Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 41 DAGBÓK Áramótaheit margra eru að bæta sigmeð einum eða öðrum hætti og kjósamargir að setjast á skólabekk meðvorinu í þeim tilgangi að auka við þekkingu sína á ýmsum sviðum. Að sögn Hans Júlíusar Þórðarsonar, verk- efnastjóra hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, standa fjölmörg námskeið til boða í vor hjá stofnuninni. „Annars vegar eru í boði fag- og starfstengd námskeið, hins vegar námskeið sem lúta að sjálfseflingu ýmiss konar og menningar- tengdri fræðslu. Í heildina verða þetta um og yf- ir 100 námskeið,“ segir hann. Hvað er nýtt af námskeiðunum? „Stefna Endurmenntunar er að endurnýja stöðugt námskeiðsframboð sitt. Í heildina er um helmingur námskeiðanna nýr. Þetta er þó mis- jafnt eftir eðli námskeiðanna – til dæmis eru svokölluð menningarnámskeið aðeins haldin einu sinni og því er alltaf um ný námskeið að ræða í þeim flokki.“ Eru fullt á námskeiðin, eða er enn hægt að skrá sig á þau? „Ný námskrá fyrir vorið var birt á heimasíðu Endurmenntunar, www.endurmenntun.is, fyrir áramót og eru skráningar þegar hafnar. Á kom- andi vikum verða fleiri námskeið kynnt á vefn- um. Enn eru sæti laus á flest námskeið, en hin vinsælustu eru þó fljót að fyllast. Oft eru haldin aukanámskeið þegar þannig stendur á.“ Hvenær eru námskeiðin yfirleitt kennd? „Fag- og starfstengd námskeið eru yfirleitt haldin á vinnutíma, en önnur námskeið gjarnan síðdegis eða á kvöldin.“ Er dýrt að sitja þessi námskeið? „Kostnaður vegna námskeiða er misjafn og fer meðal annars eftir eðli þeirra og lengd. Mjög algengt er að námskeiðsgjöld séu greidd af at- vinnurekanda, einnig bjóða flest stéttarfélög fé- lagsmönnum sínum styrki til að sækja námskeið til að auka hæfni sína. Þess má geta að Endur- menntun HÍ er alfarið rekin af sjálfsaflafé og verð námsins endurspeglar raunkostnað við rekstur stofnunarinnar.“ Fyrir hvern er Endurmenntun við Háskóla Ís- lands? „Námskeið Endurmenntunar eru að öllu jöfnu öllum opin, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Það á þá yfirleitt við um sérhæfð fagtengd námskeið og námskeið sem metin eru til eininga í Háskóla Íslands bæði á grunn- og meist- arastigi þar sem um er að ræða ákveðnar for- kröfur.“ Endurmenntun | Yfir 100 námskeið í boði á vorönn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Vinsæl námskeið fljót að fyllast  Hans Júlíus Þórð- arson fæddist í Reykja- vík 25. júlí 1972. Hann lauk M.Sc.-prófi í við- skiptafræði árið 2002 frá HÍ, með áherslu á stjórnun og stefnumót- un, en hafði áður lokið BA-prófi í heimspeki frá sama skóla. Hann starfaði sem markaðs- og sölustjóri hjá PP- Forlagi 2003–2004 en hefur starfað sem verkefnastjóri styttri námskeiða hjá Endur- menntun HÍ frá 2004. Hans Júlíus er í sambúð með Soffíu Jóhanns- dóttur, kennara og nema við Listháskóla Ís- lands, og eiga þau tvö börn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 Rf6 5. exd5 exd5 6. Bb5+ Bd7 7. Bxd7+ Rbxd7 8. 