Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 36

Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Á aðventu horfa prestar með söfnuðum sínum til jóla og hvetja til að undirbúast rétt með því að stilla sálar- og hjarta- strengi inn á bylgjulengd englasöngs og himinljósa sem hljóma í og lýsa upp næturhúm. Sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknar- prestur hefur gert það í byrjun lið- innar aðventu sem löngum fyrr, og hann hefur hugleitt það hvernig hann ætti að setja fram undursamlegt fagnaðarerindi jóla um fæðingu frels- arans sem innleiðir og opnar aðgang að ríki Guðs, svo að myrkur, synd og sorg, veikindi og dauði víkja fyrir andblæ hans og áhrifum. Andlát sr. Ólafs Odds á stysta og ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON ✝ Ólafur OddurJónsson, sóknar- prestur í Keflavík, fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1943. Hann lést 21. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 30. desem- ber. dimmasta degi ársins kom á óvart því að ekk- ert hafði frést af veik- indum hans. Hann var vökull og vandvirkur guðfræðingur og hug- sjónaríkur prestur sem mikill missir er að. Sr. Ólafur Oddur vakti athygli í guð- fræðideild Háskóla Ís- lands fyrir glæsileika og atgervi, örugga framkomu og fas en einkum fyrir skarp- skyggni og námshæfni sína. Hann náði góðum tökum á trú- fræði og siðfræði enda í mun að rann- saka hvort og hvernig trúarsjónarmið gætu svarað spurningum í síbreyti- legri samtíð um lífsgildi og merkingu. Ég sé Ólaf Odd enn fyrir mér klædd- an ljósum leðurjakka í heimsókn í guðfræðideildinni nýkominn úr fram- haldsnámi í Vesturheimi. Andans kraftur og atorka fylgdi honum en jafnframt festa og yfirvegun þekking- ar og skilnings. Hann hafði m.a. lagt stund á trúarbragðafélagsfræði enda lét hann sig ávallt mjög varða sam- skipti kirkjudeilda og trúarbragða og vildi glæða virðingu og skilning þeirra á milli og var um tíma formaður Sam- starfsnefndar kristinna trúfélaga. Þegar sr. Ólafur Oddur vígðist til sóknarprestsþjónustu við Keflavíkur- kirkju fyrir réttum þrjátíu árum tók hann við þjónustu af sr. Birni Jóns- syni, vinsælum og farsælum guðs- þjóni. Ekki var auðvelt að fylla það skarð. En sr. Ólafur Oddur sannaði brátt hæfni sína og ávann sér traust sem skeleggur prestur og félagsmála- frömuður og lét vel að sér kveða í samtímaumræðu um siðfræði og sam- félagsmál. Hann var rökfastur og góður kennari og fræðimaður, náði vel til unglinga sem og þeirra er eldri voru. Hann ritaði fjölda greina og álitsgerða um siðferðileg álitamál og hafði glöggar hugmyndir um mikil- vægt hlutverk kirkjunnar í samfélagi sem var á stöðugri hreyfingu. Hann var prófasti Kjalarnessprófasts- dæmis, sr. Braga Friðrikssyni, mjög innan handar og leysti hann af ef þörf var á. Og óskað var eftir kennslu sr. Ólafs Odds í guðfræðideild þar sem hann kenndi siðfræði og viðhafði þar sem hvarvetna vönduð vinnubrögð. Breytingar á byggð og atvinnuhátt- um urðu miklar í Keflavík svo sem víðar á landinu á þremur áratugum. Atvinna var stundum ótrygg og fé- lagsleg röskun olli óvissu í mannlífi. Sr. Ólafur Oddur lét sig mjög varða kjör og líðan sóknarbarna sinna og liðsinnti þeim, uppörvaði og styrkti. Slys og ótímabær dauðsföll snertu hann mjög sem sálusorgara og hann hafði forgöngu um stofnun Bjarma, félags um sorg og sorgarviðbrögð á Suðurnesjum og gerðist formaður þess. Sr. Ólafur Oddur hafði oft hugg- að og styrkt þá sem höfðu orðið fyrir miklu mótlæti í lífinu og skrifaði um brostnar vonir, heilsutjón og dauða, læsilegt efni fyrir grunnskólanem- endur. Hann var raunsær og raungóður og aflaði sér ekki auðfenginna vin- sælda með fagurgala. Hann fylgdi hiklaust sannfæringu sinni og hug- sjónum, kjarkaður og einarður, við því búinn að sæta andbyr og ámælum ef svo bar við, var sjálfur strangheið- arlegur og vænti slíks af öðrum, eink- um þeim sem treyst var fyrir þjón- ustu í kirkjunni. En það hefur komið honum mjög í opna skjöldu að þurfa að fást við andgust í söfnuðinum eftir að hann kom að utan úr námsleyfi því vegið var að stöðu hans. Sr. Ólafur Oddur brást ákveðið og einarðlega við en það hefur reynt mjög á hann og haft mikið að segja varðandi líðan hans og fjölskylduhagi. Hann vildi sjá byggingu nýs safn- aðarheimilis Keflavíkurkirkju borgið en töluverð andstaða var gegn því að byggt yrði við kirkjuna þótt mjög væri vandað til undirbúnings og hönnunarvinnu. Hve vel tókst til við að reisa safnaðarheimili