Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Starfsmenn á slysa-og bráðadeildLandspítalans í
Fossvogi verða oftar en
áður fyrir ógnunum og
árásum af hálfu þeirra
sem þangað leita, að því er
fram kom í frétt Morgun-
blaðsins í gær. Þar sagði
að í vaxandi mæli væri um
að ræða menn sem kæmu
á slysadeildina um helgar
undir áhrifum örvandi
fíkniefna og þeim fjölgaði
eftir því sem liði á nóttina.
Haft var eftir Kristínu
Sigurðarsdóttur, lækni og
fræðslustjóra á slysadeild, að hún
teldi að framlengdur afgreiðslu-
tími veitingastaða hefði meðal
annars ýtt undir aukna fíkniefna-
neyslu og að æskilegt væri að
hann yrði styttur á nýjan leik.
Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ
hefur sá fjöldi sem leitar sér að-
stoðar vegna eiturlyfjafíknar hjá
Sjúkrahúsinu Vogi stóraukist á
síðasta áratug og er aukningin
ekki síst meðal þeirra sem eru
háðir örvandi fíkniefnum. Amfeta-
mínfíklum hefur fjölgað hratt frá
árinu 1995 og á milli 1999 og 2000
virðist sem fjöldi kókaín- og e-
pillufíkla hafi tekið stökk.
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir
hjá SÁÁ, telur að aukin neysla
eigi sér margar skýringar. „Ég
held að þetta endurspegli aukið
framboð á vímuefnum og sjálfsagt
er þetta ekki ólíkt því sem hefur
gerst í löndunum í kringum okk-
ur. Ég kann hins vegar ekki skýr-
ingu á því hvers vegna framboðið
hefur aukist,“ segir hún. Varðandi
fjölgun kókaínfíkla segir Valgerð-
ur að þeir sem leiti til SÁÁ vegna
kókaínfíknar séu oft einstaklingar
sem hafi sjálfir verið að braska
með fíkniefni. Oft sé um að ræða
menn sem séu sölumenn eða milli-
liðir og í stað peninga fái þeir kók-
aín að launum. Með auknu fram-
boði fíkniefna fjölgi væntanlega
þessum milliliðum.
Spurð hvaða áhrif hún telji að
lengri afgreiðslutími veitinga-
staða hafi á fíkniefnaneyslu segir
hún að aukið framboð hafi alltaf
þau áhrif að neysla aukist. Þetta
eigi við um áfengi og þetta eigi
einnig við um fíkniefni. „Þú sérð
hvað hefur gerst með tóbakið. Það
er búið að taka það úr hillunum og
setja það undir borð og búið er að
herða á því að börnum sé ekki selt
tóbak. Og það má nánast hvergi
setjast niður til að reykja sígar-
ettu,“ segir hún. Afleiðingin sé sú
að reykingar hafi snarminnkað.
Þveröfugt sé að gerast með áfeng-
ið og afleiðingin sé sú að neyslan
aukist. Hún telur rökrétt að
álykta sem svo að með lengri af-
greiðslutíma aukist einnig fram-
boð og neysla fíkniefna og bendir
á að það sé algengt að menn prófi
fíkniefni í fyrsta skipti meðan þeir
séu undir áhrifum áfengis.
Neysla fíkniefna aukist
alls staðar í heiminum
Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn, kveðst telja að
aukin neysla fíkniefna eigi sér
margar skýringar. „Neysla fíkni-
efna hefur aukist ár frá ári í heim-
inum öllum undanfarin 10 ár,“
segir hann. Eftirspurn eftir þeim
hafi aukist hjá ákveðnum hópum
„þótt hún hafi sem betur fer
minnkað hjá yngsta fólkinu. Þessu
fylgja afleiðingar,“ segir hann.
Karl Steinar segir nauðsynlegt
að líta einnig til þátta eins og
meiri velmegunar, þegar aukin
neysla fíkniefna er skoðuð. Þá hafi
neysla áfengis einnig aukist og því
megi spyrja hvort þá aukningu sé
hægt að rekja til lengri afgreiðslu-
tíma skemmtistaða. Karl Steinar
kveðst sakna þess í umræðunni nú
að sjá tölulegar upplýsingar frá
slysadeild um þá sem þangað
leita. Hann segir þó engan vafa
leika á því í huga lögreglu að með
lengri afgreiðslutíma lengist við-
vera fólks á veitingastöðum. Ekki
sé óeðlilegt að þessu fylgi aukin
neysla, hvort sem um áfengi eða
aðra vímugjafa sé að ræða.