0–0 Be7 9. He1 0–0 10. dxc5 Rxc5 11. Rf1 He8 12. Be3 b5 13. c3 Dd7 14. Bd4 Had8 15. Re3 Rce4 16. Db3 a6 17. Re5 Db7 18. Rd3 Dc6 19. a4 Rd2 20. Dc2 Rc4 21. axb5 axb5 22. Rf5 Bf8 23. b3 Rb6 24. Re5 De6 25. f3 Ha8 26. Had1 b4 27. Rg4 Dxe1+ 28. Hxe1 Hxe1+ 29. Kf2 Hea1 Staðan kom upp á rússneska meistaramótinu sem er nýlokið í Moskvu. Sergei Rublevsky (2.652) hafði hvítt gegn Evgeny Bareev (2.675). 30. Rfh6+! Kh8 svartur hefði orðið mát eftir 30. … gxh6 31. Rxf6+ Kh8 32. Dxh7#. 31. Rxf7+ Kg8 32. Rfh6+ Kh8 33. Rxf6 gxf6 riddarar hvíts hefðu mátað svartan eftir 33. … H8a2 34. Rf7#. 34. Df5 Bg7 35. Rf7+ Kg8 36. De6 og svart- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hagstætt útspil. Norður ♠732 ♥ÁG3 ♦ÁK4 ♣ÁKG10 Suður ♠ÁD84 ♥K10 ♦G9872 ♣D6 Suður spilar sex grönd og fær hag- stætt útspil – lítið hjarta. Hvernig á að tryggja tólf slagi? Eftir útkomuna duga fjórir slagir á tígul og þá má tryggja ef liturinn liggur ekki verr en 4–1. Rétta íferðin er að taka fyrst á ásinn, fara svo heim og spila níunni að blindum með þeirri áætlun að láta hana svífa yfir ef vestur fylgir smátt. Þannig fást alltaf fjórir slagir á litinn þótt D10xx sé á sömu hendi. Norður ♠732 ♥ÁG3 ♦ÁK4 ♣ÁKG10 Vestur Austur ♠KG6 ♠1095 ♥7654 ♥D982 ♦D1063 ♦5 ♣94 ♣87532 Suður ♠ÁD84 ♥K10 ♦G9872 ♣D6 Allt er þetta gott og blessað, en hins vegar þarf að huga að sambandinu á milli handanna líka. Ef sagnhafi sefur á verðinum og lætur hjartaþristinn úr borði í fyrsta slag mun drottningin kosta kónginn og þá kemur til með að vanta eina innkomu heima. Skoðum málið: Tígull á ás í öðrum slag, heim á laufdrottningu og tígulníu spilað. Ef vestur fylgir smátt (sem er best) er vafasamt að láta níuna fara yfir. Og jafnvel þótt sagnhafi hitti á djúpsvín- inguna neyðist hann til að svína í spað- anum. Og lausnin er: Að stinga upp hjarta- gosa í fyrsta slag til að gulltryggja inn- komu á hjarta síðar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hlutavelta | Þær Ingibjörg H. Steingrímsdóttir og Þorbjörg B. Jónsdóttir söfn- uðu 8.000 kr. til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands. Stuðningsmenn Erlings Ásgeirssonar efna til fjölskyldudags á Garðatorgi sunnudaginn 8. janúar kl 16:00 til 18:00. Erling og stuðningsmenn hans verða á staðnum og reiðubúnir að ræða málefni Garðabæjar á meðan börnin njóta sín í leik og skemmtun. Eigum saman góða stund með allri fjölskyldunni. Lífsgæði í Garðabæ - bæ framtíðarinnar. Veljum trausta og framsækna forystu. 1. sætiðErling Ásgeirsson í Stuðningsmenn www.erlingasgeirsson.is Kaffiveitingar í boði og hollur biti fyrir börnin Dagskrá SOLLA STIRÐA OG HALLA HREKKJUSVÍN skemmta börnunum Bjarni Töframaður sýnir galdra og ótrúleg töfrabrögð Ragnheiður Gröndal syngur Andlitsmálun fyrir börnin Erling verður með aðstöðu inn á fasteignasölunni Garðatorgi til að taka á móti fólki og ræða málefni Garðabæjar. Heitt á könnunni. Verið velkomin. Opið:mánudag-föstudag 17:00-19:00 laugardag-sunnudag 14:00-18:00 FJÖLSKYLDUDAGUR Í GARÐABÆ Fjölskyldan í forgang VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.