Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Dofra Hermannsson dofri@dofri.is U ndanfarið hefur nokkuð verið rætt um umhverf- ismál og tengingu þeirra við stjórnmálin. Fram á ritvöllin hafa meðal ann- arra skundað þingkona vinstri grænna og tveir umsækjendur um þing- mannsstarf hjá Sjálfsstæðisflokki, einn meintur hægri grænn og ung frjálshyggjukona til að tjá sig um þessi mál. Þingkonan taldi einsýnt að grænu málin og hin illu öfl markaðshyggjunnar gætu með engu móti átt samleið sem virðist ríkjandi skoðun vinstri grænna. Hægrimað- urinn, sem nýlega hefur uppgötvað að gróður- húsaáhrifin eru ekki samsæri hrekkjóttra vís- indamanna, hefur sagt að samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis muni hafa neikvæð áhrif á hagvöxt. Hann hefur jafnframt verið sammála frjálshyggjukonunni um að markaðsöflin og skýr eignarréttur yfir auðlindum séu náttúru- og umhverfisvernd til bóta. Þetta eru gamalkunn viðhorf þar sem kallast á öfgar úr hægri og vinstri. Þetta eru einfaldar skoðanir og hafa það eitt sér til ágætis. Þær eru hins vegar gagnslausar til að leysa þau gríðarstóru verkefni sem framundan eru í um- hverfismálum, hvort heldur litið er til óspilltrar náttúru Íslands eða hnattrænna vandamála eins og loftslagsbreytinga. Þessi verkefni verð- ur að nálgast af raunsæi fremur en bókstafstrú á hægri eða vinstri og á siðferðislegum for- sendum, ekki síður en efnahagslegum. Sjálfbær þróun Árið 1987 kom í fyrsta sinn fram hugtakið „sjálfbær þróun“. Hún hvílir á þremur stoðum, efnahagslegri þróun, vistfræðilegri þróun og fé- lagslegri þróun. Til að þróun geti kallast sjálf- bær verður hún að vera jákvæð á öllum þessum sviðum. Þetta er mikilvægt því öll þessi atriði haldast í hendur. Við höfum ótal dæmi um eyði- leggingu náttúru og umhverfis þar sem fátækt ríkir. Kröppum kjörum fylgja vondar fé- lagslegar aðstæður og átök stríðandi fylkinga sem kalla á óæskilega umgengni við náttúru og umhverfi. Á sama hátt geta rýrnandi nátt- úrugæði vegna arðráns, mengunar eða bresta á þjónustu vistkerfisins leitt af sér sára fátækt og hungursneyð. Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er af sama meiði og meginstef jafnaðarmennsk- unnar. Líkt og það er andstætt hugsjón jafn- aðarmanna að örfáir einstaklingar geti á hverj- um tíma rakað til sín verðmætasköpun samfélagsins á kostnað fjöldans er það and- stætt þeirri hugsjón að ein kynslóð geti arð- rænt komandi kynslóðir með því að taka vist- kerfið, sameiginlegan arf mannkyns, til óafturkræfrar nýtingar. Athyglisvert er að skoða tvær meginstefnur stjórnvalda undanfarin 15-20 ár með gler- augum sjálfbærrar þróunar. Kvótakerfið sem við Íslendingar gumum af sem besta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi var tilraun stjórn- valda til að stunda sjálfbærar fiskveiðar. Þróun þessa kerfis, einkum þó áhrif eignarréttarins yfir óveiddum fiski í sjónum og frjálst framsal þeirrar eignar, getur hins vegar tæpast talist gott dæmi um sjálfbæra þróun. Vistfræðilega og ef til vill hagrænt hefur þróunin reynst já- kvæð en félagsleg áhrif þessara breytinga á fólk og byggðir landsins hafa reynst afar nei- kvæð. Fólk hefur verið svipt afkomu sinni, fjár- hagslegum og menningarlegum grunni byggð- anna verið kippt burt. Öðrum þræði til að bæta fyrir þessa nei- kvæðu félagsþróun hafa stjórnvöld beitt sér af miklu afli fyrir uppbyggingu stóriðju víða um land þar sem orku til hennar er að finna. Stærsta afsprengi þeirrar stefnu er nú í burð- arliðnum og enn er of snemmt að fullyrða um jákvæð áhrif hennar á félagsþróun í þeim landsfjórðungi. Ljóst er þó að miklir peningar eru nú settir í uppbyggingu í héraðinu, bjart- sýni ríkir og slíkt hlýtur að teljast jákvætt. Hins vegar hefur líka verið bent á að óheppi- legt sé að eitt fyrirtæki