Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 5
aðrar útskornar úr tré, beini, eða
höggnar í stein en sumar eru
greiptar í málma eða saumaðar á
klæði. Flestar þessara mynda eru
frá því fyrir siðaskipti en ein er þó
talsvert síðar tilkomin; Maríu-
mynd, útskorin og máluð af séra
Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði
sem málaði nokkur þekkt portrett.
Sér á parti á þessari sýningu er
elsta íslenzka höggmyndin, svo
sem talið er. Það er steindrangur
frá
Síðumúla í Borgarfirði og hefur
Maríumynd verið mótuð í hann,
líklega með frumstæðum verkfær-
um. Hún er ein þeirra sem sýnir
Maríu syrgja son sinn.
Nútíma-Maríumyndir
í íslenzkum kirkjum
Það hefur haldizt í hendur að ís-
lenzkir listamenn á síðustu öld
höfðu að jafnaði lítinn áhuga á
kirkjulist, svo og hitt að þrátt fyrir
margar kirkjubyggingar á öldinni
gáfust listamönnum ótrúlega fá
tækifæri til að láta ljós sitt skína
og stundum virtist sem svo að
steindir gluggar væri það eina sem
fengur væri í.
Það fylgdist ennfremur að og
skerpti á þessu að sumir arkitekt-
ar að minnsta kosti, virðast
hafa verið mótfallnir hinni hefð-
bundnu kirkjulist; hvort sem það
væru Maríumyndir eða önnur
trúarleg mótíf. En fyrst og fremst
var þetta spurning um að ganga
gegn ríkjandi tízku og ekki hafa
allir kjark til þess.
Einn af fáum íslenzkum arki-
tektum sem naut þess að ganga
gegn hefðinni var Jón heitinn Har-
aldsson. Hann teiknaði nýja kirkju
í Stykkishólmi, sem alla tíð síðan
hefur verið bæjarprýði; enda
byggð á stað þar sem hún nýtur
sín til fullnustu.
Maríumyndir Kristínar
og Leifs
Jón Haraldsson gerði ráð fyrir alt-
aristöflu í Stykkishólmskirkju og
var Kristín Gunnlaugsdóttir mynd-
listarkona fengin til verksins. Hún
var og er landskunn sem úrvals
listamaður og hefur lært íkona-
málverk á Ítalíu. Síðar hefur hún
náð með góðum árangri í að heim-
færa þann stíl upp á önnur nútíma-
legri viðfangsefni.
Kristín kaus að mála Maríu-
mynd í Stykkishólmskirkju, en
hæð kirkjunnar og innra útlit bauð
upp á þann valkost að myndin gæti
orðið stór, og það er hún, 2,36 x
2,02m. Á myndinni sjáum við Mar-
íu með barnið; „hún kemur líkt og
svífandi utan úr geimnum og færir
söfnuðinum barnið,“ segir Kristín,
en neitar því, sem stundum hefur
verið sagt, að þetta sé sjálfsmynd
málarans. „Fyrst og fremst á
myndin að sýna íslenzka konu,“
segir Kristín.
Ég hygg að ekki sé á neinn hall-
að þegar ég segi að Leifur Breið-
fjörð sé okkar allra fremsti kirkju-
listamaður í ljósi þess sem eftir
hann liggur, bæði hér og erlendis.
En Maríumyndir hafa ekki verið
drjúgur hluti af lífsverki hans og
aðspurður um þetta kvaðst Leifur
aðeins eiga Maríumyndir í tveimur
íslenzkum kirkjum. Annars vegar
er fremur hefðbundin mynd af
Maríu með barnið í Prestbakka-
kirkju á Síðu og hins vegar Maríu-
mynd í Flateyrarkirkju. Sú mynd
er stílfærð á þann hátt að liljan,
sem er tákn Maríu, er uppistaða
verksins.
Baltasar er einn fárra íslenzkra
myndlistarmnanna sem fengizt
hefur við trúarleg viðfangsefni.
Hann er höfundur hinnar stóru
altaristöflu í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði og þar málaði hann
meðal annars fæðingaratburðinn i
Betlehem og vitaskuld er María
þar á sínum stað. En hann kvaðst
ekki hafa málað hana annars stað-
ar í kirkjur.
