Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 U ndanfarið hafa verið sýndir þættir sem bera nafnið Taka tvö, en þar ræðir Ás- grímur Sverrisson við ís- lenska kvikmyndaleikstjóra. Í haust mun svo ný þátta- röð af svipuðu tagi hefja göngu sína, en þar mun ég ræða við íslenska einleikara úr klassíska geiranum. Þættirnir, sem eru tólf talsins og eru um klukkustund að lengd, munu skarta nýjum upptökum í myndveri Sjónvarpsins og eru þættirnir því töluvert framlag til íslensks menningarsjóðs. Upp- tökustjóri er Jón Egill Bergþórsson. Þeir einstaklingar sem fram koma í þátt- unum hafa allir verið mjög áberandi í ís- lensku tónlistarlífi og litað það töluvert. Þetta eru Áshildur Haraldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Einar Jóhannesson, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Kolbeinn Bjarnason, Edda Erlendsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Sig- urður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Halldór Haraldsson og Ásdís Valdimarsdóttir. Einnig tek ég fjöldann all- an af stuttum viðtölum við sérfræðinga úr ýmsum geirum tónlistarinnar; Björk Guð- mundsdóttur, Áskel Másson, Jón Nordal, Egil Ólafsson og marga fleiri. Sumt í þessum frásögnum tengist sögu- legum atburðum, þróun Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, stofnun Caputhópsins og Tríós Reykjavíkur, frumflutningi íslenskra tónverka, o.s.frv. Því má spyrja hvort þætt- irnir séu gild sagnfræðiheimild. Í Bandaríkj- unum hefur lengi verið hefð fyrir því að styðjast við munnlegar frásagnir til að varpa ljósi á sögulega atburði, svo við fyrstu sýn mætti ætla að þættirnir mínir væru að einhverju leyti sagnfræðilega mikilvægir. Í þessari grein mun ég velta því fyrir mér hvort þeir séu það í raun og veru og einnig hversu mikið sannleiksgildi þættir af þessari gerð og heimildarmyndir hafi yfirleitt. Munnlegar frásagnir Elsta hljóðupptakan á munnlegri frásögn til að varpa ljósi á sögulega atburði er frá ní- unda áratug 19. aldar. Þá þróaði Jonas Bergen upptökutækni sem byggðist á upp- finningu Edisons og notaði hana til að taka viðtöl við eldri meðlimi þess samfélags sem hann bjó í. Einnig eru til allmikil söfn af viðtölum sem nítjándu aldar sagnfræðing- arnir Hubert Howe Bancroft og Lyman C. Draper tóku við landnema í Bandaríkjunum, en sagnfræðingar seinni tíma hafa töluvert sótt í þessi viðtöl. Flestir kollegar þeirra Drapers og Banc- rofts tóku þessari nýju aðferð þó ekki fagn- andi. Um þetta leyti voru þeir almennt að reyna að gera fag sitt „vísindalegra“, ritaðar heimildir voru taldar mikilvægari en munn- legar heimildir, og því urðu þær síðarnefndu smám saman að hálfgerðu olnbogabarni og voru settar á bás blaðamennsku og áhuga- sagnfræði. Hins vegar tóku félagsfræðingar þessa nýja aðferð upp á arma sína eftir að Florian Znaniecki og W.I. Thomas höfðu sýnt fram á notagildi munnlegra frásagna með rannsóknum sínum á pólskum bændum í Evrópu og Bandaríkjunum. Viðtölin voru talin gagnleg til að skilja eðli félagslegra vandamála og þróa lausn á þeim. Sagnfræðingar á villigötum Það var svo blaðamaður sem hóf munnlegar frásagnir aftur til vegs og virðingar innan sagnfræðinnar. Þetta var forseti Ameríska sagnfræðifélagsins (Americal Historical Association), Allan Nevins, en hann hafði byrjað feril sinn sem blaðamaður snemma á síðustu öld. Nevins áleit að sagnfræðingar væru á villigötum með því að aðskilja fag sitt frá málefnum þjóðfélagsins; sérfræðing- arnir væru í engum tengslum við almenning sem botnaði hvorki upp né niður í þungum fræðitextum, ríkulega skreyttum með neð- anmálsgreinum. Nevins taldi að með því að taka viðtöl við lykilpersónur sem