Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 31
starfandi sérfræðilækna í byrjun árs 1998 og þess að unnt var að taka annars afar umdeilda ákvörð- un um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík frá 1998 til 2000. Nýr spítali við Hringbraut Í rannsókninni er ekki fjallað um byggingu nýs spítala við Hringbraut. Aftur á móti gefur hún og áframhaldandi rannsóknir mínar á þróun íslenska heilbrigð- iskerfisins í ljósi alþjóðlegs sam- anburðar vísbendingu um það að einn spítali í Reykjavík muni skilja yfirvöld eftir með færri möguleika en áður, til þess að leita hagræð- ingar í rekstri heilbrigðiskerfisins og bregðast þannig við vaxandi kostnaði, t.d. með því að koma á sjúkrahúskerfi í Reykjavík, sem gefur kost á skipulögðu innra að- haldi í rekstri heilbrigðiskerfisins. Mér er vel ljóst að ríkisstjórnin hefur ráðstafað hluta af því fé sem fékkst við sölu Símans til bygg- ingar nýs spítala. Að sú ráðstöfun sé bundin þeim skilyrðum að byggður skuli einn spítali við Hringbraut tel ég vanhugsað. Ég byggi þá skoðun mína á ofan- greindum rannsóknum á íslenska heilbrigðiskerfinu, af reynslu Breta sem nú eru að vakna upp við vondan draum eftir af áralangri sjúkrahúsmiðaðri heilbrigðisstefnu og á skoðun þeirra gagna sem ráð- herra kallaði eftir við undirbúning ákvörðunar um framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala – há- skólasjúkrahúss frá janúar 2002. Er ég reiðubúin að ræða mat mitt á þeirri vinnu nánar við þingmenn og ráðherra sé þess óskað, og geri það því ekki að efni annarrar greinar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur, MSc. P.hD. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 31 UMRÆÐAN HUGLEYSI og sýndarmennska gætu verið systkin, svo lík sem þau eru. Báðir þessir eiginleikar eru tengdir systrunum græðgi og grimmd en þær eru verstu og mestu áhrifavaldar á skapgerð mannsins. Svo aðlaðandi förunautum er heimskan sjaldan fjarri. Horfið og þið munið hvarvetna sjá áhrif þess- ara úrkynjunareiginleika mannsins. Ástæðan er að fyrrnefndir skaðvald- ar hafa náð yfirhöndinni í lífi hans. Hann kýs að hygla þeim en bægja því betra frá. Á sama tíma og nát- úrulegir umhverfisþættir eru að hrynja um alla veröldina, af hans völdum, stingur hann höfði sínu í sand. Það gerir líka stóri fuglinn með litla hausinn. Norðurlandaþjóð- irnar, sem urðu fyrstar til að verða boðberar lýðræðis, eru farnar að heykjast á þeirri þjóðfélagsmyndan. Græðgin og eitt afsprengja hennar, sundurlyndið, varða veg misréttis og auðs til fárra. Undir stjórn íslenskra valdhafa hefur hraði aukins mis- réttis, eyðileggingar umhverfis, einkavinavæðingar á þjóðar kostnað, mengun og glæpir, aldrei verið meiri. Lögin eru svo snauð af vörn- um gegn glæpum að engu er líkara en þau séu sérsniðin fyrir glæpalýð- inn. Af þeim sökum eiga dómarar oft í vandræðum og dæma sér þvert um geð. Eins er með lögregluna. Hún veit ekki hvað má og hvað ekki. Allt svo loðið og óljóst. Í átökum við nautheimsk vöðvatröll og siðlaust eiturlyfjahyski hættir starfsfólk þjóðarinnar, sem klæðist lög- reglubúningum, lífi og heilsu og upp- sker oft brigsl í stað þakklætis. Þingheimur gerir það lítið í þessum málum að sérfræðinga þarf til að sjá hvort eitthvað hafi breyst. Mér kem- ur í hug að framtaksleysi þingfólks sé ekki sofandaháttur heldur ofríki ráðherranna sem á móti óttast for- menn sína. Störf alþingisfólks hafa í mörg ár mótast af tveimur flokks- formönnum. Mikilvægast er að þóknast þeim til að halda vinnunni. Kjarkleysi veldur víða vandræðum. Ég trúi ekki að meirihluti Alþingis vilji það hrikalega misrétti