Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Side 6
Maríumynd eftir séra Hjalta
Þorsteinssson í Vatnsfirði,
1665-1754, sem var lærður
málari og málaði nokkur
þekkt portret. Myndin var í
Vatnsfjarðarkirkju og er sér-
stæð meðal gamalla Maríu-
mynda í þá veru að hún er mál-
uð eftir siðaskipti. Eftirtektar-
vert er að séra Hjalti
virðist hafa haft ofur
venjulega ís-
lenzka konu
sem fyrirmynd.
dúkurinn frá Burstarfelli. Dúkur-
inn sá var altarisklæði í Burstar-
fellskirkju í langan tíma; var sagð-
ur vera gjöf álfkonu sem hefur
viljað launa fyrir eitthvert góð-
verk, afar sérstæður armi og stein-
ar fyrir framan hana. Að baki er
gróið land en á því er vetrarfölvi
og fjær sést brött brún Úthlíðar-
hrauns og fjöllin, Högnhöfði,
Miðfell og Jarlhettur með Lang-
jökul að baki. Þrennskonar tákn-
myndir eru svo að segja ofnar
inn í myndina. Í fyrsta lagi stór
þríhyrningur, sem skiptir
miklu máli fyrir myndbygg-
inguna, en er þar að auki tákn
fyrir heilaga þrenningu. Í
annan stað er það kýrin,
táknmynd búskaparins og
lífsins. En aðaltáknmyndin er
vitaskuld María með barnið.
Hún er ýmist máluð með eða
án geislabaugs og mér
fannst hann óþarfur hér.
Með kúnni er vísað til þess
að allt frá landnámi hefur
hún verið forsenda þess að
hægt væri að lifa í landinu
og ekki voru það sízt börnin
sem voru henni háð. Önnur
vísun er til þessa í litlu Maríu-
versi eftir málarann sem hann
hefur skrifað á stein til hægri í
myndinni:
María guðsmóðir, gott er að eiga
þig að,
þegar heklar í fjöll á hörðu vori,
heyin þrotin og blessuð kýrin
komin að burði.
-Þá kemur þú –
með mátt þinn og mildi
og möttulinn hlýja,
sem leggst yfir landið.
Þó að þarna sé verið að gera því
skóna að gott hafi verið að eiga
Maríu að þegar gerði vorharðindi
og hey þrutu, er þetta í rauninni
táknmál sem vísar aftur í tímann,
en í nútíðinni er eins líklegt að
áhyggjuefnið sé afborgun eða fjár-
hagsleg byrði. Vinstra megin í
myndinni er allstór skinnbók með
vel læsilegu letri á forsíðu og er
þetta vísun í máldaga, eða eigna-
skrá kirkjunnar, frá árinu 1331,
sem varðveittur er á Þjóð-
skjalasafni. Þar kemur meðal
annars fram að Maríu-
kirkjan í Úthlíð á heimland
jarðarinnar hálft og marg-
ar fleiri eignir.
Um stíl myndarinnar er
það að segja að áhrifin frá mód-
ernisma síðustu aldar eru auðsæ,
en við hann er bætt ýmsu sem
fremur heyrir til 21. öldinni, til að
mynda því að blanda saman ab-
strakt myndhlutum og natúral-
ískum; einnig stílfærðri útfærslu á
móti nákvæmnisútfærslu. Sumir
nefna það síð-módernisma eða
póst-módernisma.
Þrír merkir
málarar Maríumynda
Pétur Pétursson guðfræðiprófess-
or hefur skrifað gagnmerka rit-
gerð sem heitir Nokkur Maríustef
í bókmenntum og myndlist og birt-
ist hún í tímaritinu Merki krossins,
1–2 hefti 2002, sem Kaþólska
kirkjan á Íslandi gefur út. Líklega
hafa menn ekki almennt athugað
það sem Pétur segir þar, að ein-
hverjar merkustu Maríumyndir
nútímans á Íslandi sé að finna í
verkum málaranna Jóhannesar
Kjarvals, Gunnlaugs Schevings og
Sveins Björnssonar.