tengdust sögulegum atburðum væri verið að varðveita mikilvægar heimildir um það hvernig fólk upplifði þessa atburði. Vissulega kæmu við- tölin ekki í staðinn fyrir eldri, viðurkenndar rannsóknaraðferðir, en þær væru nauðsyn- leg viðbót við þær. Tilfinningaleg viðbrögð Munnlegar heimildir af þessu tagi eru ekki af þeirri gerðinni sem birtast í þáttunum mínum. Þvert á móti er um eins hlutlausa skrásetningu að ræða og mögulegt er, viðtöl sem sagnfræðingar geta notfært sér í fram- tíðinni, yfirleitt margir klukkutímar af upp- tökum. Sagnfræðingur sem skráir munn- legar heimildir leitar eftir sögulegum staðreyndum, ekki tilfinningalegum við- brögðum; það er kafað miklu dýpra í það sem er verið að rannsaka en í venjulegu fjölmiðlaviðtali. Eitt slíkt verkefni getur jafnvel verið nokkur ár í vinnslu. Eins og nærri má geta þekkjast vinnu- brögð sagnfræðinga sem taka upp munn- legar frásagnir varla á fjölmiðlum. Gallinn við framleiðslu útvarps- og sjónvarpsþátta er að yfirleitt er lítill tími til að gera þá og gjarnan er reynt að hafa viðtalið nógu áhugavert fyrir hlustandann eða áhorfand- ann. Það er því ekki mikið svigrúm til að fara virkilega vel ofan í það sem viðmæland- inn segir frá þótt auðvitað liggi oft töluverð rannsóknarvinna að baki mörgum þáttum og heimildarmyndum. Blekkingar í heimildarmyndum Krafan um krassandi efni litar líka stundum það sem fram kemur í heimildarmyndum, auk þess sem slíkar myndir eru á tíðum unnar út frá ákveðnum kenningum um manninn eða samfélagið sem eru á skjön við staðreyndir. Þetta kom berlega í ljós þegar breska dagblaðið The Guardian fór að draga fram í dagsljósið ýmislegt sem betur hefði mátt fara við gerð heimildarmyndarinnar The Connection. Umfjöllunin var árið 1997, en myndin hafði verið sýnd í sjónvarpi árinu áður og fjallaði um það hvernig eiturlyfjum var smyglað inn í Bretland frá Kólumbíu eftir ákveðinni leið. The Guardian gat sýnt fram á að mikið hafði verið um sviðsetn- ingar í myndinni, jafnvel blekkingar. Upp úr þessu hófst fjölmiðlafár um sannleiksgildi heimildarmynda, ekki bara The Connection, heldur allra heimildarmynda og jafnvel sjón- varpsfrétta. Segja má að það hafi kristallast í fyrirsögn dagblaðsins Daily Mail árið 1999, en hún hljóðaði svo: „Getum við trúað ein- hverju af því sem við sjáum í sjónvarpinu?“ Michael Moore Svipað hafði gerst í Bandaríkjunum fáeinum árum áður vegna heimildarmyndarinnar Ro- ger and Me, sem Michael Moore gerði árið 1989. Hún sagði frá því þegar verksmiðju General Motors var lokað í heimabæ Moo- res á árunum 1986 og 1987 með þeim afleið- ingum að 30 þúsund verkamenn urðu at- vinnulausir. Í myndinni var efnahagsstefnu Reagan-stjórnarinnar kennt um þessar hörmulegu afleiðingar. Það mun þó ekki vera sannleikanum samkvæmt eins og Brian Winston bendir á í bókinni Lies, Damn Lies and Documentaries. Myndin var harðlega gagnrýnd fyrir sögufalsanir og rekur Win- ston nokkur dæmi. Ferlið sem endaði með lokun verksmiðjunnar byrjaði t.d. árið 1978 með niðurskurði hjá fyrirtækinu, þremur ár- um áður en Reagan varð forseti. Atriði þar sem Reagan sást hafa afskipti af verka- mönnunum gerðist þegar hann var forseta- frambjóðandi, ekki forseti, og sömuleiðis beitti Moore blekkingum þegar hann sýndi predikara á fjöldafundi að stappa stálinu í verkamennina eftir að verksmiðjunni var lokað. Sá fundur átti sér stað miklu fyrr, eða árið 1982. Heil Hitler! Annað dæmi um áróður í heimildarmynd er að finna í Sigri viljans (Triumph des Willen) eftir Leni Riefenstahl. Myndin sýnir Hitler í goðumlíku ljósi á landsþingi Nazistaflokks- ins árið 1934 og er dýrð Þriðja ríkisins mál- uð sterkum litum. Segja má að Riefenstahl