Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 23

Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 23 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 ÚTSALA N ER HA FIN -30% AF SLÁTTU R iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Laugavegi 40 Sími 561 1690 RALPH LAUREN Útsala Útsala 20-70% afsláttur Útsala Útsala 30-50% afsláttur Fyrri rannsóknir hafa sýntfram á að gæludýr gætulengt ævi eigenda sinna en nýjar rannsóknir eru ekki eins afdráttarlausar. Á vefnum forskning.no er greint frá því að fyrri rannsóknir hafi leitt í ljós að gæludýraeigendur ættu meiri möguleika á að lifa af hjartaáfall og ættu síður á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Nýrri rannsóknir taka fleiri áhrifaþætti með í reikninginn þegar rannsakað er hvaða hlut- verki gæludýr gegna. Breskir vísindamenn undir forystu June McNicholas hafa rannsakað það og hverjar orsak- irnar fyrir hugsanlegum áhrifum á eigandann eru. Niðurstöðurnar eru að möguleikarnir eru þrír: Í fyrsta lagi að ekkert samhengi sé á milli gæludýraeignar og heilsufars. Þ.e. að gæludýraeig- endur hafi bara ákveðinn lífsstíl. En vísindamennirnir efast um þennan möguleika þar sem eng- ar rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýraeigendur lifi heil- brigðara lífi en aðrir. Annar möguleiki er sá að gæludýraeig- andinn nái betra sambandi við annað fólk vegna gæludýrsins. Og rannsóknir sýna að félagslíf hefur jákvæð áhrif á heilsuna. Þriðji möguleikinn er að gælu- dýraeignin sjálf sé holl. Að sam- bandið á milli gæludýrsins og eigandans geti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta gegnt sama hlutverki og vinir úr hópi manna og sambandið á milli eig- anda og gæludýrs jafnvel stöð- ugra en hefðbundið vinasam- band. En gæludýrum fylgja einnig ókostir. Gæludýraeigendur fresta oft eða sleppa því að leita sér læknishjálpar vegna þess að þeir óttast að sjúkrahúsvist að- skilji þá frá gæludýrinu. Einnig getur sorgin vegna dauða gælu- dýrs verið jafnþung og sú sem maður ber í brjósti vegna frá- falls fjölskyldumeðlims og gælu- dýraeignin getur þannig haft áhrif á andlega heilsu eigandans til hins verra. Einnig geta gæludýr borið með sér bakteríur og sníkjudýr sem geta borist í eigendurna. Áhættan er þó ekki mikil. Morgunblaðið/Ásdís Samband á milli eiganda og gæludýrs getur reynst stöðugra en hefðbundið vinasamband. Dýrin geta gegnt hlutverki vinar  GÆLUDÝR Vísindamenn við Kaliforn-íuháskóla í San Diego segjaað stórir skammtar af D- vítamíni geti minnkað líkurnar á algengustu tegundum krabba- meins um allt að helming. Vís- indamennirnir skoðuðu 63 eldri rannsóknir um málið og tóku eftir því að vítamínið getur m.a. minnk- að líkur á brjósta-, eggjastokks- og ristilkrabbameini. Enn á þó eftir að framkvæma frekari rann- sóknir til að fá endanlegar nið- urstöður, að sögn vísindamanna. Þetta kemur fram í nýjasta hefti American Journal of Public Health. Læknar fagna rannsókninni en taka henni með fyrirvara og segja hættu á því að of stórir skammtar af D-vítamíni geti skaðað nýru og lifur. Svokölluð náttúruleg gerð vítamínsins kallast D3, en hún myndast í húð manna við tilkomu útfjólublás sólarljóss. Finnst vít- amínið þó einnig í ákveðnum teg- undum fæðu, s.s. í feitum fiski, smjöri og í kjöti. Samband vítamíns og krabbameins Í rannsókninni var sambandið á milli magns D-vítamíns í blóði og hættunnar á krabbameini skoðað Þar kom m.a. fram að lífslíkur fólks af afrísk-karabísku bergi brotið sem greint hefur verið með brjósta-, ristil-, blöðruháls- og eggjastokkskrabbamein eru minni en hvítra. Af því drógu vísinda- mennirnir þær ályktanir að dekkri húð framleiddi minna af D-víta- míni en hvít. Þá gaumgæfðu vísindamennirnir rannsóknir víðs vegar að úr heim- inum sem gerðar voru á árunum 1966 til 2004. Segja þeir nið- urstöðurnar sýna að D-vítamín sé fyrirbyggjandi gegn nokkrum gerðum krabbameins og ekki hægt að leiða mikilvægi þess hjá sér. En með því að taka 25 milli- grömm af D-vítamíni daglega megi minnka líkurnar á rist- ilkrabbameini um helming og brjóstakrabbameini og krabba- meini í eggjastokkum um 30%. D-vítamín minnkar líkur á krabbameini  HEILSA Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.