sem nú varir í þjóðfélaginu. En ef svo er þá á þingfólk að láta þjóðina vita fyrir kosningar því hún vill ekki þurfa að skammast sín fyrir verk fulltrúa sinna. Ég held þó að svo verði ekki og mun venjubundin loforðahrina dynja fyrir kosningar. Það þarf nefnilega þor til að líkjast litla síma- manninum. Ljóst er að mörg und- anfarin ár hefur sýndarlýðræði auk- ist og náð að festa rætur. Það hefur byggst á lýðræði sem tveir ráða. Annar að nafninu til. Í lýðræðisríki eiga þingmenn ekki að vera peð flokksforingja, en einmitt þannig komst Hitler til valda. Ég hef komið í ríki múslima, en í mörgum löndum þeirra ríkir grimmdarfullt sýnd- arlýðræði og þar eru konur vanvirt- ar. Hér komast atvinnurekendur upp með að mismuna kynjum í laun- um. Forsætisráðherra Framsóknar segir skýrslu um kjör öryrkja sem prófessor gerði byggjast á misskiln- ingi. Það segir það sem segja þarf um hug ráðherrans til aldraðra og öryrkja. Hommar og lesbíur hafa lengi átt undir högg að sækja og er með ólík- indum hvað fordómar gagnvart þeim eru lífseigir. Engin getur breytt því sem hann er fæddur til. Það sagði ég konu sem hélt því fram að þessi hóp- ur ætti að þakka fyrir það sem náðst hefði. Hún varð mér reið þegar ég sagðist ekki sjá að það gerði mér eða öðrum mein að fólkið fengi hjóna- vígslu í kirkju. Ég sagði henni að í gegnum aldirnar hlytu hags- munaaðilar að hafa komist með fing- urna í Biblíuna. Hún sagði að sam- kvæmt Guðs orði gæti mannlegur máttur ekki breytt orðum hans. Ég sagði greinilegan mun á minni trú og hennar. Margt ræddi ég við konuna en aðalatriði er að kirkjan sýni það umburðarlyndi sem hún boðar og henni er nauðsyn til að halda velli. Nýlega dæmdi múslimaríki marga homma til endurhæfingar og hýð- ingar, auk áralangrar fangels- isvistar. Verum sem fjærst slíkri grimmd og heimsku. Í framhaldi af þessu vil ég vara við að flytja inn í landið fólk sem getur ekki eða vill samlagast þjóð vorri. Við sjáum í Danmörku og víðar víti til að varast. Kristin trú, tungumálið, umhverfið og þjóðmenningin er aðalatriðið fyr- ir okkur Íslendinga. Við eigum alls ekki að skipta á menningu okkar fyrir fjölþjóðlega. Hver þjóð á að halda sínum einkennum. Vonandi sér þjóðin aðsteðjandi hættur. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Hommar, lesbíur, stjórnvöld og trúmál Frá Alberti Jensen: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á NÝÁRSDAG sóttum við fjórar, ég, kona mín og dætur okkar tvær, messu í Háteigskirkju. Síðar um daginn var frá því skýrt í fréttum að þennan sama dag hefði biskup þjóðkirkj- unnar messað í Dóm- kirkjunni og lýst því yf- ir að þjóðkirkjan stæði „heilshugar með sam- kynhneigðum ein- staklingum og rétt- indum þeirra í samfélaginu“. Afdrátt- arlaus yfirlýsing, en ekki marktæk vegna þess sem á eftir fylgdi. Því biskup sagði, að ef samkynhneigðum yrði heimilað að ganga í hjónaband væri hin aldagamla stofnun, hjónabandið, afnumin. Svo langt náði sú sam- staða og biskup vísaði til þess að ástæða væri til að staldra við og að nú hlyti þjóðkirkjan að hika við. Þá hvatti hann Alþingi og ríkisstjórn til að fara með gát og „leyfa hjónabandinu að njóta vafans“. Enda telur hann það í „sam- hljómi við lífsins lög“ að hjónaband skuli vera sáttmáli eins karls og einnar konu. Í fréttum NFS um kvöldið, í tilefni nýárspredikunarinnar, bætti biskup um betur. Þá sagði hann m.a.: „Kraf- an sem hefur síðan komið mjög skýrt fram og verið mjög sótt hart fram með, að skilgreina hjónabandið kyn- hlutlaust, þar vil ég setja spurning- armerki við og vil biðja menn að doka við.“ Þá var haft eftir biskup að hann vonaðist til að Alþingi myndi ekki knýja trúfélög til að taka afstöðu í málinu. Og enn sagði biskup. „Það verkar þannig, með því að veita heim- ild, þá mun það verka þvingandi. Það verður það sérstaklega fyrir þjóð- kirkjuna.“ Biskup þjóðkirkj- unnar þorir ekki að taka af skarið, þótt auðvelt sé að ráða í orð hans. Hann vill staldra við, hann hik- ar, talar um vafa, kvart- ar undan að sótt sé hart fram með kröfur á hend- ur kirkjunni, setur spurningarmerki við kröfurnar, biður menn að doka við og kveinkar sér undan þvingun. Ætla mætti að biskup, sem virðist ekki ein- göngu þekkja fræðin sín heldur einnig „lífsins lög“, ætti öðrum fremur að geta tekið mjög skýra afstöðu. Biskup þjóðkirkj- unnar, kirkjunnar sem ég tilheyrði allt frá fæð- ingu og fram til nýár- spredikunarinnar, gerir sér líklega grein fyrir að almenningur er laus við þá fordóma sem drjúpa af hverju hans orði og þorir þess vegna ekki að taka alveg af skarið. Líklega myndu þá fleiri yfirgefa þjóðkirkjuna en ég, kona mín og dætur okkar. Við eigum ein- faldlega ekki annarra kosta völ, sjálfsvirðingar okkar vegna. Lengi vel taldi ég mér trú um að ég ætti kirkjuna mína sjálf og að yfirlýs- ingar einstakra starfsmanna hennar skiptu ekki máli. Til lengdar finnst mér hins vegar niðurlægjandi og lýj- andi að sækja boð gestgjafa sem aug- ljóslega vill ekkert með mig hafa, þótt ekki hafi hann kjark til að segja það berum orðum. Og jafnframt ber mér skylda til að vera dætrum mínum góð fyrirmynd. Það geri ég ekki með því að selja sjálfsvirðingu mína fyrir ein- staka messu, þótt í góðri sókn sé. Hikandi biskup fer með gát Ragnhildur Sverrisdóttir fjallar um yfirlýsingar biskups um réttarstöðu samkyn- hneigðra Ragnhildur Sverrisdóttir ’Til lengdarfinnst mér hins vegar niðurlægj- andi og lýjandi að sækja boð gestgjafa sem augljóslega vill ekkert með mig hafa, þótt ekki hafi hann kjark til að segja það berum orðum.‘ Höfundur er laganemi í staðfestri samvist og önnur móðir tveggja stúlkna. FORSÍÐUFRÉTT í Mbl. 15. nóv. sl. vakti undrun mína. Þar stóð m.a. að „samkvæmt aldurs- greiningu á nýskotinni rjúpu teldu fuglafræðingar að vegna kulda og vætutíðar í sumar hafi orðið mikill viðkomubrestur á rjúpnaungum á Norður- og Austurlandi og jafnvel einnig á Vesturlandi.“ Rjúpan verpir venju- legast 10–11 eggjum og koma ungarnir úr þeim síðast í júní. Þeir verða fleygir 10 daga gamlir en þangað til eru þeir vargi auðveld bráð og eru einnig mjög viðkvæmir fyrir hrakviðrum. Er skemmst að minnast 5.–6. júlí 1995, en þá gerði aftaka slyddu- hríð á norðanverðum Vestfjörðum sem strá- drap alla mófugls- og rjúpnaunga. En var um eitthvað viðlíka að ræða í sumar í fyrrnefndum lands- hlutum? Ég hélt ekki og hafði því samband við allmarga útivist- armenn á meintum ótíðarsvæðum, m.a. sauðfjárbændur, refaskyttur og hreindýraleiðsögumenn og kannaðist enginn þeirra við að veðurfar á þessum tíma hefði get- að orðið rjúpnaungum skeinuhætt. Og ég hallast að því að þeir fari með rétt mál en fuglafræðingar ekki. Þá vaknar sú spurning hvar þessir vöktunarmenn rjúpna- stofnsins hafi verið frá Jónsmessu til miðs júlí. Voru þeir erlendis eða bara rænulausir? Síðan vakna þeir aðeins til meðvitundar í ágúst því enn segir í Mbl.: „Við talningu á rjúpuungum á Norðausturlandi í ágúst kom í ljós að um sjö ungar að meðaltali höfðu komist á legg í stað átta í uppsveifluári.