að bera brigður á þær staðreyndir sem birtust í sögu hans um hörundsdökka ljósmóður í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Það er skýr og óhugnanleg stað- reynd að markaðsöflin hafa á síð- ustu tveimur áratugum náð góðum árangri í að útrýma sannleikanum um skuggahliðar lífsins – og lífið eins og það er í raun – úr mörgum prentmiðlum Vesturlanda. Þess í stað veður gerviheimurinn uppi í miðlunum; tíska, tilbúnar kvik- myndastjörnur, poppgoð; ímyndir hannaðar á Madison-breiðgötunni í New York. Sem betur fer finnast þó enn ljósmyndarar sem drifnir eru áfram af hugsjónum, og ennþá eru þeir fjölmiðlar til sem birta sannleikann og telja mikilvægt að segja sögur af raunveruleikanum. Þessvegna ber líka að fagna þess- ari árlegu uppskeruhátíð þar sem sýnt er margt af því góða sem gert er í miðlinum, á vettvangi World Press Photo-sýningarinnar. Enn einu sinni hafa verðlauna- myndirnar verið settar upp í Kringlunni og er það fín staðsetn- ing fyrir þessar myndir: Þar fer íslenskur almenningur um; í myndunum er raunveruleiki al- mennra borgara þessarar jarðar sem við byggjum. Þetta var í 49. skipti sem keppn- in fór fram. 4.448 ljósmyndarar frá 122 löndum sendu inn rúmlega 83.000 myndir – þetta eru eins- konar heimsleikar blaðaljósmynd- ara þar sem allir geta tekið þátt. Verðlaunahafarnir eru 63, frá 25 löndum. Verðlaunamynd ársins er einföld en dramatísk mynd af móður og eins árs barni á hungursvæði í Nígeríu. Um hana sagði formaður dómnefndar, James Colton, mynd- stjóri tímaritsins Sports Ill- ustrated: „Þessi mynd hefur ásótt mig síðan ég sá hana fyrst fyrir tveimur vikum. Hún festist í höfði mínu, þrátt fyrir að ég sæi þús- undir annar mynda við að dæma í keppninni. Þessi ljósmynd hefur allt – fegurð, hrylling og örvænt- ingu. Hún er einföld og hreyfir við manni.“ Fegurð, hryllingur, örvænt Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Fyrstu verðlaun fyrir myndröð úr daglega lífinu hlaut daninn Jacob Aue Sobol. Fjallar sagan um líf frumbyggjafjölskyldu í Gvatemala. Fyrstu verðlaun fyrir stök portrett, hlaut Pieter Hugo, ljósmyndari Corbis. Myndin er af Mallam Gahadima Ahamadu með hýenuna Jamis, í Abuja, Nígeríu. Blaðamynd ársins 2005, eftir Finbarr O’Reilly, ljósmyndara Reuters, sýnir móður og barn í matvæladreifingarmiðstöð fyrir fólk í neyð í Tahoua, Nígeríu. Fyrstu verðlaun í flokki íþróttamynda hlaut Hen ir mynd af nautaati í Medellín. Fyrstu verðlaun í flokknum Fólk í fréttum. Tod hvar kista með líki bandaríska hermannsins Ja Jakob Dall frá Danmö mynd frá jarðskjálfrta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.