Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 27
tta gir nna gar að fást botn í hvar brautin eigi að liggja. „Ég tel að menn eigi að ein- setja sér að ná sátt um þetta. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir með hvaða hætti hluti kostnaðarins myndi skila sér til baka. Ríkið hefur ákveðið að leggja í þetta ákveðnar fjárhæðir. Ef menn fara í einkaframkvæmd liggur það á borðinu að það kæmi endur- gjald með einhverjum hætti fyrir það sem út af stæði. Ég hef talað fyrir svokallaðri skuggagjalda- leið sem felur í sér að ríkið end- urgreiði kostnað í takt við þá um- ferð sem um brautina fer, en á lengri tíma en gert var í Hval- fjarðargöngunum, en þar er um að ræða 20 ára tímabil,“ segir Gísli. Fjármögnunin við Sunda- braut gæti hugsanlega orðið til 30–40 ára. „Ég held að þetta ætti að verða mjög áhugaverður kost- ur til þess að koma verkefninu í heild í framkvæmd. Við hjá höfn- unum leggjum mikla áherslu á að flóahafna. „Það er verið að fara í 400 milljóna króna verkefni í Vesturhöfninni í Reykjavík til þess að lagfæra aðstöðu þeirra sem þar eru með útgerð og fisk- vinnslu. Í öðru lagi er verið að ýta áfram skipulagi við Mýrargötu sem mun breyta ásýndinni við höfnina. Þá er Austurhöfn að undirbúa framkvæmdir við tón- listarhús sem mun ekki síður hafa gríðarleg áhrif á hafnarsvæðið. “ Gísli segir að einnig sé verið að ljúka við stækkun á hafnarbökk- um á Grundartanga og þar séu umsvif að aukast mjög verulega. „Það verður tekinn í notkun nýr bakki á svonefndum Skarfabakka sem Eimskip og skemmtiferða- skip munu meðal annars nýta,“ segir Gísli og bætir við að bakk- inn verði tilbúinn á næsta ári. Spennandi verkefni blasi við sama hvert litið sé. Þau muni ef- laust hafa talsverð áhrif á byggð- armunstur í hverjum bæ fyrir sig á næstu árum. það verði horft á þetta sem eina heildarframkvæmd, og þar með talin stækkun á Hvalfjarðargöng- um, til þess að hún komi að þeim notum sem að er stefnt sem fyrst,“ segir Gísli. Verkefnið sé svo spennandi að allir aðilar vilji í raun að það geti orðið að veru- leika sem fyrst. Málið strandi í raun fyrst og fremst á því að ekki hafi náðst sátt um legu brautar- innar. Mörg verkefni í vinnslu Gísli tók við starfi hafnarstjóra 1. nóvember síðastliðinn. „Þetta hefur verið mjög spennandi,“ segir Gísli og kveðst sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörð- un að sameina hafnirnar fjórar. Hann segir ljóst að hafnirnar snerti býsna mörg svið í hverju sveitarfélagi og hafi þar mikil áhrif, meðal annars þegar kemur að skipulagsmálum. Aðspurður segir hann mörg verkefni í vinnslu á vegum Faxa- mögnun Sundabrautar gir, 11–13 ára aldur væri ið samfélagsböl lags- og heilsufars- r Íslendinga er án efa og afleiðingar hennar, mikla harmleiki sem ger- nasta degi,“ sagði Jón on er hann lýsti því sem þjóðfélaginu. Neysla legra vímuefna ykist til árs. Heimili neytenda ra væru lögð í rúst af of- ndrukkurum og fórn- ekki að tjá sig af ótta við u sölu og dreifingu á sagði Jón að saklausir myrtir af sjúkum fíkni- sem væru í örvænting- æsta skammti. Af- æri sleppt lausum eftir r ættu undantekning- endurhæfingarmeðferð. r hluti skjólstæðing- taferil sem tengist vímu- ugri sjálfsskoðun. Það væri þó alltaf grundvallaratriði að nýta sér mátt bæn- arinnar og lifa með Jesú Kristi. Hann hvatti fólk til þess að nota Biblíuna, þar væri góð leið. Allir hvattir til ábyrgðar „Við stefnum að því að einstaklingarnir komist á almennan vinnumarkað og það tekst hjá þeim sem ekki eru fæddir und- ir stjörnunni leti,“ sagði Guðmundur í lok samkomunnar. „Orð Guðs eru kjarn- inn, ef þú ert einlægur þá skilurðu Biblí- una. Andi og sál þurfa að sameinast til að komast í návist við Krist. Við hvetj- um einstaklinginn áfram til ábyrgðar á eigin lífi og það er nú þannig að hver og einn er einstakur, út frá því göngum við,“ sagði Guðmundur. Í lok samkom- unnar og inn á milli atriða var sungið af mikilli innlifun og ljóst að þátttaka í meðferðarprógrammi Byrgisins er fólki mikilvæg. Stutt dvöl á kynning- arsamkomunni fyrir árið 2006 leiddi í ljós að í Byrginu er verið að bjarga mannslífum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson i kynningarsamkomu Byrgisins á Efri-Brú. Árni V. Magnússon og Ásta Guðmunds- dóttir kynntu áform næsta árs. un á