Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ etta er frábær gjöf,“ sagði kenýsk vinkona við mig á aðventunni í Kenýa. Ég var ný- komin frá Súdan og langaði að gefa börnunum hennar jólagjöf. Við ákváðum að ég keypti tvo kexpakka. Fjórum dögum síðar stóð ég ráðvillt í stórri verslun, nýlent á Íslandi. Ég var komin heim á seðlalausa landið þar sem 500 posafærslur voru framkvæmdar á mínútu á háannatíma fyrir jólin. Ég var komin aftur í samfélagið þar sem kexpakki í jólagjöf var álíka hallærislegur og að gefa ekki eitthvað rándýrt og rosalegt í fermingargjöf. „Hvernig má það vera að lítil þjóð lengst norður í úthafi geti keyrt sig upp í jafnmikla neyslu?“ tautaði ég andstutt meðan ég sneiddi hjá kúffullum inn- kaupapokum og velti fyrir mér hver bæri ábyrgð á brjálæðinu. Það var kannski ekkert skrýtið að hver og einn Íslendingur var með 250.000 krónur að meðaltali í yf- irdráttarlán. Ef börnin voru dreg- in frá og allir þeir fullorðnu sem ekki höfðu yfirdrátt, hversu mikið skuldaði þá sjálft yfirdrátt- arfólkið? Samlandar mínir hlutu að hafa dottið illa á höfuðið að fjár- magna botnlausa neyslu með lán- um á 20 prósent vöxtum. Á lokasprettinum fyrir jól komst ég að því að það voru aug- lýsendur sem höfðu dottið á haus- inn. Þeim hafði skrikað svo illa fót- ur að þeir lágu án efa eftir með opið fótbrot. Hvernig gat nokkrum dottið í hug að auglýsa rándýrar gjafir undir slagorðinu „Sælir eru hófsamir“? Vantrúa virti ég fyrir mér heil- síðuauglýsingu frá Símanum. Karlmaður lá á meltunni á stofu- gólfi, að því er virtist búinn að borða illilega yfir sig. Glaðbeitt stúlka hélt á risastórri jólagjöf. Þarna voru brosandi kona, stórt og vel skreytt jólatré og fleiri stæðilegir pakkar. Ætli í þeim leyndist kexpakki? Skilaboðin neðst á síðunni bentu til annars. „Sælir eru hófsamir,“ las ég og hvessti augun á mynd neðst í hægra horninu af 25.000 króna gemsa með MP3-spilara og myndavél. Sér var nú hver hóf- semin. Voru engin takmörk fyrir hræsninni? Greinilega ekki. Önnur auglýsing æpti á mig: „Ekki gleyma börnunum.“ Sem fyrr var 25.000 króna gemsinn á sínum stað. Þar sem ég sat og horfði til skiptis á auglýsingarnar og að- ventuljósin í glugganum sló það mig sem vinkona mín hafði sagt að sex ára dóttir hennar vildi ólm eignast gemsa. Hún skildi ekkert í því af hverju hún fékk ekki einn. „Já af hverju ætli það sé?“ sagði ég ískalt og fnæsti að auglýsendur lifðu ekki í tómi og gætu ekki varp- að frá sér ábyrgð sinni. Þeir fylgdu ekki hlutlausir eftir eltingaleik Ís- lendinga við hamingjuna í formi rándýrra tækja og tóla. Nei, þeir tækju þátt í að skapa þörfina fyrir sukkið. Þeir segðu okkur hvað væri eftirsóknarvert og hverju væri eðlilegt að eyða í jólagjafir. Í sjónvarpinu brast á með þýðri röddu sem sagði mér að gleði yxi af gleði. „Gleðigjafinn í ár er skemmtilegra sjónvarp og þráð- laust internet.“ Ég hristi höfuðið. Við vorum orðin svo velmegandi að við þurftum skemmtilegra sjón- varp en við þegar áttum. Röddin hélt áfram í annarri Símaauglýs- ingu. „Sælla er að gefa en þiggja. Sæluríkasta jólagjöfin í ár er Sony Ericsson K700-myndavélasími á aðeins 9.900 krónur.“ „Á aðeins tíu þúsund kall?