Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 | 7 S éra Bjarni Þorsteinsson fæddist 14. október 1861, sonur fátækra bændahjóna sem bjuggu á Mel í Hraunhreppi á Mýrum. Faðir hans var forsöngvari í Stað- arhraunskirkju og því ólst Bjarni upp við tónlist, en ekki tónlistar- menntun, því hann var kominn á fimmtánda ár þegar hann sá nótnabók í fyrsta skipti. Bjarni fékk styrk til náms við Latínuskólann í Reykjavík og á náms- árum sínum hneigðist hann æ meir til tónlistar. Hann gekk í söng- félagið Hörpu og lærði að leika á orgel hjá Jónasi Helgasyni organista. Einnig fékk hann tilsögn í tónfræði hjá Jónasi. Á þessum sama tíma, í kringum 1880, vaknaði áhugi Bjarna á íslenskum þjóðlögum. Hann tók eftir því að í söngvabókum fann hann hvergi ýmis lög sem hann hafði lært á uppvaxt- arárum sínum og þegar hann vakti máls á þessu fékk hann þau svör að það væru inn- lend lög sem hvergi væru til á nótum. Þegar Bjarni talaði um nauðsyn þess að skrá þessi íslensku lög mætti hann litlum skilningi og fékk svör eins og „Það er ómögulegt að gefa slík lög út, því það syngur þau hver upp á sinn máta,“ eða jafnvel: „Það væri fallegt fyrirtæki, eða hitt þó heldur, að fara að prenta bannsett tvísöngsgaulið þeirra gömlu karlanna.“ Engu að síður byrjaði Bjarni þeg- ar á skólaárum sínum að skrá íslensk þjóð- lög. Hann tók stúdentspróf vorið 1883 og sama ár samdi hann sitt fyrsta lag, „Hjarta mitt titrar“. Eftir stúdentspróf langaði Bjarna til að fara utan í nám, en gat það ekki sökum fjárskorts. Þess í stað vann hann við kennslu og skrifstofustörf. Veturinn 1885–1886 var Bjarni heim- iliskennari og skrifari hjá Lárusi Blöndal, sýslumanni á Kornsá í Vatnsdal. Þennan sama vetur trúlofaðist hann dóttur Lárusar, Sigríði Blöndal, sem þá var um tvítugt, og fór trúlofunin leynt fyrst í stað. Að líkindum hefur það verið vegna þessa sem Bjarni ákvað að setjast í prestaskólann um haustið 1886. Hann hafði áður verið því fremur frá- bitinn að verða prestur, en ættu þau Sigríð- ur að geta gifst varð hann að geta séð fyrir fjölskyldu. Hann tók embættispróf árið 1888, fékk brauð á Hvanneyri í Siglufirði og var vígður prestur 30. september sama ár. Bjarni hélt til Siglufjarðar með póstskipinu Thyru daginn eftir og kom þangað 8. októ- ber 1888. Hann fékk húsnæði í svonefndu Maddömuhúsi, húsinu sem nú hýsir Þjóð- lagasafnið, og þar átti hann eftir að búa næstu 10 árin, til 1898. Árið 1892 giftust þau Sigríður og elstu börn þeirra fjögur fæddust meðan þau bjuggu í Maddömuhúsi: Lára Margrét Kristín 1893, Lárus Þórarinn Blön- dal 1894, Ásgeir Blöndal 1895 og Árni Bein- teinn Blöndal 1897. Yngsta dóttirin, Emilía Kristín, fæddist 1901, en þá voru Bjarni og Sigríður flutt í nýtt prestssetur á Hvanneyri, hús sem Bjarni hafði látið byggja. Sigríður kona Bjarna hafði mikla tónlistarhæfileika og varð forsöngvari í kirkjukórnum og kirkjuorganisti. Hún studdi líka Bjarna með ráðum og dáð við þjóðlagasöfnunina og 10 þjóðlög í safninu eru komin beint frá henni. Bjarni hélt þjóðlagasöfnun sinni áfram jafnt og þétt, skrifaði sum lögin upp sjálfur en stóð einnig í bréfaskriftum við fólk í öðr- um landshlutum og voru sumir sérlega dug- legir að senda honum lög, svo sem Benedikt Jónsson á Auðnum í Þingeyjarsýslu og séra Sigtryggur Guðlaugsson á Þóroddstað í Köldukinn. Árið 1895 sótti Bjarni um styrk söfnunarinnar til Alþingis. Honum var synj- að. Hann var hins vegar kominn í samband við danska tónskáldið J.P.E. Hartmann (1805–1900), eitt virtasta tónskáld Dana á 19. öld, og hafði sent honum nokkur þjóðlög. Hartmann ráðlagði Bjarna að sækja um styrk til danska menningarráðuneytisins og sendi Bjarna gott meðmælabréf. Það varð úr að danska ráðuneytið hét að styrkja Bjarna með 500 krónum ef Alþingi bætti við 1000 króna styrk. Samþykkti Alþingi það og segir Bjarni í þjóðlagasafni sínu að styrkinn hafi hann átt Hartmann „mest og bezt að þakka“. Árið 1899 sigldi Bjarni til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar í þrjá mánuði við að rannsaka tónlist í íslenskum handritum í Árnasafni. Hann hitti þar dr. Angul Hamm- erich söngfræðing og Finnur Jónsson pró- fessor var honum einnig hjálplegur. Bjarni dvaldist líka í nokkra daga í Svíþjóð. Þetta sama ár komu út Sex sönglög eftir hann og einnig Íslenskur hátíðasöngur til söngs í kirkjum. Hátíðasöngvar Bjarna voru tíma- mótaverk í íslenskri tónlistarsögu og eru enn sungnir á