Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík
sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com
Þrettándabrennan á eldhúsflatskjánum
Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast
gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum.
Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir.
20 ára ábyrgð.
Þetta er Invita
20" LCD
flatskjársjónvarp
25 ára afmælistilboð
HELGI Berg Friðþjófsson hefur síð-
ustu 14 ár keppt í fjallahjólreiðaí-
þróttinni af miklu kappi. Und-
anfarin ár hefur hann keppt í
Danmörku og náð einstökum ár-
angri en hann hefur hampað Dan-
merkurmeistaratitlinum í fjalla-
hjólabruni tvisvar. Í samtali við
Morgunblaðið segir Helgi að hann
hafi ekki ætlað sér að keppa í fjalla-
hjólreiðum í Danmörku en hafi fljót-
lega snúist hugur.
„Ég fluttist til Danmerkur fyrir
nokkrum árum þegar kærasta mín
hóf nám í Álaborg. Ég ætlaði mér
ekkert að fara að keppa en áður en
langt um leið var ég búinn að kynn-
ast fólki með sama áhugamál og eitt
leiddi af öðru. Fyrr en varði var ég
farinn að æfa af fullum krafti, bæði
fjallabrun og BMX, og keppti í
fjallabruni á svokölluðu „hardtail“-
hjóli árið 2004, en það eru hjól sem
eru einungis með fjöðrun að framan.
Ég lauk fyrstu keppni í mótaröðinni
í þriðja sæti en vann allar keppnir
eftir það og varð þar af leiðandi
Danmerkurmeistari. Einnig náði ég
ágætum árangri í öðrum keppnum,
komst á verðlaunapall í þremur, en
þá í BMX-flokki. Árið 2005 færði ég
mig yfir í „full suspension“-flokkinn,
en þar er keppt á hjólum með fjöðr-
un á báðum dekkjum, auk þess að
keppa í BMX-flokknum. Ég þurfti að
hætta þátttöku í BMX-mótaröðinni
eftir að ég slasaði mig við æfingar í
Noregi en náði öðru sæti í Sjálands-
meistarakeppninni í þeim flokki.
Hins vegar missti ég lítið úr fjalla-
brunsmótaröðinni og varð Dan-
merkurmeistari í þeirri grein. Einn-
ig tók ég þátt í alþjóðlegu móti í
Þýskalandi síðasta tímabil og náði
þar öðru sæti.“
Tæknilegri brautir
Nú er Danmörk ekki þekkt fyrir
háar hæðir og brattar brekkur,
hvernig eru aðstæður til fjallahjóla-
iðkunar í Danmörku?
„Ég stunda æfingar á tilbúnum
brautum hérna í norðurhluta Kaup-
mannahafnar og í Óðinsvéum. Þess-
ar tilbúnu brautir eru um margt
ólíkar brautunum sem eru á Íslandi,
þær eru styttri en um leið mun
tæknilegri hvað varðar beygjur og
annað slíkt. Það reynir til dæmis
meira á þolið á brautunum heima á
Íslandi þar sem þær eru lengri.“
Að sögn Helga eru hjólin sem
hann notast við mjög frábrugðin
þeim sem hinn almenni hjólreiða-
maður á að venjast. Þau séu mun
sterkari og kemur það meðal annars
fram í þyngdinni, en þau geta verið
allt upp í 20 kíló. En mesti munurinn
sé sennilega munurinn á verði. Nýtt
hjól getur kostað allt frá 300.000
krónum upp í 600.000 krónur auk
allra ferðalaganna og annars kostn-
aðar sem fylgir. Helgi hefur því ver-
ið að leita sér að styrktaraðila og
gengur leitin vel:
„Ég hef verið í viðræðum við
nokkra aðila og hafa þær viðræður
gengið vel. Ég vonast til að ná sam-
ingum við styrktaraðila áður en
næsta keppnistímabil hefst í apríl en
það hefur mikla þýðingu fyrir mig
að hafa góða styrktaraðila. Einnig
hef ég verið að ræða við íslenska að-
ila um styrktarsamninga en það á
eftir að koma betur í ljós. Auk fjár-
hagslega ávinningsins hjálpar kost-
unarsamningur við að koma mér á
framfæri innan íþróttarinnar en ég
stefni á að komast á alþjóðleg mót,
svo sem Evrópumeistaramótið,
heimsmeistaramótið og Red Bull
Rampage-mótið. Þátttaka á stærri
mótum getur aukið tekjumöguleika
mína og er draumurinn að sjálf-
sögðu að geta starfað við þetta í
framtíðinni,“ segir Helgi að lokum.
Íslendingur Danmerkur-
meistari í fjallabruni
Morgunblaðið/Ómar
Helgi Berg Friðþjófsson stefnir á atvinnumennsku í fjallahjólreiðum.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, staðfestir að komið
hafi óskir frá Alcan á Íslandi og Cent-
ury Aluminium um að kaupa orku fyr-
ir álver á Suðvesturhorninu. Orkan
frá Norðlingaölduveitu, fáist niður-
staða í skipulagsmálið, yrði seld til
þeirra. Friðrik segir að í raun sé þó
erfitt að segja til um hverjir muni
hugsanlega kaupa rafmagnið frá
Norðlingaölduveitu enda sé á þessari
stundu óvíst hvenær framkvæmdir
geti hafist.
Alcan hefur í hyggju að stækka ál-
verið í Straumsvík og Century Alum-
inium hefur kannað möguleika á að
reisa nýtt álver í Helguvík.