í samfélagi sé svo miklu stærra og voldugra en samfélagið sjálft. Það grafi bæði undan sjálfstæði samfélagsins og einstaklingana. Hvort það verður raunin á Reyðarfirði verður tíminn að leiða í ljós. Hitt þykir fáum vafamál að miðað við það fjármagn sem lagt er í framkvæmdina er arð- semi hennar algerlega óviðunandi enda fékkst hún hvergi fjármögnuð á frjálsum markaði þótt víða væri leitað fanga. Um umhverfisþátt stór- iðjustefnunnar þarf ekki að fjölyrða. Einstakri náttúru er þar fórnað með óafturkræfum hætti án þess að nokkur alvarleg tilraun hafi verið gerð til að meta virði hennar. Viðhorf stjórn- valda til þessa þáttar er skýr og endurspeglast í orðum fyrrverandi iðnaðar- og umhverf- isráðherra og nú síðast orðum forsætisráðherra sem öll hafa metið þá náttúru sem fórnað er og fundið léttvæga. Af ofansögðu er ljóst að stór- iðjustefna ríkisstjórnarinnar samrýmist afar illa hugsun um sjálfbæra þróun. Sjálfbær þróun gæti verið stjórnvöldum ómetanlegt stjórntæki og því er spennandi að sjá hvort stjórnvöld í nánustu framtíð koma til með að nýta sér hana betur en gert hefur verið, hvort heldur er við skipulag byggða, sam- gangna, uppbyggingu atvinnulífs eða félagslega þróun. Á fjölmörgum sviðum erum við, hvað náttúru og umhverfið snertir, komin að endimörkum vaxtar. Þeir dagar eru liðnir að sífellt sé hægt að brjóta ný lönd og byggja hærri strompa og ljóst að sjálfbær þróun verður að vera grund- vallarhugtak við stefnumótun stjórnvalda í framtíðinni. Efnahagsþróunin verður nú að leita vaxtar í vistfræðilegri hagkvæmni, hafa þarf í huga að sterk félagsleg þróun er áhrifa- ríkasta umhverfisverndin og að hvort tveggja er jákvætt fyrir hagkerfið. Óafturkræfni, óvissa og náttúruvernd Almenn umræða um náttúru- og umhverf- isvernd á Íslandi er enn sem komið er fátæk af fræðilegum verkfærum og fyrir það líða íslensk náttúra og þeir sem ætlað var að njóta hennar í framtíðinni. Gott dæmi um þetta er að enn hef- ur ekki, þrátt fyrir ærin tilefni, ratað hingað tæplega fjögurtíu ára gömul aðferð við mat á því hvort og þá hvenær skuli ráðist í fram- kvæmdir sem ljóst er að muni valda stór- felldum og óafturkræfum umhverfisskaða. Aðferðin byggir á venjulegri kostnaðar- hagkvæmnigreiningu sem er vel þekkt tæki við mat á arðsemi framkvæmda af ýmsu tagi og var þróuð af virtum fræðimönnum (AC Fisher, JV Krutilla, CJ Cicchetti, KJ Arrow o.fl) á sviði umhverfishagfræði laust fyrir 1970. Til stóð að byggja stóra vatnsaflsvirkjun í Hells Canyon í Snake River sem er ein stærsta þverá Col- umbia fljótsins. Gljúfrin sem um ræðir eru ein þau dýpstu í Norður Ameríku og ýmsum þótti líklegt að verndun þeirra gæti einnig verið skynsamleg nýting. Í aðferðafræðinni vegur sú staðreynd þungt að framkvæmd nú útilokar verndun síðar en verndun nú útilokar hins vegar ekki fram- kvæmdir síðar, komist menn að því í framtíð- inni að slíkt borgi sig. Þetta þýðir í raun að við bætist einn valkostur sem er að bíða og sjá til hvort ekki bætist í þekkinguna og hægara verði um vik að taka ákvörðun sem hafin er yfir vafa. Til að skilja betur fyrrgreinda aðferðafræði má gefa sér að í athugun sé að fórna óaft- urkræft verðmætum náttúruperlum til að fram- leiða raforku fyrir stóriðju. Tilgangurinn er að skapa störf í tilteknu samfélagi og fundið hefur verið út að þetta sé sú aðferð sem gefi flest vel launuð störf fyrir hverja milljón í fjárfestingu. Við skulum því kalla þessa leið til eflingar at- vinnulífsins leið A. Færð eru rök fyrir því að til séu aðrar leiðir til að efla atvinnulífið t.d. með fjárfestingu í ferðaþjónustu, stuðningi við ný- sköpun, bættum samgöngum og eflingu menntastofnana á svæðinu. Þessi leið krefst þess ekki að náttúruperlum svæðisins verði fórnað en gefum okkur að hún sé aðeins dýrari og köllum hana leið