Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Qupperneq 5
þurfi að breytast. Þetta snýst ekki bara um ver- aldleg gæði. Við erum svo aðþrengd af alls kyns óréttlátum reglugerðum að við komumst varla úr sporunum sem pólitísk eða samfélagsleg hreyfing. Þannig að þetta virkilega verður að vera hreyfing andans. Sem búddisti, hugleiði maður hvaða hlutverki við mannfólkið höfum hér að gegna, þá er það í raun mjög einfalt. Við erum að reyna að öðlast þekkingu á æðri sannindum og nota þá visku sem okkur hlotnast til að þjóna öðrum svo þeir geti líka lifað þjáningarlausu lífi. Þó við getum ekki öll verið Búdda finnst mér það engu að síð- ur vera á mína ábyrgð að gera það sem ég get til að öðlast þessa þekkingu að því marki sem ég get og nota hana til að lina þjáningar annarra. Myrkrið hefur alltaf verið til staðar, en meira að segja allt myrkur heimsins nær ekki að slökkva smæstu ljóstíruna, því myrkrið er ein- faldlega skortur á ljósi. Lítil ljóstíra getur hins vegar ekki heldur lýst upp stærri svæði. Hún verður fyrst að öðlast aukinn styrk svo hún geti lýst lengra og lengra. Augu fólks þurfa að venj- ast birtunni; svo það geti litið á hana sem bless- un frekar en þjáningu. Við þurfum sárlega á bjartari heimi að halda, sem býður öllum jarð- arbúum viðunandi skjól.“ Sorgin bankaði upp á ný í mars 1999 þegar Aris lést í London af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann þráði innilega að hitta Suu Kyi einu sinni enn og grátbað herfor- ingjastjórnina um leyfi til að heimsækja hana, en hún synjaði bón hans. „Þeir skildu þetta ekki,“ segir hún, „auðvitað hefði verið yndislegt að hittast; að snertast. En ást okkar hefur enga mælistiku. Ástin er annar heimur – það er satt – en hún hefur engin landa- mæri; engin landsvæði sem þú getur sigrað.“ Þegar hún reyndi að ferðast til Mandalay í september 2000 í andstöðu við ferðabann sem hafði verið sett á hana var hún enn á ný skipuð í stofufangelsi. „Ég hef aldrei fundið til illgirni í þeirra garð,“ segir hún. „Auðvitað hef ég fundið til reiði vegna sumra þeirra hluta sem þeir hafa gert, en á sama tíma finn ég fyrir óróa þeirra og vantrú á hið góða. Og ég held að það hljóti að vera virkilega sorglegt að trúa ekki á hið góða. Það hlýtur að vera erfitt að vera sú manngerð sem trúir bara á dollaraseðla.“ Hún eyðir tíma sínum í lestur og æfingar í frönsku og japönsku. „Ég lifi mjög öguðu lífi,“ segir hún. „Hver dagur er störfum hlaðinn. Þú ert hér í dag, en venjulega set ég stundatöflu mína þannig upp að ég geti lesið, hlustað á út- varpið, saumað og stundað líkamsrækt. Þetta er mjög skipulögð tilvera. Ég er með fulla dagskrá þótt það kunni að hljóma undarlega. Frá því kl. 4.30 þegar ég fer á fætur til að hugleiða og þar til ég geng til náða um níuleytið, er ég með eitthvað skipulagt fyrir hverja stund. Ég nýt þess að hlusta á tónlist í útvarpinu. Ég hlakka til að halda áfram með bækurnar sem ég er að lesa og að sjálfsögðu er hugleiðslan mjög svo slakandi og styrkjandi. Ég hef aldrei verið sérlega íþróttamannsleg, þann- ig að ég nýt líkamsræktarinnar ekkert sér- staklega. En ég stunda hana reglulega eftir hugleiðslu. Það er satt að það hafa komið tímabil