Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRANSKT og freistandi er yf- irskrift tónleika sópransöngkon- unnar Hlínar Pétursdóttur og Antoníu Hevesi píanóleikara, sem haldnir verða í Hafnarborg næst- komandi fimmtudag kl. 12. Á efn- isskránni eru frönsk sönglög og aríur. „Við ætlum að taka eitt lag eftir Erik Satie sem ber keim af frönskum kabarett, enda starfaði Satie sem píanóleikari við kabar- ettinn Theatre de Chat Noir í París í lok 19. aldar og skrifaði svolítið af tónlist í þeim stíl í lok 19. og byrjun 20. aldar. Hann var svo ekki uppgötvaður af hinum klassíska tónlistarheimi fyrr en tíu árum seinna,“ segir Hlín, en lagið sem þær munu flytja ber heitið La Diva de L’Empire. „Síðan ætlum við að flytja þrjár óperuaríur; aríu Ólympíu úr Ævintýrum Hoffmans, Gavotte eftir Jules Massinet úr óperunni Manon Lescaut og að lokum Vals Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Charles Gounod.“ En hvers vegna skyldi þessi franska áhersla hafa orðið fyrir valinu hjá Hlín og Antoníu? „Það kom eiginlega af sjálfu sér; við ræddum ýmislegt í upphafi og fundum þar á meðal tvær franskar óperuaríur sem við höldum báðar upp á. Við ákváðum að miða við þær, og völdum efnisskrána út frá þeim,“ segir Hlín. Hlín er auk þess vel tengd við Frakkland og París um þessar mundir, því hún fór fjórum sinn- um til Parísar á síðasta ári og lík- ur standa til að hún fari þrisvar sinnum þangað út á þessu vori. „Ég er að fara að æfa með alþjóð- legum hóp, en við fluttum tónleika á Hawaii í maí í fyrra. Það gæti orðið að við endurtækjum leikinn í ár,“ segir hún og bætir við að hún kunni afar vel við sig í borginni. „Ég hef verið svolítið í 17. hverf- inu, og L’Empire-leikhúsið, sem dívan er kennd við í laginu, er ein- mitt í því hverfi. Það er svolítið skemmtileg tilviljun, sem ég var að komast að.“ Næsta verkefni Hlínar er hlut- verk Clorindu í Öskubusku eftir Rossini sem verður frumsýnd 5. febrúar 2006 í Íslensku óperunni. Hún segist hlakka mikið til að takast á við það. „Það er valinn maður í hverju rúmi í uppfærslunni, eins og endranær í Íslensku óperunni,“ segir Hlín að síðustu. Hafnarborg hefur frá því í ágúst 2002 staðið fyrir tónleikum í há- degi einu sinni í mánuði og er Antonía Hevesi nú listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Hverjir tónleikar taka um hálfa klukkustund og eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnar- fjarðar til að njóta góðrar tónlist- ar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar – enginn að- gangseyrir – og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Tónlist | Hádegistónleikar með Hlín Pétursdóttur og Antoníu Hevesi í Hafnarborg á fimmtudag Freistandi franskt söngkonfekt Morgunblaðið/Ásdís Antonía Hevesi og Hlín Pétursdóttir bjóða áheyrendum upp á frönsk lög og aríur í Hafnarborg á fimmtudag. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is DANSKA skáldkonan Lene Kaab- erbøl hefur skapað óvenjulegan heim í bókum sínum um ávítarann og börn hennar. Bækurnar eru fjórar að tölu og er Ávítaratáknið önnur í röðinni en fyrsta bókin, Dóttir ávítarans, kom út 2004. Í heimi bókanna eru það ekki trúarbrögð og prest- ar sem hafa hemil á fólki, heldur ávítarar sem eru kven- kyns. Ávítarinn þarf einungis að horfa á fólk og nota raddbeitingu til að sjá í huga þess og fá það til að skammast sín og játa misgjörðir sínar. Stúlkan Dína er sú persóna sem mest er í sviðsljósinu í Ávítaratákninu en hún hefur erft ávítarahæfileika móður sinnar. Í bókinni segja systkinin Davín og Dína frá til skiptis í fyrstu persónu, hann er sextán ára og hún ellefu. Sag- an lýsir grimmum heimi ofbeldis og kúgunar þar sem ill öfl reyna stöðugt