stórhátíðum, jólum og pásk- um, í flestum kirkjum landsins, þar á meðal Dómkirkjunni í Reykjavík. Á árunum 1901–1904 fékk Bjarni styrk til söfnunarinnar frá Carlsberg-sjóðnum sem var á vegum Carlsberg-ölgerðarinnar dönsku, og munaði mikið um hann. 1904 sótti Bjarni um ferðastyrk til Alþingis og fékk hann. Eftir að hafa dvalið í nokkurn tíma í Kaupmannahöfn við rannsókn á hand- ritum afhenti hann stjórnarnefnd Kaup- mannahafnardeildar Hins íslenska bók- menntafélags handritið að þjóðlagasafni sínu og óskaði eftir útgáfu. Var handritinu vísað til Reykjavíkurdeildar sem kaus þriggja manna nefnd til að rannsaka handritið. Einn nefndarmanna var Björn Kristjánsson kaup- maður og alþingismaður, en hann hafði áður verið á móti því að Bjarni fengi styrk til söfnunarinnar. Nú lagðist hann gegn því að safnið yrði gefið út, sagðist ekki vilja láta gefa út svona stórar bækur, sem litlar líkur væri til þess að nokkur læsi. Fróðleikurinn um íslenskt sönglíf væri að vísu nokkurs virði, en hann væri algjörlega á móti því að hafa allar þessar nótur með, „sem ég get ekki séð að nokkur maður á þessu landi hafi gagn af,“ eins og hann orðaði það. Aðrir nefndarmenn mæltu hins vegar með útgáfu og var að lokum samþykkt að gefa bókina út ef styrkur fengist einnig annars staðar frá, en þó með því skilyrði að Bjarni fengi engin ritlaun. Vildi Bjarni ekki sætta sig við það og sneri sér að lokum aftur til Carlsberg-sjóðsins. Það varð úr að Carls- berg-sjóðurinn gaf út safn Bjarna, Íslensk þjóðlög, á árunum 1906–1909. Safnið hefur að geyma hátt í 500 lög, eru sum úr gömlum handritum en stór hluti safnsins eru lög sem varðveist höfðu í munn- legri geymd og þykir það núna merkasti hluti safnsins, þar sem mörg þessara laga hefðu vafalaust glatast án frumkvæðis Bjarna. Þar á meðal eru alþekkt lög eins og „Björt mey og hrein“, „Fagurt galaði fuglinn sá“ og „Blástjarnan“. Þjóðlagasafnið mætti litlum skilningi í fyrstu og virtust fáir gera sér grein fyrir því hve mikilvægt starf Bjarni hafði unnið. En eftir því sem árin liðu fóru augu manna að opnast fyrir verðmæti safnsins og sífellt fjölgaði íslenskum tónskáldum sem sóttu þangað innblástur. Bjarni hafði nóg að gera á þessum árum. Auk þess að vera prestur var hann gjaldkeri Sparisjóðs og Ekknasjóðs Siglufjarðar, frá 1893 til 1909 var hann einnig kennari við barnaskóla Siglufjarðar og sýslunefnd- armaður frá 1896. Þjóðlagasöfnunin var ekki heldur eina tónlistarstarf hans, flest sönglög Bjarna eru samin á árunum 1890 til 1910, mörg á sama tíma og hann var önnum kaf- inn við þjóðlagasöfnunina. Má þar nefna lög- in „Systkinin“, „Kirkjuhvoll“, „Eitt er land- ið“, „Blessuð sértu, sveitin mín“, „Ég vil elska mitt land“ og „Sólsetursljóð“. Ofan á allt annað lagði hann stund á ljósmyndun og tók margar myndir af Siglfirðingum. Eftir útkomu þjóðlagasafnsins gaf Bjarni sig mjög að sveitarstjórnarmálum, beitti sér fyrir því að Siglufjörður fengi vatnsveitu, síma og rafmagn, og skipulagði einnig göt- urnar í bænum. Hann var oddviti frá 1911 til 1919, en árið 1918 fékk Siglufjörður kaup- staðarréttindi, að miklu leyti fyrir atbeina séra Bjarna. Slíkar voru vinsældir Bjarna að í fyrstu bæjarstjórnarkosningum á Siglufirði 1919 voru tveir listar í framboði og Bjarni Þorsteinsson var efsti maður á báðum! Hann var bæjarfulltrúi til ársins 1926. Sigríður, kona Bjarna, lést árið 1928, en Bjarni dó tíu árum síðar, 1938, 76 ára gam- all. Fáar tónsmíðar hafa varðveist eftir hann frá síðustu æviárum hans, en þó samdi hann kantötu og sendi í keppnina um kantötur fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Sama ár var hann sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu og kjörinn heiðursprófessor, og árið 1936 var hann kjörinn heiðursborgari Siglufjarðar. Á hverju kvöldi kl. 18.00 leika klukkur Siglu- fjarðarkirkju stef úr lagi Bjarna, „Kirkju- hvol“. Bjarni Þorsteinsson og þjóðlagasafnið Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar hefur verið opnað á Siglufirði. Hér er saga Bjarna rakin og sagt frá áhuga hans á söfnun þjóð- laga. Eftir Unu Margréti Jónsdóttur Maddömuhúsið Hér er Þjóðlagasetrið til húsa en Bjarni Þorsteinsson bjó í húsinu um tíu ára skeið, frá 1888 til 1898. Ætlunin er að færa húsið í upphaflegt horf. Bjarni Þorsteinsson Bjarni var prestur Siglfirð- inga um áratugaskeið. Höfundur er útvarpsmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.