“ Þessi vitneskja lá sem sagt fyrir áður en Sigríður Anna tók þá afar ámælisverðu ákvörðun að heimila aftur rjúpnaveiðar. Það var bara sofið á henni enda gamanlaust að tala öðruvísi en ráðherra vill heyra. Rjúpnaþurrð Tíu ára sveiflan sem rjúpna- fræðingar hafa klambrað saman stendur á miklum brauðfótum. Ekkert bitastætt liggur fyrir um hvað veldur henni eða hvort hún er samferða um land allt. Það er auðvelt að blekkja með tölum og eins og ég benti á hér í Mbl. í fyrra er það enginn grunnur til að byggja skotveiði á aftur þótt körrum fjölgi milli ára úr engum eða einum í einn eða svo, eða um 100–200%. Rjúpan er tiltölulega staðbund- in og þar sem búið var að ganga allt of nærri henni í flest- um landshlutum var ekki von á góðu í haust, því það sem ekki er til getur ekki sveiflast. Og það er alveg sama hvað þeir sálu- félagar Sigmar B. og Áki Ármann reyna í fjölmiðlum að tala veiðina upp. Víða sást ekki fugl eftir fyrstu vikuna og læt ég nægja hér að vitna í reynslu þriggja kunningja minna sem gengu til rjúpa í þrjá daga við kjöraðstæður á áður gjöfulum rjúpnaslóðum sem ekki hafði ver- ið gengið um þessara erinda fyrr á tímanum. Þeir fengu samtals 26 rjúpur eða tæplega þrjár á dag. Forsprakki þeirra sagði það síðast orða við mig, að nú þyrfti friðun í fjögur til fimm ár. Meira bull Það er raunar ekki nýtt að ég og mínir líkar standi gáttaðir yfir „fagmennsku“ rjúpnafræðinga. Næst skal nefna klisjuna um að veiði hafi engin áhrif á stofninn, sem að vísu var aflögð sem röng upp úr 1980. Síðan fæddist sú stofnanakenning að verulegur hluti ungrjúpunnar drepist í fyrstu hausthretum. Því miður vantar hræin sem fylgiskjöl og eru þó ég og fleiri búnir að leita mikið að þeim. Væri óskandi að Náttúrufræðistofnun slægi nú líka þessa villukenningu af áður en hún verður starfsmönnum hennar til frekari álitshnekkis. Sumir heimildarmenn mínir hafa nefnt ófrjósemi og mikið af geldrjúpu eða rjúpu með mjög fáa unga. Heimarjúpurnar hér hafa verið geldar síðastliðin þrjú vor. Á grenjatímanum rakst ég á tvær–þrjár rúpur með þrjá–fjóra unga og eina með aðeins tvo. Þetta er óeðlilegt. Yfir okkur Vestfirðinga flæðir látlaust ríkisverndaður refur norðan úr Hornstrandafriðlandi. Samkvæmt rannsóknum Páls Hersteinssonar mun láta nærri að 2.000 dýr hafi komið að norðan síðan 1994. Þeim sem reyndu við rjúpu hér vestra í haust ber sam- an um að það hafi verið ódæmi af refaslóðum. Rebbi er á þönum eftir rjúpunum allar nætur og nær mörgum og þeir friðlausu fuglar sem eftir lifa, og ná oft langtímum saman hvorki að hvíla sig né safna í sarpinn, eru ekki líklegir til frjósemi. Tæfan er með afbrigðum lyktnæm og þar sem rjúpan liggur í snjóbælum sínum um skammdegisnætur í mjallkófi er hvítur refur hinn ósýnilegi dauði. Að deginum hagar rebbi sér eins og snjall veiðimaður, stefnir 23 stökklengdum til hliðar við bráðina svo hún uggir ekki að sér fyrr en um seinan. Og reynslulausa ungrjúpan er auð- veld bráð. Minkur Villiminkastofninn er að kunn- ugra áliti 5.000–15.000 dýr og fjölgar hratt. Samkvæmt rann- sókn í Mosfellssveit fyrir fáeinum árum náði hann þar rúmlega 30% af merktum rjúpnahópi. Ríkisvaldið hefur gjörsamlega brugðist í að halda þessum morð- ingja niðri og hann og rebbi ásamt hrafni og sílamávi höggva geigvænleg skörð í rjúpnastofn- inn. Ef hann á aftur í alvöru að verða sjálfbær verður að leggja margfalt meiri fjármuni í varga- eyðingu, færa stjórn og skipu- lagningu í hæfra manna hendur og takmarka eða banna alveg rjúpnaveiðar nokkur næstu haust. Furðufrétt af rjúpum Indriði Aðalsteinsson fjallar um rjúpnaveiðar ’… Sigríður Anna tókþá afar ámælisverðu ákvörðun að heimila aft- ur rjúpnaveiðar …‘ Indriði Aðalsteinsson Höfundur er sauðfjárbóndi á Skjaldfönn við Djúp og áhugamaður um rjúpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.