Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 | 11 Í nýjustu bók sinni, The War ofthe World, leitast Niall Fergu- son við að útskýra eina helstu ráð- gátu nútíma- mannkynssögu: Af hverju var 20. öldin jafnofbeld- isfull og raun ber vitni? Ferguson beinir athyglinni í skrifum sínum aðallega að tíma- bilinu frá 1904, er stríðið milli Rússa og Japana skall á, og til ársins 1953, endalokum Kóreustríðsins, þó lokakaflinn taki einnig á blóðsúthell- ingunum í Rúanda sem og Bosníu- og Ví- etnamstríðunum. Á köflum minnir bókin, að sögn gagn- rýnanda Daily Telegraph, mest á hefðbundna stjórnmála- og styrjald- arsögu, en stóra spurningin um hví þetta tímabil varð svona ofbeldis- fullt gleymist þó aldrei. Þrír þættir virðist spila stóra rullu hvað þetta varðar að mati Fergusons – efna- hagslegur óstöðugleiki, hrun heims- velda og þjóðernisdeilur – en hann hefði engu að síður að mati blaðsins að ósekju mátt beina athygli sinni í meira mæli að stjórnmálamönnum, hugmyndafræði þeirra og þeim ósk- unda sem þeir geta valdið.    Fyrsta bók Knud Romer er af-burðalesning að sögn gagnrýn- anda Information, þó hann telji mis- vísandi að kalla bókina skáldsögu. Til þess sé hún allt of persónuleg og byggi um of á upplifunum höfund- arins sjálfs. Bókin nefnist Den som blinker er bange for døden. Sögu- sviðið er Nykøbing Falster og fer Romer þar ekki fögrum orðum um bæinn í bók þar sem hann dregur upp mynd af fordómafullum smábæ þar sem allir vita allt um alla.    Eftir sjö ára hlé sendi HugoWilliams nýlega frá sér ljóða- bókina Dear Room, sem líkt og for- veri hennar Billy’s Rain fjallar um eftirleik ástarsambands. Hér flakk- ar Williams milli fortíðar og sam- tíðar í frásögn sinni og er að mati gagnrýnanda Guardian fullfjörmikill þó enginn geti sakað hann um að skort á alvöru í skrifum sínum.    Það er erfitt að útskýra húmor oggóðir brandarar storka öllum skilgreiningum. Nýjasta saga George Saund- ers, The Brief and Frightening Reign of Phil, og smásagnasafnið In Persuasion Nation, sem bundið er inn aft- ast í bókinni, eru uppfull af góðum bröndurum. Fjöl- margar sagnanna eru sannkölluð fantasíurússíb- anareið að mati gagnrýnanda New York Times, sem segir Saunders svo sannarlega kitla hláturtaugarnar á sama tíma og hann nýti sér að við erum ekki alltaf sátt við það sem við hlæjum að.    Það er mismikið sem rithöfundarleggja á sig fyrir ritstörf sín, en fæstir leggja þó líklega á sig sams- konar erfiði og Rory Stewart gerði fyrir bók sína The Places in Bet- ween. Hann lagði í gönguferð yfir Afganistan í janúar 2002 í ískulda og yfir land þar sem enn var mjög ótryggt ástand. Stewart var líka varaður ítrekað við áður en hann lagði upp í gönguna. „Þú ert fyrsti túristinn í Afganistan,“ segir liðs- maður afgönsku öryggissveitanna við hann. „Það er hávetur. Snjólagið nær þriggja metra hæð í giljum, hér eru úlfar og það stendur yfir stríð. Þú munt deyja, ég get ábyrgst það.“ Ferðabókin sem för Stewart gat af sér er þó frábær lesning að mati gagnrýnanda New York Times sem segir hana búa yfir hæfilegri lotn- ingu fyrir náttúrunni, stílbrigðum skáldsins og tímasetningu gam- anleikarans. Erlendar bækur Niall Ferguson George Saunders V on er á nýrri skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster 2. janúar 2007. Bókin heit- ir Travels in the Scriptorium, sem mætti þýða Ferðir um skrifstof- una en þá verðum við að skilja síðasta orðið bókstaflega, og er í nóvelluformi, ekki nema 130 síður. Í viðtali við dagblaðið El Mercurio sagði Auster að þetta væri kannski skrýtnasta skáldsaga sem hann hefði nokkru sinni skrifað. Og það er ekki fjarri sanni. Bókin er sennilega tilraunakennd- asta skáldsaga Austers hingað til, talsvert flókin sjálfsaga eða metafiksjón þar sem nokkrar per- sónur úr fyrri bókum hans koma við sögu. Aus- ter hefur auðvitað áður skrifað sjálfsögur þar sem persónur úr fyrri bókum hans hljóta fram- haldslíf en að