Nýjasta Maríumyndin
Síðasta viðbótin við þessa grein
kirkjulistar er Maríumynd í nýrri
Úthlíðarkirkju, 2 x 2m eins og
fram hefur komið í fréttum á
árinu. Sjálfur hef ég hannað útlit
kirkjunnar og tók því fagnandi að
fá einnig að mála altaristöfluna.
Þar sem fram til siðaskipta hafði
verið Maríukirkja í Úthlíð var
strax ákveðið að ég málaði Maríu-
mynd.
Enda þótt myndlist hafi verið
einskonar aukabúgrein með blaða-
mennsku í 50 ár þá hafði ég ekki
fremur en flestir aðrir myndlistar-
menn hér neina æfingu fyrir verk-
efni af þessu tagi. Ég tel það ekki
skipta máli en sé ætlunin að mála
fígúratíft verk hlýtur að skipta
verulegu máli að hafa æfingu í
þess konar myndlist.
Ég tel að vel sjóaður málari geti
málað Maríumynd á altaristöflu án
þess að leggjast í sérstakar rann-
sóknir. En þó að ég geti alls ekki
kallað það neinar rannsóknir, þá
las ég margt sem að gagni gat
komið og á því er það byggt sem
hér er skráð um þetta efni. Enn-
fremur ráðfærði ég mig við séra
Gunnar Kristjánsson, á Reynivöll-
um í Kjós, sem er doktor í kirkju-
list og manna bezt að sér í þeim
fræðum.
Minnugur þess að Ásgrímur
Jónsson hafi sett Krist á svið í
landslagi Hreppanna á altaristöflu
í Stóranúpskirkju, kom mér strax
til hugar að setja Maríu inn í um-
hverfi Úthlíðar með útsýni inn til
fjalla. Séra Gunnar mælti með því.
Fyrst málaði ég fimm smærri
frumútgáfur; valdi svo eina þeirra
og málaði með olíulitum á dúk í
fulla stærð.
Ég var staðráðinn í að mála
Maríu sem venjulega, íslenzka
konu og móður, en myndin er ekki
að neinu leyti háð sérstökum tíma.
Hún er hvorki dæmigerð bónda-
kona né eitthvað annað og af
klæðnaði Maríu verður heldur ekk-
ert ráðið. Hann er látinn ganga í
samband við volduga sveipi, sem
gætu verið möttullinn hennar Mar-
íu, svo vitnað sé til Maríukvæðis
eftir Einar Ólaf Sveinson. Hluti af
búningi hennar er kjóll eða pils og
á það hef ég málað viðarteinunga
með blöðum sem eru að nokkru
leyti tilvitnun í gamla íslenzka
kirkjulist. Þá á ég við þann grip
sem nefndur hefur verið Álfkonu-
Í Stykkishólmi Á síðari huta 20. aldar var byggð ný og vegleg kirkja i Stykkishólmi og í hana
málaði Kristín Gunnlaugsdóttir listmálari stóra og veglega altaristöflu. Það er Maríumynd og
Kristín lætur Maríu koma svífandi norður yfir fjöllin með barnið.
Sveinn Björnssson Krýsuvíkur-Madonna. Hér málar Sveinn Maríu inní umhverfi Kleifarvatns,
þar sem stór fiskur virðist vera að spjalla við ókennileg veru framan á sérstæðum fiskibáti.
Myndin er máluð með olíulitum á striga, óársett.
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson
Altaristafla í nýrri Úthlíðarkirkju, eftir Gísla Sigurðs-
son. Þarna er María með barnið sett inní umhverfi Út-
hlíðar með útsýni inn til fjalla, en möttullinn hennar
Maríu virðist ganga í samband við sveipi á baksviðinu.
Nær eru kýrin, máldagi kirkjunnar frá árinu 1331 og
Maríuvers sem skrifað er á stein.
Sú elzta á Íslandi Maríumynd, skorin í fjöl, var í
fyrstu dómkirkju landsins á Hólum í Hjaltdal, skömmu
efti 1100. Nú er hún varðveitt á Þjóðminjasafni. Stíll-
inn er býzanskur en enginn veit um höfundinn..