“ sagði ég, gnísti tönnum og íhugaði hvað ég myndi gera ef ég ætti þrjú börn sem öll vildu síma því þau væru jólabörn og maður ætti sko ekki að gleyma börnunum. Ég vissi heldur ekki hvernig ég brygð- ist við ef ég ætti foreldra sem grát- bæðu um gjafabréfið sem Iceland Express auglýsti á tuttugu þúsund krónur. Það var samt ódýrt miðað við flatskjána sem tröllriðu auglýs- ingum. Ég myndi vitanlega ekki eiga fyrir herlegheitunum en sá í hendi mér, eftir andartaks um- hugsun, að bankarnir myndu birt- ast sem frelsandi englar. Visa bauð líka greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða. Ég gæti því skund- að áhyggjulaus í Smáralindina, tekið jólin á lánum, brosað framan í bæði heiminn og afgreiðslufólkið, keypt mér hamingjuna og borgað af henni næstu þrjú árin. Gæfi ég fólkinu mínu flatskjá í jólagjöf gat ég einungis krossað fingur og von- að að hann yrði ekki jafnfljótt púkó og fótanuddtækin forðum daga. „Nei, væri bara dálítið svekkj- andi að vera enn að borga af ein- hverjum fótanuddsflatskjá í des- ember 2008,“ sagði ég hikstandi. Á aðfangadag varð mér hugsað til kvennanna í Suður-Súdan sem höfðu spurt hvað Íslendingar ræktuðu og hvort fólkið í kringum mig væri allt heilt heilsu. „Er fólk á landinu þínu ekki voðalega ánægt?“ glumdi í eyrum mér. „Við meinum ef flestir hafa nóg að borða og drekka og menn hafa ekki þurft að flýja út af átökum og geta bara notið lífsins. Vá, þið get- ið lifað eðlilegu lífi!“ Ég horfði vandræðaleg á jóla- tréð og fannst allt í einu að á Fróni hefðu hugsanir um það sem raun- verulega skipti máli drukknað í auglýsingum eða gefið upp öndina einhvers staðar á hlaupum á eftir flatskjám og flottum jeppum. Var þetta eðlilegt líf? Og var ég þá eitthvað betri, ég sem minnti mig væmin á það við kertaljós á jólanótt hversu óend- anlega heppin ég var í þessu lífi? Nei, tveimur dögum síðar hafði ég borðað svo illilega yfir mig að ég bókstaflega ældi. Ég gubbaði af ofáti eftir að hafa troðið mig út af graflaxi, hangikjöti, ostum og súkkulaði, löngu eftir að ég var hætt að hafa nokkra lyst. Ég var skilgetið afkvæmi neyslusam- félagsins. Samfélagið mitt og ég vorum svo ofurvelmegandi að mig langaði til að æla. Sjálf var ég svo velmegandi að ég ældi í raun og veru. Fótbrot og æla „Nei, væri bara dálítið svekkjandi að vera enn að borga af einhverjum fót- anuddsflatskjá í desember 2008,“ sagði ég hikstandi. VIÐHORF Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is Í GARÐABÆNUM bý ég og þar er gott að búa. Mér líður vel innan um nágranna mína og sveit- unga og saman eigum við bæjarfélag, sem sér okkur fyrir skól- um, íþróttamann- virkjum, þjónustu, umhverfi og aðstöðu, sem allt snýr að okk- ar daglega lífi. Á und- anförnum árum hefur vaknað hjá mér áhugi á að hafa meiri áhrif á málefni Garða- bæjar. Ég hef starfað í nefndum á vegum bæjarins, nú síðast sem formaður Íþrótta- og tóm- stundaráðs og staðið fyrir, ásamt mörgum öðrum, mikilli útrás og uppbyggingu málaflokksins í bæn- um. Fjármunum sem varið er til heilbrigðs æskulýðsstarfs og lýð- heilsu er vel varið að mínu mati. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatn- ingu í störfum mínum og hef því ákveðið að sækjast eftir stuðningi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í komandi prófkjöri í janúar. Við getum sagt að ég hafi verið í b-liðinu sem varabæjarfulltrúi á liðnu kjörtímabili en nú tel ég mig vera tilbúinn að fá að spreyta mig í a-liðinu, ef að kjósendum sýnist svo. Það á nefnilega enginn neitt í pólitík. Mitt framboð beinist ekki gegn neinum, ég tilheyri ekki neinu kosningabandalagi heldur fer fram á eigin forsendum og eigin hvötum. Áhugamálin eru mörg enda bærinn að vaxa hratt nú um stundir. Íþrótta- og æsku- lýðsmál eru mér afar hugleikin eins og að framan greinir og þar tel ég að við séum á réttri leið bæði varðandi uppbyggingu mannvirkja og stuðning við mála- flokkinn. Skóla- og leikskólamál þurfa einnig að halda áfram í stöðugri þróun. Ég sit í nefnd ríkisstjórn- arinnar um málefni fjölskyldunnar en fjölskyldumál í sinni víðustu mynd tengj- ast í auknum mæli stækkandi bæ. Í skipulagsmálum hef ég einfaldan smekk og legg áherslu á að skipulagsmál séu al- mennt unnin í góðri sátt við íbúa. Í sam- göngumálum legg ég áherslu á að til framtíðar verði Hafnarfjarð- arvegur og Reykjanesbraut sett í stokk. Og sem húsnæðiseigandi legg ég áherslu á að fast- eignaskattar séu ávallt með þeim lægstu á Íslandi. Málefni aldraðra verða meira áberandi eftir því sem meðalaldur íbúa hækkar. Þarna þurfum við að halda vöku okkar. Þá legg ég sérstaka áherslu á að umhverfi og um- gengni í bænum okkar sé ávallt til fyrirmyndar. Síðast en ekki síst legg ég áherslu á örugga fjár- málastjórn bæjarins, eins og verið hefur, til að tryggja velsæld íbú- anna. Sjálfur hef ég það fyrir at- vinnu að starfa að félagsmálum, sem varða marga, og sama gildir um bæjarstjórn sveitarfélagsins, að þar er fjallað um sameiginleg hagsmunamál okkar bæjarbúa, mín og þín. Og barnanna okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er minn flokkur og flokknum hefur tekist að standa fyrir mikilli og öflugri uppbyggingu á undanförnum ár- um, bæði í þjóðmálum sem og í rekstri Garðabæjar. Garðabær er flottur bær og þar er gott að búa. Ég býð fram krafta mína í þágu íbúa Garða- bæjar á næsta kjörtímabili ef ég fæ brautargengi til þess í próf- kjörinu í janúar næstkomandi. Ég vil leggja góðum málstað lið, veita góðum málum liðveislu og mér er umhugað um minn heimabæ og það góða andrúmsloft sem svífur yfir vötnum Garðbæinga. Þess vegna er ég í framboði og til þess vil ég leggja fram krafta mína. Ég bið um stuðning til þeirra verka. Að hafa áhrif á samfélagið og umhverfi sitt Stefán Snær Konráðsson fjallar um málefni Garðabæjar ’Sjálfstæðisflokkurinner minn flokkur og flokknum hefur tekist að standa fyrir mikilli og öflugri uppbyggingu á undanförnum árum, bæði í þjóðmálum sem og í rekstri Garða- bæjar.‘ Stefán Snær Konráðsson Höfundur er framkvæmdastjóri og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. janúar nk. Prófkjör í Garðabæ ÞEGAR Baugsmálið er skoðað, er áhugavert að rýna í hvernig helstu stoðir samfélagsins hafa brugðist við þessu stóra og mikla máli. Og auðvitað fjölskylda Jó- hannesar Jónssonar – Jóa í Bónus sem hef- ur lýst því sem djöf- ullegu fyrir sig og sína. Málið hefur án vafa verið djöfullegt fyrir fjölskylduna, en það hefur líka verið djöfullegt fyrir þjóð- ina. Fyrst og fremst vegna þess að fjöl- skyldan hefur hlaupið með málið á torg og leitað blórabögguls. Jón Ásgeir hefur haldið því fram að Davíð