þessu sinni er fléttan öllu myrkari og óljósari, þegar bókinni hefur verið lokið á les- andinn erfitt með að átta sig á því hvað í raun hefur gerst. Og það sama á reyndar við um aðalpersónuna sem heitir því dæmigerða Austeríska nafni Hr. Blank. Hann er kominn á efri ár og situr í her- bergi með einum dyrum og glugga, rúmi, borði og stól. Hann man ekki hvers vegna hann er í þessu herbergi og veit heldur ekki hvort hann er læstur inni í því. Þeir fáu hlutir sem eru inni í herberginu eru merktir með miðum en á þá hef- ur verið skrifað hvað hluturinn heitir. Á borðinu eru fjórir staflar af blöðum og svarthvítar mynd- ir sem Blank finnst hann kannast við. Fáir koma inn í herbergið nema kona að nafni Anna, sem Blank finnst hann eiga að kannast við en kemur ekki fyrir sig. Anna talar við hann um pillur og meðferð en líka um ást og vonir. Önnur kona og tveir eða þrír karlmenn – einn þeirra heitir John Trause eins og persóna í bók Austers Oracle Night frá 2003 – koma inn í herbergið, allt fólk sem Blank finnst hann eiga að vita eitthvað um. Sumir telur hann lækna, aðra lögfræðinga en málaferli virðast blasa við Blank. Reyndar greinilegt er að einhverjir vilja hann feigan. Sjálfur er Blank alveg blankur, hann man ekkert þótt hann hafi óljósa hugmynd um það hver hann er. Spurningin er hvort honum endist líf, eða öllu heldur hvort bókin endist honum til þess að átta sig á því hver hann er, hvað hann er að gera í þessu herbergi og hvað bíði hans utan þess. En bíðum við. Titill þessarar bókar er kunn- uglegur. Travels in the Scriptorium var nefni- lega titillinn á annarri skáldsögu Martins Frost, aðalpersónunnar í kvikmyndinni The Inner Life of Martin Frost sem Hector Mann gerði. Og fyr- ir þá sem muna ekki eftir Hector Mann er sjálf- sagt að taka það fram að hann var kvikmynda- gerðarmaðurinn sem hvarf sporlaust í skáldsögu Austers frá 2002, The Book of Illusions. Og vel að merkja, The Inner Life of Martin Frost er eina myndin eftir Mann sem David Zimmer og Alma Grund, aðalpersónurnar í The Book of Ill- usions, náðu að horfa á. Og án þess að segja nú of mikið þá má líka rifja það upp að Zimmer þessi hafði skrifað bók um Mann og talið hann dauðan en fékk svo óvænt bréf frá honum þar sem Mann biður um fund. Og að lokum, Zimmer er auðvitað einn af þessum mönnum sem koma við sögu í Travels in the Scriptorium. Auster lætur ekki að sér hæða. Fáir höfundar hafa búið til jafnsamofinn og sjálfvísandi sagna- heim. Afköst hans vekja líka athygli. Það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan skáldsaga hans, The Brooklyn Follies, kom út. Og um þessar mundir leikstýrir hann kvikmynd sem hann hef- ur sjálfur skrifað handrit að og byggir á The Bo- ok of Illusions. Kvikmyndin heitir auðvitað The Inner Life of Martin Frost. Auster á skrifstofunni Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ’Bókin er sennilega tilraunakenndasta skáldsaga sem Aus-ter hefur skrifað, talsvert flókin sjálfsaga þar sem nokkrar persónur úr fyrri bókum hans koma við sögu. ‘ N ýtt safn norrænna ljóða þýddra á ensku kom út í Bandaríkj- unum í vikunni. Ritið nefnist The Other Side Of Landscape og inniheldur ljóð eftir sautján skáld frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi en öll eru þau fædd eftir 1962. Útgefandi er Slope Editions sem er eitt af þessum forlögum sem gera það mögulegt að bækur sem þessar koma yfirleitt út. Á heima- síðu útgáfunnar kemur fram að hún var stofnuð árið 2001 af Ethan Paquin og Christopher Janke með sama markmið í huga og vefritið Slope, að koma á framfæri góðum skáldskap. Norrænar bókmenntir eru auðvitað jaðarskáldskapur og ekki mjög áberandi á enskum málsvæðum og því mikið fagnaðarefni að þetta veglega ljóðasafn skuli vera komið út. Hætt að selja norðurljósin Ritstjórar bókarinnar eru finnska ljóðskáldið Anni Sumari og danskur skáldbróðir hennar, Nikolaj Stockholm, en þau eiga bæði kveðskap í bókinni. Í