hafi hitt naglann á höfuðið þegar hún sagði: „Foringinn hefur viðurkennt mikilvægi kvik- myndagerðar. Hvar annars staðar í heim- inum hafa möguleikar kvikmyndarinnar til að skrásetja og túlka atburði samtímans verið viðurkenndir á svo forsjálan hátt? … Það að foringinn hafi hafið kvikmyndagerð til slíkrar virðingar ber vitni um spámann- lega vitund hans um ónýtta möguleika þessa listforms til að hafa áhrif á hugsanir fólks. Maður þekkir heimildarmyndir. Stjórnvöld hafa pantað þær og stjórnmálaflokkar beitt þeim í eigin tilgangi. En trúin á að sönn, máttug upplifun heillar þjóðar gæti verið tendruð með aðferðum kvikmyndarinnar, þessi trú varð til í Þýskalandi.“ Gargandi snilld Rétt eins og Riefenstahl upphafði Hitler þá eru íslenskir popptónlistarmenn hafðir upp til skýjanna í Gargandi snilld eftir Ara Alex- ander, sem frumsýnd var árið 2005. Myndin fjallar um dægurtónlist á Íslandi „í þúsund ár“ eins og tekið er fram á kápu DVD- útgáfu myndarinnar. Fjöldi viðtala er tekinn við íslenskt tónlistarfólk, en inn á milli er hérlend dægurtónlist, hvert lag öðru tilfinn- ingaríkara. Mikið er um landslagssenur, enda má lesa þann boðskap úr myndinni að sú gargandi snilld sem hún kennir sig við liggi í eðli Íslendinga. Íslensk tónlist sé sér- stök vegna landfræðilegrar legu, vegna smæðar þjóðfélagsins, vegna hrynjandinnar í tungumálinu, vegna náttúrunnar; einfald- lega vegna þess að við erum íslensk. Ég vil taka það fram að ég er mjög hrif- inn af Gargandi snilld, mér finnst hún ein- staklega vel gerð og áhrifamikil. Þegar Björk Guðmundsdóttir birtist á sviði í New York í myndinni lá við að ég tárfelldi. Hins vegar hefði ég viljað að tekið hefði verið fram að ástæðuna fyrir gróskunni í tónlist- arlífinu hér, sem vissulega er ótrúleg þegar haft er í huga hve frumstæð við vorum fyrir rúmri öld, megi rekja til erlendra tónlistar- manna er hingað fluttust á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þetta voru menn eins dr. Franz Mixa, dr. Victor Urbancic, dr. Róbert Abra- ham, dr. Heinz Edelstein og sjálfsagt fleiri. Þeir höfðu ákaflega mikið að segja varðandi vöxt íslensk tónlistarlífs og það er ekki síst þeim að þakka að við eigum núna afbragðs sinfóníuhljómsveit, færustu einleikara og einsöngvara, og heimsfrægt tónlistarfólk á borð við Sigurrós og Björk. Slíkir einstaklingar spretta ekki fram si- svona heldur verða þeir að sækja sér menntun á sviði tónlistar. Jafnvel þótt dæg- urtónlist sé ekki „akademísk“ þarf yfirleitt lágmarks kunnáttu til að geta eitthvað spil- að á hljóðfæri eða samið lag. Björk lærði t.d. í Tónmenntaskólanum, sem þá hét Barnamúsíkskólinn, en hann var einmitt stofnaður af dr. Edelstein og lýtur nú stjórn Stefáns, sonar hans. Ef færir tónlistarmenn hefðu ekki sest hér að, og ef ótalmargir ís- lenskir tónlistarnemendur hefðu ekki sótt nám í bestu erlendu tónlistarháskólum sem völ er á, væri sennilega ekki mikil tónlistar- menning á Íslandi. Hvað þá gargandi snilld. Hversu meðvitaður er almenningur? Af þessum dæmum er ljóst að horfa þarf á heimildarmyndir með gagnrýnu hugarfari. Heimildarmyndir eru listaverk, ekki heil- agur sannleikur. Þá hlýtur sú spurning núna að vakna hvort almenningur sé sér nægilega meðvit- andi um vafasamt sannleiksgildi heimild- armynda. Umræðan í Bretlandi fyrir tæpum áratug bendir til þess að menn hafi vaknað upp við vondan draum; að fæstum hafi áður dottið í hug að ekki væri allt sem sýnist í sjónvarpinu. Sama virðist hafa verið upp á teningnum hér á landi, t.d. má lesa eftirfarandi í Gárum eftir Elínu Pálmadóttur í Morgunblaðinu frá þessum tíma: „En ætli fólk átti sig almennt á því að engu síður er hægt viljandi eða