Karl Steinar bendir á að neysla
áfengis og vímuefna sé á valdi
hvers og eins einstaklings. Borg-
arbúar virðist almennt vera mjög
hlynntir því að geta sótt sér þá
þjónustu sem veitingastaðir bjóða
upp á í dag og afgreiðslutíminn sé
í takt við það sem menn þekki í
öðrum löndum. „Þar er hann oft í
því formi að ákveðnir veitinga-
staðir, á borð við klúbba, eru opnir
í tiltekinn tíma og þá taka við aðr-
ir, næturklúbbar. Hér eru þetta
nánast sömu staðirnir, sem eru þá
kaffihús að deginum en krár og
næturklúbbar á kvöldin og um
helgar,“ segir Karl Steinar.
Hann segir ljóst að ekki sé
hægt að snúa aftur til þess tíma
þegar veitingastöðum var lokað
klukkan þrjú, nema með umtals-
verðri fjölgun lögreglumanna.
„Við þyrftum allt annað verklag
og allt annað vinnulag heldur en
er í dag ef ætti að fara aftur í það
form,“ segir Karl Steinar.
Um þá hugmynd að leyfa hugs-
anlega sérstaka næturklúbba ut-
an miðborgarinnar en takmarka
afgreiðslutíma veitingastaða að
öðru leyti, segir Karl Steinar að
það sé lögreglunni ekkert sér-
stakt kappsmál að halda í það fyr-
irkomulag sem nú ríki.
„Við viljum aðeins tryggja að
við getum veitt eins góða þjónustu
og öruggt umhverfi og okkar er
kostur,“ segir Karl Steinar.
Fréttaskýring | Afgreiðslutími veitinga-
staða og fíkniefnaneysla
Margt skýrir
aukna neyslu
Afgreiðslutími skemmtistaða í takt við
það sem gerist í öðrum löndum
Kaffihús á daginn – krá á kvöldin.
Leyndur áróður um skað-
leysi fíkniefna hefur áhrif
Karl Steinar Valsson segir það
skoðun sína að leyndur áróður
um að hluti fíkniefna sé skaðlaus
hafi haft mun meiri áhrif á aukn-
ingu fíkniefnaneyslu en þættir á
borð við lengri afgreiðslutíma
veitingastaða. Vitað sé til þess að
hagsmunaaðilar, sem framleiði
og selji fíkniefni hafi reynt að
telja fólki trú um að þessi efni
séu skaðlaus. Eigi þetta meðal
annars við um þá sem framleiða
og selja hass.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
og Rúnar Pálmason
NOKKUÐ dró úr fasteignaviðskiptum á höfuðborg-
arsvæðinu á fjórða ársfjórðungi ef litið er á fjölda þing-
lýstra kaupsamninga miðað við mánuðina á undan.
Aukning varð hins vegar í veltu þegar tekið er mið af
heildarupphæð kaupsamninga eða um 3,9% miðað við
þriðja ársfjórðung nýliðins árs.
Samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins var
2.138 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við emb-
ætti sýslumannanna á höfuðborgarsvæðinu á seinasta
ársfjórðungi ársins 2005. Heildarupphæð veltu nam 58,6
milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamn-
ing var 27,4 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjöl-
býli námu 34,4 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli
námu 10,4 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir voru
13,8 milljarðar.
Þegar fjórði ársfjórðungur seinasta árs er borinn sam-
an við þriðja ársfjórðung ársins kemur í ljós samdráttur í
fjölda kaupsamninga eða sem nemur 10,8%. Þá var þing-
lýst 2.398 kaupsamningum og nam upphæð veltu 56,4
milljörðum króna en meðalupphæð á hvern kaupsamn-
ing var 23,5 milljónir króna.
Séu fasteignaviðskiptin á seinustu þremur mánuðum
seinasta árs bornir saman við síðasta ársfjórðung ársins
2004 kemur í ljós að samdráttur hefur orðið í fjölda
kaupsamninga sem nemur 36,1% og samdráttur í veltu
um 6,9%. Á seinasta ársfjórðungi 2004 var þinglýst 3.344
kaupsamningum, samanborið við 2.138 á seinasta árs-
fjórðungi 2005, eins og áður segir, og nam upphæð veltu
þá 63 milljörðum kr. Meðalupphæð á hvern kaupsamn-
ing var hins vegar mun lægri á seinasta ársfjórðungi árs-
ins 2004 en á lokamánuðum nýliðins árs eða 18,8 millj-
ónir kr.
