Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 21
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | Bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar hefur samþykkt að öll
börn með lögheimili í sveitarfé-
laginu eigi frá eins árs aldri til og
með fimm ára rétt á fjögurra tíma
dvöl á leikskóla bæjarins án endur-
gjalds, á starfstíma skólans. Frek-
ari dvöl og fæðiskostnaður greiðist
skv. gjaldskrá. „Þetta er búið að
gerjast í nokkurn tíma, allt frá hug-
mynd til framkvæmdar í gegnum
félög og ráð,“ segir Snorri Em-
ilsson, ferða- og menningarfulltrúi
Seyðisfjarðar. „Fyrsta skrefið í átt
að gjaldfrjálsum leikskóla var tekið
fyrir um ári síðan, þegar leikskól-
inn var gerður gjaldfrjáls í fjóra
tíma fyrir fimm ára börnin, eða
elsta árganginn. Þetta er annað
skrefið og það er von margra að
þau verði fleiri.“
Þess má og geta að sveitarstjórn
Austurbyggðar hefur samþykkt að
veittur verði gjaldfrjáls leikskóli
fyrir elsta árgang leikskólabarna í
Austurbyggð frá kl. 8–12 nú frá
áramótum.
Á meðfylgjandi mynd er Sig-
urður O. Sigurðsson leiðbeinandi í
leikskólanum á Seyðisfirði ásamt
(f.v.) Óla J. Gunnþórssyni, Ara B.
Símonarsyni, Gunnari Einarssyni,
Jóni V. Péturssyni og Kapítólu R.
Stefánsdóttur.
Ljósmynd/Snorri Emilsson
Öll leikskólabörn á
Seyðisfirði fá fjóra tíma
endurgjaldslaust
Óðinssyni nema sem gefur kost á sér
í 4. til 6. sæti. Pétri Fannari Gísla-
syni nema sem gefur kost á sér í 6.
sætið og Aðalsteini I. Jónssyni
bónda sem tilgreinir ekkert sérstakt
sæti en mun taka þar sæti á listanum
sem hann raðast.
Formaður fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna á Fljótsdalshéraði er
Hrafnkell A. Jónsson.
Egilsstaðir | Sjálfstæðisflokkurinn á
Fljótsdalshéraði verður með próf-
kjör vegna sveitarstjórnarkosning-
anna 27. maí nk. Prófkjörið fer fram
4. og 5. febrúar. Framboðsfrestur
rann út 16. desember. Framboð bár-
ust frá 9 einstaklingum:
Soffíu Lárusdóttur, forstöðu-
manni Svæðisskrifstofu fatlaðra á
Austurlandi og forseta bæjarstjórn-
ar, sem gefur kost á sér í 1. sætið.
Guðmundi Sveinssyni Kröyer, verk-
fræðingi og bæjarfulltrúa, Þráni
Lárussyni, skólameistara á Hall-
ormsstað og formanni Sjálfstæðis-
félags Fljótsdalshéraðs, og Þórhalli
Harðarsyni, rekstrarstjóra Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Egilsstöðum,
sem gefa kost á sér í 2. til 3. sæti.
Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur
fjármálastjóra og formanni ungra
sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði
í 3. sæti, Guðmundi Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Barra, sem gefur
kost á sér í 3. til 4. sæti. Degi Skírni
Prófkjör sjálfstæðismanna
á Héraði í febrúar
Neskaupstaður | Jóna Guðlaug Vig-
fúsdóttir blakkona var valin íþrótta-
maður Þróttar árið 2005. Jóna Guð-
laug, sem er 16 ára gömul, vann
meðal annars það afrek á árinu að
vera fyrsti Íslendingurinn sem nær
því takmarki að verða atvinnumaður
í blaki, en hún skrifaði undir at-
vinnumannasamning við blaklið í
Frakklandi í sumar. Jóna hlaut öll
greidd atkvæði hjá hópnum sem vel-
ur íþróttamann Þróttar.
Jóna Guðlaug
íþróttamaður
Þróttar 2005
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Blakkonan knáa Jóna Guðlaug.
Bensínsamkeppni Bensínorkan
ráðgerir að opna nýja eldsneytissölu
á Egilsstöðum á næstu vikum og
mun hún standa við Þjóðveg 1 við
Egilsstaði. Fyrir eru á Egilsstöðum
bensínstöðvar Skeljungs og Esso og
í Fellabæ handan Fljóts er Olís með
stöð. Bensínorkan leitar víðar fanga
á Austurlandi og hefur sótt um lóð í
Neskaupstað, við Strandgötu 15.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti
umsóknina nýverið með fyrirvara
um grenndarkynningu.
♦♦♦