að ná völdum. Systkinin berjast hvort á sinn hátt, Davín með sverði en Dína með hæfileik- anum sem hún hefur fengið í arf frá mömmu sinni. Tími bókanna er óljós og svið atburða líka, líkt og vaninn er með fantasíubækur. Ýmislegt minnir á norrænar síð- miðaldir en stundum fannst mér ég flakka um söguslóð- ir Bróður míns Ljónshjarta og þess á milli um heima- slóðir Hobbitans. Í Ávítaratákninu særist ávítarinn alvarlega og son- urinn Davín ætlar að hefna fyrir móður sína. En hann lendir í vandræðum og snýr til baka með þær slæmu fréttir að systir hans Dína hafi verið tekin til fanga eftir að hún hefur reynt að koma bróður sínum til aðstoðar. Davín leggur af stað til að leita systur sinnar og freista þess að frelsa hana, en hún hefur lent í höndum óvin- arins sem pínir hana til að nota ávítarahæfileika sína honum til þægðar. Söguþráðurinn er nokkuð einfaldur en afar spennandi og persónusköpunin vel unnin, allt frá aðalpersónum til eftirminnilegra aukapersóna sem setja skemmtilegan svip á söguna. Hugmynd höfundar Ávítaratáknsins, að búa til heim í kringum manneskju sem sér í huga fólks og notar þá hæfileika til að afhjúpa syndaseli, er býsna góð. Sagan er trúverðug að því leyti að persónurnar eru ekki ein- faldar ofurhetjur og Lene Kaaberbøl leggur rækt við mannlega þáttinn hjá sögupersónum sínum. Dína og Davín berjast við illa óvininn Drakan og drekaher hans, en þegar kemur að því að Davín þarf að beita ofbeldi fær hann samviskubit og líður illa. Þannig er siðferði- legum spurningum velt upp og vopnaskakið er alls ekki sjálfsagður hlutur. Bækurnar um ávítarann og börn hennar eru afar vin- sælar á Norðurlöndum og hafa einnig verið þýddar á ensku. Íslensk þýðing Hilmars Hilmarssonar er lipur og hnökralaus og þessar vel gerðu og spennandi bækur hafa sjálfsagt aflað sér dyggs lesendahóps á Íslandi. Þeir lesendur bíða áreiðanlega í ofvæni eftir næstu bók. Ávítarakrakkar í ævintýrum BÆKUR Börn eftir Lene Kaaberbøl. Hilmar Hilmarsson þýddi. 285 bls. Jentas 2005 Ávítaratáknið Þórdís Gísladóttir BRAGI Ólafsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2005 og var hún afhent að venju á gaml- ársdag í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Auk viðurkenningarinnar hlýtur handhafi hennar 500 þúsund króna framlag úr sjóðnum. Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkis- útvarpsins er skipuð þeim Margréti Oddsdóttur, Eiríki Guðmundssyni af hálfu Ríkisútvarpsins, Óskari Árna Óskarssyni, Guðrúnu Helgadóttur af hálfu Rithöfundasambands Íslands og Skafta Halldórssyni, formanni stjórnar sem skipaður er af menntamálaráð- herra. Morgunblaðið/Ómar Bragi Ólafsson tekur við viðurkenningunni af Skafta Halldórssyni. Viðurkenning Rithöfundasjóðs RÚV HINN afkastamikli norski rit- höfundur Lars Saabye Chris- tensen, sem heimsótti Bók- menntahátíð í Reykjavík í haust er sá núlifandi höfunda á Norðurlöndum sem hefur aflað sér hvað mestrar frægð- ar og viðurkenningar. Fyrir skáldsöguna Hálfbróðurinn, hlaut hann bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 2002 og sú bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku. Fyrir Hermann, sem kom út á dög- unum í íslenskri þýðingu Sig- rúnar Kr. Magnúsdóttur, fékk höfundurinn norsku kritiker- verðlaunin árið 1988. Eftir bókinni hefur verið gerð kvik- mynd, hún hefur verið þýdd yfir á fjölmargar tungur og nú í október kemur Hermann út í enskri þýðingu í Bretlandi. Atburðarás bókarinnar er fremur einföld. Sögusviðið er Osló, sennilega á 7. áratug síðustu aldar. Sagan hefst að hausti og lýsir einum vetri í lífi Hermanns, drengs sem er á að giska 10 ára. Snemma í sögunni fer hann til rakarans, sem hættir snarlega að klippa