Aukin viðskipti með aðrar
eignir en íbúðarhúsnæði
Nokkur aukning hefur aftur á móti orðið á umfangi og
fjölda kaupsamninga um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði.
Þannig var þinglýst tæplega 300 kaupsamningum um
slíkar eignir á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs sam-
anborið við 172 kaupsamninga á þriðja ársfjórðungi
2005. Heildarupphæð slíkra samninga var 13,8 millj-
arðar á seinasta ársfjórðungi en hún var sjö milljarðar á
þriðja ársfjórðungi í fyrra og níu milljarðar á fjórða árs-
fjórðungi ársins 2004.
Færri kaupsamningar
en hærri fjárhæðir
Morgunblaðið/Júlíus
GANGAMUNNI nýju aðkomugang-
anna inn í aðrennslisgöng Kára-
hnjúkavirkjunar verður rétt neðan
við Desjarárstíflu. Þaðan verður, að
sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns
Landsvirkjunar, hægt að bora og
sprengja aðrennslisgöngin í báðar
áttir, þ.e. í austur og vestur og klára
þar með þann ellefu hundruð metra
kafla, sem skilinn var eftir að Háls-
lóni, þegar bor þrjú var stöðvaður og
snúið við í sumar.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær hefur verið ákveðið að gera ný
aðgöng, þau fjórðu, inn í aðrennslis-
göng Kárahnjúkavirkjunar til að
vinna upp tafir við gerð ganganna.
Aðrennslisgöngin eru um það bil
tveimur til fjórum mánuðum á eftir
áætlun, að sögn Sigurðar.
„Bor þrjú var snúið við fyrr en ella
þar sem síðasti kaflinn var erfiður
vegna vatnsaga,“ útskýrir Sigurður.
Talið var að auðveldara yrði að vinna
síðasta kaflann með hefðbundnum
sprengingum, eða með því að bora og
sprengja. „Þegar búið er að sprengja
er stefnt að því að heilfóðra vestasta
hluta þess kafla sem eftir er,“ segir
hann ennfremur, en bergið er lekt á
þessum kafla, eins og áður kom fram.
„Allt þetta tekur tíma og því munu
aðgöng fjögur koma að gagni.“
Sigurður segir að hægt hefði verið
að sprengja og bora umrædda ellefu
hundruð metra frá inntakinu, við
Hálslón. „En það er nokkuð önugt því
þar er verið að vinna að lokuhúsi.
Vinnsla við göngin hefði truflað þá
vinnu. Hinn möguleikinn var að fara
inn í gegnum aðgöng þrjú, en þaðan
er langt að fara. Auk þess hefði það
truflað vinnu við bor þrjú.“ Af þess-
um og fleiri ástæðum var því ákveðið
að ráðast í ný aðgöng, að sögn Sig-
urðar. Fyrirtækið Arnarfell ehf. á
Akureyri var fengið til að gera göng-
in, en fyrirtækið Impregilo mun, eftir
sem áður, sjá um gerð aðrennslis-
ganganna.
Á að auðvelda aðkomu
á rekstrartímanum
Áætlað er að hefja söfnun vatns í
Hálslón í byrjun september nk. Á vef
Kárahnjúkavirkjunar segir m.a. að
aðgöng 4 skapi betri aðstöðu til
steypuvinnu og annars frágangs í
göngunum neðan við inntakslokurn-
ar eða allt þar til lokum verður lyft til
að hleypa vatni í göngin snemma á
árinu 2007.
„Við hönnun á aðrennslisgöngun-
um er gert ráð fyrir því að einhvern
tíma á rekstrartímanum þurfi að fara
inn í göngin til skoðunar og hugsan-
legs viðhalds. Aðgöng 4 auðvelda að-
komu í efsta hluta ganganna. Aðgöng
3 verða þá útbúin sem tæmingargöng
eingöngu en ekki jafnframt aðkomu-
göng en af því hlýst tæknileg einföld-
un og fjárhagslegt hagræði,“ segir
ennfremur á vefnum karahnjukar.is.
!
!
Ný aðgöng inn í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar
Auðveldar aðkomu
að kafla við Hálslón