Oddsson hafi – rétt eins og vestfirskur seiðkarl – vélað Jón Gerald Sullenberger til þess að leggja fram kæru á hendur Baugi. Það væri auðvitað alvarlegt mál, ef pólitíkus stæði að samsæri gegn fyrirtæki. En er það trúverðugt? Nei, gögn styðja það ekki. Ásök- unin er hrein geggjun, svo ég tali kjarnyrta íslensku eins og Jói í Bónus. Ákæruvald hefur brugðist Að réttarkerfinu. Athugasemdir Baugs um brotalamir eiga um margt rétt á sér. Auðvitað er það fráleitt að rannsókn taki þrjú ár, þó fátt bendi til að rannsóknin sem slík hafi farið úr böndum. Hins vegar hefur ákæruþátturinn brugðist, það er ljóst. Þá að fjölmiðlum. Um þá hef ég oftlega rætt. Þar eru sorglegar brotalamir. Feðgarnir eiga mynd- arlegt safn fjölmiðla. Það leiðir af sjálfu sér að Baugsmiðlarnir fjalla ekki hlutlægt um málið. Morgun- blaðið er upptekið við að bera af sér svipuhögg auðhringsins. Rík- isútvarpið sér ekki, heyrir ekki, talar ekki. Það bara bergmálar ásakanir. Samhljómur Samfylkingar og auðhrings Þá að pólitíkinni. Hvernig hafa stjórn- málamenn brugðist við? Það blasir við að þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tók við forystu í ársbyrjun 2003 varð samhljómur með Samfylkingunni og Baugi. Í frægri ræðu í Borgarnesi 2003 dylgjaði Ingi- björg að stjórnvöld stæðu á bak við innrásina í Baug. Í september síðastliðnum sagði foringinn að ráðamenn hefðu gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga. Þeir hafi skapað „andrúm til árása“. Samfylking Ingibjargar hefur skipað sér í lið auðhringsins, ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum sem hafa verið varfærnir. Þingmenn Samfylkingar hafa ráðist á embættismenn sem tengj- ast málinu svo með ólíkindum er. Reynt að grafa undan lögreglu. Þeir hafa skipað sér þétt við hlið auðhringsins. Það er nýtt í sögu vinstri manna. Alla jafna hafa þeir ráðist hatrammlega að fyrir- tækjum – auðvaldinu. Hver man ekki árásirnar á Hafskip? Og nú olíufélögin, svo dæmi séu tekin. Forsvarsmenn olíufélaganna hafa verið svívirtir; úthrópaðir svindl- arar, svikarar og pakk. En þegar kemur að stærsta auðhring lands- ins þá er allur annar tónn. Af hverju? Við dyr barnaskóla Samfylkingin gengur grímulaust erinda auðhringsins. Samfylking R-listans hefur hraunað yfir íbúa Hlíðanna í nágrenni 365 miðla. Höfuðstöðvunum hefur verið holað niður í íbúðahverfi við hliðina á Ís- aksskóla. Helsta stresspunkti samfélagsins er skipað við dyr barnaskóla. Þetta er ótrúlegt. Slysahættan ætti að blasa við öll- um. Ég að sjálfsögðu hef ekkert á móti 365 eða nýjum höfuðstöðvum. Skaftahlíðin er bara rangur stað- ur. Eða sjáið þið fyrir ykkur 5–6 ára barn hlaupa út á Stakkahlíð- ina og fréttamann bruna í hús um það bil að falla á tíma eða stress- aðan stjórnmálamann á leið í við- tal? Það var læknir sem skrifaði upp á skipulagið. Það er að vonum að Samfylk- ingin tapi fylgi og liðsmönnum, hafi glatað tiltrú og trúverð- ugleika. Þannig hefur Samfylkingin brugðist í Baugsmálinu Hallur Hallsson fjallar um Baugsmál og Samfylkinguna ’Þingmenn Samfylk-ingar hafa ráðist á embættismenn sem tengjast málinu svo með ólíkindum er. Reynt að grafa undan lögreglu. Þeir hafa skipað sér þétt við hlið auðhringsins.‘ Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.