Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Reykjanesbær | „Þetta er mjög fínt
og hvetur mig áfram,“ segir Erla
Dögg Haraldsdóttir, sextán ára
gömul sundkona úr Njarðvík, sem
valin var íþróttamaður Reykjanes-
bæjar fyrir árið 2005. Valið var
kynnt á árlegri hátíð sem fram fór í
Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík á
gamlársdag. Þá voru jafnframt
kynntir íþróttamenn einstakra
íþróttagreina og veittar viðurkenn-
ingar fyrir afrek á árinu.
Erla Dögg varð Íslandsmeistari í
átta einstaklingsgreinum á síðasta
ári. Á Smáþjóðaleikunum í Andorra
fékk hún fern verðlaun, þrjú gull og
eitt silfur. Það mót var eftirminni-
legast hjá henni á árinu. En hún
nefnir einnig Meistaramót Íslands í
50 metra laug innanhúss. Þar varð
hún fjórfaldur Íslandsmeistari. Eftir
það mót fór hún að finna fyrir veik-
indum sem hrjáðu hana alveg fram í
október. „Ég gat ekki æft á fullu og
var alltaf hjá læknum og á lyfjum,
þar til í október að ég fór í aðgerð til
að láta taka hálskirtlana. Núna er ég
alveg búin að ná mér og er komin á
fullt,“ segir Erla Dögg.
Þrjár æfingar á dag
Hún hóf í haust nám á afreksbraut
Íþróttaakademíunnar í Reykja-
nesbæ og Fjölbrautaskóla Suður-
lands og telur að það hafi hjálpað
sér. Hún æfir á vegum Akademíunn-
ar fimm morgna í viku, fer síðan í
bóklegt nám í skólanum til fjögur.
Eftir það taka við þrekæfingar
þrisvar í viku og síðan æfingar með
félaginu alla daga vikunnar. Hún æf-
ir því tvisvar til þrisvar á dag fjóra
til fimm daga vikunnar. Hún segir að
ef hún væri ekki í akademíunni
þyrfti hún að byrja í skólanum
klukkan átta og þyrfti því að fara á
æfingu klukkan sex á morgnana til
að ná æfingu fyrir skóla. „Nú fæ ég
betri hvíld. Svo gera þeir allskonar
mælingar á mér sem kemur sér
einnig vel,“ segir hún. Þar er um að
ræða mælingar á líkamlegu ástandi
og einnig mælingar í sundlauginni.
Ýmis spennandi verkefni eru
framundan hjá Erlu Dögg á nýja
árinu. Hún nefnir Íslandsmeist-
aramótið í mars og Evrópumótið í 50
metra laug í sumar en það verður í
Búdapest og stefnir Erla á að vinna
sér rétt til þátttöku í því.
Kristbjörn heiðraður
Camilla Petra Sigurðardóttir,
hestaíþróttakona úr Mána í Kefla-
vík, varð í öðru sæti í kjöri Íþrótta-
manns Reykjanesbæjar og Friðrik
Stefánsson, körfuknattleiksmaður
úr Njarðvík, varð í því þriðja. Þau og
Erla Dögg voru útnefnd Íþrótta-
menn Reykjanesbæjar í sinni grein.
Þá var Aron Ómarsson úr VÍR
valinn vélhjólaíþróttamaður Reykja-
nesbæjar, Arnar Már Ingibjörnsson
úr Nesi íþróttamaður fatlaðra, Ing-
ólfur Ólafsson úr Keflavík badmin-
tonmaður, Selma Kristín Ólafsdóttir
úr Keflavík fimleikamaður, Jónas
Guðni Sævarsson úr Keflavík knatt-
spyrnumaður, Árni B. Pálsson úr
Keflavík skotfimimaður, Ivan
Ilievski úr Keflavík taekwondomað-
ur, Sturla Ólafsson úr UMFN lyft-
ingamaður, Heiðrún Pálsdóttir úr
Knerri siglingamaður, Daníel Þórð-
arson úr Hnefaleikafélagi Reykja-
ness er íþróttamaður Reykjanes-
bæjar í ólympískum hnefaleikum og
Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi
Suðurnesja kylfingur ársins.
Þá var Kristbirni Albertssyni
veitt sérstök viðurkenning fyrir frá-
bært starf í þágu íþrótta. Hann lét á
árinu af formennsku í Ungmenna-
félags Njarðvíkur og hætti í stjórn
Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Loks má nefna að Reykjanesbær
heiðraði alla þá íþróttamenn bæj-
arfélagsins sem urðu Íslandsmeist-
arar á liðnu ári.
