Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ALDRAÐIR Kínverjar dansa forn- an þjóðdans fyrir utan versl- unarmiðstöð í Peking. Óttast hefur verið að þessi listgrein líði undir lok í Kína. Slíkir þjóðdansar hafa verið dansaðir við ýmis hátíðleg tækifæri, til að mynda í brúðkaups- veislum, og nú einnig við opnun verslunarmiðstöðva. AP Öldungar sýna þjóðdans RÚSSNESKA gasfyrirtækið Gaz- prom, sem á nýársdag skrúfaði fyrir gas til Úkraínu, sakaði í gær úkra- ínsk stjórnvöld um að taka til sín gas að verðmæti upp á 25 milljónir Bandaríkjadala sem ætlað væri við- skiptavinum í Evrópu. Sagði Alex- ander Medvedev, varastjórnarfor- maður Gazprom sem er í meirihlutaeigu rússneska ríkisins, að bara á sunnudag hefðu Úkraínumenn tekið til sín 100 milljón rúmmetra af gasi. „Ef þessi þjófnaður heldur áfram og í svo miklum mæli mun verðmæti þýfisins nema umtalsverðum fjár- hæðum,“ sagði Medvedev. Viktor Jústsjenkó, forseti Úkra- ínu, harðneitaði því hins vegar að Úkraínumenn tækju til sín gas sem ætlað væri Evrópu. En hann gaf í skyn að Úkraína tæki toll af gasflutn- ingum til að standa straum af þeim kostnaði sem félli til vegna flutninga á gasinu um landið. Forsætisráðherra Úkraínu, Júríj Jekhanúrov, hefur áður sagt að Úkraína eigi rétt á 15% af því gasi sem enn fer um gasleiðslur í Úkraínu og er ætlað evrópskum markaði. Gasdeila Rússa og Úkraínumanna er nú í afar hörðum hnút eftir að Gazprom skrúfaði fyrir gasið til Úkraínu vegna ágreinings um verð. Hafa Evrópumenn miklar áhyggjur af þróuninni, enda kemur um fjórð- ungur þess gass sem notað er í álf- unni um gasleiðslur er liggja um Úkraínu og því fyrirsjáanlegt að gas- deilan muni hafa áhrif þar. Forsvars- menn Gazprom segjast hins vegar ekki hafa átt annan kost í stöðunni, einungis hafi verið ætlunin að láta Úkraínu greiða svipað verð og tíðk- aðist í Evrópu. Þarlend stjórnvöld hafi hins vegar sýnt óbilgirni og harð- neitað slíkum óskum. Margir telja þó að aðgerðir Gaz- prom séu liður í þeirri fyrirætlan rússneskra ráðamanna að refsa úkraínskum stjórnvöldum sem horft hafa til vesturs eftir að Viktor Jústsj- enkó var kjörinn forseti landsins fyr- ir rúmu ári. Væri þetta raunar ekki í fyrsta skipti sem Gazprom er notað með þessum hætti, Rússar hafa áður beitt þau ríki hörðu sem þeir álíta á sínu áhrifasvæði en sem ögrað hafa stjórnvöldum í Moskvu. Þannig var skrúfað fyrir gas til Hvíta-Rússlands í febrúar 2004 eftir að Alexander Lúkasjenkó, hinn um- deildi og óútreiknanlegi forseti landsins, hafði reitt rússneska ráða- menn til reiði einum of oft. Ríki á áhrifasvæði Rússa hafa fengið góða samninga Gazprom er stærsti gasframleið- andi veraldar, framleiddi um 20% alls gass í heiminum árið 2004. Og Úkra- ína hefur verið háð gasinu sem berst um leiðslur Gazprom til landsins, um 30% alls gass sem notað er í Úkraínu hafa komið frá Gazprom. Úkraínumenn framleiða sjálfir að- eins um 22% þess gass sem þeir þurfa, mest kemur hins vegar frá Túrkmenistan, eða um 40%. En Gazprom á hins vegar allar gas- leiðslur í Túrkmenistan, Úkraínu- menn eru af þeim sökum í enn þrengri stöðu en ella. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að Úkraínumenn hafa notið góðra kjara hjá Gazprom, þeir hafa aðeins þurft að greiða 50 dollara fyrir hverja 1.000 rúmmetra af gasi. Kröfur Rússa gera ráð fyrir að gasverðið fari í 230 doll- ara á 1.000 rúmmetra en færa má rök fyrir því að þar sé um eðlilegt verð að ræða því að meðaltalsverð sem Evr- ópusambandsríkin borga er 240 doll- arar á 1.000 rúmmetrana. En séu hin efnahagslegu rök hækkunar augljós og eðlileg þá virð- ast hinir pólitísku þættir einnig blasa við í ljósi þess hversu yfirstjórn Gazprom er tengd Vladímír Pútín Rússlandsforseta tryggðaböndum. Er haft eftir ónafngreindum fulltrúa Gazprom í rússneskri útgáfu News- week að það hafi ekki verið ákvörðun fyrirtækisins að hækka gasverð til Úkraínu svona hratt og svona mikið, sú ákvörðun hafi verið tekin annars staðar; þ.e. af valdhöfum í Kreml. Og ljóst er að stjórnin í Úkraínu velkist ekki í neinum vafa um að nú sé verið að refsa henni fyrir að horfa til vesturs. Benda Úkraínumenn á að önnur ríki sem tilheyra áhrifasvæði Rússlands og ekki hafa verið með uppsteyt, fá gasið áfram á lágu verði, t.a.m. Hvít-Rússar sem lært hafa sína lexíu og halda sig á mottunni. Selur Gazprom Hvít-Rússum gasið fyrir 20% af verðinu sem fyrirtækið vill að Úkraínumenn greiði, nýlegur samningur gerir ráð fyrir að þeir borgi 47 dollara fyrir 1.000 rúmmetr- ana. Og Armenar og Georgíumenn greiða um 110 dollara. Úkraínsk stjórnvöld hafa lýst sig viljug til að greiða hærra verð fyrir gasið en vilja að heildarhækkunin komi til framkvæmda á nokkrum ár- um. Svo mikil hækkun í einu lagi geti sligað ríkiskassann. Munu þeir hafa hafnað tilboði sem barst frá Moskvu skömmu áður en samningsfrestur rann út og fól í sér að þeir fengju þriggja mánaða aðlögunartíma; þ.e. byrjuðu ekki að borga uppsett verð fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Græðir Jústsjenkó á deilunni? Rússneskir fréttaskýrendur segja reyndina þá að það séu úkraínskir ráðamenn sem hafi ákveðið að efna til þessa stríðs. Þannig segir Sergei Markov, pólitískur ráðgjafi sem tengsl hefur við Moskvu-stjórn, að Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, hafi talið að það myndi styrkja stöðu hans í aðdraganda þingkosninga í mars að fara í hart með þetta mál. „Þessi deila er afar heppileg fyrir Jústsjenkó því að færu þingkosning- ar fram við eðlilegar aðstæður þá myndi hann tapa þeim,“ sagði Mar- kov. „Kosningastjórar hans bjuggu til stefnu sem byggist á því að hafna samningum, neita að sættast á mála- miðlun þannig að Gazprom yrði nauðbeygt til að skrúfa fyrir gasið sem síðan hefði í för með sér and- rússneska móðursýki [í Úkraínu],“ sagði hann ennfremur. Nokkur Evrópuríki sögðu í gær- morgun, að gas til þeirra, sem kemur frá Rússlandi um Úkraínu, hefði dregist saman um 40% í kjölfar að- gerða Gazprom á nýársdag. Víktor Kremenjúk, annar rússneskur fréttaskýrandi, sagði þó litla hættu á að þetta kæmi niður á Úkraínu. „Evrópa mun hafa samúð með vesa- lings Úkraínumönnunum. Í Austur- Evrópu, í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi hefur alltaf verið rík andúð gegn Rússlandi,“ sagði hann.  !"#"$%&'(&&                                    ! "      #$%%&'( %)*+,-' .&/'&  0-'/& 1   22%&'( *.0-')2*&' 31-.4 )2*&' 562.&%&'(                !       "# $ %&'     (       &)    *%+ , % -  . /$ &'   012 % 3$ 4$5      6  *  78 & 9: & 7; & '))'&  &("$%&&#* *   <    >      %  7?+ 8?+ 9;+ Eðlileg verðhækkun eða pólitísk refsiaðgerð? Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is New York. AFP. | Verktaki á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins hefur greitt nokkrum trúarleið- togum úr röðum súnní-araba fé fyrir ráðgjöf varðandi áróður, að sögn dagblaðsins The New York Times. Flestir uppreisnarmennirnir sem berjast gegn Bandaríkjamönnum og her stjórnarinnar í Bagdad eru úr röðum súnní-araba. Sama verkatakafyrirtækið, Lin- coln Group, hefur greitt íröskum blöðum peninga fyrir að birta fréttir sem bandarískir hermenn höfðu skrifað og áttu að bæta álit erlenda herliðsins meðal almennings. Að sögn heimildarmanns The New York Times fékk verktakafyrirtækið þau fyrirmæli frá varnarmálaráðu- neytinu snemma á nýliðnu ári að „finna trúarleiðtoga sem gætu að- stoðað við að búa til efni sem gæti fengið súnníta í Anbar-héraði, þar sem mikið er um ofbeldi, til að taka þátt í kosningum og hafna uppreisn- armönnum“. Fyrirtækið hefur síðan haft í sinni þjónustu þrjá eða fjóra súnníta- klerka sem hafa gert skýrslur fyrir bandaríska herforingja. „En í skjöl- um og frásögnum liðsmanna Lincoln er sagt að tengsl fyrirtækisins við trúarleiðtoga og tugi annarra frammámanna í Írak hafi einnig það markmið að gera því [Lincoln] kleift að hafa áhrif á samfélagshópa í Írak fyrir skjólstæðinga sína, þar á meðal Bandaríkjaher,“ segir í frétt blaðs- ins. Sagt er að frá maí til september hafi verið veittir alls 144.000 dollarar til verkefnisins. En ekki er ljóst hve mikið af því fé fór í greiðslur til súnnítaklerkanna og reyndar ekki hægt að sanna að þeim hafi verið greitt fyrir vikið. Ekki var heldur gefið upp hvaða menn var um að ræða. Súnnítaklerkum greitt fyrir ráðgjöf? MÚGUR og margmenni fagnaði Kizza Besigye, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar í Úganda, er hann kom út úr byggingu hæstaréttar í höfuðborginni Kampala í gær en dómstólinn úrskurðaði að Besigye skyldi látinn laus gegn trygginga- gjaldi. Var það niðurstaða dóm- stólsins að tilskipun herdómstóls um að Besigye skyldi handtekinn hefði verið ólögleg. Besigye hefur verið í haldi frá því hann sneri aftur til Úganda úr útlegð í nóvember sl. Er hann ákærður fyrir landráð, nauðgun, brot á lögum um meðferð skot- vopna og tengsl við hryðjuverk. Lögreglan beitti táragasi gegn fylgjendum Besigyes sem safnast höfðu saman fyrir framan hæsta- rétt í Kampala en ekki var vitað um nein meiðsl á fólki. Besigye hyggst bjóða sig fram gegn Yoweri Muse- veni, forseta Úganda til nítján ára, í kosningum sem fara fram í næsta mánuði. Besigye, sem var áður einkalæknir Musevenis, sagðist ánægður með úrskurð hæstaréttar en að málinu væri alls ekki lokið þar sem stjórn Musevenis væri áfram staðráðin í að brjóta á rétt- indum hans og fylgismanna hans. AP Táragasi beitt gegn fylgjendum Besigyes Beirút. AP. | Nefnd Sameinuðu þjóð- anna sem rannsakar morðið á líb- anska stjórnmálamanninum Rafik Hariri vill fá að ræða við forseta Sýr- lands, Bashar Assad, og einnig utan- ríkisráðherrann, Farouk al-Sharaa. Sýrlendingar eru grunaðir um að hafa átt þátt í morðinu. „Nefndin mun einnig reyna að fá viðtal við Abdul-Halim Khaddam [fyrrverandi varaforseta Sýrlands] eins og fljótt og auðið er,“ sagði tals- kona nefndarinnar, Nasra Hassan. Umræddur Khaddam, sem nú býr í Frakklandi, sagði í sjónvarpsviðtali á föstudag að Assad forseti hefði á fundi með Hariri, nokkrum mánuð- um fyrir morðið í febrúar sl., hótað honum öllu illu. Hariri hafði snúist gegn Sýrlendingum sem um þetta leyti réðu lögum og lofum í Líbanon. Sýrlenskir embættismenn og rík- isfjölmiðlar hafa farið hamförum gegn Khaddad vegna ummæla hans og krafist þess að honum yrði refsað fyrir landráð. Aðrir heimildarmenn höfðu áður sagt frá hótunum Assads en það hefur ekki verið staðfest af jafn háttsettum manni fyrr. Tals- kona rannsóknarnefndarinar sagði að ummæli Khaddads staðfestu enn frekar upplýsingar sem nefndin hefði fengið frá öðrum heimildar- mönnum. Vilja ræða við Assad

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.