þar sem ég hef ekki haft nóg að borða, en ég lít ekki á það sem hræðilegar kvalir. Ég borða almennt ekki svo mikið. Matarleysið veldur máttleysi sem er óþægilegt og ég hafði áhyggjur af hjarta mínu vegna öndunarerfiðleika. Ég gat ekki leg- ið flöt af því að mér fannst erfitt að anda þegar máttleysið gerði vart við sig, en ég held að það séu venjuleg viðbrögð. En ég finn ekki til and- úðar í garð varðanna eða hermannanna sem umkringja mig, af því að ég tel ótta kvikna út frá andúð og ég vil ekki gefast þannig upp.“ Ég spyr hana hvort hún trúi á hið illa. „Þetta er áhugaverð spurning,“ segir hún. „Ég ætla að vitna í Karl Popper þegar hann var spurður þessarar spurningar. Hann sagði „nei, en ég trúi á heimsku“. Og ég held að þetta svar sé góð nálgun við viðhorf búddista. Svo við snúum aftur að spurningunni sem þú vaktir um óréttlæti, þá skulum við taka dæmi um einræðisherra sem er í þeirri aðstöðu að geta gert allt sem hann vill. Hann getur sagt „látið taka þennan mann af lífi“. Hann þarf ekki sjálfur að hafa neitt með aftökuna að gera og hann leiðir e.t.v. ekki einu sinni hugann að henni næsta dag. En sú staðreynd að hann hefur látið taka annan mann af lífi þýðir að hann herðist. Þetta hefur áhrif á hann og í hvert skipti sem hann gerir einhverjum eitthvað þá gerir hann sjálfum sér það. Í hvert skipti sem hann fram- kvæmir óréttlæti þá hefur það slæm áhrif á hann sjálfan hvort sem hann gerir sér grein fyr- ir því eða ekki. Maður getur skipað sjálfan sig ofar lögum manna, en er þó ekki hafinn yfir lög karmans, af því að karmalögin byggja í raun á mjög vísinda- legum forsendum. Það eru alltaf tengsl milli gjörða og afleiðinga. Það er með þau eins og ljós frá stjörnu. Ljósið sem við sjáum lýsti fyrir ljós- árum síðan en samt sjáum við það. Það getur liðið langur tími milli gjörða og afleiðinga, en það eru alltaf tengsl þar á milli.“ Suu Kyi trúir þá ekki á vopnuð átök við að frelsa land hennar undan oki. „Ég trúi ekki á vopnuð átök,“ segir hún, „af því að þannig við- höldum við þeirri hefð að sá sem mundar vopnin best hafi valdið. Jafnvel þó að það væri lýðræð- isleg hreyfing sem færi með sigur af hólmi í vopnaðri baráttu, þá skildi það engu að síður eftir í huga fólks þá ímynd að sá sem hefur sterkara vopnavald vinni að lokum. Ég tel það ekki hjálpa lýðræðinu. Ég efast heldur ekki um áhrifamátt frið- samlegrar pólitískrar baráttu gegn vopnuðu valdi. Ég veit að sú aðferð tekur oft lengri tíma, og ég skil af hverju unga fólkinu okkar finnst sú leið ekki virka, sérstaklega þegar yfirvöld í Búrma eru reiðubúin að ræða við uppreisn- arhópa, en ekki samtök á borð við Lýðræð- isfylkinguna sem eru óvopnuð. En ég get ekki hvatt til þessa viðhorfs. Það sem ég vil eru sam- ræður. Það er þegar öllu er á botninn hvolft leiðin sem Búdda veldi.