Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Þetta ferli hefur svo sann-arlega opnað mér nýja sýnog nú lifi ég í gjörbreyttumheimi. Áður lifði ég í heimi
lesblindunnar þar sem ég lét mér
nægja að lesa fyrirsagnir í dag-
blöðum, átti mjög erfitt með að fylgj-
ast með skjátexta í sjónvarpinu og
forðaðist bækur eins og heitan eld-
inn,“ segir Þorsteinn Gíslason, 36 ára
málmsteypumaður hjá Málmsteyp-
unni Hellu í Hafnarfirði.
Eftir að Þorsteinn ákvað að sækja
sér hjálp með styrk frá stéttarfélag-
inu sínu, Félagi járniðnaðarmanna,
var hann frá fyrsta
degi sann-
færður um
að hann
væri að
stíga skref í rétta átt. „Ég hef alla tíð
átt mjög erfitt uppdráttar í skóla og
hafa einkunnir mínar í gegnum tíðina
borið vott um það. Ég lét mig þó hafa
það að fara í iðnnám í Iðnskólanum í
Hafnarfirði þar sem ég lærði málm-
steypu, en óhætt er að segja að sú
skólaganga hafi verið bæði kvöl og
pína. Allur lestur verður mjög erf-
iður. Hugurinn fer á eitthvert hug-
arflakk í tímum og þá vill verða erfitt
að halda einbeitingunni við kenn-
arann og efnið. Það var mjög gott að
fá sjálfsstyrkingu í byrjun nám-
skeiðsins því flestir þeir, sem stríða
við lesblindu, eru að burðast með
skerta sjálfsmynd í þokkabót við
allt annað. Ég varla
trúði árangrinum
af námskeiðinu
sjálfur þegar upp var staðið. Núna
les ég fréttir í dagblöðum, næ að
fylgjast vel með skjátexta í sjónvarpi
og einbeiti mér miklu betur en áður.
Dóttir mín, Dagný Þóra, sem er fjög-
urra ára, er sömuleiðis farin að biðja
pabba sinn um að lesa fyrir sig
barnabækurnar, sem ég get nú loks-
ins gert skammlaust. Hún vildi það
ekkert áður því ég ruglaði öllu saman
og las ekkert rétt. Hún var fljót að
fatta það enda var enginn þráður í
lestrinum hjá mér,“ segir Þorsteinn
og bætir við að hann stefni nú að
þriggja ára háskólanámi í véliðnfræði
við Háskólann í Reykjavík frá og með
næsta hausti.
Þorsteinn var í hópi tíu manna,
sem útskrifuðust um mitt ár. Að
loknu námskeiðinu útbjó hann lista-
verk, sem nemendahópurinn færði
Mími-símenntun að gjöf við útskrift
og lýsir vel þeirri tilfinningu, sem
fylgir því að sigrast á lesblindunni.
Fjármögnun helsta vandamálið
Mikil þörf er fyrir úrræði
fyrir lesblinda og fólk
með lesraskanir í þjóð-
félaginu. Lesblindir
hafa margir hverj-
ir lent í verulegum
erfiðleikum í
skólakerfinu og
því er brýnt að
bjóða upp á nám-
skeið, sem sér-
staklega tekur á og
leiðréttir lesblindu.
Námskeiðið „Aftur í
nám“ á vegum Mímis-
símenntunar stendur
yfir í 95 kennslu-
stundir. Þar af fer stór
hluti námsins fram í ein-
staklingskennslu og eru
lesblindir leiðréttir með aðferðum
Ron Davis-tækninnar. Námskeiðið
hefst með sjálfsstyrkingu, en jafn-
framt er kennd námstækni, íslenska
og ritvinnsla í tölvum auk þess sem
allir nemendur fá námsráðgjöf.
„Ef ástandið er líkt og í nágranna-
löndunum, þá er ekki ólíklegt að ætla
að um 8% íslensku þjóðarinnar séu
lesblind. Það svarar til fimmtán þús-
und Íslendinga á aldrinum 15 til 65
ára sem eiga við mjög mikla eða um-
talsverða lestrarörðugleika að etja.
Til viðbótar eiga um tuttugu þúsund
Íslendingar í nokkrum vandræðum
vegna lítillar lestrarfærni. Samanlagt
eru þetta því um 35 þúsund Íslend-
ingar sem eiga við mismikla lestr-
arörðugleika að etja,“ segir Hulda
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá
Mími-símenntun.