Erla Dögg Haraldsdóttir, íþróttamaður Reykjanesbæjar, aftur komin á skrið eftir erfið veikindi
Æfir í skólanum og
með sundfélaginu
Ljósmynd/Þorgils
Afrekskona Erla Dögg Haralds-
dóttir var útnefnd íþróttamaður
Reykjanesbæjar 2005.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja-
nesbæjar hefur samþykkt sam-
hljóða tillögu sjálfstæðismanna um
að börn sem búsett eru í Reykja-
nesbæ, á grunnskólaaldri og yngri,
fái frítt í sund á sundstöðum
Reykjanesbæjar frá og með ára-
mótum.
„Við könnumst öll við áhyggjur af
hreyfingarleysi barna og unglinga
og hefur mikið verið rætt um mik-
ilvægi þess að auka hreyfingu. Þetta
er tiltölulega auðveld leið fyrir
sveitarfélagið til að stuðla að hollri
hreyfingu,“ segir Árni Sigfússon
bæjarstjóri um ákvörðun bæjar-
ráðs.
Fjórar sundlaugar eru reknar í
Reykjanesbæ, þar af tvær fyrir al-
menning. Í vor verður síðan opnuð
ný innisundlaug við hlið útilaugar að
Sunnubraut. Á milli lauganna hefur
einnig verið komið fyrir vatns-
leikjagarði fyrir yngstu kynslóðina.
Nú mun þessi aðstaða bjóðast
ókeypis öllum grunnskólabörnum í
bænum og þeim sem yngri eru. Auk
þessa hóps býðst eftirlaunaþegum
og öryrkjum að fara ókeypis í sund.
Árni Sigfússon segir að inn-
heimtar hafi verið um það bil 2
milljónir kr. á ári af þeim hópi sem
nú fái frítt í sund. Telur hann að
tekjur aukist á móti þegar vatna-
garðurinn verður opnaður í vor.
Árni minnir jafnframt á að allir
fái ókeypis í strætó í Reykjanesbæ
og segir að börnin geti notað strætó
til að fara í sund.
Auðveld leið til að stuðla
að hollri og góðri hreyfingu
Ljósmynd/Dagný Gísladóttir
Dalvíkurbyggð | Fjárhagsáætlun
Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2006
var samþykkt á síðasta fundi bæj-
arstjórnar nú fyrir skömmu. Sam-
kvæmt fjárhagsáætluninni er gert
ráð fyrir að samanteknir reikn-
ingar A og B hluta verði gerðir upp
með neikvæðri rekstrarniðurstöðu
sem nemur tæpum 30 milljónum
króna. Við endurskoðaða fjárhags-
áætlun ársins 2005 var sambærileg
tala um 40 milljónir króna, sem þó
hafði lækkað úr 105 milljónum
króna frá upphaflegri áætlun yf-
irstandandi árs.
Eigið fé lækkar um niðurstöðu
rekstrarreiknings og er áætlað að
það verði í lok næsta árs rúmar 282
milljónir króna. Í upphaflegri áætl-
un ársins 2005 ásamt 3ja ára áætlun
fyrir árin 2006, 2007 og 2008 var
gert ráð fyrir að eigið fé í árslok
2006 yrði um 59,5 milljónir króna,
samanborið við núverandi áætlun,
sem eins og fyrr sagði er upp á
rúmar 282 milljónir króna. Mis-
munur þessara áætlana, eða 223
milljónir króna, er að nokkru mæli-
kvarði á jákvæða þróun fjárhags-
stöðu Dalvíkurbyggðar 2ja síðustu
ára og áætlunar fyrir komandi ár.
Nokkur árangur hefur því náðst í
lækkun útgjalda og tekjur hafa
hækkað.
Annar mælikvarði á fjárhags-
stöðu er sjóðstreymisyfirlit. Þar
kemur fram að veltufé frá rekstri
er 104,3 milljónir króna. Fjárfest-
ing í varanlegum rekstrarfjár-
munum er 100,1 milljón króna. Í
heild eru lántökur áætlaðar 58
milljónir króna þegar afborganir
eldri lána eru 65 milljónir króna og
reiknað er með að veltufé í árslok
2006 verði 80,6 milljónir króna. Þar
með er veltufjárhlutfall viðunandi
eða 1,11 eins og fram kemur í lyk-
iltölum.
