Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 17
ERLENT
heim verður maður þakklátur fyrir
lífsgæði okkar þar og ég verð eins
og í sæluvímu alla ævina.“
Bandaríska utanríkisráðuneytið
réð þó fólki frá því að fara að
dæmi Hassans. Um 40 Bandaríkja-
mönnum hefur verið rænt í Írak
frá innrásinni í mars 2003 og tíu
þeirra voru drepnir. Um fimmtán
er saknað.
Miami. AP. | Sextán ára bandarísk-
ur framhaldsskólapiltur, Farris
Hassan, kom heim til sín í fyrra-
kvöld eftir þriggja vikna ferð til
Bagdad. Pilturinn fékk þá hug-
mynd í kennslustund í fjölmiðla-
fræði að fara til Íraks til að kynna
sér aðstæður íbúanna. Hann fór
frá Bandaríkjunum 11. desember
án þess að segja foreldrum sínum
frá því og hélt fyrst til Kúveits.
Hann hélt að hann gæti farið það-
an til Bagdad með leigubíl en
komst að því að landamærunum
var lokað vegna þingkosninganna í
Írak 15. desember. Hann dvaldi hjá
vinum fjölskyldu sinnar í Líbanon
áður en hann fór með flugvél til
Bagdad um jólin.
Pilturinn dvaldi á hóteli í Bag-
dad þar sem margir Bandaríkja-
menn dvelja. Þótt hann sé af írösk-
um ættum talar hann ekki
arabísku og hann notaði orðabók
fyrir ferðafólk til að gera sig skilj-
anlegan.
Pilturinn fór á skrifstofu frétta-
stofunnar AP í Bagdad í vikunni
sem leið og bauðst til að gerast
fréttaritari hennar. Starfsmenn
fréttastofunnar höfðu strax sam-
band við bandaríska sendiráðið
sem lét hermenn sækja hann.
Einn fréttaritara AP sagði að
pilturinn hefði verið „alsæll í fá-
visku sinni um hætturnar“ sem
steðja að Bandaríkjamönnum í
Bagdad. „Farris gekk inn í hættu-
legustu borg jarðarinnar, einkum
fyrir Bandaríkjamenn sem eru ein-
ir síns liðs, hvað þá táning sem tal-
ar ekki arabísku.“
Farris Hassan sagði starfs-
mönnum AP að slíkar ferðir væru
miklu hollari ungu fólki en skíða-
ferðir með fjölskyldunni til Colo-
rado. „Maður fer á versta staðinn á
jörðinni og allt er ömurlegt,“ sagði
hann. „Þegar maður kemur aftur
„Alsæll í fávisku
sinni um hætturnar“
AP
Farris Hassan með frænku sinni þegar hann kom til Miami í Flórída í
fyrrakvöld eftir þriggja vikna ferð sína til Mið-Austurlanda.
áhyggjum af stöðu mála í landinu.
Rúmlega 12.000 manns hafa týnt
lífi í átökum í Nepal frá því að
skæruliðar maóista hófu svonefnt
„alþýðustríð“ sitt gegn stjórnvöld-
um árið 1996. Í nóvembermánuði
mynduðu skæruliðar bandalag við
sjö stjórnarandstöðuflokka í land-
inu í því skyni að vinna að því að
lýðræði yrði innleitt þar.
Ætla að hundsa kosningar
Flokkarnir höfðu hvatt skæru-
liða til að framlengja vopnahléið
en í yfirlýsingu leiðtoga þeirra
sagði að það væri með öllu óger-
legt. Slíkt myndi í raun jafngilda
„sjálfsmorði“ þar sem stjórnarher-
inn beitti sér enn af fullum þunga
gegn hreyfingunni. Hins vegar
sagði og í tilkynningunni að
bandalagið við stjórnmálaflokkana
héldi.
Konungur hefur boðað til bæjar-
og sveitarstjórnarkosninga í febr-
úarmánuði og hyggjast bæði
skæruliðar og stjórnarandstöðu-
flokkar hundsa þær. Þeir vilja að
efnt verði til frjálsra þingkosninga
og síðan verði landsmönnum sett
ný stjórnarskrá. Nepal var lýst
þingbundið konungdæmi árið 1990.
Þar með var þingræði innleitt í
landinu allt þar til konungur tók
öll völd í sínar hendur í fyrra.
Kathmandu. AFP. | Skæruliðar í
Nepal, sem berjast fyrir myndun
kommúnísks ríkis, lýstu í gær yfir
því að fjögurra mánaða einhliða
vopnahlé þeirra í bardögum við
stjórnarherinn væri á enda runnið.
Stjórnmálaflokkar landsins sem
og Sameinuðu þjóðirnar höfðu
ákaft hvatt skæruliðana, sem eru
yfirlýstir fylgismenn kenninga Ma-
ós formanns, fyrrum leiðtoga Kína,
til að framlengja vopnahléið.
„Fjögurra mánaða vopnahléið,
sem við framlengdum, er á enda
runnið,“ sagði í yfirlýsingu, sem
barst frá Prachanda, leiðtoga
skæruliðahreyfingarinnar, í gær.
Boðaði hann að aðgerðir hreyfing-
arinnar myndu beinast gegn „ein-
ræðisstjórninni“, sem landinu réði.
Í tilkynningunni sagði og að
skæruliðar neyddust til að hefja á
ný sókn gegn stjórnvöldum í
„sjálfsvarnarskyni“.
Gyanendra konungur, sem tók
öll völd í landinu fyrir tæpu ári,
neitaði að fallast á vopnahlé þegar
skæruliðar lýstu því yfir í sept-
embermánuði. Hreyfing maóista
framlengdi síðan vopnahléið um
mánuð í byrjun desember.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í höfuðborginni, Kat-
hmandu, harmaði í gær þessa nið-
urstöðu og lýsti yfir þungum
Vopnahléið
úti í Nepal
Tallmansville. AP. | Þrettán námu-
menn lokuðust inni í námu um fimm
kílómetra undir yfirborði jarðar eftir
sprengingu í gær.
Sprengingin varð í kolanámu í
Upshur-sýslu í Vestur-Virginíu. Sex
námumenn komust út og afþökkuðu
læknisaðstoð.
Ekki var vitað um ástand mann-
anna sem lokuðust inni. Fjórir sam-
starfsmenn þeirra reyndu að komast
til þeirra en án árangurs.
Sérþjálfuð björgunarsveit var
send á vettvang.
Ekki var vitað um orsök spreng-
ingarinnar.
Lokuðust inni í námu