Hátt í fimmtíu manns hafa farið í
gegnum lesblinduleiðréttingaferli hjá
Mími-símenntun síðan farið var að
bjóða upp á slík námskeið árið 2004.
Fjórir hópar hafa nú þegar verið út-
skrifaðir og stefnt er að áframhald-
andi námskeiðahaldi þar sem þörfin
er brýn. „Hjá okkur er langur bið-
listi, en helsta vandamálið okkar er
að það gengur illa að finna fjár-
mögnun. Mjög mörg stéttarfélög
hafa stutt mjög myndarlega við bakið
á sínum félagsmönnum og borgað allt
að 90% af kostnaði. Á hinn bóginn
eru til fjölmörg dæmi um að lesblint
fólk, sem þarf svo sannarlega á leið-
réttingu að halda, sé ekki í stétt-
arfélagi og hafi þar af leiðandi ekki
bolmagn til að greiða 215 þúsund
króna námskeiðsgjald,“ segir Hulda
að lokum.
LESBLINDA | Leiðréttingarferlið opnaði Þorsteini Gíslasyni, sem nú stefnir á háskólanám, nýja sýn
„Get nú lesið skammlaust
fyrir dóttur mína“
Morgunblaðið/Ómar
Þorsteinn Gíslason með dóttur sína Dagnýju Þóru, 4 ára. Hann les nú glað-
ur barnabækurnar með henni þeim báðum til ánægju.
Listaverkið, sem Þorsteinn bjó til og nemendur gáfu Mími er táknrænt fyr-
ir lesblinduna. Það sýnir höfuð, sem tekið hefur verið í sundur og er holt að
innan, steypt í kopar. Öðrum megin er stafahrúga, sem steypt var í ál, en
hinum megin eru stafirnir svo komnir í stafrófsröð.
Talið er að 35 þúsund Íslendingar eigi við mismikla
lestrarörðugleika að etja. Jóhanna Ingvarsdóttir
skyggnist inn í heim Þorsteins Gíslasonar, sem
kætist nú mjög yfir því að hafa sótt sér hjálp.
Næsta námskeið undir yfirskrift-
inni „Aftur í nám“ hjá Mími-
símenntun hefst 24. janúar og
munu fræðslusjóðir ýmissa stétt-
arfélaga styrkja sína félagsmenn
til námsins auk þess sem mennta-
málaráðuneytið hefur veitt styrk
til námsins.
join@mbl.is
Sú nýbreytni hefur verið tekinupp í Vesturbæjarlaug aðbjóða upp á dagsbirtulampa.
Þessir lampar eru ætlaðir fólki sem
er að kljást við skammdegisóyndi.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að um
10,5% Íslendinga eru haldin því sem
kallað hefur verið skammdegisóyndi
og þar af eru 3,6% þunglynd.
Skammdegisóyndi lýsir sér í því að
þeir sem af því þjást sýna einkenni
um depurð, skerta virkni eða at-
hafnaleysi, kvíða, bráðlyndi, þreytu
að degi til, aukna svefnþörf og kyn-
deyfð. Birtumeðferð þessi gengur út
á það að fólk situr fyrir framan til
þess gert ljós í ákveðinn tíma. Ekki
er um meðferð gegn þunglyndi að
ræða.
Telja má að tæplega 12.000 Reyk-
víkingar fái einkenni skammdeg-
isóyndis ár hvert.
Lamparnir voru settir upp í Vest-
urbæjarlaug að frumkvæði verkefn-
isins Reykjavíkur – heilsuborgar og í
samtali við Sigmar B. Hauksson
verkefnisstjóra kemur fram að árs-
tíðabundið þunglyndi hafi verið skil-
greint sem sjúkdómur 1984. „Vetr-
aróyndi er heilkenni sem lýsir sér í
geðlægð sem kemur ávallt fram á
sama tíma ár hvert og stendur yfir
vetrarmánuðina. Það hefur verið
sýnt fram á það með óyggjandi hætti
að birtumeðferð dregur úr einkenn-
um sjúkdómsins.“ Sigmar segir einn-
ig að lamparnir geri sama gagn og
ferð suður á bóginn. „Geðlægðin
kemur alltaf fram í skammdeginu og
birtumeðferð, hvort sem er ferð suð-
ur á bóginn eða í lömpunum, hefur
betri líðan í för með sér.“ Að sögn
Sigmars eru dagsbirtulamparnir
seldir í verslunum og nokkuð er um
að fólk sé með þetta heima hjá sér.