Hvað varðar Kjarval á Pétur við
fræga Kjarvalsmynd, Regnsund
frá árinu 1938 og hafa menn oft
talið að þarna sé hann með sína út-
gáfu af ferjumanninum Karon sem
flutti sálir hinna dauðu yfir fljótið.
En ekki er víst að svo sé. Konan í
bátnum er með áberandi geisla-
baug og af því má ráða að þarna sé
María. Við fætur hennar liggur, að
því er virðist, dauður fiskur, en
bæði hann, báturinn og ferjumað-
urinn eru málaðir gylltir. Að baki
rísa þrjú svipmikil karlmanns-
andlit.
Kjarval kynntist ungri danskri
stúlku í Kaupmannahöfn og hún
varð konan í lífi hans. Hún fylgdi
manni sínum til Íslands þar sem
hann ætlaði að fórna lífi sínu fyrir
listina. Þau eignuðust tvö börn, en
svo kom að því að þessu sambandi
var slitið; Tove fluttist til Dan-
merkur og gerðist þar rithöfundur.
Síðar, þegar Kjarval frétti að Tove
væri hættulega veik, sendi hann
Svein, son þeirra, til Kaupmanna-
hafnar til að vera með móður sinni
og lét hann taka með sér stóra
Maríumynd sem hann nefndi
Reginssund. Pétur segir svo:
Hann treysti Maríu mey fyrir þessari
sendingu og í Reginssundi hefur Tove
breyzt í Maríu, sem hélt verndarhendi
yfir litla ópallittaða mannslíkamanum
í bátnum. Þessi litli maður er bæði
Kjarval og Kristur …
Hér er um að ræða Maríufiskinn, sem
er fyrsta veiði hvers sjómanns og
færa á kirkjunni sem fórn. Sá Mar-
íufiskur sem hér um ræðir er
fyrsti raunverulegi íslenzki mál-
arinn – skáld litanna, sem þurfti
að fórna lífi sínu í þágu þjóðar
sem lifði kengboginn og sá ekki
fegurðina, þegar hann lagði upp
í listaleiðangur sinn.
Í Reginsundi hefur Kjarval
skilið margt eftir til túlkunar,
en þessi túlkun Péturs er hug-
næm og skemmtileg, hvort
sem hún er hin eina rétta.
Enda þótt Kjarval hafi málað
þessa Maríumynd, er hlutur
þeirra Gunnlaugs Schevings
og Sveins Björnssonar mun
stærri þegar einungis er lit-
ið á Maríumyndir.
Maríugervingar
Schevings
Í ritgerð Péturs kemur
fram að Gunnlaugur Schev-
ing, sem ég tel að sé eins
og Kjarval, á heimsmæli-
kvarða sem myndlistarmaður, sé
einnig höfundur margra og eftir-
minnilegra Maríumynda. Hann var
fenginn til að teikna myndir í safn
Einars Ólafs Sveinssonar af þulum
og þjóðkvæðum, sem út kom 1942
undir nafninu Fagrar heyrði ég
raddirnar.
Í bókinni er meðal annars eftir-
farandi þulubrot:
Hott, hott í haga
kýrnar vilja naga;
farið þið hvorki í mitt tún
né annarra manna tún!
farið þið hvorki í mínar engjar
né annarra manna engjar!
Sankti Jóhannes vísi ykkur
veginn þangað sem grasið er.
Sæl María, guðs móðir,
seztu sú á stein
og gáðu vel að kúnum mínum,
meðan ég fer heim.
Við þessa þulu teiknaði Gunn-
laugur Scheving einfalda blýants-
teikningu en í henni er að finna
upphafið að Maríustefinu í mynd-
list Schevings, segir Pétur. Sá
helgiblær sem Scheving nær að
túlka í einfaldri teikningu átti eftir
að flytjast yfir á sveitalífsmyndir
hans.