B. Þar sem A krefst óafturkræfra fórna nátt- úruperlunnar N segir aðferðafræðin okkur að þá og því aðeins sé réttlætanlegt að fara í fram- kvæmdir ef: Hagnaður A – hagnaður B > hagnaður af verndun svæðis N um alla framtíð Ef óvissa ríkir um hagnaðinn ber að túlka þá óvissu náttúruvernd í hag vegna þeirrar ein- földu ástæðu að maður verndar ekki eftir á. Niðurstaða hagfræðinganna varð að lokum sá að töluverður vafi léki á að hagnaður af virkjuninni í Hells Canyon yrði meiri en hagn- aðurinn af því að vernda gljúfrin. Á endanum var hætt við framkvæmdina. Því miður gera lög um mat á umhverfisáhrif- um enga kröfu um að aðferðafræði af þessu tagi sé beitt en það er algengur misskilningur að þau lög séu sá varnarmúr sem íslensk nátt- úra þarfnast. Mat á umhverfisáhrifum er engin slík vörn en miklu frekar leið til að lýsa áhrifum framkvæmda og benda á aðgerðir til mótvægis við þann skaða sem valda á. Að stórum hluta stafar það af því að náttúruvernd hefur veika lagalega stöðu. Að öðrum hluta er um að kenna forherðingu stjórnvalda sem ekki víla fyrir sér að snúa við úrskurði Skiplagsstofnunar, sem keyrðu málið í gegnum þingið á ofurhraða af óbilgirni, þögguðu niður í vísindamönnum og beittu Alþingi vísvitandi blekkingum og hylm- ingum til að koma í veg fyrir upplýsta umræðu. Slík forherðing stjórnvalda hlýtur að heyra til undantekninga en þó slíkt kæmi ekki til er ljóst að alvarlegur brestur er í þeirri löggjöf sem gæta á hagsmuna náttúrunnar gagnvart óaft- urkræfum framkvæmdum. Einkarétturinn og harmleikur almenninga Til er fræg grein um „harmleik almenninga“ (Garret Harding 1968) en hún fjallar um þá ógn sem sameiginlegum eignum s.s. landsvæðum stafar af græðgi hvers einstaklings í að ofnota almenninginn. Á Íslandi höfum við ýmis nýleg dæmi um þetta t.d. ofbeit búfjár og ofveiði úr fiski- eða dýrastofni. Um þetta efni hefur hægrimönnum orðið tíðrætt og finnst þeim liggja í augum uppi að eignarréttur á auðlind- unum, t.d. í gegnum einkavæðingu, sé heppileg- asta leiðin til að koma í veg fyrir „harmleikinn“. Rökin sem færð eru fyrir þessu eru þekkt, að sá sem á hagsmuni af því að fara vel með til- tekna auðlind gætir þess að svo verði gert. Þessi rök eru góð svo langt sem þau ná en því miður hrökkva þau skammt við úrlausn brýn- ustu verkefna okkar Íslendinga í náttúruvernd- armálum. Vandséð er hvernig einkaréttur orkufyr- irtækja á nýtingu stórra hálendissvæða til raf- orkuframleiðslu sem er helsta ógnin við hálend- ið í dag getur orðið sömu náttúru til bjargar. Nýleg lög um samkeppni á raforkumarkaði hafa leitt til þess að nú keppast einkaaðilar um að helga sér öll hugsanleg svæði sem nýta má til raforkuframleiðslu á Íslandi. Það gera þeir með því að biðja um leyfi til rannsókna en komi í ljós möguleiki á nýtingu orkunnar getur við- komandi aðili sótt um nýtingarleyfi. Þegar fjár- fest hefur verið í rannsóknum myndast þrýst- ingur fjárfesta á að fá arð af fjárfestingunni með sölu á orkunni. Þá ræður mestu hvort hægt er að mynda áhuga fyrir stóriðju í ná- munda við virkjunina en m.a. vegna afleiðinga kvótakerfisins á atvinnulíf í sjávarbyggðum Græna þungamiðjan Umhverfisplat „Að telja fólki trú um að umhverfismat dugi til varnar náttúruperlum okkar er í rau sé farið eftir varnaðarorðum Skipulagsstofnunar frekar en stjórnvöldum henti. Og í ljós hafi komið Guðni Elísson hóf umræðu um umhverfismál hér í Lesbók í júlí sem enn vindur upp á sig. Guðni spurði hvers vegna vinstrimenn virtust einoka umhverfisumræðuna og sjálfstæð- ismaðurinn Illugi Gunnarsson brást þegar við með grein um hægri græna. Kolbrún Berg- þórsdóttir Vinstri grænum svaraði Illuga og nú er komið að Samfylkingunni að lýsa sinni leið í umhverfismálum, leið jafnaðarmanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.