kynningarsamkomunni. Fremst er Guðmundur Jónsson og fjær er heimilisfólk. efnaneyslu. Fyrir þessa menn sagði Jón Arnarr að sett væri saman ákveðin með- ferðardagskrá. Margir afbrotamenn gætu þó tekið þátt í hefðbundinni með- ferð Byrgisins með prýðilegum árangri, aðrir þyrftu sérstakt aðhald og daglega tilsjón. Jón lagði áherslu á að nauðsyn- legt væri fyrir Byrgið að fá meira hús- næði til þess að geta brugðist við og tek- ið fólk inn með skömmum fyrirvara því biðtími gæti ráðið úrslitum um líf og dauða. Mjög nauðsynlegt væri að fá að- stöðu til að taka á móti fólki í afeitrun en hún væri nauðsynleg til þess að hægt væri að hefja meðferð. Miklar ranghugmyndir Jósep Sigurðsson fjallaði á fundinum um ranghugmyndir fólks sem ætti við eiturlyfjavanda að stríða. Hann lagði áherslu á að hugarfar hvers og eins yrði að breytast ef fólk ætlaði að ná tökum á tilveru sinni og komast á rétta braut. Fráhvarfseinkenni væru mikil og erf- iðar sveiflur sem fólk lenti í. Fólk þyrfti að skilja við fortíðina og þjálfa sig í öfl- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 27 Mikið hefur verið gert úr þeirriskoðun Ríkisendurskoðunarað nauðsynlegt sé að skýrastefnuna í heilbrigðisþjónust- unni, sem minnst er á í ann- ars ágætri skýrslu um sam- einingu spítalanna í Reykjavík. Þetta er hraust- lega mælt og sama gildir það sem haft er eftir for- stjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Morg- unblaðinu að leiðsögn frá heilbrigðismálaráðherra um stefnu spítalans mætti vera skýrari. Það er ágætt að menn tali hreint út en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn frekar leiður á sí- felldum stefnuleysis- umræðum, einkum um Landspítala – háskóla- sjúkrahús, vegna þess að mér finnst mönnum stund- um sjást yfir að í daglegu starfi og í ákvörðunum sem verið er að taka frá degi til dags er fólgin stefna og stefnumótun. Einmitt þess vegna finnst mér ástæða til að leggja hér orð í belg. Fyrst vil ég hins vegar óska starfsmönnum Land- spítalans til hamingju með vitnisburðinn sem þeir fá í skýrslu Ríkisendurskoð- unar, en í mati stofnunar- innar á góðum árangri sam- einingar spítalanna í Reykjavík felst mikill og góður vitn- isburður um starfsmenn spítalans sem ber að lofa. Landspítali – háskólasjúkrahús Landspítali – háskólasjúkrahús er öfl- ugasti og í mörgum tilvikum eini bráða- spítali landsins. Það er veigamikið hlut- verk í starfsemi spítalans. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Í hlut- verkinu felst bæði ytri stefnumótun og krafa um innri stefnumótun svo notuð séu hugtök sérfræðinga. Landspítali – háskólasjúkrahús er öfl- ugasti aðgerðaspítali landsins fyrir alla landsmenn. Þar eru til dæmis gerðar að- gerðir sem ekki eru gerðar annars staðar og verða ekki gerðar annars staðar af fag- legum og fjárhagslegum ástæðum. Í því hlutverki spítalans felst stefna í heilbrigð- isþjónustunni. Landspítali – háskólasjúkrahús er líka svæðissjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi sveitir. Honum ber því að sinna, eins og hann gerir, hefðbundnu hlutverki svæðisbundinnar heilbrigð- isstofnunar. Í því hlutverki spítalans felst stefna og stefnumótun. Landspítali – háskólasjúkrahús er öfl- ugasta rannsókna- og kennslustofnun landsins, ein af frumforsendum þess að hér er hægt að halda uppi akademísku námi í heilbrigðisvísindum og ein veiga- mikil forsenda þess að hér er rekin öflug rannsóknastarfsemi. Þarf að fjölyrða um stefnumótunina sem í þessu felst, eða er hér auglýst eftir því að heilbrigð- isráðherra sé með nefið ofan í hvers manns koppi í þessu sambandi? Lagasetning – stefnumótun Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að mjög hafi dregið úr vexti þjónustu sérfræðilækna, en sá vöxtur hefur oftsinn- is orðið tilefni gagnrýni og opinberra um- ræðna. Í skýrslunni virðist það hins vegar vera samspilið milli reksturs spítalans og sérfræðiþjónustunnar sem tilfært er sem dæmi um stefnuleysi. Umfangið í þessari þjónustu sérfræðilækna er skýrt að hluta til í skýrslunni. Er það gert með því að benda á starfsemi dag- og göngudeilda Landspítala – háskólasjúkrahúss og er sá vöxtur er bæði eðlilegur og æskilegur. Skýringarnar sem Ríkisendurskoðun nefnir ekki eru hins vegar tvær og báðar veigamiklar. Í fyrsta lagi voru sett lög um sérstaka samninganefnd heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra á tímabilinu sem um ræðir, nefnd sem ætlað var að halda betur utan um þjónustuna sem veitt er á þessu sviði. Nefndinni var jafnframt ætlað það hlut- verk að vera tæki heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra til að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni og að skapa ráð- herra skilyrði til að geta hrint í fram- kvæmd vilja löggjafar- og fjárveit- ingavaldsins á þessu sviði. Í öðru lagi hefur Landspítali – háskóla- sjúkrahús gert þá kröfu til yfirlækna sem ráðnir eru til spítalans að þeir reki ekki einkastofur samhliða því að gegna lykilhlutverki í þjón- ustu spítalans við sjúklinga. Hvort tveggja hefur að mín- um dómi haft þau áhrif að dregið hefur úr vexti í þjón- ustu sérfræðilækna, þjónustu sem er mjög mikilvægur þátt- ur heilbrigðisþjónustunnar og rétt að halda því til haga. Þessi breyting er ekki gerð án samráðs eða vitundar heil- brigðismálaráðherra. Hér eru stjórnendur Landspítala að halda fram stefnu ráð- herra, með stuðningi hans, og óþarfi að kalla það annað, eða jafnvel stefnuleysi. Þessi tvö atriði fela í sér stefnu, eða stefnumótun, sem hefur haft umtalsverð áhrif í heilbrigðisþjónustunni og ekki bara rétt heldur líka skylt að draga fram. Í þessu felst stefna og vilji ráðherra fyrst og fremst til viðbótar við stefnu Alþingis að því er varðar fyrrnefnda atriðið. Af því minnst er á Alþingi þá er rétt að draga fram að heil- brigðisþjónustan þessi árin er líka byggð upp í samræmi við Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú áætlun var sam- þykkt sem ályktun Alþingis við miklar og góðar undirtektir fyrir ekki löngu síðan. Undir sama þaki Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík er ákvörðun sem ræður miklu um stefn- una í heilbrigðisþjónustunni við lands- menn. Þetta segi ég vegna þess að hér verður aðeins rekinn einn Landspítali í tengslum við Háskóla Íslands. Þrjú hundruð þúsund manna þjóð á þann kost einan að reka einn slíkan háskólaspítala, eina þekkingarmiðstöð, ef þessi þáttur í heilbrigðiskerfinu á að geta staðið undir nafni. Hér verða í þessum skilningi ekki reknir margir háskólaspítalar með þessu umfangi. Því var sameiningin í hæsta máta stefnumarkandi. Annar þáttur í stefnumótun heilbrigð- isþjónustunnar er svo að koma sem mestu af starfsemi háskólasjúkrahússins undir eitt þak. Það mun í senn efla bráða- og slysaþjónustu spítalans, efla hann sem kennslu- og rannsóknastofnun og leiða til þess smám saman, að raunhæfar for- sendur skapast til að endurskilgreina heil- brigðisþjónustuna í landinu í heild sinni. Það verður hvorki gert í eitt skipti fyrir öll, né án þess að hafa hliðsjón af því hvernig við kjósum að þróa heilbrigð- isþjónustuna á næstu árum. Heilbrigð- ismálaráðherra getur aldrei neglt sig svo í skilgreiningarnar að þær verði mönnum fjötur um fót í þjónustunni við sjúka. Í þessum efnum er ekkert eitt patent, ein einföld skilgreining. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Í því felst einnig klár stefna í heilbrigð- isþjónustunni að stórefla þjónustu heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, en á næsta ári sér fyrir endann á því verkefni. Þá verður bætt við nýrri heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu, fyrir utan nýju stöðina í Kópavogi og Hafnarfirði sem senn tekur til starfa. Í uppbyggingu heilsugæslunnar felst ótvíræð stefnumót- un, sem hefur bæði áhrif á rekstur og þjónustu Landspítala og þjónustu sér- fræðilækna. Þar fyrir utan felast bæði stefna ráðuneytis og stefnuáherslur heil- brigðismálaráðherra í samningum um aukna og breytta þjónustu í heilsugæsl- unni. Allt þetta flókna samspil verða menn að hafa í huga þegar þeir draga ályktanir, stjórna heilbrigðisstofnunum eða skrifa og flytja útvarpsfréttir. Veruleikinn er ekki og getur aldrei orðið rödd eins manns, jafnvel þótt hún sé látin endurtaka skoðanir sínar þrettán sinnum eða oftar. Stefna og stefnuleysi að gefnu tilefni Eftir Jón Kristjánsson, sem fjallar um stefnumörkun í heilbrigðisþjón- ustu Jón Kristjánsson ’Allt þettaflókna samspil verða menn að hafa í huga þeg- ar þeir draga ályktanir, stjórna heil- brigðisstofn- unum eða skrifa og flytja út- varpsfréttir.‘ Höfundur er heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.