óviljandi að hagræða sannleikanum með myndum, kvikmyndum og heimildarmyndum í beinum frásögnum af atburðum? Eða að viðtöl og ummæli í fréttum eru klippt til svo blærinn á þeim getur gerbrenglast. Áhorf- andinn segir þó: Ég sá hann segja þetta! Hefur komið fyrir að menn urðu aldeilis hissa á því hvað þeir voru að segja þegar þeir sáu eða heyrðu í sjálfum sér. Í hrað- anum og tímaskortinum hafði meiningin far- ið forgörðum. Þannig er einfaldlega eðli nýju tæknimiðlanna. Þess vegna er víða tal- að um að nútímafólk þurfi að læra að lesa úr myndefni ekki síður en lesefni. Þjálfun í því sé að verða eitt af því sem brýnt sé að fólk læri strax í barnaskóla. Að túlka það sem þeir sjá og heyra eins og það er fram borið. Leggja ekki meiri merkingu í það. Þörf sé á aukinni vitund almennings um meðferð þessarar tækni til að varast hugsanlegar af- leiðingar hennar.“ Nýlegt dæmi um það hvernig viðtal getur verið klippt og slitið úr samhengi er auðvit- að þegar Svanhildur Hólm Valsdóttir kom fram í viðtalsþætti Opruh Winfrey og gerði flesta landsmenn ævareiða fyrir að segja að íslenskar konr væru lauslátar og að við borðuðum helst ekkert annað en hákarla og hrútspunga. Af öllum fjöldanum af les- endabréfum og aðsendum greinum sem þetta viðtal orsakaði má álykta að fæstum hafi dottið í hug að orð Svanhildar hefðu verið slitin úr samhengi. Var það ekki fyrr en Svanhildur sjálf kom fram fyrir skjöldu og lýsti því sem fram hefði farið í þættinum, að reiðiöldurnar hjöðnuðu. Listgerving veruleikans Eins og áður sagði þá eru heimildarmyndir ekki heilagur sannleikur; þeim ber að taka með fyrirvara. Í rauninni þarf að taka þeim á jafn gagnrýninn hátt og bókmenntaverk- um og skáldskap í bíómyndum. Á vissan hátt eru heimildarmyndir listgerving veru- leikans. Orð Nietzche um Forn-Grikki koma upp í hugann í þessu samhengi. Í bók sinni Tilurð tragedíunnar úr anda tónlistarinnar sagði Nietzche að Grikkirnir hefðu litið svo á að lífið væri í eðli sínu hræðilegt en hefðu hafn- að bölsýninni og umbreytt lífssýn sinni með því að listgera hana. Lífið varð ásættanlegt með því að nálgast það í gegnum listræna upplifun. Eru heimildarmyndir ein af að- ferðum nútímamannsins til að gera slíkt hið sama? Ég veit það ekki. Ég veit bara að þætt- irnir sem ég stjórna og verða sýndir í haust eru mín sýn á íslenskt tónlistarlíf. Vissulega er ekki allt gott sem hér er borið á borð fyr- ir tónlistarunnendur, en snilldin fyrirfinnst líka, jafnvel gargandi snilld.  Barnouw, Erik (1974, 1983): Documentary. A History of the Documentary Film; Bergendal, Göran (1991): New Music in Iceland; Copleston, Frederick (1965): A History of Modern Philosophy, Volume 7, Part II; Dunaway, Dav- id K. and Baum, Willa K., eds (1996): Oral History. An Interdisciplinary Anthology; Nietzsche, Friedrich (1956): The Birth of Tragedy and The Genealogy of Morals; Win- ston, Brian (2000): Lies, Damn Lies and Documentaries. Tíu fingur upp til Guðs? Gargandi snilld „Ég vil taka það fram að ég er mjög hrifinn af Gargandi snilld, mér finnst hún ein- staklega vel gerð og áhrifamikil. Þegar Björk Guðmundsdóttir birtist á sviði í New York í myndinni, lá við að ég tárfelldi.“ Er eitthvað að marka heimildarmyndir? Hvað með viðtöl við listamenn? Greinarhöf- undur vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um íslenska einleikara sem sýndir verða í Rík- issjónvarpinu í haust. Af því tilefni veltir hann fyrir sér heimildagildi slíkra þátta og skoðar meðal annars mynd Ara Alexanders Gargandi snilld, Roger and Me eftir Michael Moore og Sigur viljans eftir Leni Riefenstahl. Eftir Jónas Sen sen@mbl.is Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.