Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 46

Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími 564 0000❅ ❅ ❅ ❅❅ ❅❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann ❅❅ Miðasala opnar kl. 13.30 Gleðilegt nýtt ár Sýnd kl. 2, 4 og 6 Íslenskt talSýnd kl. 6 Íslenskt tal Gleðilegt nýtt ár Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! eeee Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 6 ryan reynolds amy smart JUST FRIENDS Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára EINNIG SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 „ áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð“ eeeeHJ / MBL „Mynd sem stendur fyllilega fyrir sínu" „...A Little Trip sýnir mann (Baltasar) sem hefur náð fullum tökum á list sinni" Valur Gunnarsson / Fréttablaðið Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 12 ára Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliam byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliam byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka “ Íslenskur kraftur í erlendum stórstjörnum, Baltasar á réttri leið” K&F / XFM TROMMU- og bassamaðurinn Mar- cus Intalex hélt uppi glimrandi stemningu á miklu gamlársballi Breakbeat.is sem var haldið á Gauki á Stöng á nýársmorgun. Dans- þyrstir gestir Gauksins fögnuðu nýja árinu undir beljandi töktum og seiðandi grúvi frá hússnúðum break- beat.is þeim Kalla, Lella og og Ewok áður en Intalex sjálfur steig á stokk. Þeir Ozy og Earl Mondeyano sáu svo um tjúttið í kjallaranum. Morgunblaðið/Eggert Plötusnúðar frá Breakbeat.is stóðu vaktina um nóttina. Elvar Ingi Helgason og Sara Karlsdóttir tóku á móti fyrstu tím- um nýs árs á gamlársballi Breakbeat.is á Gauki á Stöng. Dansinn dunaði á dansgólfinu undir beljandi takti snúðanna. Kjartan Þór Kjartansson og Lilja Björk Guðmundsdóttir. Helgi Sigurðsson og Arndís Sumarliðadóttir voru í miklum gír á Gauknum. Dansað inn í nýja árið HLJÓMSVEITIRNAR Mínus, Bang Gang, Hjálmar, Brain Police, Dr. Spock, Hairdoctor og Beatmakin Troopa koma fram á tónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 6. janúar (þrett- ándanum) í tilefni af því að Toyota á Íslandi hef- ur hafið sölu á nýja smábílnum Aygo. Strákarnir í Mínus hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarið og ekki komið opinberlega fram síðan í júlí á síðasta ári. Ráðgert hafði verið að Mínus kæmi fram á Iceland Airwaves síðasta haust en úr því varð þó ekki. Langt er liðið síðan Bang Gang hefur komið fram opinberlega hér á landi ef frá eru taldir 70 manna tónleikar í Stúdentakjallaranum á dög- unum og enn lengri bið mun verða þar til sveitin stígur næst á svið þar sem Barði Jóhannsson er á leið úr landi til að taka upp næstu plötu. Hjálmar eru flestum að góðu kunnir en nú er kærkomið tækifæri fyrir yngri aldurshópa að upplifa sveitina á tónleikum því ekkert aldurs- takmark er á þessa tónleika. Brain Police er nýkomin úr tónleikaferðalagi til Þýskalands þar sem sveitin gerði stormandi lukku og spilaði hvað eftir annað fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð og hlaut rífandi dóma áhorf- enda jafnt sem þýsku pressunnar. Hairdoctor hefur fengið góðar móttökur við sinni fyrstu skífu og mikil eftirvænting ríkir eft- ir því að sjá þessa ungu sveina spila í fyrsta sinn á alvöru tónleikum. Dr. Spock spilar gríðarlega kraftmikið rokk en sveitin gaf út sína fyrstu skífu nú í sumar. Sveitin hefur fengið afar góða dóma og þá ekki síst fyrir sviðsframkomu svo óhætt er að lofa eftirminnilegu innleggi þessarar sveitar. Beatmakin Troopa gaf út plötuna Peaceful Thinking á síðasta ári auk þess sem hann kom fram á Iceland Airwaves. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og að- gangur er ókeypis en miðar eru afhentir í Aygo- hjólhýsinu á Lækjartorgi milli kl. 16 og 20 alla daga fram að tónleikum Einnig er hægt að nálg- ast miða í söludeildum og hjá umboðsaðilum Toyota um land allt. Morgunblaðið/Árni Torfason Rokksveitin Mínus hefur ekki komið fram í þónokkurn tíma en spilar nú á þrettánda- tónleikum í boði Toyota. Tónlist | Íslenskar hljómsveitir spila í boði Toyota Þrettánda- tónleikar Laugardalshöll, 6. janúar. kl. 18. Fram koma Bang Gang, Hjálmar, Brain Police, Dr. Spock, Hairdoctor og Beatmakin Troopa. Aðgangur ókeypis og aldurstakmark er ekkert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.