Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 25

Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 25 MENNING Básaskersbryggju 900 Vestmannaeyjar Sími 481 2800 Fax 5481 2991 www.herjolfur.is Velkomin um borð! H im in n o g h a f / S ÍA Við tökum við því verkefni með stolti og ánægju og hlökkum til samstarfsins við heimamenn, gesti þeirra og starfsfólk ferjunnar. Þegar er hafin vinna sem miðar að því að bæta enn frekar þjónustu við farþega og auka vellíðan þeirra – milli lands og eyja. Nú er hægt að bóka far, greiða og prenta út miða á herjolfur.is. Einfalt, skilvirkt og þægilegt! Við bjóðum Vestmannaeyinga, landsmenn og aðra þá sem leið eiga milli lands og eyja, velkomna um borð. Þann 1. janúar tók Eimskip við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs VINDGANGUR hefur venjulega ekki þótt viðeigandi á hámenning- artónleikum, allra síst í kirkju. Væntanlega hefur því einhverjum kirkjugestinum brugðið í brún þeg- ar líkt var eftir prumpi á tónleikum í Fríkirkjunni rétt fyrir áramót. Og ekki bara einu sinni. Tónleikarnir voru haldnir af hóp sem kallar sig Reykjavík Barokk. Hann samanstendur af hljóðfæra- leikurum sem hafa sérhæft sig í að spila á eldri gerðir nútímahljóðfæra, auk Eyjólfs Eyjólfssonar tenórs, en hann hefur vakið mikla athygli und- anfarið fyrir einstaklega vandaða túlkun á barokktónlist. Lagið með prumpinu var síðast á efnisskránni og hét The Fart. Það er að finna í söngbók enska skáldsins Thomas D’Urfey og eins og nafnið bendir til er það gamansöngur. Eyjólfur sagði að það væri viðeigandi nú þegar meltingartruflanir hrjá ófáa lands- menn eftir jólaátið, enda flutti hann það af talsverðum sannfæring- arkrafti. Prumpið var líka ógeðfellt áheyrnar. Á efnisskránni voru verk eftir barokktónskáld sem ýmist voru bresk eða störfuðu einhvern hluta ævi sinnar á Bretlandi. Þetta voru John Blow, Matthew Locke, Nicola Matteis, Francesco Barsanti, Henry Purcell og fleiri. Hljóðfærin sem leikið var á voru öll kunnugleg ef frá er talið teorba, sem er risavaxin lúta. Arngeir Heiðar Hauksson spil- aði á hana og er ljúft að segja frá því að leikur hans kom mun betur út nú en í Skálholti í sumar. Hann var líflegri og snarpari, auk þess sem hljómur teorbunnar var skýrari í fremur lítilli endurómun Fríkirkj- unnar en í ríkulegu bergmáli Skál- holtskirkju. Ég hefði þó viljað að Arngeir styddi betur við söng Eyjólfs í hinu undurfagra lagi Purcells, Music for a While, en leikur hans þar var óþarflega flatur og karakterlaus. Hinsvegar var gítarleikur hans víða á dagskránni markviss og vandaður. Fiðluleikur Höllu Steinunnar Stefánsdóttur var yfirleitt áheyri- legur og þótt fjörleg tónsmíð eftir Matteis hefði glutrast niður var margt annað ágætlega gert. Til dæmis hljómaði fiðlan prýðilega í dansverkum úr safni útgefandans Johns Playford og einnig í Ground After the Scotch Humour eftir Mat- teis. Takmarkaður hljómburður kirkj- unnar fór sárri barokkrödd fiðl- unnar samt ekki sérlega vel, en hinsvegar var holur tónn barokk- þverflautunnar, sem í ómríkari sal verður næsta óskiljanlegur, skemmtilega tær og hnitmiðaður. Rebecca Austen-Brown spilaði á hana, en reyndar lék hún mun oftar á blokkflautu og gerði það af tölu- verðum glæsibrag. Fyrrnefnd dans- verk hefðu t.d. ekki verið svipur hjá sjón ef hennar hefði ekki notið við. Blokkflautan var sömuleiðis frábær í laginu Scotch Measure úr safni Thomas Bray, hún var dillandi og safarík og gædd viðeigandi nostalg- íu. Frammistaða Eyjólfs var dásam- leg eins og endranær; rödd hans var einstaklega hljómfögur, jöfn á öllum sviðum og túlkun hans ávallt tilfinn- ingaþrungin og einlæg. Í það heila var þetta skemmtileg kvöldstund og þótt prumpið hafi verið dálítið barnalegt gat maður ekki betur séð en að flestir gengju brosandi út úr kirkjunni að tónleik- unum loknum. Meltingar- truflanir í Fríkirkjunni TÓNLIST Fríkirkjan 17. aldar tónlist frá Bretlandi í flutningi Reykjavík Barokk. Föstudagur 30. des- ember. Söng- og kammertónleikar Jónas Sen ÆFINGAR eru hafnar á Virkjuninni, leikgerð Maríu Kristjánsdóttur á leikverki Nóbelsverðlaunahafans El- friede Jelinek í þýðingu Hafliða Arn- grímssonar. Virkjunin verður frum- sýnd á Stóra sviðinu í byrjun mars. Náttúran, takmarkalaus trú á tækni og framfarir, hreyfanlegt vinnuafl og tungumálið eru meðal við- fangsefna Nóbelsverðlaunahafans Elfriede Jelinek í þessu leikverki, þar sem afbygging leikhússins og aðferð- ir þess er jafnframt í brennidepli. Á sinn kaldhæðna hátt ræðst Jelinek að goðsögnum og afhjúpar þær, eða eins og hún segir sjálf: „Konan er dæmd til þess að segja sannleikann en ekki lýsa hinni fögru ímynd.“ Elfriede Jelinek er fædd í Aust- urríki 1946 og hlaut menntun á sviði tónlistar. Hún hefur skrifað fjölda verka fyrir leiksvið, en einnig sent frá sér ljóð og prósaverk. Meðal fræg- ustu verka hennar eru skáldsögurnar Losti og Píanókennarinn, en gerð var samnefnd kvikmynd eftir þeirri síð- arnefndu sem sýnd var hér á landi. Tvö leikrit eftir Jelinek hafa verið flutt í íslensku leikhúsi, Klara S. var sett upp í Nemendaleikhúsinu og Út- varpsleikhúsið flutti nýverið Hvað gerðist eftir að Nóra yfirgaf eigin- manninn. Á síðari árum hefur Jelinek nánast útrýmt hefðbundinni atburða- rás í leikritum sínum og eins leik- persónum. Leikrit hennar þykja því einstök áskorun fyrir leikhóp og leik- stjóra í uppsetningu. Jelinek hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2004. Leikendur eru Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björgvin Franz Gíslason, Gísli Pétur Hinriksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Páll S. Pálsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Arnars- dóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi er Hafliði Arngrímsson, leikgerð gerir María Kristjánsdóttir, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannesson, um búninga sér Filippía I. Elísdóttir og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Tækni, vinnuafl, tungumál Reuters Elfriede Jelinek

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.