„Ef árangurinn af lömpunum í Vest-
urbæjarlaug verður góður munum
við setja þetta upp á fleiri stöðum.“
Fastagestir í Vesturbæjarlaug
nýta sér lampana
„Við fengum þessa lampa í Vest-
urbæjarlaugina í byrjun nóvember,“
segir Guðrún Arna Gylfadóttir, for-
stöðumaður Vesturbæjarlaugar.
„Gestir voru forvitnir til að byrja
með, fólk hélt jafnvel að þetta væri
einhvers konar sólbekkir, til að verða
brúnn í. Þegar fólk svo áttaði sig á
hvað lamparnir geta gert hefur þeim
gestum sem nota sér þá fjölgað. Sér-
staklega á morgnana og kvöldin.“
Guðrún Arna segir að það sé
ákveðinn hópur sem noti lampana,
sumir bæta þessu við hressinguna
sem felst í sundinu, aðrir koma ein-
göngu til að fara í lampa. „T.d. sagði
ein kona mér að hún svæfi talsvert
betur síðan hún byrjaði að nota þá og
hún fann mun eftir vikunotkun. Ég
frétti líka af öðrum sem hefur fundið
fyrir skammdegisleiða í mörg ár, sá
segist vera mun léttari og vill meina
að notkun lampanna geri honum
mjög gott.“
Guðrún Arna segir að það hafi auk-
ist að fólk komi eingöngu til að fara í
lampa. Einnig sé mjög stór hópur
fólks sem stundar sund áður en það
fer í vinnu og nýti sér gjarnan að sitja
um stund við lampa.
Einn viðmælandi Morgunblaðsins,
sem er fastagestur í lauginni, hafði
það að segja um lampana að þeir
væru góð viðbót við sundlaugarferð-
ina. Rútínan væri að fara í laugina,
heitan pott og gufu. Eftir að lamp-
arnir komu í laugina hefði þeim verið
bætt við og viðmælandinn vissi til að
fleiri fastagestir notuðu lampana að
staðaldri.
Notkun lampanna er gestum að
kostnaðarlausu.
HEILSA | Birtumeðferð þykir gefast vel gegn skammdegisóyndi
Góð viðbót við laugarferðina
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Gestir voru forvitnir til að byrja með en þegar fólk svo áttaði sig á hvað lamparnir geta gert hefur þeim sem nota
sér þá fjölgað, segir Guðrún Arna Gylfadóttir sem hér stendur framan við lampana.
FITA er nauðsynleg líkamanum,
hún flytur fituleysanleg vítamín A,
D, E og K gegnum líkamann og
ver innvortis líffærin. Hún getur
líka innihaldið ómissandi fitusýrur
sem eru sagðar hafa jákvæð áhrif á
hjartað og ónæmiskerfið. Fita er
uppspretta orkunnar, sem þýðir að
ef þú borðar mikið af feitum mat er
líklegt að þú fitnir. En að vita
muninn á ómettaðri og mettaðri
fitu getur hjálpað til segir á vefslóð
BBC.
Mettuð fita er venjulega föst við
herbergishita og er oftast dýrafita.
Það er hægt að finna hana í feiti,
smjöri, hörðu smjörlíki, osti, ófitu-
skertri mjólk og öllu sem inniheld-
ur þessar vörur, eins og kökum,
súkkulaði, kexi og bökum. Mettuð
fita er líka hvíta fitan sem þú sérð
á rauðu kjöti og undir skinni ali-
fugla.
Best er að borða sem minnst af
mettaðri fitu, en þeir sem borða
mikið af henni eru í aukinni hættu
á að fá kransæðasjúkdóma.
Ómettuð fita er vanalega fljót-
andi í herbergishita og kemur oft-
ast af grænmeti. Ómettuð fita er
hollari en mettuð fita og má finna
hana í grænmetisolíum eins og se-
sam, sólblóma, soja og olívu; fiskur
eins og makríll, sardínur og lax
innihalda líka ómettaða fitu.
Mikið af mat inniheldur bæði
mettaða og ómettaða fitu, en hann
er sagður vera annað hvort eftir
því hvor fitan er í meirihluta.
Þannig að olífuolía með hollri
ómettaðri fitu inniheldur líka mett-
aða fitu.
Nokkur orð
um fitu
MATUR