“ Hvað Suu Kyi varðar þá er sannleikurinn mikilvægastur alls, þar sem að hennar mati, stendur hann fyrir líf sem er þess virði að lifa því. „Ég hef ósveigjanlega trú á því að það sé bráðnauðsynlegt að segja sannleikann,“ segir hún, „sama hverjar aðstæðurnar kunna að vera; eða afleiðingarnar. Máttur sannleikans er svo sannarlega mikill og það hræðir marga. Hann er öflugt vopn, þó fólk telji hann ekki endilega vera aflmikinn. Og sannleikurinn, líkt og allt það sem er aflmikið, getur virkað ógnandi eða traustvekjandi, eftir því hvorum megin þú stendur. Ef maður er fylgjandi sannleikanum, þá er hann róandi. Til dæmis þegar herstjórnin kom að rannsaka mig sagði ég þeim bara að ég myndi ekki svara. Ef ég hefði svarað þá hefði ég bendlað aðra við málið og það er betra að svara ekki en að blekkja. Maður tapar meiru með blekkingunni, það er alveg öruggt. Þeir sem viðhalda óréttlæti í heiminum, virð- ast oft vera vissir um að þeir séu ónæmir fyrir eigin gjörðum. En allt sem allir gera hefur sál- fræðileg áhrif á þá. Í hvert skipti sem þú blekkir einhvern þá lifir það með þér það sem eftir er, á meðan afleiðingar heiðarleika til langframa eru aldrei íþyngjandi og ég tel að maður verði ham- ingjusamari með því að leyfa sér ekki að fara út í blekkingar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki hægt að skilja sannleikann frá einlægni og góð- mennsku. Ég get ekki fullyrt að ég sjái sann- leikann í hvert skipti. En maður gerir það sem maður getur til að meta aðstæður í einlægni: að gera heiðarlegan mun á réttu og röngu. Geri maður það þá er maður fylgjandi sannleikanum. Sannleikurinn er eitthvað sem við berjumst stöðugt við að stefna að. Þetta er að vissu leyti barátta við að sigrast á huglægu viðhorfi og með því á ég við að maður verður að reyna að sigrast á eigin fordómum. Leitinni að sannleik- anum verður að fylgja vitund og vitund og hlut- lægni eru tengd. Ef maður er meðvitaður um hvað maður er að gera, þá hefur maður hlut- læga sýn á sjálfan sig, og ef maður er meðvit- aður um hvað aðrir eru að gera þá verður mað- ur hlutlægari gagnvart þessu tvennu. Vitund þýðir þannig til dæmis að maður er meðvitaður um það að einhver sé stuttaralegur við mann. Maður hugsar ekki með sjálfum sér „en hræðilegur maður.“ Það er huglægt. En maður er meðvitaður, maður veit að viðkomandi var stuttaralegur vegna þess að hann er reiður og hræddur. Það er hlutlægni. Án vitundar fara alls konar fordómar á kreik.“ Til að auka vitund sína í sannleiksleitinni stundar Suu Kyi hugleiðslu daglega. „Hug- leiðsla er eins konar andleg rækt,“ segir hún. „Hún er bæði fræðandi og hreinsandi ferli. Í grunninn er hún lærdómsferli. En með því að vera meðvitaður um það sem maður gerir þá lærir maður að forðast það óhreina. Ég veit ekki, hvað mig varðar, hvort þetta hefur verið ferli í átt að sjálfsþekkingu frekar en andlegum styrk. Allt frá því að ég var mjög ung þá hef ég haft þá venju að brjóta gjörðir mínar og tilfinningar til mergjar. Þannig að ég hef ekki uppgötvað neitt nýtt um sjálfa mig. En þetta hefur styrkt mig andlega til að fylgja hinni réttu leið. Nú orðið er ég mun ólíklegri til að gera nokkuð kæruleysislega eða ómeðvitað.“ Það er kominn tími til að kveðja. Klukkan er orðin margt og ég þarf að halda heim á hótel á ný. Hún grínast með að hún væri til í að fylgja mér á The Strand þar sem ég dvel svo hún geti hitt fólkið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hana brosa, og jafnvel þótt hún brosi þá býr það bros yfir óumræðanlegri depurð. „Blaðamaður einn sagði við mig: „Þegar þú talar við fólk, þá talarðu mikið um trúarbrögð. Af hverju er það?