strákinn og vill fá að tala við mömmu hann. Það kemur í ljós að strákurinn er að missa hárið og verður smám saman sköllóttur. Hermann er einn af hinum óvenjulegu drengjum bók- menntanna sem sameina það að vera barn og fullorðinn. Hann er dreyminn og utan við sig, sér hlutina frá óvenju- legum sjónarhornum og brýt- ur heilann um ýmislegt skond- ið, svo sem hvort hláturinn sé í raun sjúkdómur þar sem mamma hans segir hlátur smitandi. Þegar hárið fer að falla af kollinum verða annars nokkuð flókin samskipti stráksins við foreldra og skólafélaga ennþá flóknari og sömuleiðis á hann að sjálf- sögðu í innri baráttu sem hlýt- ur að fylgja því að vera barn sem fær sjúkdóm sem veldur skalla. Nú halda kannski þeir sem lesa þetta að um sé að ræða félagslega raunsæissögu, sem lýsir botnlausri þjáningu óhamingjusams barns og ein- elti og erfiðleikum í sam- skiptum við skilningssljóa for- eldra og kennara, en svo er nú heldur betur ekki. Léttleikinn er yfir og allt um kring og Hermann er engin „vanda- málasaga“. Þótt foreldrarnir viti ekki alveg hvernig þau eiga að umgangast sköllótta drenginn sinn, eru þau besta fólk, í raun ósköp venjuleg og indæl hjón, pabbinn krana- stjóri og mamman starfs- maður í kjörbúð. Til hliðar við sögu Her- manns eru sagðar aðrar litlar sögur sem spegla sögu aðal- persónunnar. Þar má nefna sögu afans, sem er farlama og getur ekki stigið í fæturna, en er þrátt fyrir það að eigin sögn „frískur einsog fiskur“. Einnig er sögð saga vinar Hermanns, sænska rónans Pantsins, sem Hermann kaup- ir öl fyrir og saga „konunnar með maurana“, Huldu Han- sen, sem krakkarnir stríða, en hún er fötluð fyrrverandi leik- kona sem hefur leikið í kvik- mynd á móti hinum sköllótta Yul Brynner. Íslenska þýðingin virkar í heildina afar vel á mig án þess ég hafi borið hana saman við frumtextann. Að vísu velur þýðandinn leið sem mér er ekki alveg að skapi þegar ör- nefni eru annars vegar, en þau eru sjaldnast íslenskuð. Þannig eru gatnanöfn á borð við Frognerveien, Baldersgate og Drammensvei látin halda sér, þegar mér hefði vel fund- ist að mátt hefði tala um Frognersveg, Baldursgötu og Drammensveg. Þetta er samt ekki alveg einhlítt og í sam- ræmi því orðið Vigelandsgarð- urinn er notað. Hermann er lesendavæn bók í bestu merkingu orðsins. Hún er hvorki löng né flókin og sagan er fyndin þrátt fyrir sorglegan undirtón. Húmorinn er hlýr og lágmæltur og kallar ekki fram stórkallalegan hrossahlátur. En sagan um Hermann býður lesanda líka að kafa í djúpið og velta því fyrir sér hvers vegna við kjós- um að vorkenna þeim sem skera sig úr. Eftir að mamm- an hefur talað við skólastjór- ann vegna hárlossins og allir þeir sem áður stríddu Her- manni, fara að vorkenna hon- um, verður lífið fyrst erfitt fyrir strákinn. Hver vill láta vorkenna sér? Hermann upp- lifir að um leið og samúðin fer að flæða minnkar virðingin fyrir honum. Honum finnst hann beinlínis verða ósýni- legur. Þeir sem vorkenna öðr- um hljóta að telja viðkomandi líða einhvern skort. Að þann sem fær samúðina vanti eitt- hvað sem hinir hafa, en það er einmitt ekki það sem viðkom- andi þarf á að halda. Það sem er mikilvægast er að njóta virðingar, að menn fái að vera nákvæmlega eins og þeir eru þótt þeir kunni að skera sig úr fjöldanum. Þessu tekst Lars Saabye Christensen að koma til skila með því að segja fallega og dálítið sorg- lega sögu sem jafnframt er hlaðin hógværum húmor. Sorgleg saga full af hlýju og húmor BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Lars Saabye Cristensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýddi. 192 bls. Mál og menning 2005 Hermann Þórdís Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.