við Hafnar- fjarðarkirkju sem er systurkirkja Keflavíkurkirkju og teiknuð af sama arkitekt og hún, Rögnvaldi Ólafssyni, hefur hvatt til framkvæmda. Það sýndi sig og þegar safnaðarheimilið nýja við Keflavíkurkirkju, Kirkju- lundur, var fullbyggt, að það setti fagran svip á kirkjuna og umhverfi hennar og hefur skapað aðstöðu fyrir mun margþættara og öflugra safnað- arstarf en fyrr enda hafa tveir prestar þjónað kirkjunni síðustu árin og fjöl- mennara starfslið en áður unnið að safnaðarstörfum. Það var þó sem sr. Ólafur Oddur léti minna fyrir sér fara síðustu árin en fyrr enda hafði mikið á honum mætt. Hann fylgdist samt vel með því sem var að gerast í veröld og samfélagi. Og hann hugleiddi vanda og viðfangsefni samtímaguðfræði og siðfræði, sem leituðust við að bregð- ast við nýjum aðstæðum og svara áleitnum spurningum, t.d. um afleið- ingar tækninýjunga og framfara í læknisfræði. Það var jafnan ánægjulegt að hitta sr. Ólaf Odd enda var hann víðsýnn og viðræðugóður. Síðast bar fundum okkar saman á prédikunarnáms- stefnu í Skálholti á liðnu hausti, þar sem hann lagði gott til mála sem endranær. Sr. Ólafur Oddur var í far- arbroddi þeirra presta hér á landi sem hafa látið sig mjög varða hvernig ber að tjá og túlka sígilt fagnaðarer- indi Jesú Krists við breytilegar að- stæður og byggja upp og móta kirkju- og safnaðarstarf svo að það fái í anda hans veitt sem best skjól og athvarf í Bróðir minn, JÓN BERGMANN GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi á Breið, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 29. desember. Jórunn Guðmundsdóttir. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir, tengda- móðir og amma, BJARNFRÍÐUR H. GUÐJÓNSDÓTTIR (Fríða), Orrahólum 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. Lára Hjartardóttir, Ester Gísladóttir, Haukur Barkarson, Eyrún Helga Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Elva Rut Jónsdóttir, Erna Ósk Guðjónsdóttir, Þórdís M. Guðjónsdóttir, Margeir Elentínusson, Lára Samira Benjnouh, Yann Le Pollotek, Telma Rún, Mikael Elí og Sóley Nadia. SIGURBJÖRG KRISTFINNSDÓTTIR er látin og hefur útför hennar farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. Elskuleg sambýliskona mín og vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FJÓLA LEÓSDÓTTIR, Reykjasíðu 7, Akureyri, lést þriðjudaginn 27. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 6. janúar kl. 13.30. Guðmundur Jónasson, Monika Gissurardóttir, Sigurður Árnason, Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Víglundur Páll Einarsson, Berglind Wiium Árnadóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAGUR HERMANNSSON, Snægili 6, Akureyri, lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 30. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóna Kristín Jónsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, PÉTUR SIGURÐSSON frá Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 5. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd afkomenda, Ingibjörg Pétursdóttir, Magnús Karl Pétursson, Halldóra Karlsdóttir, Kristján Pétursson, Erla Magnúsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Björn Ólafsson, Sigurður Kr. Pétursson, Helga Magnúsdóttir, Sigþór Pétursson, Colleen Mary Pétursson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR, lést að kvöldi laugardagsins 31. desember sl. Jósef Magnússon, Rut Magnússon, Guðríður Helga Magnúsdóttir, Þórir Ragnarsson, Jakob Magnússon, Valgerður Jóhannsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS TÓMASSON frá Helludal, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Sel- fossi, aðfaranótt laugardagsins 31. desember. Tómas Tómasson, Guðríður Guðbjartsdóttir, Kristófer Arnfjörð Tómasson, Sigrún Jóna Sigurðardóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NÍELS HELGI JÓNSSON, Birkihlíð 14, Reykjavík, lést laugardaginn 31. desember. Útförin verður auglýst síðar. Dóra Unnur Guðlaugsdóttir, Valgerður Níelsdóttir, Lárus Loftsson, Gústaf A. Níelsson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Níelsson, Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Brynjar Níelsson, Arnfríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA FINNBOGADÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 5. janúar kl. 15.00. Gunnar Smárason, Christine Vinum, Elín Smáradóttir, Hjalti Nielsen, Hrafnhildur Huld Smáradóttir, Alexander Wiik og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.