Í blýantsteiningunni er eins og
eitthvað kvikni hjá listamanninum
sem síðar nær að blómstra. María
situr á steini með barnið og geisla-
baugurinn um þau bæði sýnir að
þarna er ekki venjuleg kona með
barn. Og svo liggur blessuð kýrin
fyrir framan þau, önnur ímynd ró-
seminnar. Það var einmitt þessi
sama ímynd róseminnar sem ég
var með í huga þegar ég málaði
kúna á altaristöfluna í Úthlíðar-
kirkju.
Maríustefið
og sveitalífslýsingar
Eftir þetta málaði Gunnlaugur
Scheving mörg og stór olíumálverk
út frá Maríustefinu. Hann túlkaði
mjaltir sem helga athöfn og fólk
sem matast á engjum var líka at-
höfn sem fékk á sig helgiblæ í
meðförum málarans. Í frægri
skyssu hans, sem virðist unnin
með þunnum olíulit og krít, er
skeifnasmiður í miklum ham að
smíða skeifur í örlitlum kofa, en
utan dyra er kona með geislabaug
með barn á handleggnum og held-
ur í hest. Hún snertir ekki jörðina
enda er þetta himnesk kona sem
alltaf er nærstödd. Eina alstærstu
myndina af þessu tagi kláraði
Scheving ekki. Hún heitir Fólk að
snæðingi og vængjuð kona með
skip. Þar er kona sem gengur að
því er virðist á hálfmána niðri á
jörðu og Pétur hefur fundið teng-
ingu við Maríulist kirkjunnar en
tengsl mánans og Maríu eru komin
úr Opinberunarbókinni 12,1.
Ég hygg að það sé rétt tilgáta
hjá Pétri Péturssyni að þeir sem
hafa fjallað um sveitalífsmyndir
Schevings hafi ekki gert sér grein
fyrir því hvað Maríustefið er
„fyrirferðarmikið og þrungið
merkingu,“ eins og hann segir. Ef
kirkjunnar menn hefðu almennt
verið eins vökulir og Pétur pró-
fessor, kynni að vera að einhver
þeirra hefði ráðið hann til að mála
eina af sínum stóru Maríumyndum
sem altaristöflu í nýja kirkju. En
það gerðist ekki.
Maríumyndir
Sveins Björnssonar.
Í fjölmörgum málverkum og teikn-
ingum Sveins Björnssonar málara,
kemur fyrir konuandlit, sem oft
þekur stóran hluta af myndflet-
inum og hann nefndi yfirleitt
„Krýsuvíkur-madonnu“. Ein af
þessum madonnum Sveins sést hér
á málverki sem telja má fremur
dæmigert fyrir þessar myndir. Frá
löngum kynnum af Sveini minnist
ég þess ekki að hann hafi talað um
áhrif frá Scheving þegar hann mál-
aði þessa myndröð. Í henni eru svo
margar myndir frá alllöngu tíma-
bili að Sveinn hlýtur að teljast sá
Maríumálari sem mest liggur eftir
á landi hér. Honum þótti afar vænt
um Krýsuvík og umhverfi Kleifar-
vatns. En hvers vegna hann tengir
Maríu svo oft við Kleifarvatn er
mér að minnsta kosti ekki ljóst; ég
gleymdi að spyrja hann að því.
Oft hef ég ýjað að því að málarar
ættu að gera miklu meira en þeir
hafa gert til að skrifa um verk sín
og útskýra þá hugmyndafræðina
sem að baki liggur. Betra væri að
hafa slíkar upplýsingar frá fyrstu
hendi en að verða að reiða sig á
ágizkanir listsagnfræðinga að
löngum tíma liðnum.
Hinar elztu Maríumyndir
CarlGustav Jung, frægur sál-
könnuður, hefur sagt að myndin af
móður með barn sé ein af form-
gerðum hugsunar og tilfinninga
sem búi innra með öllu fólki. Þessi
uppstilling kemur fyrir í list frum-
stæðra þjóða, löngu fyrir daga
Krists. Sú hugmynd að mála Maríu
með Jesúbarnið hefur þess vegna
þótt áhugaverð frá upphafi.