Norðlingaölduveita er ekki virkjun
heldur vatnsmiðlun sem myndi veita
auknu vatni til virkjana Landsvirkj-
unar á Tungnaársvæðinu. Neðar í
Þjórsá, við Núp og Urriðafoss, hefur
Landvirkjun þegar fengið leyfi til að
reisa virkjanir sem munu gefa um það
bil þrefalt meiri raforku en yrði til
með Norðlingaölduveitu en Friðrik
segir að þær yrðu ekki eins arðsamar.
„Það hafa komið fram óskir tveggja
stóriðjufyrirtækja um að kaupa orku
fyrir álver á Suðvesturlandi. Leiði
viðræður við þessi fyrirtæki til orku-
kaupasamnings, verður orkan frá
Norðlingaöldu notuð til að mæta þeim
þörfum, það er að segja ef niðurstaða
verður komin í skipulagsmálið í tæka
tíð. Hagkvæmni og arðsemi veitunnar
felst í því að ekki þarf að virkja sér-
staklega til að
nýta orkuna frá
veitunni. Meira
vatn rennur í
gegnum Vatns-
fellsvirkjun, Sig-
öldu, Hrauneyja-
foss og fyrir-
hugaða Búðar-
hálsvirkjun, með
þeim afleiðingum
að uppsett afl
þeirra nýtist betur. Orkugeta Norð-
lingaölduveitu er um 600 gígavatts-
stundir á ári sem er svipað og Búð-
arhálsvirkjun í Tungnaá gefur,“ segir
Friðrik.
Friðrik segir að á sínum tíma hafi
staðið til að raforka frá Norðlinga-
ölduveitu yrði seld álverinu á Grund-
artanga en þar sem málið hafi tafist í
kerfinu hafi álverið keypt orkuna frá
Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja.
Landsvirkjun hefur leyfi til að reisa
virkjanir í neðri hluta Þjórsár, við
Núp og við Urriðafoss. Friðrik segir
að verið sé að hanna virkjanirnar og
að Landsvirkjun geti hafist handa við
þær með stuttum fyrirvara. Það verði
þó ekki gert fyrr en samningar um
orkukaup liggi fyrir. „Þær virkjanir
eru ágætar en þær eru ekki eins arð-
samar og Norðlingaaldan,“ segir
hann.
Á vef Landsvirkjunar kemur fram
að orkuvinnslugeta virkjunarinnar
við Núp er áætluð um 1030 GWst á ári
og orkuvinnslugeta virkjunarinnar
við Urriðafoss um 920 GWst á ári.
Ekki eins arð-
samar og Norð-
lingaölduveita
Orkan frá veitunni hugsanlega til ál-
vers í Straumsvík eða Helguvík
Friðrik
Sophusson
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÍSLANDSNEFND Falun Gong
fagnar áliti umboðsmanns Al-
þingis frá 5. desember síðast-
liðnum þar sem segir að ís-
lenska ríkisstjórnin hafi með
ólögmætum hætti neitað Falun
Gong-iðkendum um að koma til
landsins meðan opinber heim-
sókn forseta Kína stóð yfir í
júní 2002. Nefndin harmar að
gripið hafi verið til aðgerða
gagnvart iðkendum Falun Gong
og vonast hún til þess að rík-
isstjórnin muni nýta tækifærið
til þess að bæta ástandið með
því að bæta einstaklingum tjón
sem þeir urðu fyrir vegna
bannsins og afhenda nefndinni
nafnalistann sem var notaður til
þess að meina iðkendunum að
koma til landsins. Nefndin
hyggst eyða listanum.
Í yfirlýsingu frá Íslands-
nefndinni segir að meðan á op-
inberri heimsókn forseta Kína á
Íslandi stóð hafi iðkendur hvað-
anæva úr heiminum nýtt eigin
frítíma og fé til þess að ferðast
til Íslands til að kalla eftir rétt-
læti fyrir framan þáverandi for-
seta Kína, Jiang Zemin. Fram
kemur að hann hafi átt upptökin
að því að ríkisstjórn Kína hóf
ofsóknir á hendur Falun Gong-
iðkendum.
Ekki í þágu þeirra sjálfra
„Viðleitni iðkendanna var ekki
í þágu þeirra sjálfra heldur til
þess að bjarga öðrum frá pynt-
ingum og dauða, og til þess að
deila þeim góðu lífsreglum um
sannleika, samúð og umburðar-
lyndi með Íslendingum sem svo
sannarlega tóku vel á móti iðk-
endunum og studdu velflestir
rétt þeirra til ákallsins,“ segir í
yfirlýsingunni.
Þá segir að nefndin hafi
áhyggjur af nafnalistanum sem
beri nöfn friðsamra og löghlýð-
inna Falun Gong-iðkenda. Litið
er á listann sem brot á friðhelgi
einkalífs og árás á mannorð ein-
staklinganna og á Falun Gong
almennt.
Fagna áliti
umboðsmanns
og vænta bóta
BÁLFÖRUM hefur fjölgað mikið
hér á landi á síðustu árum. Þórsteinn
Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma, segir að
á síðasta ári hafi þær verið um 17% á
landinu öllu, en hlutfallið í Reykjavík
væri um 25%. Annars staðar á Norð-
urlöndum eru bálfarir mun algeng-
ari. Í Danmörku og Svíþjóð er hlut-
fallið á landsvísu yfir 70% og í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er
hlutfallið yfir 95%. Á vef Kirkju-
garða Reykjavíkurprófastsdæma
getur fólk fyllt út beiðni um bálför.
Hlutfall bálfara um 17%