stuttum inngangi segjast þau við- urkenna að val þeirra á ljóðskáldum sé mjög per- sónulegt en það sé hins vegar byggt á miklum lestri og heitum samræðum. Þau segja norræna ljóðlist vera undir sterkum áhrifum af bæði am- erískum og miðevrópskum skáldskap en þó ekki síður af þúsund ára sambúð hennar við forn- norrænar bókmenntir svo sem Edduna og Kale- vala. Sá norræni samtímaskáldskapur sem kynntur er í þessari bók sé samkrull af nýju og gömlu, hinu framandi og kunnuga. „Við erum löngu hætt að reyna að selja norðurljósin. Þau eru hér – fyrir eitthvert kraftaverk – endurfædd yfir 7-Eleven-búðinni í hverfinu eða arabasjopp- unni í bjarmanum af nýjum degi.“ Inngangur þeirra Sumari og Stockholm er stuttur og veitir í sjálfu sér engar upplýsingar um innihald bókarinnar eða forsendur vals þeirra. Það hefði verið æskilegt og kannski nauð- synlegt fyrir væntanlega lesendur safnsins að fá ýtarlegan inngang að verkinu sem hefði bæði kynnt einstök skáld til sögunnar og norræna ljóðagerð nú um stundir, bakgrunn hennar (sem er nú kannski einfaldaður talsvert í orðum rit- stjóranna) og einkenni. Að vísu eru stutt æviá- grip höfunda birt í lok bókar en það er fjarri því að vera nóg. Hvaða mynd? En hvaða mynd birtir ritið þá af norrænum sam- tímaskáldskap? Fyrst og fremst hefur ritstjór- unum tekist að velja mjög fjölbreytt sýnishorn þó að í sumum tilfellum séu þau kannski ekki endilega dæmigerð fyrir ljóðagerð í hverju landi. Fulltrúar Íslands eru til dæmis tvær frábærar skáldkonur, Didda og Sigurbjörg Þrastardóttir, en þær eru kannski ekki þver- skurðurinn af íslenskri ljóðlist um þessar mundir. Fyrir það fyrsta hefur Didda ekki gefið út ljóðabók síðan árið 1995 og í annan stað eiga bersögul og Bukowski-leg ljóð hennar varla sinn líka í íslenskum skáldskap síðustu ár og jafnvel áratuga. Didda á hins vegar eitt af flottustu prósaljóðum bókarinnar sem heitir Tower í enskri þýðingu og segir frá því þegar samnefnt naut brá tung- unni á milli fóta hennar (ljóð- mælandans). Og Sigurbjörg er vissulega sprottin úr íslensk- um módernisma og þó enn frekar póstmódernisma níunda áratugarins, þar sem Gyrðir Elíasson og Bragi Ólafsson voru fyrirferðarmestir, en hef- ur skapað sér sína eigin sterku rödd. Það er satt að segja erfitt að greina einhverjar meginlínur í skáldskap þeirra sautján höfunda sem eiga efni í bókinni. Form ljóðanna er mjög fjölbreytt, allt frá hreinni ljóðrænu í mjög knöppu formi til lausbeislaðra prósaljóða. Kannski er prósinn þó ráðandi og meira af breiðum, löngum bálkum en við höfum átt að venj- ast hér á landi síðustu ár. Sum þeirra eru hversdagsleg í orð- færi og umfjöllunarefnum, eins og hjá Dananum Lars Skinne- bach, en önnur og reyndar fleiri eru mjög alvarleg, jafnvel þungbúin í frumspekilegum pæl- ingum sínum um heiminn og manninn, til dæmis Landscapes eftir Danann Morten Sønderga- ard (en úr því ljóði er titill bók- arinnar fenginn) og kannski enn frekar Time and Space eftir Sví- ann Håkan Sandell eða A Theory of Evolution (The United States of Amnesia) eftir landa hans Jörgen Lind. Ýtarlegur inngangur hefði sannarlega gert sitt gagn, jafn- vel fyrir norrænan lesanda sem fylgist bærilega með. Og þá hefði ekki skemmt fyrir að hafa ljóðin á frum- málinu með ensku þýðingunum. Hvort tveggja hefði aukið gildi bókarinnar og notkunarmögu- leika, til dæmis í kennslu. Þýðingarnar eru hins vegar mjög læsilegar. Norræn ljóð á enskri tungu Safn norrænna ljóða í enskum þýðingum var gefið út í Bandaríkjunum í vikunni. Sautján skáld fædd eftir 1962 eiga efni í ritinu sem gefur fjölbreytta mynd af skáldskap á Norðurlönd- unum um þessar myndir. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Didda og Sigurbjörg Þrastardóttir Eru fulltrúar íslenskrar ljóðlistar í The Other Side Of Landscape. Morgunblaðið/Golli The other Side Of Landscape Bókin er falleg og vel brotin um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.