Fremst í greininni var vikið að
hinni fyrstu Maríumynd sem er
sögð vera íkon eftir guðspjalla-
manninn Lúkas. Sú mynd hefur
heldur betur dregið dilk á eftir sér
og að öllum líkindum orðið til þess
að íkonamyndir – þá með Maríu –
urðu að stóriðnaði í Miklagarði og
víðar og hlutu verulega útbreiðslu
hjá austurkirkjunni. Einn vinsæl-
asti íkon austurkirkjunnar heitir
Mærin frá Vladimir. Hún var unn-
in á vinnustofu keisarans í Mikla-
garði á árunum 1120–1130 og síðar
flutt til Rússlands og alla tíð þótt
magnaður helgigripur.
Í málaralist verður á hinn bóg-
inn sérstakt blómaskeið Maríu-
mynda á Ítalíu frá um 1300 til
1500. Þetta blómaskeið hefst með
Giotto i Florence, en hann var
fæddur 1265 þegar Sturlungaöld
var á Íslandi. Af snillingum
Florence-borgar er næstur í aldri
Pietro della Francesca, f. 1415. Á
Maríumyndum hans sjáum við
Maríu guðsmóður sem hina vold-
ugu konu. Þó að hann málaði með
ljósmyndalegri nákvæmni hefur
honum þótt aukaatriði að engin
móðir mundi skilja við barn sitt í
svo hæpinni stöðu á meðan hún
biður. Annar Florence-málari með
frábæra tækni var Domenico Ghir-
landaio, fæddur um 1450, látinn
1494. En sá sem líklega ber hæst
er stórsnillingurinn Sandro
Botticelli, sem lifði og málaði fram
yfir 1500. Hann fer aðeins bil
beggja; málar Maríu með barnið í
íburðarmiklu hásæti en herkóngar
og alls konar stórmenni lúta henni.
Hins vegar sleppir hann „her-
kerlingunni“ og hefur fengið unga
og fagra stúlku til að vera módel.
Fyrir utan þess konar upp-
stillingar og fæðingaratburðinn,
var vinsælast að mála „boðun“
Maríu.
Það er sá dularfulli atburður
þegar Gabríel erkiengill kemur til
þessarar ungu konu með sérstök
skilaboð og sagði meðal annars:
Vertu óhrædd María því að þú hefur
fundið náð hjá Guði. Og sjá, þú munt
þunguð verða og fæða son, og þú
skalt láta hann heita Jesú.
Á 14. öldinni hefur verið vinsælt
að sýna Maríu mjög skelkaða þeg-
ar hún hlustar á boðunina. En
Sandro Botticelli fer öðruvísi að.
Engillinn virðist ætla að stökkva á
Maríu en hún víkur sér fimlega
undan og allt minnir þetta á atriði
úr nútímaballet. María er alls ekk-
ert skelkuð þarna. Sjá forsíðu.
Í kjölfar þessa ítalska blóma-
skeiðs komust hinar svonefndu
madonnumyndir í tízku og urðu
loks að klassísku viðfangsefni og
eru margar einhverjar fegurstu
myndir listsögunnar. Ein af þeim
eldri af þeirri gerð er Madonna úti
í haga eftir snillinginn Bellini,
1430–1516. Þar myndar hún fal-
legan þríhyrning með barnið í
kjöltu sinni og heldur höndunum,
líkt og í bæn. Hér ríkir umfram
allt friðsæld.
Hér hefur verið farið fljótt yfir
sögu og skal þess eins getið í lokin
að nokkrir af frægustu myndlistar-
mönnum heimsins á síðustu öld
reyndu snilli sína á Maríumyndum.
Þeirra á meðal eru March Chagall,
Salvador Dali, Edvard Munch,
Paul Gauguin og Vincent van
Gogh. María frá Skarði Á þessari Maríumynd frá um 1200, sem er á ártíðaskrá
frá Skarði á Skarðsströnd, er María sýnd sem vopnaður herforingi. Þess-
konar Maríumyndir voru í tízku um tíma. Höfundur er blaðamaður.
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók