Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 2. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stafræna bíóbyltingin Heiða Jóhannsdóttir bregður upp framtíðarsýn í Af listum | 45 Heilsa og lífsstíll | Græni liturinn skarar framúr  Gillian McKeith grimmari en nokkru sinni Íþróttir | Lið Chelsea er óstöðvandi  Kjöri íþróttamanns ársins lýst í dag Moskvu, París. AP, AFP. | Rússneska orkufyrirtækið Gazprom lofaði í gær að auka gasflutninga til Evr- ópu en það sakar Úkraínumenn um að hafa stolið gasi, sem ætlað var Evrópuríkjunum. Hefur þetta mál vakið ýmsar gamlar spurningar um Rússa og hvort unnt sé að treysta þeim. Um fimmtungurinn af því gasi, sem notað er í Evrópu, kemur frá Rússlandi um Úkraínu, en í gær vantaði 20 til 40% upp á gas- streymið í ýmsum löndum, til dæmis í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ungverjalandi og víð- ar. Gazprom krefst þess, að Úkra- ínumenn greiði heimsmarkaðsverð fyrir gasið, hátt í fimmfalt meira en þeir greiða nú, og fylgdi því eftir á sunnudag með því að minnka gas- flutninginn um það, sem Úkraínu- menn hafa notað. Virðast þeir hafa brugðist við með því að seilast í gasið, sem ætlað er Evrópu, þótt þeir neiti því að vísu. Alexander Medvedev, aðstoðar- forstjóri Gazprom, sagði, að gas- flutningurinn yrði aukinn til að tryggja, að Evrópuríki fengju það, sem um hefði verið samið, og lýsti hann yfir vilja til að hefja aftur við- ræður við Úkraínustjórn um gas- verðið. Áhyggjur og vaxandi efasemdir um Rússa Deila Úkraínumanna og Rússa um gasverðið, sem margir telja, að sé einnig af pólitískum toga, hefur vakið áhyggjur í Evrópu og hafa orkuráðherrar Evrópusambands- ins boðað til sérstaks fundar um hana á morgun. Þar við bætast áhyggjur af köldum vetri auk þess sem öll röskun hefur miklar efna- hagslegar afleiðingar í för með sér. Sem dæmi má nefna, að í gær skar ungverska orkufyrirtækið Mol gasflutninga til Serbíu, Svartfjalla- lands og Bosníu niður um helming en það er einna stærst í gassölu í þessum löndum. Þótt ríki í Vestur-Evrópu noti aðeins rússneskt gas að tiltölulega litlum hluta þá má heita, að næst- um allt gas í Austur-Evrópu komi frá Rússlandi. Með þá stöðu í huga spyrja margir sig hvort unnt sé að treysta Rússum og um það eru vaxandi efasemdir. Í gær minntu ummæli sumra fréttaskýrenda og neytenda um það einna mest á orð- færið á kaldastríðsárunum. Reuters Hjónin Dmytríj og Natalja Bendyk í þorpinu Osestsjyna skammt frá Kíev verða líklega að vera dugleg við að höggva í eldinn á næstunni en segja má að neyðarástand blasi við í Úkraínu eftir að Rússar ákváðu að fimm- falda gasverðið. Úkraínumenn neita að hafa stolið gasi en segjast munu gera það kólni mikið í veðri. Lofa nægu gasi  Eðlileg verðhækkun | 16 EKKERT lát virðist ætla að verða á fjárfestingum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna í Danmörku en Sigurjón Sighvatsson hefur nú keypt 75% hlutabréfa í norræna kvik- myndadreifingarfyrirtækinu Scan- box Entertainment Group A/S. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en fé- lagið veltir um fjórum milljörðum og hjá því starfa um 150 manns víðs vegar í Skandinavíu. Í október keypti Sigurjón danska fasteignafélagið VG Investment fyr- ir hátt í níu milljarða íslenskra króna og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má búast við að greint verði frá frekari fasteignakaupum Sigur- jóns í Danmörku eftir nokkrar vikur. Scanbox var upphaflega stofn- að í Danmörku árið 1980 en er nú með starfsemi á öllum Norður- löndunum, utan Íslands, og í London. Góður vöxtur hefur ver- ið í starfsemi fé- lagsins á undan- förnum árum en einkum hefur verið lögð áhersla á dreifingu sjálfstæðra alþjóðlegra kvikmynda, kvikmynda frá Norðurlöndunum og sérfram- leiddra kvikmynda fyrir dvd-mark- aðinn, sem stöðugt fer stækkandi. Scanbox er eitt af stærstu sjálf- stæðum dreifingarfélögum á Norð- urlöndunum og það er með töluvert mikla hlutdeild á dönskum markaði, m.a. um 30% af heimaframleiðslu þar, að sögn Sigurjóns. Hann segist hafa verið töluvert á Norðurlöndun- um og fylgst með Scanbox um hríð. „Sonur minn flutti til Danmerkur fyrir einu og hálfu ári og þá fór ég að eyða miklu meiri tíma þar og fór að skoða nánar markaðinn í heild sinni. Þessi lönd eru af þægilegri stærð og við þekkjum siði og menninguna þar.“ Sonur Sigurjóns, Þórir Snær, er kvikmyndaframleiðandi í Danmörku og hefur m.a. framleitt Næsland og Voksne mennesker og hann og fyr- irtæki hans, Zik Zak, verður með- framleiðandi að næstu kvikmynd Lars von Trier. Kaupir meirihluta í Scanbox Sigurjón Sighvatsson Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Scanbox hefur | 14 AÐ minnsta kosti fimm biðu bana er þak skautahallar í Bad Reichenhall í bæversku Ölpunum hrundi í gær undan miklum snjóþunga. Í gær- kvöldi var enn verið að leita 20 manna í rústunum en þá var búið að bjarga úr þeim nærri 25 manns, mismikið meiddum. Talsmaður Rauða krossins í Bæjaralandi sagði, að algert neyðarástand væri á slys- stað og aðstæður erfiðar vegna mikillar snjókomu. Reuters Hrundi undan snjóþunga London. AFP. | Frestur til að vitja lottóvinnings upp á rúman milljarð íslenskra króna rann út í Bretlandi í gær án þess að nokkur gæfi sig fram. Um er að ræða hæsta ósótta vinninginn í breska lottóinu frá upphafi. Vinningsmiðinn var seldur í Doncaster 6. júlí síðastlið- inn en 180 dagar mega líða áður en honum er framvísað. Rann fresturinn út klukkan hálffimm í gærdag og bendir því flest til, að miðinn hafi glatast. Í gær var vinnings- hafinn búinn að tapa 13 millj. kr. í einum saman vöxtum af upphæðinni. Talsmaður breska lottós- ins sagði í gær, að vinnings- féð yrði sett í sérstakan sjóð hjá fyrirtækinu en hann er notaður til að styrkja ýmis góð málefni. Enginn vitjaði vinningsins Á ÁRINU 2005 fórust 1.059 manns í 35 flugslysum þar sem við sögu komu áætlunarflugvélar með meira en einum hreyfli og sem tóku ekki færri en 14 farþega. Á árinu voru farþegar með vélunum hins vegar meira en tveir milljarð- ar. Fjöldi látinna á síðasta ári var raunar helmingi meiri en 2004 en þó heldur minni en meðaltalið síð- asta áratug en það er 1.095. Þessar tölur eru komnar frá flugöryggisstofnuninni Aviation Safety Network og yfirfarnar af dönsku flugmálastofnuninni að því er sagði á fréttavef Berlingske Tid- ende. Þær þýða í stuttu máli, að farþegaflugið, áætlunarflugið, er ótrúlega öruggur ferðamáti. Ótrúlega öruggt að fljúga FARGJÖLD hjá Strætó bs. hækkuðu 1. janúar sl. um að meðaltali rúmlega 10% en ákvörðun um hækkun var tekin í stjórn fyrirtækisins 16. desember sl. Gjaldskráin hækkaði síðast í febrúar 2003 og þar áður í júlí 2001. Með nýju gjaldskránni hækkar venju- legt fargjald úr 220 krónum í 250 krónur og fargjald fyrir börn hækkar úr 60 krónum í 75 krónur. Græna kortið, sem gildir í mánuð, hækkar úr 4.500 krónum í 5.000 krónur og Rauða kortið, sem gildir í þrjá mánuði, hækkar úr 10.500 í 11.500 krónur. Fargjöld öryrkja og aldraðra hafa ver- ið samræmd og er einstakt fargjald nú 75 krónur en ungmenni á aldrinum 12–18 ára greiða 115 krónur. Ætlað að mæta verðlagshækkun Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að hækkuninni sé ætlað að mæta 11% verðlagshækkun frá því í febr- úar 2003, þegar gjaldskráin hækkaði síð- ast. Þá sé einnig verið að samræma verð og láta það standa á þægilegum tölum. Reynt hafi verið að láta þá sem mest nota strætisvagna koma best út úr hækk- ununum og því hafi tímabilakortin eins og rauða og græna kortið hækkað hvað minnst. „Þegar við vegum saman alla flokka hækkar meðalfargjald okkar ekki umfram verðlagsbreytinguna frá því í febrúar 2003,“ segir Ásgeir. Áætlað er að gjaldskrárbreytingarnar skili Strætó bs. um 80–90 milljóna króna tekjuaukningu á ári, en tekjur af far- gjöldum hafa verið um 800 milljónir króna á ári. Strætó bs. hækkar far- gjöld um 10%                                   Heilsa og lífsstíll og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.