“ og ég svaraði honum: „Það er af því að stjórnmál snúast um fólk og það er ekki hægt að skilja fólk frá andlegu gildi sínu. Ég held að sumum finnist vandræðalegt að hugsa um andlegt og pólitískt líf sem eitt og hið sama. En ég tel þau ekki vera aðskilin.“ Ég spyr hana hvort hún hafi einhver lokaorð fyrir umheiminn. Hún kinkar kolli og grípur í höndina á mér. „Málstaður lýðræðis og rétt- lætis fær samúðarfullt andsvar víða að úr heim- inum,“ segir hún, „og þenkjandi og tilfinn- ingaríkar manneskjur alls staðar, sama af hvað kynþætti eða þjóðfélagsstétt, skilja þessa djúp- stæðu þörf fyrir þýðingarmikla tilveru. Þeir sem eru svo lánsamir að búa í þjóð- félögum þar sem þeir njóta fullra stjórnmála- réttinda geta teygt sig í átt til hinna sem búa á lánlausari stöðum á okkar þjáðu plánetu. Ungar konur og menn sem vilja setja mark sitt á heim- inn gætu e.t.v. litið út fyrir eigin landamæri til skuggalenda hinna glötuðu réttinda. Gerið það, notið réttindi ykkar til að stuðla að okkar. Ég mundi gjarnan vilja að Vesturlönd litu á okkur, ekki sem land svo langt í burtu að þján- ingar okkar skipti engu máli, heldur frekar sem samferðafólk sem þarfnast mannréttinda og gæti gert svo margt fyrir heiminn ef við bara mættum. Hvað mig sjálfa varðar, þá get ég svarað þér þessu. Ég las einu sinni bók eftir Rebeccu West, þar sem hún fjallaði um tónlistar- og myndlist- armenn sem fylkingu listamanna sem sífellt ferðast í átt að ógerlegu marki. Ég lít sjálfa mig þessum augum; sem hluta af fylkingu – öflugri fylkingu – sem gerir hvað hún getur til að nálg- ast gæsku og réttlæti. Það ferli er ekki ein- angrað frá því sem á undan hefur farið eða á eft- ir mun koma. Ég geri það sem ég þarf að gera á þessari för, hvort sem það er að sá fræjunum, taka upp uppskeruna, eða annast um hálf- vaxnar plönturnar.“ Hungurverkfall Suu Kyi fór í hung- urverkfall gegn fangelsun sinni árið 2003. Aðgerðin beindi athygli um- heimsins enn á ný að ástandinu í Búrma. Herforingjastjórnin boðaði í kjölfarið nýja lýðræðisumbótaáætl- un. Myndin er tekin af Suu Kyi að tala í Rangoon, höfuðborg Búrma, í febrúar 2003, stuttu áður en hún hóf verkfallið. Hamingjudagur 6. maí 2002 var Suu Kyi látin laus úr stofufangelsinu en að- eins í stuttan tíma. Stuðningsmenn Suu Kyi fögnuðu henni er hún kom í höfuðstöðvar Þjóðarhreyfingarinnar um lýðræði í Rangoon þennan dag. Reuters Friðarverðlaun Nóbels Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Eig- inmaður hennar, Michael Aris, sést hér ásamt sonum þeirra, Alexander og Kim, er hann tók við verðlaununum fyrir hönd eiginkonu sinnar í Osló. Höfundur er ástralskur blaðamaður og hefur meðal annars starfað á Canberra Times, Who Weekly og The West Australian Magazine. Fleiri fórnarlömb Fleiri hafa mátt sæta frelsissviptingu í Burma en Suu Kyi. Hér er hún ásamt Than Shwe, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Burma, og Khin Nyunt (t.h.) á mynd frá árinu 1994 en sá síðarnefndi var rekinn úr embætti forsætisráðherra herforingjastjórnarinnar og settur í stofufangelsi í október 2004. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.