Þessi niðurstaða fjárhagsáætl-
unar Dalvíkurbyggðar fyrir árið
2005 bendir því til þess að fjármál
sveitarfélagsins séu að þróast í
rétta átt. Þrátt fyrir að fjárhags-
staða sé enn neikvæð hefur mikill
árangur náðst í þá átt að draga úr
hallanum. Sem fyrr segir er gert
ráð fyrir neikvæðri rekstrarnið-
urstöðu sem nemur um 30 millj-
ónum króna en samanborið við fjár-
hagsáætlun ársins 2005, þar sem
gert ráð fyrir neikvæðri rekstr-
arniðurstöðu upp á 105 milljónir
króna, er um að ræða lækkun upp á
um 75 milljónir króna. Þetta kemur
fram á vef Dalvíkurbyggðar.
Neikvæð rekstrarniðurstaða í fjárhagsáætlun
Fjármálin að þróast í rétta átt
Morgunblaðið/Kristján
varaformaður
jafnréttis- og
fjölskyldu-
nefndar og að-
almaður í skóla-
nefnd Mennta-
skólans á Akur-
eyri.
Elín leggur
áherslu á að með
framboði sínu
vilji hún stuðla að
því að gera góðan bæ enn betri bú-
setukost fyrir fjölskyldur af öllum
ELÍN Margrét Hallgrímsdóttir, sí-
menntunarstjóri Háskólans á Ak-
ureyri, gefur kost á sér í 1.–3. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæj-
arstjórnarkosningar á Akureyri í
vor. Elín er með BS-próf í hjúkr-
unarfræði frá Háskólanum á Ak-
ureyri og meistaragráðu í sömu
grein með stjórnun sem sérgrein
frá Glasgow-háskóla á Skotlandi.
Elín hefur tekið virkan þátt í
starfi Sjálfstæðisflokksins und-
anfarin ár og m.a. setið í stjórn
Sjálfstæðisfélags Akureyrar, er
gerðum þar sem atvinna, menntun,
menningar- og tómstundastarf sé
fjölbreytt, heilbrigðis- og félags-
þjónusta góð og einstaklingar eigi
þess kost að njóta hæfileika sinna
og líði vel. Á það ekki síst við um
fólk með annan menningar- og
trúarlegan bakgrunn.
Möguleikar sveitarfélagsins eru
miklir sem felast fyrst og fremst í
mannauðnum, árangur bæjaryf-
irvalda mun ekki síst velta á góðu
samstarfi við þetta fólk, nágranna-
sveitarfélög og ríkisvaldið.
Elín gefur kost á sér í 1. til 3. sæti
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir
BLIKKRÁS varð 20 ára í gær, en
fyrirtækið hóf starfsemi á Ak-
ureyri 2. janúar 1986. Blikkrás er
rekið sem einkahlutafélag í eigu
Odds Helga Halldórssonar og
fjölskyldu hans.
Mikil reynsla er innan fyr-
irtækisins í allri blikksmíðavinnu,
hvort sem er loftræstikerfi,
klæðningar, þjónusta eða almenn
blikksmíði.
Þó svo að Akureyri sé höf-
uðvígi Blikkrásar er einnig innan
fyrirtækisins til staðar mikil
reynsla við vinnu úti um land allt.
Blikkrás hefur hlotið ýmsar
viðurkenningar, m.a. frá jafnrétt-
isnefnd Akureyrar árið 2001 og
þá hlaut fyrirtækið viðurkenn-
ingu Lagnafélags Íslands árið
2003 fyrir lofsamlegt lagnaverk.
Þessara tímamóta mun verða
minnst með margvíslegum hætti
á árinu.
Oddur Helgi Halldórsson, lög-
giltur blikksmíðameistari og iðn-
rekstrarfræðingur frá Háskól-
anum á Akureyri, er eigandi og
framkvæmdastjóri Blikkrásar en
þar starfa nú 12 manns.
Morgunblaðið/Kristján
Jafnrétti Blikkrás hlaut fyrstu viðurkenningu Jafnréttisnefndar Akureyr-
ar, en það var Sigrún Stefánsdóttir, t.h., þáverandi formaður nefnd-
arinnar, sem afhenti hana, Oddur Helgi Halldórsson framkvæmdastjóri er
í miðjunni og systir hans Freydís til vinstri á myndinni.
Blikkrás 20 ára
Innbrot Brotist var inn í menningar-
miðstöð ungs fólks, Húsið, á Akureyri
nú eftir jólin. Er þetta í fjórða skiptið
á jafn mörgum árum sem brotist er
þar inn. Þjófarnir stálu sjónvarps-
tæki og heimabíókerfi. Jafnframt var
stolið ómetanlegum rafmagnsgítar,
sjö strengja Jackson, þeim eina sem
er til á landinu. Að sögn Guðrúnar
Höllu Jónsdóttur, forstöðumanns
Hússins, er tjónið ómetanlegt og
hvetur hún alla þá sem vita eitthvað
um innbrotið að hafa samband við
lögregluna á Akureyri.